Morgunblaðið - 03.08.1978, Síða 16
Helmut Schmidt kanzlari Vestur-Þýzkalands umkringdur ráögjöfum sinum á nýafstööum efnahagsmálafundi.
Kennifaðir á
heimsfundum
„ÉG hef aldrei hitt heimsleiðtoga, sem hefur reynzt mér jafn hjálplegur við að skilja
efnahagsmár á Carter Bandaríkjaforseti að hafa sagt um Helmut Schmidt á
blaðamannafundi í Bonn nýlega.
Það er sennilega ekki orðum aukið þótt sagt sé að vestur þýzki kanzlarinn hafi
stundum verið kennifaðir öðrum vestrænum foringjum á stefnumarkandi
stórfundum. Fylgismenn kanzlarans heimafyrir hafa nefnt nýafstaðinn efnahags-
málafund sjöveldanna persónulegan sigur fyrir hann, en gestgjafahlutverkið féll
einmitt í skaut kanzlarans í þetta skipti. Enda þótt málsmetandi menn hafi bent á
bætt og vinsamleg viðskipti Carters og Schmidts sem þakkarverðan afrakstur
fundarins er ekki fjarri lagi að ætla að persónuleiki kanzlarans hafi haft nokkur
úrslitaáhrif á ef nýendaðir stórfundir marka „nýjan pólitískan veruleika“ eins og
Theo Sommer, áhrifamikill ritstjóri og kunningi kanzlarans, komst að orði í
blaðagrein fyrir skemmstu.
Helmut Sehmidt hefur hreykt
sér af því að vera öðru fremur
pólitískur raunsæismaður. Póli-
tískir sveimhugar eru honum lítt
að skapi og fer hann heldur ekki í
launkofa með andúð sína á for-
ystumönnum, er hann telur óhæfa
eða mæta lítt undirbúna til leiks. I
þessu efni gildir einu hvort um
innlenda eða erlenda aðila er að
ræða. Á fundum Efnahagsbanda-
lagslanda og annarra mæta þeir
köldu viðmóti kanzlarans, sem
bera þess merki að hafa vanrækt
„heimadæmin" sín. Á fundum með
eigin ráðuneyti er hann þekktur
fyrir að reka ráðherra á stampinn
um málefni, sem lúta að starfs-
vettvangi þeirra sjálfra.
Obilandi sjálfstraust og léttbær
59 ára aldursbyrði kanzlarans
kann að koma umheiminum fyrir
sem tákn öryggis. En samsteypu-
stjórn hans hefur um 18 mánaða
skeið hratað meðfram hverjum
brimgarðinum af öðrum. Tíu sæta
meirihluti stjórnarinnar er í
bráðri hættu bæði vegna hótana
félaga úr vinstri-armi Jafnaðar-
mannaflokksins og rýrnandi kjör-
fylgis Frjálsra demókrata, er deila
með þeim stjórntaumunum.
1 Ijósi þessæ er skiljanlegt að
Schmidt hafi kappkostað að um-
svifamiklir stórfundir mættu
verða honum lyftistöng líkt og hin
orðlagða björgunaraðför að Luft-
hansaþotunni í Mogadishu í fyrra.
„Ég hef aldrei á fjögurra ára
valdaferli mínum í þessu embætti
haft á tilfinningunni að ég væri
hornreka á alþjóðavettvangi,"
sagði Sehmidt í viðtali fyrir
Bonnfundinn. „Mér finnst ég hafa
alit það ráðrúm til stjórnsýslu,
sem ég þarf,“ sagði hann. Tíminn
einn getur hins vegar skorið úr um
hvort ráðagerðir Schmidts, sem
stundum hefur sætt ákúrum fyrir
að vera skammsýnn tæknileppur,
skilja eftir fótspor í sandi tímans.
Fyrsta neistann að metnaði
Schmidts mun faðir hans hafa
tendrað en hann var gagnfræða-
skólakennari í verkamannahverfi i
Hamborg. í fjölskyldulífi bar
stjórnmál hins vegar sjaldan á
góma og aldrei vikið að jafnaðar-
stefnu. Allt kapp var þar lagt á
vinnugefni og Lútherstrú, en
Schmidt hefur verið henni hand-
genginn æ síðan. Hann var sendur
í Lichtwark-skóla í Hamborg, sem
kunnur var fyrir nýstárlegar
kennsluaðferðir og lagði þunga
áherzlu á skapgerðarmótun. Það
var í þessum skóla sem Schmidt
hitti eiginkonu sína, Hannelore,
sem þá lærði til kennara.
Helmut Schmidt verður ekki
lýst sem uppreisnarmanni á þess-
um árum eða mótþróasegg í
líkingu við Willy Brandt. Honum
var líkt farið og mörgum þeim er
lutu oki nazistastjórnar en var illa
brugðið er þeit gaumgæfðu betur
atferli hennar. Hann var félagi
Hitlersæskunnar, þjónaði í þýzka
stórskotaliðinu á austurvígstöðv-
unum og síðar í Ardennafjöllum.
Við lok stríðsins gisti hann svo
stríðsfangabúðir Breta.
Er Schmidt var síðar spurður
um rætur jafnaðarstefnu sinnar
minntist hann vinskapar félaga
sinna í hernum og síðar rökræðna
eldri jafnaðarmanna í stríðsfanga-
búðunum. Er Þriðja ríkið leið
undir lok voru fyrstu viðhrögð
Schmidt-hjónanna og þröngs vina-
hóps þeirra að snúa baki við
stjórnmálastarfsemi í hvaða mynd
sem var og draga sig út úr
skarkala heimsins. En frammi
fyrir öngþveitinu í Hamborg rann
engu síður upp fyrir þeim ljós að
eitthvað yrði til bragðs að taka.
Jafnaðarstefnan var félagslegt
réttlæti í augum Schmidts og
skynsamleg úrbótaleið. En jafn
skjótt og sósíalískar kennisetning-
ar fóru að glepja fyrir þeim fáu
verkmönnum, sem að dómi
Schmidts kunnu að fara að hlutun-
um, missti hann áhugann á þeim.
Kunningi kanzlarans hefur
komizt þannig að orði: „Hamborg
var vígi jafnaðarmanna á þeim
tíma og vildirðu fá einhverju
framgengt þá var þér nauðsyn að
vera jafnaðarmaður. Ekki þarf
-mikið hugmyndaflug til að láta sér
detta í hug að Helmut hefði orðið
góður og gegn kristilegur demó-
krati hefði hann alizt upp í Köln í
staðinn."
Eftir nám í þjóðhagfræði við
Hamborgarháskóla og störf sem
forseti vestur-þýzku stúdentasam-
takanna mætti hann fáum hindr-
unum á framabrautinni, fyrst í
fylkisstjórnarkerfinu og síðan í
valdastiga Jafnaðarmannaflokks-
ins, SDP, í Bonn. Hann sat í
ráðherrastól í átta ár, fyrst
varnarmálaráðherra og þá fjár-
málaráöherra. í maí 1974 tók hann
við kanzlaraembættinu af Willy
Brandt eftir að helzti aðstoðar-
maður hins síðarnefnda varð
sekur fundinn um njósnir fyrir
Austur-Þjóðverja.
Schmidt var raunar aldrei í
þeirri aðstöðu, sem einkennt hefur
margan jafnaðarmanninn, að vera
utangarðs og þurfa að heyja
baráttu við eins konar sérréttinda-
stétt innan flokksins. Hann hefur
aldrei velkzt milli gamalla og
úreltra hugmynda og blákaldra
staðreynda stjórnmálalífs. Honum
er iítt að skapi að veifa mótmæla-
spjöldum í háværum fjöldagöng-
um enda þótt gömlum skólafélaga
sé enn minnisstætt frá valdatíð
kristilegra demókrata hvernig
honum var í lófa lagið að æsa
múginn upp með ástríðuheitum
ræðuhöldum.
Hvatskeytlegur ræðumáti
Schmidts í þinginu í Bonn,
„Bundestag“ aflaði honum viður-
nefnis; Helmut-trantur. Athyglis-
vert er að hnútur hans í garð
andstæðinganna voru ekki •
sprottnar af hugmyndafræðilegum
ágreiningi heldur frýjaði hann,
þeim vits og hæfni. Néri hann
þeim óspart um nasir að hafa ekki
undirbúið sig nægilega, að þeir
hefðu ekki tök á efnahagsmálum,
sem sérhver nútíma stjórnmála-
maður yrði að kunna skil á.
Flestir þeirra, sem til þekkja,
eru sammála um að Schmidt hafi
tekið upp hupplegri framkomu á
síðustu átján mánuðum, jafnvel
blandna trega. Síðan stjórn hans
bar nauman sigur úr býtum í
þingkosningunum 1976 hefur hann
þolað þingræðislegan mótbyr,
hneykslismál og vonbrigði.
Jafn samvizkusömum manni og
Helmut Schmidt hlýtur að hafa
verið niðurlæging að uppgötva að
hann hafði fyrir kosningar lofað
vestur-þýzkum lífeyrisþegum hlut-
um sem hann gat ekki staðið við
vegna misreiknaðrar fjárhags-
áætlunar. Það styrkti hann í þeirri
skoðun sinni — sem margir
samstarfsmanna líta á sem áráttu
hans — að hafa sjálfur hönd í
bagga með öllum smáatriðum.
Þessu næst reið hermdarverkaald-
an yfir. Líflát mikilsvirtra manna
og fimm daga sjónarspil Luft-
hansa-flugránsins, sem aðeins lét
honum eftir 12 stunda svefn,
heimti sinn toll af sjálfstrausti
kanzlarans.
Þrátt fyrir að meinsemd í
skjaldkirtli hrjáði hann fyrir sex
árum er hann enn sem fyrr fær um
að vinna hörðum höndum án
augsýnilegra hjáverkana. Þannig
kemst hann af með mjög lítinn
svefn dögum saman og bætir sér
það síðan upp með einum 11 tíma
dúr.
Á virkum dögum dvelja Schmidt
hjónin í embættishýbýlum kanzl-
arans; fábreyttu álhúsi, teiknuðu
af dr. Erhard. Um helgar hverfa
þau heim til Hamborgar að vitja
dóttur sinnar, sem þegar er vaxin
úr grasi, eða til sumarbústaðarins
við stöðuvatn í Schleswig-Hol-
stein. Helgarráðstefnur og þing-
mannastörf í heimakjördæminu
gefa kanzlaranum lítið ráðrúm til
hvíldar heima og til að leika Bach
á orgelið.
Schmidt er það áhyggjuefni
hversu nauman tíma hann hefur
til að doka við og hugleiða dýpri
merkingu skuldbindinga sinna.
E.t.v. angra hann ekki síður allar
þær hömlur, er varna honum að
finna hugmyndum sínum stað í
veruleikanum. Náinn samstarfs-
maður hans sagði ekki alls fyrir
löngu: „Kanzlarinn verður að huga
að hagsmunum fjölmargra. Það
gefur lítið færi á að fullnægja
áformum. Samkvæmt stjórnar-
skránni mótar kanzlarinn stjórn-
arstefnu. Slíkt ákvæði er þó ekki
annað en skrýtla nú á dögum þar
sem kanzlarinn hefur í rauninni
harla litla möguleika á að vera
brautryðjandi".
Eins og tíðum hendir þá, sem við
stjórnvölinn sitja, ásækja Schmidt
örvæntingarfullar hugrenningar á
síðkvöldum þegar hann spyr sjálf-
an sig hví hann gefi ekki allt upp á
bátinn. Það styrkir sjálfstæðistil-
finningu hans í kanzlaraembætti
að vita að hann gæti hvenær sem
er tekið upp öllu gjöfulla starf í
iðnaði.
Hefði Mogadishu-atlagan farið
út um þúfur er sennilegt að hann
hefði sagt af sér. E.t.v. var happ að
svo fór ekki. Að minnsta kosti þarf
að leita grannt í stjórninni áður en
tekst að finna foringja sem farið
gæti í fötin hans.
(The Observer —
Associated Press)