Morgunblaðið - 03.08.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978
17
Um fréttaflutning
sjónvarps 2. febr. 1976
Undanfarna daga hefur nokkuð
verið fjallað í dagblöðum um
fréttaflutning fjölmiðla, þ.á m.
sjónvarps, af innlendum stjórn-
málaviðburðum hin seinni ár.
Ingvar Gíslason alþingismaður
kom að þessu efni í grein í
Tímanum 20. júlí. I forystugrein
Morgunblaðsins 25. júlí var þetta
rætt, og þar segir m.a.: „Þegar
málið um „yfirhylmingar" Ólafs
Jóhannessonar var tekið fyrir á
Alþingi 1976 var sjónvarpið mætt,
þó að fæstir þingmenn — og allra
sízt Ólafur Jóhannesson — hefðu
haft hugmynd um til hverra
tíðinda þar ætti að draga.“ í
þættinum Á víðavangi í Tímanum
26. júlí segir (Þ(órarinn)
Þ(órarinsson) til viðbótar um
þetta mál: „Rétt er að geta þess að
sjónvarpið varpaði út umræddum
umræðum að kvöldi þess dags, sem
þær fóru fram, og breytti verulega
dagskrá sjónvarpsins til þess að
gera það framkvæmanlegt. Sú
dagskrárbreyting var gerð án
nokkurs samráðs við útvarpsráð
og sama gilti um upptökuna á
Alþingi. „í þættinum Staksteinar í
Morgunblaðinu 27. júlí er enn rætt
um þetta efni og m.a. talið
„æskilegt að heyra andsvör við-
komandi fréttastofu við þessum
orðum útvarpsráðs."
ráðherra var ekki flutt þennan
dag, heldur kvaddi Sighvatur
Björgvinsson sér hljóðs utan
dagskrár og hóf umræður um
svonefnt Klúbbmál og í framhaldi
af því um Geirfinnsmálið, m.a.
með tilvísunum til Hauks
Guðmundssonar rannsóknarlög-
reglumanns. Ræðu Sighvats svar-
aði Ólafur Jóhannesson sem frægt
var. Ekki er unnt að bera á móti
því að þjóðin hafði einnig áhuga á
þessum málum um þessar mundir.
Ólafur Jóhannesson hafði einmitt
í símaviðtalsþætti í hljóðvarpi
kvöldið áður 1. febrúar, talað um
„Vísismafíu.“ Úr því nú að upp-
tökubifreið sjónvarps var við
alþingishúsið þennan dag, 2. febr.,
þótti eðlilegt að taka upp það sem
fram fór. Þegar til kom síðar um
daginn, ákváðu forráðamenn sjón-
varps að senda þetta efni út sama
kvöld sem sérstakan dagskrárlið,
og taka það þannig af okkur
umsjónarmönnum Þjóðarskútunn-
ar. í staðinn fengum við loforð
fyrir upptöku aftur næsta dag, 3.
febr., og þá var upptökubifreiðin á
ný send að Alþingishúsinu. Þann
dag flutti forsætisráðherra loks
umrædda skýrslu sína um viðræð-
urnar við Breta. Við fengum að
kvöldi þess sama dags óvenju
langan tíma fyrir þjóðarskútuna í
Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson
Okkur undirrituðum, sem á
þessum umrædda tíma sáum um
þingfréttaþátt sjónvarpsins, þykir
rétt að skýra hér nokkuð atburðar-
ásina 2.-3. febr. 1976., í ljósi
þeirra venja sem ríktu um upptöku
stjónvarpsefnis í þingsölum.
Þátturinn Þjóðarskútan var á
kvölddagskrá sjónvarps annan
hvern þriðjudag veturinn 1975—76
og stóð yfirleitt í hálftíma hvert
sinn. Okkur var umhugað um að
efni þáttarins væri yfirleitt sem
nýjast af nálinni, og þá helzt frá
umræðum á Alþingi. Oftast nær
fóru upptökur því fram á mánu-
degi fyrir útsendingu, en þannig
gafst dagsfrestur til að klippa
þáttinn. Um mánaðamótin jan.-
febr. 1976 stóð svo á að forsætis-
ráðherra, Geir Hallgrímsson, var
nýkominn heim frá London, og
vitað var að hann hugðist flytja
þingi og alþjóð skýrslu um viðræð-
ur sínar og annarra íslenzkra
fulltrúa við brezk stjórnvöld um
fiskveiðideilu þjóðanna, sem þá
stóð yfir. Mánudag 2. febr. voru
liðnir fáeinir dagar frá heimkomu
sendinefndarinnar og töldu starfs-
menn sjónvarps afar sennilegt að
skýrslan yrði flutt þennan dag. Við
undirritaðir vildum ná sem beztri
upptöku af ræðu forsætisráðherra
og væntanlegum umræðum um
hana fyrir þátt okkar daginn eftir,
og forráðamenn frétta- og
fræðsludeildar sjónvarps féllust á
sjónarmið okkar. Því var upptöku-
bifreið sjónvarps send að alþingis-
húsinu um hádegi þennan dag til
upptöku. Landhelgismálið var í
brennidepli um þessar mundir,
eins og menn muna, og þessi
ákvörðun því skiljanleg. Hins
vegar bar svo við, að skýrsla
kvölddagskrá sjónvarps, og voru
þá sendir út langir kaflar úr
umræðunum um landhelgismálið.
Tæpt stóð, að unnt væri að klippa
efnið til samdægurs fyrir þáttinn,
en það tókst þó.
Skylt er að taka fram, að
samstarf okkar undirritaðra árin
1972—76 við útvarpsráð, ekki sízt
formenn þess, var að okkar dómi
prýðilegt. Við höfðum þann hátt á
að biðja þingforseta munnlega í
hvert sinn um leyfi til upptöku í
þingsölum, og mun það einnig hafa
verið gert bæði 2. og 3. febr. 1976.
Ætíð veittu forsetar þessi leyfi
góðfúslega.
Næsta haust eftir framan-
greinda atburði var ekki leitað til
okkar um gerð sjónvarpsþátta um
störf Alþingis. Við álítum að það
hafi stafað af því að eðlilegt hafi
þótt að skipta öðru hvoru um
menn í þessu starfi, og munum við
álíta það unz annað sannast. Að
okkar dómi er eðlilegt og nauðsyn-
legt að ríkisfjölmiðlar segi ræki-
lega og án hlutdrægni frá öllu því
markverðasta — og oft um leið
umdeildasta — sem fram fer á
sjálfu Alþingi íslendinga.
Þessi greinargerð er af okkar
hálfu einungis ætluð til skýringar
á ákveðinni atburðarrás dagana
2.-3. febr. 1976, og hún er
algerlega gerð að okkar eigin
frumkvæði. Við samningu hennar
hefur verið stuðzt við minnis-
punkta okkar og dagblöð frá
þessum tíma.
Reykjavík, 31. júlí 1978.
Björn Teitsson.
Björn Þorsteinsson.
va
sl
•o
Allt til
helgarínnar
AUtí
ferðalagið
Ávextir og grænmeti á Vörumarkaösveröi
nýreyktir hangiframpartar á Vörumarkaösveröi.
Barnamatur og bréfbleyjur á Vörumarkaös-
veröi.
Sælgæti og vestfirskur haröfiskur á Vörumark-
aösveröi.
Pakkasúpur og kex á Vörumarkaösverði.
Allt Vörumarkaösálegg á Vörumarkaösveröi.
Kartöfiuflögur og saltstangir á Vörumarkaös-
veröi.
Niðursoðiö kjöt, fiskbollur og ávextir á
Vörumarkaðsveröi.
Okkar vöruverð, yðar kjarabót.
W
Vörumarkaðurinn hf.
S: 86111.
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Hæsta vinningshlutfall í heimi!
Endurnýjun
r •
1.000.000,-
500.000-
100.000,-
50.000,-
15.000.-
18.000.000,
9.000.000,
32.400.000,
33.750.000,
134.595.000,
227.745.000,
75.000,- 2.700.000.
230.445.000-
Láttu ekki óendurnýjaðan
miða þinn glata vinnings-
möguleikum þínum.
Það hefur hent of marga.
Endurnýjaðu strax í dag.
Viö drögum 10 ágúst
10.008
36 —
10.044