Morgunblaðið - 03.08.1978, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978
MORödK/-
!
WAVFINÚ
GRANI göslari
„Athugaftu hvurt þessi kauði heldur í raun og veru á glcrplötu“
7BER-
Um afborganir
og verðbólgu
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Allt er þá þrennt er, scgir
máltækið. Sem líísregla er það að
vísu vafasamt en á ágætlega við
þegar hollalagt er um möguleika
sagnhafa í spilinu hér að neðan.
Gjafari er norður og allir á
hættu.
Norður
S. D65
H. KD954
T. ÁDG
L. ÁK
Suður
S. 8743
H. ÁG862
T. 976
L. 8
Vestur spilar út laufgosa gegn
fjórum hjörtum. Austur og vestur
hafa alltaf sagt pass og hvaða
möguleika hefur suður til að vinna
spilið?
Fyrsti og besti möguleikinn er
auðvitað, að vestur eigi tígul
kónginn. Við tökum því trompin af
höndum andstæðinganna og svín-
um tígulgosa. En þá tekur austur á
kónginn og aftur vaknar spurning-
in um sigurlíkurnar.
Við sleppum þeim möguleika,
að vestur eigi tvo hæstu í spaða.
Þá hefði hann eflaust tekið á
annan þeirra í upphafi. Möguleiki
nr. 2 er þá, að austur eigi
annaðhvort ás eða kóng einspil í
spaða. Taki austur ekki á það strax
spilum við lágum spaða frá báðum
höndum þegar við spilum litnum.
En þriðji og jafnframt bezti
möguleikinn er fyrir hendi þó ekki
liggi hann í augum uppi. Við
getum einnig unnið spilið eigi
austur aðeins eitt spil með ás eða
kóng í spaða. Hann mun þá varla
spila spaða þegar hann fær á
tígulkónginn. Spilar heldur tígli,
eða iaufi, og þá tökum við slagi
okkar í láglitunum. Síðan spilum
við spaða frá borðinu. Austur
getur ekki tekið á háspil sitt því þá
getum við spilað seinna lágu
drottningunni. Vestur fær því
slaginn, t.d. á níuna og verður að
spila aftur spaða. Trú okkar
sannfæringu látum við lágt frá
borðinu og austur tekur slaginn.
Og tilneyddur verður hann að gefa
okkur tíunda slaginn þegar hann
spilar út í tvöfalda eyðu.
Þegar ég fer niður brekkuna verðurðu svo að toga, því að
bremsurnar eru nefnilega líka bilaðar.
„Nokkuð hefur verið rætt um
það í blöðum nýlega hvort banna
eigi með lögum að fólk kaupi hina
og þessa hluti með afborgunarskil-
málum. Bent hefur verið á að með
slíku banni mætti e.t.v. koma á
meiri festu í fjárfestingu fólks og
að það myndi þá aura saman fyrir
hlutunum áður en það fer af stað
og kaupir þá. Bent var einnig á að
til þessa banns ætti einungis að
grípa kæmi til kaupæðis af ein-
hverjum orsökum, en það ætti ekki
að gilda um alla framtíð.
íframhaldi af þessum umræðum
langar mig að benda á það, sem
raunar allir vita sjálfsagt að
höfuðrótin að öllu þessu kaupæði
er að sjálfsögðu verðbólgan lang-
lífa. Meðan fólk getur hugsanlega
komist yfir lán eða greiðslufrest
og keypt ýmiss konar verðmæti
fyrir lánsfjármagnið borgar sig
hikstalaust að fá lánað og kaupa
með afborgunum. Það þykir a.m.k.
miklu „eðlilegri" leið heldur en að
leggja fyrir í nokkra mánuði
ákveðna upphæð, og þegar á svo að
grípa til hennar hefur hlutur sá
sem kaupa á skyndilega hækkað
um nokkra tugi þúsunda jafnvel
eftir hversu dýr hann er, (heimilis-
tæki, bíll o.s.frv.).
Meðan óbreytt ástand varir .
verður varla hægt að koma í veg
fyrir það algjörlega að menn kaupi
sér eitthvað með afborgunarskil-
málum. Flestir hafa heldur ekki
það rúm fjárráð að þeir geti
pungað út tugum eða hundruðum
þúsunda einmitt þegar þess gerist
þörf nauðsynleg eða ónauðsynleg,
því vissulega eru þessar „þarfir"
oft ekki svo ýkja áríðandi. Þarfirn-
ar koma til af ýmsum hvötum,
væntanleg verðhækkun, nágrann-
inn o.fl.
Það sem hér þarf að gera er að
ráðast að verðbólgunni á einhvern
hátt, en ekki get ég bent á hvaða.
Sagt hefur verið að landsmenn
verði að leggja á sig nokkrar
byrðar á næstu mánuðum og verði
lýðnum gert ljóst hvaða ávinning-
ur er af því að kveða niður
verðbólguna, hlýtur að koma að
því að allir vilji leggja sitt af
mörkum til þess að ráða hana af
dögum ef svo má að orði kveða.
Vissulega myndi það hafa í för
með sér meiri ró yfir öllu efna-
hagslífi, menn þurfa ekki sífellt að
vera í einhverju kapphlaupi við
fjárfestingar og verðhækkanir og
með því myndi skapast eðlilegur
sparnaður eins og einhver benti á í
umræðunum um bannið við
afborgunum.
Ekki veit ég hvort mönnum
Kirsuber í nóvember
Framhaldssaga eftir Mariu Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði
30
Hún var í skærgulum kjól
með tunikasniði sem undir-
strikaði fölan hörundslit henn-
ar og svart slétt hárið. Bo
Roland hafði bersýnilega gefið
Kiemens þögla pöntun því að
hann hvarf fram í eldhúsið.
Christer sneri sér kurteislea
að digra manninum hinum
megin við borðið.
— Mér er sagt þú hafir
hreytt nafninu á efnaverk-
smiðjunni. Er þetta annars
svipað og var?
— Við hiifum fært út kvíarn-
ar. sagði hann stuttlega. — Og
gerbreytt rannsóknastofunni
okkar. Nú geymum við eitur-
efni okkar þannig að piltungar
eins og Matti Sandor gætu
aldrei komi/.t í tæri við þau.
— Rolle. heyrðu nú. sagði
Judith sefandi.
En Christer sagðii
— Ilvernig myndir þú ann-
ars lýsa honum Matta?
— Flakkari. Auðnuleysingi,
Óáreiðanlegur og óheiðarlegur
Eftir tuttugu og fimm ár var
enn fyrirlitning í rödd hans.
En nú var Klemens Klemens-
son kominn aftur og riidd hans
var óvenju hvassyrt þegar
hann sagöL
— Þvílíkur þvættingur!
Matti var heiðarleikinn upp-
málaður í hverju sem var.
Norell forstjóri beindi Ijósum
augum að Judith og mótmælti
með þunga<
— En það var hann sem stal
flöskunni með eitrinu? Þú sást
það sjálf.
Hún dró djúpt andann og
sagði siðan orð sem virtust
koma honum gersamlega í
opna skjöldu.
— Nei. Það var ÞÚ sem
fullyrtir að þú hefðir séð það.
Bo Roland barði knýttum
hnefa. í horðið svo að glösin
dönsuðu á horðinu.
— Nci. fjárakornið. nú hef
ég aldrei vitað ... sagði hann
fokvondur.
Klemens hvarflaði augum til
dyranna því að nú bættist oinn
gesturinn við enn og kom á
óstyrkum fótum í áttina til
þeirra.
— Nei. sitjið þið hér. sagði
Nanna Kasja Ivarsen drafandi
röddu. — Og hvað eruð þið að
a*pa.
Hún var í Jjólubláum.
ósmekklegum kjól. litað hárið
var úfið og andlit hennar
bólgið og þokukennt.
— Við erum að tala um
flösku af citurefni sem var
stolið. sagði Christer ofurhægt.
— Og íftannski líka um þrjá
súkkulaðimola með kirsju-
berjalíkjör. Og kannski líka
um sprautu. Ekki satt?Það
hlýtur að hafa verið einhvers
konar sprauta með í dæminu.
Nanna Kasja rak upp fáka-
legan hlátur.
— Sprauta ... Nei, nú hef ég
aldrei vitað neitt eins kostulegt
Hún riðaði við og Klemens
greip um hönd hennar til að
styðja hana.
— Ég skal segja þér að ég
hef Ijómandi vínflösku inni í
einkaherberginu. Santenay frá
sextíu og níu. Komdu með mér.
Já ... svona ... sagði Klcmcns
sefandi.
Ilann hefði víst ekki þurft að
lokka hana með einhverju
gaöavíni. hvæsti Bo Norrel
illskulega — Hún er útúr
drukkin. Ilann hefði cins getað
hoðið henni upp á spira.
8. kafli
Kirsuber og líkjör
Það rifjaðist nú upp fyrir
('hrister að frú Ivarscn hafði
verið allgrautarlcg í röddinni.
þegar þau hittust úti í kirkju-
garðinum og hann spurði því.
— Er hún alltaf svona?
— Svona var hún að minnsta
kosti aldrei f gamla daga. sagði
Judith seinlega. — Þá er hún
orölögð fyrir myndar- og skör-