Morgunblaðið - 03.08.1978, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978
Jón fyrslur tíl þess að hlaupa
800 metra undir 1,50.0 mín.
Frá Ágústi Ásgeirssyni, blaö^manrti Mbl. í Piteá í Svíþjóð
miövikudaginn 2. ágúst:
„ÉG ÁTTI alveg von á pví að setja met í pessu hlaupi. Mér varð Dað
Ijóst eftir fyrri hringinn að metið myndi fjúka pví hann var hraður og
góður,“ sagði Jón Diðriksson, Borgfirðingurinn hávaxni, í viðtali við
Morgunblaðiö í Piteá í gærkvöldi en par setti Jón nýtt glæsilegt
íslandsmet í 800 metra hlaupi, hljóp á 1,49,3 sekúndum og bætti met
Þorsteins Þorsteinssonar frá 1967 um 8 sekúndubrot. Jón jafnaði pað
met fyrr í sumar á móti í Þýzkalandi.
Jón keppti í Piteá ásamt félög-
um sínum í landsliöi íslands, sem
tóku þátt í Kalottkeppninni um
helgina. Mótiö í Piteá var víglsu-
mót nýs glæsilegs íþróttavallar en
hlaupabrautirnar eru lagöar sama
efni og er á nýja frjálsíþróttavellin-
um í Laugardal, sem vígöur verður
í næstu viku.
íslenzku keppendurnir voru
mjög atkvæðamiklir á mótinu í
Piteá. Jón sigraöi meö miklum
yfirburðum í sinni grein en Ágúst
Ásgeirsson varð númer 2 á 1,54,2
mínútum, í fjóröa sæti var Haf-
steinn Óskarsson 1,54,4 mínútum.
Stórbætti Hafsteinn sinn fyrri
árangur en hann átti bezt áöur
1.56.9 mínútur. Árangur Hafsteins
er merkilegur fyrir þá sök aö hann
l hljóp erfitt hindrunarhalup í Kalott-
keppninni aöeins tveimur dögum
áður. Þá hljóp Þráinn Hafsteinsson
í B-riöli 800 metra hlaupsins og
varö fjóröi á persónulegu meti,
1.59.9 mínútum.
HREINN KASTADI 20,30 METRA
Hreinn Halldórsson kastaöi
20,30 metra í kúluvarpi. Hann
sigraöi aö sjálfsögöu og setti nýtt
vallarmet. „Eg er tiltölulega
ánægður með árangur minn í
kvöld. Þetta er mitt bezta kast í ár
og þetta stefnir allt í rétta átt hjá
mér,“ sagöi Hreinn eftir keppnina í
viötali við Mbl.
Óskar Jakobsson varö þriðji í
kúluvapinu, kastaöi 18,38 metra,
sem er hans næst bezti árangur.
María Guönadóttir vippaöi sér yfir
1,71 metra í hástökki og sigraöi og
setti auk þess persónulegt met.
Lilja Guðmundsdóttir haföi um-
talsveröa yfirburði í 800 metra
hlaupi kvenna og vann á 2,11,2
mínútum. í 2.—3. sæti uröu
Guörun Sveinsdóttir og Guörún
Árnadóttir báöar á persónulegum
metum, Guðrún Sveinsdóttir hljóp
á 2,19,8 mínútum og Guörún
Árnadóttir á 2.20,2 mínútum.
Thelma Björnsdóttir sigraöi örugg-
lega í B-riðli 800 metra hlaups
kvenna á 2,23,5 mínútum, sem er
nýtt persónulegt met.
GUORÚN AO NÁ SÉR Á*STRIK
Guðrún Ingólfsdóttir sigraöi af
öryggi í kúluvarpi, kastaöi 12,31
metra, eöa metra lengra en í
Kalott-keppninni. „Ég er útkeyrður
eftir hlaupin tvö í Kalottkeppninni.
Ég þarf nokkra daga til þess að ná
mér eftir þetta allt saman og því er
ég hissa á því hve góöum tíma ég
náöi í 200 metra hlaupinu í kvöld,“
sagði Vilmundur Vilhjálmsson,
sem varö annar í hlaupinu á 21,73
sekúndum.
Einar Vilhjálmsson varö þriðji í
spjótkasti, kastaöi 66,66 metra.
Lára Sveinsdóttir sigraöi í 200
metra hlaupi kvenna á 25,64
sekúndum, í ööru sæti varð Sigrún
systir hennar á 26,64 sekúndum
og í þriöja sæti María Guðjohnsen
á 26,86 sekúndum. íris Grönfeldt
sigraöi í langstökki 16 ára og yngri,
stökk 5 metra slétta. Elías Sveins-
son tók þátt í 110 metra grinda-
hlaupi og sigraði á 15,74 sekúnd-
um. Guðmundur Jóhannesson og
Elías tóku þátt í stangarstökki og
urðu í 2.-3. sæti stukku báöir 4
metra slétta. Loks tóku þeir
Guðmundur R. Guömundsson og
Stefán Friöleifsson þátt í hástökki
og stukku 1,90 metra.
• Jón Diðriksson (l.h.) fagnar sigri (800 mslra hlaupi Kalottkeppninn-
ar í Umeá. Með honum er Gunnar Páll Jóakimsson, sem varð annar í
hlaupinu.
Á að geta enn betur"
##
— sagði Jón Diðriksson í samtali við Mbl.
„JA, ég tel mig geta gert betur í 800 metrunum, og einnig í 1500
metrunum, Þar á ég vafalaust eftir að bæta mig um 3—4 sekúndur.
Þjálfarinn minn Gordon Surtees hefur miðað undirbúninginn í vor við
1500 metra hlaupið fyrst og fremst," mælti hlauparinn ágæti Jón
Diðriksson í viðtali við Mbl. í Piteá í gær, skömmu eftir að hann hafði
sett nýtt íslandsmet í 800 metra hlaupinu, 1,49,3 mínútur.
Jón er vel aö þessu nýja meti
kominn. Hann jafnaöi fyrir réttum
mánuöi gamla islandsmetið í
greininni, sem Þorsteinn Þor-
steinsson setti 1967, 1,50,1
minúta. Jón jafnaöi metið á móti í
Troisdorf í Þýzkalandi. Þá var Jón
seilingarfjarlægö frá íslandsmetinu
í fyrra er hann hljóp á 1,50,5
mínútum í Kassel í V-Þýzkalandí
og 1,50,9 mínútum í Kalottkeppn-
inni í Sotkamo í Finnlandi. Loks
hljóp Jón á 1,51,0 í Umeá á
sunnudag. Athyglisvert er aö Jón
sigraöi í öllum þessum hlaupum aö
undanskildu hlaupinu í Troisdorf
og má því fastlega gera ráö fyrir aö
hann eigi eftir aö bæta árangur
sinn.
ÁTTI VON Á METI
„Ég átti von á því aö setja met í
kvöld. Þaö var ásetningur minn aö
það fyki og eftir að fyrri hringurinn
var þetta hraður og góöur var mér
Ijóst aö metið yröi mitt. Aöstaðan
hér var fullkomin, góö braut, logn
og Vilmundur teymdi mig vel fyrstu
500 metrana (Vilmundur var „héri“
í hlaupinu og hætti eftir 500
metra). Mig vantaöi aðeins menn
með mér síöustu 300 metrana og
þá heföi tíminn kannski oröiö
aöeins betri,“ sagöi Jón.
Jón sagöi Mbl. aö hann heföi
sett sér langtimatakmark á
hlaupabrautinni — og stefnir hann
mjðg hátt og vonast m.a. til aö
geta keppt á Ólympíuleikunum í
Moskvu 1980. Hann vonast og til
þess aö veröa meðal þátttakenda
á Evrópumeistaramótinu í Prag
eftir nokkrar vikur og hlýtur
árangur Jóns í sumar aö hafa
gulltryggt farseðil hans á mótiö.
Þar ætti Jón aö fá góða og mikla
keppni og hann fær þá væntanlega
tækifæri til þess aö stórbæta sig í
800 og 1500 metra hlaupum.
Jón tjáöi Mbl. aö hann ætti sér
þann draum aö setja met í 1500
metra hlaupi á íslenzkri grund. í
1500 metra hlaupinu á Reykjavfk-
urleikunum í næstu viku fær hann
góöa keppni og verður fróölegt aö
sjá hvort honum tekst þá aö setja
met. Æfingu og haröfylgi hefur Jón
til þess að setja nýtt íslandsmet,
spurningin er aöeins sú hvaö hann
bætir metiö mikiö
ÆTLAR AÐ BÚA í ÞÝZKALANDI
„Til þess aö ná markmiöum
mínum verö ég aö dvelja erlendis
áriö um kring. Hugmyndin er sú aö
fara frá Englandí til Vestur-Þýzka-
lands, þar sem aöstaöa og keppni
er betri. Maður þarf sjálfur aö bera
kostnaöinn af því að dvelja erlend-
is og þegar námi sleppir á sumrin
bætist viö vinnutap. Maður fær
engan styrk vegna þess mikla
kostnaöar, sem af íþróttaiökuninni
hlýzt að undanskildu því aö
samband mitt, UMSB, hefur hjálp-
aö mér viö aö greiöa feröakostnaö
heiman og heim. Sambandið hefur
hjálpað mér viö að ná þeim árangri
sem ég hef náö og á ég því mikið
aö þakka,“ sagði Jón.
Að loknum Reykjavíkurleikunum
heldur Jón til Vestur-Þýzkalands
þar sem hann tekur þátt í þýzka
meistaramótinu, sem fram fer í
Köln 11.—13. ágúst. Keppir Jón
þar í 800 metra hlaupi viö góöar
aðstæður. „Ég stefni aö því að
hlaupa vel þar til þess aö veröa
sendur á Evrópumeistaramótið,"
sagöi Jón aö lokum.
- égés
Ragnar í E vrópuúrvalið í golf i
EINS og frá hefur verið
skýrt var Ragnar ólafsson
valinn í úrvalslið Evrópu í
unglingaflokki fyrir
frammistöðu sína í EM á
Spáni fyrir nokkrum dög-
um. Liðið skipa ellefu
menn og það lcikur gegn
Bretlandi 1 Englandi í
næstu'viku. Liðið er þann-
ig skipaði
Acutes, Italía.
Bernardo, Spánn.
Farry, Frakkland.
Gabarda, Spánn.
Gayon, Frakkland.
Nilson, Svíþjóð.
Perreau, Frakkland.
Planchine, Frakkland.
Ragnar Ólafsson, ísland.
Sellberg, Svíþjóð. 2. Canessa, Ítalía 149 7. Boillate, Sviss 152
Vidaor, Spánn. 3. Bernando, Spánn 149 8. Jakobsen, Danmörk 153
Arangur í einstaklingskeppn- 4. Antevik, Svíþjóð 150 9. Vidaor, Spánn 153
ínni: Högg: 5. Durante, Ítalía 151 10. Tinning, Danmörk 153
1. Mayoral, Spánn 149 6. Ragnar Ólafss., ísl. 151 11. Fossbrand, Svíþjóð 153
• Ruben Sune, fyrirliöi Boca hamp-
ar Suöur-Ameríkubikarnum. Nú er
heimsbikarinn kominn í safn Boca
og Þetta undirstrikar sterka stööu
argentískrar knattspyrnu í dag.
Boca meistari
ARGENTÍSKA liðið Boca Juniors
varð heimsmeistari félagsliða
1978, en árlega keppa meistaralið
Evrópu og Suður-Ameríku um
þessa nafnbót. Fulltrúi Evrópu var
að þessu sinni þýzka liðið Borussia
Mönchengladbach en Liverpool,
núverandi Evrópumeistari hafði
ekki áhuga á þátttöku. Liðin léku
tvo leiki, jafntefli varð í Argentínu
2:2 en Boca Juniors sigraði
Borussia í Þýzkalandi í fyrrakvöld
3:0.1 þýzka liðið vantaði nokkra af
máttarstólpum fyrri ára, svo sem
Heynckes, Wimmer og Wittkamp,
sem allir eru hættir knattspyrnu-
iðkun og Bonhof, sem seldur hefur
verið til Valencia á Spáni.
Mc Lintock
til QPR?
TALIÐ er líklegt að Frank
McLintock taki við íramkvæmda-
stjórn enska 1. deildarliðsins
Queens Park Rangers, en Frank
Sibley sagði starfinu lausu um
helgina.
Frank McLintock Iék áður með
QPR og þegar hann hætti hjá
félaginu tók hann við fram-
kvæmdastjórn hjá Leicester. Þar
gekk allt á afturfótunum og
Leicester féll í vor niður í 2. deild.
Hvort sem McLintock eða ein-
hver annar tekur við QPR er ljóst
að mikil vandamál blasa við hjá
félaginu. Líkur eru á því að
fyrirliðinn Gerry Francis verði
seldur til Manchester City á
næstunni og Stan Bowles, helzti
markaskorari liðsins hefur oskað
eftir því að verða settur á
sölulista. Hann neitaði að fara
með liðinu í keppnisferð til
Hollands nú nýverið.
Leiðrétting
ÞAU mistök urðu í frétt Mbl. frá
Kalott í gær, að Ása Halldórsdótt-
ir var sögð heita Ása Arnþórsdótt-
ir. Hafa skal það er sannara
reynist og leiðréttist þetta hér með
ásamt afsökunarbeiðni til þeirra
er hlut eiga að máli.
iirnmiinj
eNGlaND';
ENGLAND!
þ>A vce^aoiel ac>
£,0:1 toOom . EUölAwd
-'A. MdTi JeSToe.
v=c7<z!e>\/etteo-<r-A
pesi't Tv* sTésrtcO
i_t e> Ezv wee>
vi ter. WA i_ K.-
Me w m . OoBBY
CHakltow, eoQ&f
HOOtó, VOOŒJfcT
&TÍUBS «,Cx«>VtDOKi
BANK3 e.i>ovj
l-t&ii-ts. JEsrue
E7'->0*IL> VÍMR A#D
OElKoV píie Vi-ro
Mee> r=A
seeurK., CKieaATH
S4.HMSJ-VÚtO<*eK.
OCa HtlOM -
ue-Z=rA FKAMZL
gCOC&U BÁOB g.