Morgunblaðið - 03.08.1978, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978
29
Myndirnar eru teknar á
fundi er Geir Hallgrímsson
hélt með blaðamönnum í
gær, þar sem hann gerði
grein fyrir þjóðstjórnar-
hugmynd sinni.
3m ekki bjartar
;em ber að reyna
tryggt vinnufrið í landinu. „Ég hef
trú á því að stjórn sem nýtur
meirihlutafylgis á Alþingi geti
tryggt friðinn í landinu," svaraði
Geir. Hann var þá spurður um
undirtektir forustumanna annarra
flokka við þjóðstjórnarhugfnynd-
ina, og staðfesti hann að hann
hefði rætt við þá óformlega um
irinn
lun
Aðrar skýringar, s.s. skrif síð-
degisblaðanna, gagnrýni á
einstaka ráðherra eða ágreiningur
milli forystumanna eru allar
miklu léttvægari, en eru kannski
hver í sínu lagi orsakir þess, að
ríkisstjórninni tókst ekki betur
upp. Það er og athyglisvert, að í
öllum þeim umræðum, sem fram
hafa farið eftir kosningar, hefur
því aldrei verið haldið fram, að
grundvallarstefnu Sjálfstæðis-
flokksins hafi verið hafnað. Þvert
á móti er fullyrt með nokkrum
þunga, að Alþýðuflokkurinn hafi
unnið svo mjög á, einmitt vegna
þess, að hann skaraði eld að þeirri
köku, sem að réttu lagi heyrir
sjálfstæðisstefnunni til. Alþýðu-
flokkurinn lagði til atlögu gegn
ofstjórn og miðstýringu, bruðli
opinberra aðila, spillingu og sið-
leysi. Ymislegt hefur verið ofsagt í
þessum efnum, og hvort þessir
ásteytingarsteinar eru ímyndaðir
eða raunverulegir að öllu leyti,
skiptir ekki megin máli, heldur
hitt, að hér er talað í anda
sjálfstæðisstefnunnar.
þessa hugmynd við misjafnar
undirtektir og fram hefði komið að
menn væru misjafnlega trúaðir á
þennan möguleika. Hann kvaðst
ekkert vilja segja um það að svo
stöddu hver endalokin yrðu.
Morgunblaðið spurði hvort nokkur
forustumanna hinna flokkanna
hefði í þessum óformlegu viðræð-
Verndun
einstaklingsins
Við getum fagnað því, ef nýir
menn innan Alþýðuflokksins hafa
þannig tileinkað sér málflutning
og stjórnmálabaráttu, sem færir
þann flokk nær þeim lífsskoðun-
um, sem Sjálfstæðisflokkurinn er
myndaður um. Annað mál er,
hversu þeim Alþýðuflokksmönn-
um endist aldur eða sannfæring til
að halda þeim málflutningi til
streitu, og harla ólíklegt raunar, ef
þeirra flokkur á að standa undir
því nafni og stefnu, að vera
sócialiskur flokkur. 1 þeim efnum
er ekki bæði unnt að halda og
sleppa, því sóciálisminn býður
einmitt miðstýringu og spillingu
heim. Lengi skal þó mennina
reyna.
Áfall Sjálfstæðisflokksins í
kosningunum er því enginn dómur
um stefnu flokksins, heldur
áminning um að flokkurinn standi
betur vörð um upprunalega stefnu
sína: verndun einstaklingsins. Ég
mun síðar gera grein fyrir því i
hverju sú verndun á að vera fólgin
og hvernig Sjálfstæðisflokkurinn á
að taka á því verkefni.
Kaldhæðni
örlaganna
Ég get verið sammála því, að
það hafi verið óskynsamlegt,
nánast sjálfsmorðstilraun, að taka
samningana úr gildi í febrúar s.l.
En ég hef áður bent á það í
blaðagrein, að eftir stanslausar
ásakanir um að ríkisstjórnin
aðhefðist lítið til að hefta verð-
um algjörlega útilokað möguleika
á samstarfi við Sjálfstæðisflokk-
inn en Geir Hallgrímsson svaraði
því þá til, að þær viðræður sem
þegar hefðu farið fram, hefðu
fyrst og fremst verið könnunarvið-
ræður og ekki til þess ætlast að
þær leiddu til ákveðinnar niður-
stöðu.
bólguna, þá hafi það verið kald-
hæðni örlaganna, að þær ráðstaf-
anir hafi orðið henni að falli, sem
gripið var til með febrúarlögunum,
og voru alvarleg tilraun til að veita
verðbólgunni viðnám.
Allt er þetta liðin tíð, en er þó
vert að minna á, nú þegar upp úr
vinstri viðræðum hefur slitnað,
einmitt vegna ágreinings um leiðir
í efnahagsmf lum.
Alþýðuflokkurinn hefur í reynd
viðurkennt þau sjónarmið, sem
voru forsendúr febrúarlaganna,
þ.e. að við verðbólguna verður ekki
ráðið, meðan sjálfvirkt vísitölu-
kerfi er í fullu gildi. Alþýðubanda-
lagið hafnar því alfaríð að taka
vísitölukerfið úr sambandi en
getur ekki bent á aðrar leiðir en
uppbótakerfi, sem íslenzka þjóðin
afskrifaði fyrir 20 árum, og engin
vestræn þjóð hefur látið sér detta í
hug að grípa til.
Aðrir
möguleikar
Morgunblaðið spurði Geir Hall-
grímsson álits á þeirri hugmynd
sem áhrifamenn innan Alþýðu-
flokks hafa hreyft um minnihluta-
stjórn Alþýðuflokks með hlutleysi
Sjálfstæðisflokks. „Ég hef per-
sónulega litla trú á slíkum stjórn-
armöguleika, en annars vil ég ekki
tala nema um einn möguleika í
einu,“ svaraði hann. Hann var þá
spurður að því hvort hann teldi að
samstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks mundi njóta
meirihluta fylgis á þingi og kvaðst
hann telja að stjórnarmöguleiki
væri fólginn í slíku samstarfi.
Hann var þá minntur á að Albert
Guðmundsson og e.t.v. fleiri þing-
menn mundu tregir til stuðnings
við stjórn þessara flokka. „Það er
ljóst, að þörf er á stuðningi allra
þingmanna þessara flokka ef
dæmið á að ganga upp,“ svaraði
Geir Hallgrímsson. Hann kvaðst
þó ekki tilbúinn að ræða nema um
einn möguleika í einu, eins og á
stæði en hann vildi heldur ekki
útiloka neinn möguleika. Það kom
fram í máli Geirs, aö umboð hans
frá samherjum hans innan Sjálf-
stæðisflokksins er það víðtækt að
hann getur reynt aila þá mögu-
leika til stjórnarmyndunar, þar
sem um meirihlutastjórn er að
ræða.
Þjóðstjórnar-
tilrauninni hraðað
Geir Hallgrímsson viðurkenndi
á fundinum að horfurnar á mynd-
un fjögurra flokka stjórnar væru
ekki bjartar miðað við þær tillögur
sem fram hefðu komið í undan-
gengnum stjórnar.myndunartil-
raunum, en hann kvaðst þó telja
rétt að gengið yrði úr skugga um
hvort þessi möguleiki væri fær.
Hann var þá spuröur hvort túlka
mætti þessi ummæli hans á þá
lund að hann gerði þessa tilraun
eingöngu formsins vegna en hann
svaraði því neitandi — hann tæki
ekki verkefnið að sér formsins
vegna heldur með efnisleg mark-
mið í huga.
Morgunblaðið spurði Geir um
fyrirkomulag viðræðnanna og
kvaðst Geir eiga von á því, að hann
og varaformaður flokksins, Gunn-
ar Thoroddsen, mundu eiga við-
ræöur við formenn hinna flokk-
Það lýsir best innihaldsleysi
þeirrar stefnu, að enginn annar
flokkur, hversu vinstri sinnaður,
sem hann annars vill vera, treystir
sér til að fylgja Alþýðubandalag-
inu inn á þá braut.
Einangrun Alþýðu-
bandalagsins
í raun og veru endurspeglar
ágreiningurinn i efnahagsmálum
hin raunverulegu átök í íslenzkum
stjórnmálum. Ef Alþýðubandalag-
ið hverfur ekki frá einstrengings-
legri og forkastanlegri stefnu
sinni, er það vitandi vits að
einangra sig. Þó er þeim flokki vel
kunnugt, að áhugi er á því, bæði til
hægri og vinstri, að hafa hann með
í þeirri úrslitahríð, sem nú verður
gerð að verðbólgudraugnum.
Allar hótanir um að beita
verkalýðshreyfingunni gegn þeim
úrræðum, sem aðrir flokkar leggja
til, er ekkert annað en yfirlýsing
um aö hafa þingræði og lýðræði að
engu. Þó ekki væri annað en þetta
eitt, ætti það að hvetja hina þrjá
flokkana til að standa saman um
sinn og hrinda slíkri óbilgirni og
misbeitingu af höndum sér og
þjóðarinnar.
Þingræðisstjórn
Sú sijórnarmyndun, sem nú er
gerð tilraun til af Geiri Hallgríms-
syni, ræður úrslitum um, hvort við
viljum búa við þingræði. Aðrar
leiðir til myndunar meirihluta-
stjórnar hafa mistekist. Minni-
hlutastjórnir eru ekki í anda
þingræðisins og eru dæmdar til
anna í dag — fimmtudag. Spurt
var um málefni og svaraði Geir því
til að sjálfsögðu hefði Sjálfstæðis-
flokkurinn markað sér stefnu í
hinum ýmsu málefnum, sem lögð
yrði fram i viðræðunum en úrslitin
yltu á því hvort málefhaleg
samstaða næðist eða ekki. „Spurn-
ingin er fyrst og síðast sú hvort
aðilar geta mætzt um sameigin-
lega stefnu að markmiðum."
Geir kvaðst ekki eiga von á því
að í þessum tilraunum hans og
Gunnars Thoroddsens til stjórnar-
myndunar yrði mikið um fjöl-
menna og formlega viðræðufundi
að ræða heldur yrðu þeir frekar
fleiri, fámennari og óformlegri en
í undangengnum stjórnarmyndun-
artilraunum. Geir sagði, að sér
væri ljóst að tilraun hans til
myndunar fjögurra flokka stjórn-
ar þyrfti að taka sem skemmstan
tíma, en hann kvaðst ekki treysta
sér til að svara því hvort það
tækist að fá niðurstöðu í þessa
tilraun fyrir helgina. Reyndar
taldi hann það hæpið, því að ætla
mætti að forsvarsmenn hinna
flokkanna þyrftu að taka sér tima
til umhugsunar og samráðs við
samherja, og minnti hann á í því
sambandi að t.d. væri Framsókn-
arflokkurinn ekki með fund innan
sinna raða fyrr en seinnihluta
dags á föstudag.
skammlífis. Sjálfstæðisflokkurinn
mun aldrei veita minnihlutastjórn
hlutleysi sitt, einfaldlega ' af því
það þjónar hvorki þjóðinni né
þingræöinu.
Utanþingsstjórn yrði þyngsti
áfellisdómurinn um vanmátt Al-
þingis.
I mínum augum skiptir ekki
máli hver hafi forystu í meiri-
hlutastjórn sem kann að verða
mynduð nú. Fyrir sjálfstæðismenn
getur það varla ráðið úrslitum.
Aðalatriðið eru málefni og sam-
staða — samstaða um að ráða
niðurlögum verðbólgunnar, sam-
staða urn að þingræðisleg stjórn
ráði en ekki hagsmunasamtök úti i
bæ.
Málamiðlun
óhjákvæmileg
Ef lýðræðisflokkarnir hafa á
annað- borð sannfæringu fyrir því,
að þær leiðir, sem þeir hafa í
megindráttum allir- bent á, séu
réttar og hagstæðastar fyrir
launþega og landsmenn aila, þegar
til lengdar lætur, þá verða þeir að
koma hver til móts við annan.
Meðan við búum við samsteypu-
stjórnir er málamiðlun
óhjákvæmileg. Að því leyti bera
samningar ekki vott um siðleysi
heldur stjórnmálaþroska.
Enginn einn flokkur getur ráðið
ferðinni, enginn einn flokkur getur
ætlast til þess að allar hans
tillögur verði gleyptar hráar. Hér
er ekki tekist á um flokkshags-
muni heldur þjóðarheill.
Hitt er vert að hafa í huga, að ef
vel tekst til, mun þjóðin meta það
við þá flokka, sem að því standa.