Morgunblaðið - 03.08.1978, Side 29

Morgunblaðið - 03.08.1978, Side 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978 Sögufélagið hefur skrif- stofu og „sölubúð“ fyrir félagsmenn á horni Garða- strætis og Fischersunds í Reykjavík í kjallara tveggja gamalla samliggj- andi húsa í Grjótaþorpinu. Sögufélagið var stofnað 7. marz 1902 og átti því 75 ára afmæli á s.l. ári. í núverandi stjórn félagsins eiga sæti Einar Laxness menntaskólakennari, for-» seti, Pétur Sæmundsen bankastjóri, gjaldkeri, Helgi Þorláksson cand. mag., ritari, og meðstjórn- endur eru Gunnar Karlsson lektor og Sigríður Th. Erlendsdóttir BA. Félagið gefur út ársritið Sögu, en í ritstjórn þess eru þeir Björn Teitsson mag. art. og Einar Laxness. Framkvæmdastjóri eða umsýslumaður Sögufélags- ins er Ragnheiður Þorláks- dóttir, en hana hitti Mbl. að máli í Hildibrandshúsi og spurðist fyrir um starfsemi félagsins og fleira. ótrúlega fjölbreyttur hópur sem er á félagaskrá „Hvernig menn verða félagsmenn í Sögufélaginu. Þeir eru hér innritaðir í félagið og greiða þá fyrir síðasta rit Sögu og öðlast með því réttindi til þess að kaupa bækur félagsins á forlagsverði, þ.e. með 20—25% afslætti," sagði Ragnheiður í byrjun. í félagslögum Sögufé- lagsins segir m.a. að ætlun- arverk þess, sé „að gefa út heimildarrit að sögu ís- lands í öllum greinum" og meðal þeirra bóka sem finna má í hillum forlags- ins eru Safn til sögu Reykjavíkur, Stjórnarráð íslands, Alþingisbækur ís- lands, Menning og mein- semdir, Á fornum slóðum og nýjum, íslenzkir ættar- stuðlar I—III og fleiri. En meðal uppseldra bóka Sögufélagsins má nefna Aldarfarsbók Páls Vídalíns 1700—1709 og Ævisögu Jóns prófasts Steingríms- sonar, en félagið gefur út vandaða bókaskrá. „Upplagið á bókum Sögu- félagsins er í flestum til- vikum lítið og það má segja að fyrst og fremst sé þar um að ræða bækur sem aðrir bókaútgefendur taka síður að sér að gefa út vegna arðsemissjónarmiða. TTn KoA or Sömifólomnn metnaðarmál að þessar bækur komi út og þá er gróðinn sem slíkur ekki hafður í huga. Hátturinn hefur verið sá að stjórnin velur menn til þess að vinna að ákveðnum verkefnum og á félagið þannig frumkvæðið að út- gáfu þeirra og nýtur til þess fjárstuðnings frá ríki eða borg og má sem dæmi nefna bókina Safn til sögu Reykjavíkur, sem borgin studdi að. Ragnheiður við fundarborðið i skrífstofunni. „Það leynist söguáhugi með flestum eins og Safn til sögu Reykjavíkur til upplýsinga á sínu áhugasviði. Sögufélagið hefur gert nokkuð af því að styðja við bakið á sögufélögum úti á landsbyggðinni, sem mörg eru fremur rekin af vilja en mætti, en mörg rit þeirra eru hér á boðstólunum. Og ég fullyrði að sögufélagið muni fara meira inn á þessar brautir. Um endur- útgáfu á eldri ritum félags- ins sem uppseld eru hefur ekki verið að ræða hjá okkur, en ég tel það brýnt mál og að það verði gert um leið og fjárhagsgetan verð- ur meiri." Þið eruð búin að koma ykkur mjög skemmtilega fyrir hér í „verzluninni" og ég veit ekki betur en að þú hafir sjálf unnið að því að meira eða minna leyti að koma henni upp? „Áhugi manna hefur greinilega aukist á nútímasögu” „Ég vil nú ekki gera mikið úr mínum þætti í því, en við fengum hér inni fyrir þremur árum og þá í Hildiþrandshúsi, sem byggt var árið 190Í og síðar fengum við hinn kjallarann á leigu og leyfi til að opna hér á milli. Híbýlin litu ekki mjög vel út í byrjun og fæstir höfðu trú á þessu „ævintýri" að hafa aðstöðu forlagsins hér. Núna held ég að velflestir séu ánægð- ir, en að sjálfsögðu var það mikil vinna að koma þessu í horf og með hjálp góðra man'na hefur þetta gengið. Áður skorti aðstöðuna og voru bækurnar á víð og dreif um borgina sem hefur án efa háð félaginu nokkuð. Ég held að með valinu á þessum húsakynnum höf- um við sýnt það, að hægt er að nota gamalt húsnæði ekki síður en nýtt, ef aðeins hugmyndaflugið er fyrir hendi og orka sem til þarf. Með þessu má segja að okkur hafi tekist að halda lífinu í gömlu félagi og jafnframt sannað „not- hæfi“ gamalla húsa. Það hefur verið mér og öðrum metnaðarmál og svo sann- arlega verið þess virði," sagði Ragnheiður að lokum brosandi. Við kvöddum rólegt and- rúmsloft kjallarans í Hildi- brandshúsi, þar sem skó- smiður hélt reyndar til í í eina tíð. - ÁJR Sögufélagið íHildibrandshúsi. bandi má líka nefna bókina Stjórnarráð íslands, eftir Agnar Kl. Jónsson sem er fyrsta nútímasögubókin sem félagið gaf út og við erum mjög hreykin af. En ég hef tekið mjög greini- lega eftir því í seinni tíð, að áhugi manna hefur aukist verulega á tuttugustu aldar sögu eða nútímasögu og það er eins og menn fái áhuga á eldri sögu í beinu framhaldi af kynnum sín- um á sögu nútímans. Og svo er áberandi að hingað leita margir áhugamenn um húsafriðun eftir bókum Sá hópur er ótrúlega fjölbreytilegur sem nú er á félagaskrá hjá okkur,, en það eru núna yfir þúsund manns, og ég held að söguáhugi leynist með ákaflega mörgum og kannski flestum. Sögufé- lagið hefur komið víða við, ekki aðeins á sviði sagn- fræði, heldur líka á sviði þjóðháttafræði, ættfræði, mannfræði, o.fl. Ársritið Saga hefur verið gefið út frá 1949 og í hefur nútímasögu m.a. ver- ið töluvert sinnt á undan- förnum árum. í þessu sam- Litið inn hjáRagn- heiðiÞor- láksdóttur hjáSögu- félaginu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.