Morgunblaðið - 03.08.1978, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978 23
„Jú, ég bað Grana að gera gæsina tilbúna ... Aí hverju?
Nauðsynlegt er að hafa
með sér gott nestisbrauð
Hœgterað
kaupa
tilbúna
nestispakka
Margir kunna að kjósa
það heldur að kaupa
nestið sitt tilbúið, í stað
þess að útbúa það sjálfir.
Við fengum þær upplýs-
ingar hjá yfirkokknum í
Brauðbæ Gísla Thorodd-
sen, að þeir útbyggju
staðlaða nestispakka fyrir
fólk, og væri hægt að
velja um þrjár tegundir.
Nestispakkarnir eru fáan-
legir á þrennskonar mis-
munandi verði, 1.600,
2.400 og 2.600 krónur.
í nestispakkanum á
1.600 krónur er V2 sam-
loka með roast-beef og V2
með skinku og osti. Auk
þess hamborgari með
ananas, grænmeti, ávöxt-
ur, kartöflusalat, tómat-
sósa og sinnep í bréfum.
í hinum tveimur eru
eins samlokur og í þeim
sem kostar 1.600.1 nestis-
pakkanum, sem kostar
2.400 er auk þess V\ úr
kjúkling, ferskja, ávöxtur,
hrásalat og kartöflusalat.
I pakkanum á 2.600 er auk
samlokanna hangikjöt
með kartöflumús og
grænmeti og lambakóte-
lettur með grænmeti. Öll-
um pökkunum fylgja
hnífapör.
Að sögn yfirkokksins
eru það aðallega erlendir
ferðamenn og ferðaskrif-
stofur, sem sjá um þá,
sem þessa nestispakka
kaupa, en að sjálfsögðu er
þetta tilvalin lausn, ef
fólk hefur ekki tækifæri
til að útbúa nestið sitt
sjálft.
Sveitaloftið hefur oft þau
áhrif að fólk verður svengra en
venjulega ok þá er nauðsynlegt
að hafa meðferðis gott 0g
lystugt nesti.
Við undirhúning á nestis-
brauði verður að ga ta sérstakr-
ar snyrtimennsku. svo það
verði lystugt og haldi fersk-
leika sínum. Gæta verður þess
að ganga þannig frá brauðinu
að það skemmist ekki. Eigi að
geyma brauðið í margar
klukkustundir þarf að vefja
það smjörpappír og setja það
ennfremur í plastpoka. eða
vefja áþynnu utan um pappír-
inn. Gott er að leggja smör-
pappír í nestiskassann áður en
brauðið er iátið í hann.
Mjög lystugt er að leggja
salatblöð á milli brauðsneið-
anna. eða þá smjörpappír. séu
salatblöð ekki fvrir hendi.
Brauðsneiðar með hragðsterku
áleggi er best að vefja inn í
pappír. hverri fyrrir sig. ella er
hætt við að lykt og bragð frá
þeim komist í hinar sneiðarn-
ar.
Tómatsneiðar. salöt o.þ.h. er
ekki gott að nota á nestisbrauð.
nema það sé lagt ofan á
salatbliið og því pakkað inn
með sérstakri gætni. Reynið að
hafa áleggið eins fjölbreytt og
kostur er því leiðigjarnt er að
borða alltaf það sama.
Mörgum finnst þó betra að
taka brauðið með sér ósmurt í
ferðalagið. og smyrja það eftir
hendinni. þegar þess er neytt.
Ef farið er í lengri ferðir er það
e.t.v. æskilegra. því þá helst
Nokkrar
hugmyndir
um lystugar
samlokur
Þegar brauðsamlokur
fyrir ferðalagið eru út-
búnar, er nauðsynlegt að
hafa áleggið sem fjöl-
breyttast. Hér á eftir
koma nokkrar tillögur um
Ijúffengar brauðsamlok-
ur.
Samlokur með nýju
grænmeti eru alltaf jafn-
lystugar. Smyrjið brauðið
með mayonaise og leggið
salatblöð á hverja sneið.
Leggið síðan tómatsneið-
ar á helminginn af brauð-
•sneiðunum og stráið ör-
litlu af salti og pipar yfir
og leggið þar yfir nokkrar
gúrkusneiðar. Hvolfið
hinum brauðsneiðunum
með salatblöðunum yfir
og skerið síðan horn í
horn og pakkið vel inn.
Einnig er gott að leggja
ofan á salatblöðin kjúkl-
ingabrjóst skorið í þunnar
sneiðar og leggja þar ofan
á gúrkusalat. Lærið af
kjúklingnum er gott að
hafa með í ferðina og
borða það með grænmet-
issamlokunni.
A milli tveggja brauð-
sneiða er ennfremur gott
að leggja eina stóra
hangikjötsneið og niður-
skorin harðsoðin egg.
Einnig fer vel saman að
nota skinkusneiðar og ost
í samlokur.
Roast-Beef er gott að
nota í samlokur og hafa
með því svolítið af steikt-
um lauk og remolaði.
Ennfremur er gott að
nota saman salatblöð,
spægipylsu og „sand-
witchspread“, en það fæst
í flestum matvöruverslun-
um.
Svona mætti lengi telja,
en það verður að fara eftir
löngun hvers og eins hvað
hann hefur á milli.
nestið ferskara.
Matur geymist
betur kældur
Borðaðu minna, — þá
lifir þú lengur og
getur borðað meira!
í VERZLUNUM er hægt að
fá margt, sem þægilegt er
að nota á ferðalögum. Við
rákumst á nokkuð sem
heitir kælibox og eru þau
fáanleg í flestum sportvöru-
verzlunum og kosta frá
2000 krónum upp í ca 7000
krónur.
Með kæliboxunum er
hægt að fá sérstaklega gerð
kælielement. Kælielement-
in eru fryst áður en lagt er
af stað í ferðalagið, en
þegar matnum er raðað í
kæliboxið er þeim stungið
frosnum ofaní. Með þessu
móti er hægt að halda
matnum köldum, en þannig
verða til dæmis samlokur,
kjötmeti og annað slíkt
lystugra oggeymist betur.
Einnig er tilvalið að frysta
mjólkurhyrnur og setja þær
frosnar í kæliboxið. Þær
þiðna síðan smátt og smátt
og með þessum hætti er
hægt að fá ískalda mjólk í
ferðalaginu.
Á þessari mynd má sjá útÍKrill.
kælibox og útilegupotta. en allt
er þetta hentuKt í ferðalaKÍð.
Myndin er tekin í Tómstundahús-
inu LauKavesi 164.
Ef þú fyljjir eftirfarandi ráölegginj;-
um vendileua eftir þá áttu síður á
hættu að safna á þijí aukakílóum.
1. Slepptu aldrei úr máltíð. Fáar og
matarmiklar máltíðir með sama
kaloríuinnihaldi og margar og litlar
máltíðir auka tilhneiginguna til
fitumyndunar í vefjum líkamans.
2. Kauptu eingöngu magurt kjöt,
magran fisk og innmat.
3. Steiktu matinn á þurri pönnu
eða í eins lítilli feiti og mögulegt er.
Og hafðu sama háttinn á við steikingu
í ofni, i álpappír eða á grilli.
1. Mathúðu aldrei feitar sósur.
eins og t.d. smjörsósur eða upphakað-
ar sósur.
5. Reyndu að forðast feiti og sæta
eftirrétti og kökur.
6. Sparaðu smjörið á brauðið, ef þú
getur ekki sleppt því, hafðu það
örþunnt.
7. Gættu þín á feitu áleggi, eins og
rúllupylsu, mayonaisesalötum og feit-
um ostum.
8. Slepptu mjólkinni, drekktu
undanrennu í staðinn.
9. Reyndu að hreyfa þig eitthvað ú
hverjum degi. t.d. ef þú notar strætó
þá skaltu fara út ú næst" stoppustöð
við þá sem er við útidyrnar hjá þér.
10. Forðastu fyrir alla nnini að
borða seint á kvöldin, og yfirleitt
miðnættismáltiðir — þær vinna sig
upp í fitu á meðan þú sefur.
Eins og einhver góður maður sagði
þá „borðaðu minna, — þá lifir þú
lengur — og getúr borðað meira."