Morgunblaðið - 03.08.1978, Side 13

Morgunblaðið - 03.08.1978, Side 13
„Það má nefna, að einn nemi náði hlutaprófum í vor á kæru,44 segir Ásdís J. Rafnar laganemi Lagadeildin hefur verið mjög umtöluð undanfarið, ekki aðeins meðal laganema heldur í öllum deildum Háskólans, bæði meðal kennara og nemenda. Það er t.d. haft eftir einum prófessor við Guðfræðideildina að hann undrist aumingjaganginn í okkur laga- nemum að hafa ekki borið fram nein mótmæli við þessum „kjör- um“ sem við eigum við að búa. Hvað það er sem við getum kvartað yfir! Það má fyrst nefna það, að reglugerð deildai'nnar er soðin upp úr tveimur eldi' reglu- gerðum og lítið lag á henni, svo að hana má túlka á margan veg. Náminu er skipt í þrjá hluta, — fyrsta og annað ár telst fyrsti hluti, — þriðja og fjórða ár annar hluti og fimmta ár þriðji hluti. Af þessum hlutum er annar hluti til muna þyngri en hinir tveir. A fyrsta og þriðja námsári eigum við kost á að taka svokölluð áfanga- próf, þ.e. að vori í eitt skipti í námsgreinum viðkomandi hluta, en annars er aðeins um það að ræða að taka öll próf hlutans í einu. Þann kost megum við reyna við tvisvar og ef viðkomandi nemi stenst ekki þær „raunir" er hann fallinn út úr deildinni og öll þau próf sem hann á þar lokið, þ.e. próf fyrsta hluta eru honum ónýt. í samanburði við prófkosti og lág- markseinkunnir sem nemar við aðrar deildir H.I. búa við, þá á lagadeildin engan sinn líka. Eftir fjögurra og hálfs árs veru í deildinni féll einn nemi út í fyrra haust, þar sem hann hafði byrjað í prófum annars hluta um vorið, en hætt og síðan stóðst hann ekki öll prófin um haustið og þar með voru önnur próf sem hann hafði staðist, Árni Pálsson lögfræðingur. þ.e. fyrsta hluta prófin ónýt og hann átti þann kost að byrja upp á nýtt eða snúa sér að öðru. Slíkt þekkist ekki nema í lagadeild. Annar nemi sem af sérstökum ástæðum fór þess á leit við deildarráð að fá að taka áfanga- próf þriðja árs næsta vor á eftir, að hann átti kost á því skv. reglugerðinni, var synjað um það vegna reglugerðarákvæða. Þrátt fyrir sérstakar aðstæður nemans var ekki hægt að gera undantekn- ingu frá reglunni. Af hverju má ekki kalla fallið á síðari árum í deildinni „hráskinnaleik" eins og blaðamað- ur Tímans orðar það! Við höfum sjálf reiknað út falltöluna á prófum annars hluta núna í vor og fengum þá út töluna 42%, — hjá fólki sem stundað hefur nám þarna í 4—5 ár. Arnljótur Björnsson prófessor hefur skrifað stutta grein í blaðið okkar, Úlfljót, þar sem hann reynir að útskýra orsakir fallsins á fyrsta ári í lögfræðinni, — og án efa útskýrir hann fallið á fjórða ári á sama veg, þ.e. að það fólk sem nútildags útskrifast úr mennta- skólum landsins sé til muna lélegra námsfólk en áður var, þ.e. minni kröfur séu þar gerðar. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978 13 Þarna virðist hann reikna með því að eingöngu botnfallið af þessum lélegu stúdentum ásamt örfáum góðum mönnum, sæki í lagadeild, en hreint ekki í aðrar deildir H.I. Hver er annars ástæðan fyrir því að fall og lélegur námsárangur er ekki samsvarandi í öðrum deildum H.í. og í lagadeild. Einkunnir og námsárangur laganema verður lélegri með hverju árinu, en á því ber ekki í öðrum deildum. Því er án efa að stórúm hluta að kenna ósveigjanlegum prófkostum í laga- deild. Prófessorar við deildina vitna gjarnan í „gamla daga“ þegar prófafyrirkomulagið var enn ósveigjanlegra en það er í dag, en taka þeir þá með í dæmið hversu pensúmið hefur aukist jafnt og þétt í hverri námsgrein frá ári til árs bæði í bókum og bæklingum, sem hver og einn nemi á að kunna upp á staf og þá bezt aukaatriðin fremur en aðalatriðin! Auk þess er svokölluð æfingaskylda sem nem- ar verða að ljúka fyrir hver próf, til þess að öðlast rétt til þess að taka þau próf geysilega mikil og hún tekur sinn tíma frá lestri. Fyrrverandi prófessor við deild- ina sagði nýlega í hálfkæringi að „nýir vendir sópa bezt“ þegar ungur kennari við deildina var til umræðu. Það hefur mikið borið á því eins og kannski „eðlilegt" er, að þegar nýir menn koma til kennslu þá geri þeir sérstakar og óeðlilega strangar kröfur til nem- enda. I vor var fjöldi manna þ.e. meirihlutinn í einu fagi á öðrum hluta með einkunnina 0.5 og 1.00. í þessu skriflega prófi fékk einn nemi 0.5 í einkunn og í sama fagi í munnlegu prófi fékk sá sami 14.00 — reyndar hjá öðrum kennara. Svolítið sérstakt? Sá kennari sem hvað mest hefur vakið ugg meðal nema við lagadeild hefur eftir stutta veru ákveðið að hætta þar kennslu. Einn nemi féll á öðrum hluta í vor á einu stigi. Hann kærði prófin Ásdís J. Rafnar laganemi. sín til prófdómara, og náði að því loknu á fleiru en einu stigi. Ég veit að fyrirhugaðar eru ákveðnar breytingar á náminu í lagadeild og vona því að með þessari frásögn þá komist þær sem fyrst í gagnið, því augljóst er að breytinga er þörf. Það er hægt að réttlæta „síuna“ sem verið hefur á fyrsta námsári í laganáminu, en það er erfiðara að réttlæta það fall sem verið hefur á síðari árum námsins. „Eðlilegt að taka mið af kröfum sem gerðar eru í öðrum deildum H.í.“ segir Jón Sigurgeirsson, sem nýlega lauk prófi frá deild- inni. Lagadeildin er eins og önnur mannanna verk, þar má ýmislegt betur fara. Ég tel það í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að gerðar séu miklar kröfur til námsárangurs, en það er gagnrýnivert, þegar mikið fall verður hjá fólki á síðustu árum námsins. Af hverju einkunnir eru svona lágar í deildinni að meðaltali, þá held ég að það sé ekki ástæða til þess að taka sérstakt mið af öðrum deildum varðandi einkunnagjöf. Hins vegar er eðlilegt að mínu mati að taka nokkurt mið af þeim kröfum sem gerðar eru til nem- enda í öðrum deildum. Þannig að lagadeildin verði hvorki mun léttari né mun þyngri en sambæri- legar aðrar háskóladeildir. Ég held að núgildandi reglur um lagadeildina setji náminu mjög þröngar skorður og þess vegna sé erfiðara fyrir fólk með sérþarfir að komast þar í gegn, þ.e. t.d. fjölskyldufólk, fólk sem vill flýta sér í námi eða fólk sem af skiljanlegum ástæðum getur ekki haft eðlilegan námshraða, það getur ekki seinkað sér. Ég tel það álit flestra ef ekki allra laganema að töluverðra breytinga sé þörf, til þess að þeir njóti jafnréttis á við nema í öðrum deildum, sérstak- lega með tilliti til sveigjanleika í s námi. Prófafyrirkomu- lagið að mörgu leyti úrelt,“ segir Helga Jónsdóttir, nýút- skrifaöur lögfræöingur. Vafalaust má um það deila, hvort nemendur séu felldir á „miður drengilegan hátt“, en hitt er óumdeilanlegt, að fallprósenta á 4. ári í lagadeild hefur vaxið uggvænlega undanfarin ár. Vafa- samt er, að unnt sé að finna nokkra einhlíta skýringu á þessari þróun, og vart hægt að skýra hana með því einu, að um sé að ræða lélegt námsfólk, sem ekki stundi námið af kostgæfni — a.m.k. eru þekkt dæmi hins gagnstæða. Auðvitað er auðveldarí'að gagn- rýna, heldur en að finna leiðir til úrbóta. Þó tel ég, að ýmislegt mætti betur gera án þess að færa Jón Sigurgeirsson, úr iagadeiid. þau væru metin til einkunnar, þannig að þau kæmu til jafns við prófið í endanlegri einkunn. Æf- ingaskylda í öðrum greinum er ónauðsynleg, þótt e.t.v. sé rétt að gefa mönnum kost á að leysa slíkar æfingar. Þá vil ég nefna, að mér finnst óeðlilegt, hversu mikill munur er á námsefni og yfirferð á 1. og 2. hluta. Það er nánast eins og högg í andlitið á mörgum að koma á 2. hluta, eftir að hafa getað tekið lífinu tiltölulega létt á 1. hlutan- um. Niðurröðun námsefnis hlýtur að mega breýta, þannig að eitt- hvert jafnvægi náist milli hlut- anna. Það hefur oft verið gagnrýnt, að meira en helmingur laganema sé felldur á 1. ári í þeirri síu, sem almenna lögfræðin er talin vera. Ég held, að það fari þó ekki milli mála, að eðlilegra sé að sía þá strax með fína sigtinu heldur en að láta það bíða eftir fólki í fjögur ár. „Þessi auknu áföll má skýra að nokkru,“ segir Páll Björnsson laganemi. Mörg undanfarin ár hefur fall- prósenta verið há í lagadeild hvað varðar fyrsta árið. Þetta á sér margvíslegar skýringar og er einkennandi fyrir flestar deildir H.í. Á síðustu og verstu tímum eru hins vegar orðin mikil brögð að því í lagadeild að stór hluti nemenda hefur fallið eða hætt í annars hluta prófum, en þessi próf ganga menn undir eftir 4—5 vetra nám við deildina og standist þeir prófin geta þeir gert sér vonir um að ljúka námi eftir eitt ár til viðbótar. Ef nemandi fellur eða hættir í prófum þegar hann gengur undir annars hluta próf í fyrsta sinn þá Helga Jónsdóttir. allt úr skorðum. Prófafyrirkomu- lag er að mörgu leyti úrelt, og réttara væri að gefa fólki kost á að ganga oftar til prófs en nú er. Ég sé því til dæmis ekkert til fyrirstöðu, að leyft verði að taka áfangapróf bæði að vori og hausti. Eins og nú er, eru einingarnar alltof stórar og hætt við, að útkoman byggist um of á heppni. Mér finnst líka alveg út í hött, að í stórum og viðamiklum greinum — eins og t.d. fjármunarétti, þar sem lesnar eru fjórar mikilvægar greinar á hlutanuim — sé bara eitt 100% verkefni á skriflegu prófi, og nemandi sleppi gegnum lögfræði án þess að hafa nokkru sinni verið prófaður í hinum greinunum þremur, sem þó eru allar mjög mikilvægar og reynir mikið á í starfi. Þetta væri afsakanlegt í munnlegu prófi en ekki í skriflegu. Mætti í þessu tilliti taka almennu lögfræðina til fyrirmyndar, en þar er víða komið við og reynt að prófa kunnáttu nemandans á sem flest- um sviðum. Æfingaskylda í núverandi mynd þjónar að-mínu viti litlum tilgangi. Auðvitað er rétt, að nemendur leysi raunhæf verkefni á hlutan- um, en ég teldi mjög til bóta að má hann ganga undir þessi próf í annað sinn og ef hann fellur þá eða sér sig knúinn til þess að hætta, þá verður hann annað hvort að hverfa frá námi eða hefja aftur nám við deildina sem nýstúdent og öll þau próf sem hann hefur staðist verða honum ónýt. Af þessu er ljóst, að það er mikið áfall fyrir nemendur ef þeim hlekkist á er þeir ganga undir annars hluta próf. Þetta gildir að sjálfsögðu hvort heldur nemanda hlekkist á í fyrri eða síðari atrennu, því öllum nemend- um hlýtur að veitast það erfiðara að ganga undir próf í síðari atrennu vitandi það, að ef þeim mistekst í það sinnið, þá er öll þeirra fyrirhöfn til einskis og þeir staddir í sömu sporum og þegar þeir hófu námið. Laganemar velta því fyrir sér hvað veldur stórauknum áföllum þeirra sem ganga undir annars hluta próf hin síðari ár. Ég fyrir mitt leyti tel eftirfarandi atriði skýra að nokkru þessi auknu áföll. I fyrsta lagi sú reglugerðarbreyt- ing sem kom til framkvæmda á öðrum hluta vorið 1976, og fól það í sér að lágmarkseinkunn á öðrum hluta var hækkuð úr 7 upp í 8, en það verður að kallast há lágmarks- einkunn. I öðru lagi eykst náms- efnið stöðugt frá ári til árs, án þess að tillit sé tekið til þess sérstaklega við samningu upófa. I þriðja lagi þá r eitt prófið sem nemendur ganga undir á öðrum hluta og nefnist raunhæft verkefni tígild einkunn á annarshlutapróf- um, þ.e. að gefnar eru tvær einkunnir fyrir eina prófúrlausn. Kennsluaðferðir við að leysa raunhæf verkefni eru fábrotnar og lélegar og vita menn harla lítið um hæfni sína í þeirri grein þegar þeir ganga undir próf í henni. Enda fá nemendur iðulega hinar óvænt- ustu einkunnir í raunhæfu verk- efni og ráða þessar einkunnir oft úrslitum um það hvort nemendur ná prófi eða ekki. Á síðari árum hefur borið meira og meira á því að nemendur fái afarlágar eink- unnir í raunhæfu verkefni og er þá ekki að sökum að spyrja. í fjórða lagi þá er það ákaflega misjafnt hvað kennarar hafa mikia breidd í prófum sínum. Þannig leggja sumir kennarar sig fram við að prófa úr sem flestum almennum þáttum námsefnisins, en aðrir kennarar prófa úr mjög afmörkuð- um, sérgreindum verkefnum, þar sem eitt verkefni gildir 100% af prófinu. Mitt álit er það, að sanngjarnara sé, að hafa prófin þannig samin að kunnátta nem- enda sé prófuð í sem flestum þáttum námsefnisins og að reynt sé að sneiða hjá því að hafa mjög sérgreind verkefni þegar aðeins eitt verkefni er látið gilda 100% á prófinu. Þannig tel ég að brengluð innsýn í gildi prófa hafi ráðið ferðinni við samningu skriflegs prófs í fjármunarétti fyrir 3. og 4. ár s.l. vor, enda varð árangurinn þá hörmulegur. Ég tel það eiga að vera megin- stefna við skipulagningu námsins, að nemendum sé strax á fyrstu árum þess gefinn kostur á því að komast fyrir þá erfiðleika sem reynslan hefur sýnt að eru mestir á námsbrautinni og ef nemendur Páll Björnsson sigrast á þeim erfiðleikum, þá geti þeir vænst þess, að komast gegnum námið stóráfallalaust, ef þeir eru reglusamir og stunda sitt nám af kostgæfni. Mér til mikillar furðu þá fæ ég ekki betur séð en að ýmsir nemendur sem leggja sig alla fram við nám sitt og sýna fyllstu reglusemi standi frammi fyrir því að vera léttvægir fundnir við annarshlutaprófin. Mér dettur náttúrlega ekki í hug að halda því fram, að náminu eigi að haga þannig að nemendur gætu nánast ekki fallið á . síðari hluta námsns, en ég leyfi mér að halda því fram að það sé í hæsta máta óeðlilegt ástand, sem nú ríkir, þegar stór hluti nemenda, jafnvel allt aö helmingur þeirra sem fer í annars- hlutapróf fellur eða hættir í prófum. Ef þessi óheillaþróun verður ekki stöðvuð á næstunni, er ekki um annað að ræða en að reyna að ná fram þeim breyting- um á fyrirkomulagi námsins að svokallaðar síur verði fyrst og fremst á fyrstu árum námsins. Ég tel þetta réttlætismál og trúi ekki öðru en að bæði kennarar og nemendur geti verið sammála um það.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.