Morgunblaðið - 03.08.1978, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978
37
Jón I. Bjarnason blaðaf.
Kaupm.samtakanna:
Alagningm
yarhækkuð
NÝKJÖRINN alþingismaður
Alþýðubandalagsins, Kjartan
Olafsson, skrifar leiðara í Þjóðvilj-
ann 29. júlí s.l., þar sem segir m.a.
orðrétt um vinstri stjórnar við-
ræðurnar: „Alþýðubandalagið
lagði til, að í stað gengislækkunar
krónunnar, þá yrði nú hafizt
handa um niðurfærslu verðlags,
m.a. með lækkun söluskatts og
verzlunarálagningar, sem fráfar-
andi ríkisstjórn hefur nýlega
hækkað."
Hér er um fölsun að ræða hjá
alþingsmanninum, og er það illa
farið að hann skuji gera sig sekan
um slíkt.
Verzlunarálagning var lækkuð í
byrjun ársins, fyrir atbeina frá-
farandi ríkisstjórnar. Tilkynning
Verðlagsnefndar varðandi lækk-
unina er númer 10, 1978, og er frá
21. febrúar. Með henni er felld úr
gildi tilkynning númer 33, frá 24.
nóvember 1977, og verzlunarálagn-
ingin þar með íækkuð.
Lækkunin var nokkuð misjöfn,
eða frá 8,4—10%, eftir því um
hvaða vöruflokk var að ræða.
Nú er verzlunarálagning lægri
hér en hjá flestum nágrannaþjóð-
um okkar, og á sumum vörufíokk-
um er hún helmingi lægri en í
nágrannalöndunum.
Kaupmannasamtök íslands
mótmæla harðlega fölsunum af
þessu tagi, sem settar eru fram í
viðkvæmum pólitískum viðræðum.
Það er skoðun Kaupmannasam-
takanna að verzlunarálagning
verði ekki með nokkru móti skert
frekar en orðið er.
Seldi 184tonn
f yrir 45
millj. króna
OTUR GK seldi 184 tonn af
blönduðum fiski í Hull í gærmorg-
un fyrir 90 þús. sterlingspund eða
45 millj. kr. Meðalverð fyrir kíló
var kr. 245.
Unnið við humar
í frystihúsum
á Suðurnesjum?
ÖLL frystihús á Suðurnesjum sem
vinnsla hefur verið í í vetur og
sumar, hafa nú lokið við að vinna
upp þann fisk, sem þau lágu með
og verður að líkindum ekkert
unnið í þeim eftir helgi, nema
kannski í nokkrum húsum, sem
eru með humarbáta, en alls eru
þessi hús 15.
Frystihúsin í Eyjum hafa nú
lokið að mestu við að vinna aflann,
sem safnazt hafði fyrir og er ljóst
að í þeim verður ekki unnið eftir
verzlunarmannahelgi.
Sértiiboð!!
•VDUJMi
OBAILANQB
OÆ PIOMC CJJ
**•- sa
o 1S Ut 1t
jrnjNNa
m
f
~ v
LW'
' O8ELE0T0B
Stereó Pioneer
kasettu/útvarp
LW og MW
Stórkostleg hljómgæði
1 árs ábyrgð
Verðkr. l&ííðlt:
Nú kr. 75.000-
Einnig eigum viö geysilegt úrval af hátölurum.
Setjum tiátalara í á eigin verkstæði.
TS-35
LEIÐ
Þá er
hægt
aö stilla
inn á allar
stöövar smekks
og fjárráöa. Og
gerðirnar af bíla-
stereo-hátölurum frá
PIONEER eru svo
margar aö allir ættu aö
fá eitthvaö við sitt hæfi.
Allir 0eir glæsilegu hátalarar,
sóm Þú sérö hér, voru hannaöir
af sömu vandvirkni og verklagni og
PIOIVEER notar viö framleiðslu
á hi-fi hljómffutningstækjum fyrir heimiliö.
Hver og einn beirra er
sérstaklega (ramleiddur til aö skila
hljómflutningnum sem bezt viö hinar erfiöu aöstæður í
bifreið. Þeir eru haganlegt sambland tæknilegrar fullkomnunar
og næms skílnings á Þörfum hins akandi hljómlistarunnanda.
En hátalarar eru aðeins hlutí af Því,
sem PiONeen býöur pér í bílinn.
Við bjóöum einnig fullkomin stereo útvörp í bíla meó AM/FM/LW bylgjum
(rásum), cassettu segulbönd, ásamt hinu einstæða
PIOIVieeR „component car stereo systems“
Veldu leió númer 1. Líttu vió hjá okkur
og „prufukeyrðu " stórkostlegt stereo.
TS-X9
CÖPiONeen
HLJÓMDEILD
WR\KARNABÆR
^ Laugavegi 66, 1. haeð Sími frá skiptiborði 28155