Morgunblaðið - 03.08.1978, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978
45
-JU kn
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100KL 10—11
FRÁ MANUDEGI
TnwiUÆnfix-aa'u ir
HRAUN
KERAMIK
íslenskur listiðnaður
L>7IWJ
GLIT
HOFOABAKKA9
REVKJAVIK
SIMI 85411
þykja þessi skrif nokkuð af viti, en
eigi að síður langaði mig til að
varpa þessu fram í von um að
umræður um efnahagsmálin og
verðbólguna haldi áfram. Mér
finnst alltof lítið koma frá
almenningi í þær umræður og þær
geta vel farið fram í lesendadálk-
um aiveg eins og í einhverjum
stórfréttum eða greinum lærðra
manna.
Aurasál."
Undir síðustu orðin frá bréfrit-
ara getur Velvakandi tekið. Því
ekki að ræða efnahagsmálin hér í
dálkunum? Þar geta lesendur
komið sínum skoðunum og hug-
myndum á framfæri og bent á það
sem þeir telja rétt að gera til
lausnar þessum vandamálum. En
frá peningamálunum er horfið að
atvinnumálum:
• Alltaf íslenzkt?
Unnandi íslenzks iðnaðar
eins og hann vildi láta nefna sig
hafði eftirfarandi að segja um
íslenzkan iðnað:
„Fyrir nokkru var hvatt til þess
af hálfu Iðju á Akureyri að mig
ininnir að íslenzkur iðnaður fengi
að njóta alls forgangs sem mögu-
legt væri og að menn keyptu
innlendan iðnaðarvarning eins og
bezt þeir gætu og mættu. Ekki er
nema gott um það að segja og
sjálfsagt er að stuðla að því að
hinn íslenzki iðnaður fái að vaxa
og dafna, að hann fái sín tækifæri
eins og aðrar greinar.
Eitt smáatriði langar mig þó til
að benda á í þessu sambandi, en
það er varðandi vöruvöndun. Mér
finnst aldrei vera lögð nægileg
áherzla á það af hálfu hinna
íslenzku framleiðenda að vöru-
vöndun verður að vera ofar öllu.
Það má ekki verða þannig að fólk
kaupi erlendan varning aðeins
vegna þess að sá íslenzki er ekki
nógu vandaður. Fólk kaupir ís-
lenzkan varning þótt hann sé e.t.v.
stundum örlítið dýrari en sá
erlendi, því að flestir vilja íslenzkt,
en fyrir kemur að varningur er af
einhverjum ástæðum ekki
fullkomlega nógu góður og þá
getur farið svo að menn hugsi sig
um tvisvar áður en keypt er
íslenzkt aftur. -
Á þetta vildi ég benda og allt í
góðu, ég hef engin sérstök dæmi að
nefna og er alls ekki að „ráðast á“
íslenzkan . iðnað, en vil hvetja
menn til að gefa þessu atriði gaum
og hvetja fólk til að kaupa
íslenzkt.
Þessir hringdu . . .
• Fáránlegt
að banna?
Sportveiðimaður.
— Ég tel það fáránlegt að
banna sportveiðar, eins og lagt
hefur verið til í dálkum hjá
Velvakanda nýlega. Talað var um
t.d. rjúpnaveiðibann og hvaladráp
og talað um að slíkt sport ætti að
leggja niður. Eitthvað var líka
minnst á laxveiðar. Mér finnst
engin ástæða til að banna t.d.
rjúpnaveiði, því hún er ekki
eingöngu sport heldur veiða menn
sér til matar og er þetta hið mesta
lostæti. Jafnvel geta sumir ekki
haldið jól nema rjúpur séu á
borðum. Ef fuglafræðingar og
aðrir sérfræðingar telja af ein-
hverjum ástæðum nauðsynlegt að
banna rjúpnaveiði þá væri það svo
sem í lagi, en að láta sér detta í
hug að gera það án nokkurrar
sérstakrar ástæðu finnst mér ekki
eðlilegt. Það sama gildir um
hvalveiðar, þær ætti eklci að þurfa
að banna vegna þess að þær eru
þjóðhagslega hagkvæmar og skapa
útflutningsverðmæti eða hver veit
hvað og meðan ekki er sannað að
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á opnu skákmóti í Lugano í
Sviss í sumar kom þessi staða upp
í skák þeirra Joncic.s, Júgóslavíu
og Stehlis. Sviss, sem hafði svart
og átti leik.
hvalveiðar Islendinga séu að
ganga af stofninum dauðum, þá
eru þær í lagi að mínu viti.
I sambandi við rjúpnaveiðina
vildi ég líka benda á annað. Nú er
veiðitíminn frá því um miðjan
október og fram undir jól. Ég held
að betra væri að hafa þennan tíma
mánuði aftar, þ.e. leyfa veiðar t.d.
frá 15. nóvember til 15. janúar.
Ástæðuna fyrir þessu tel ég vera
þá að ungarnir eru vart komnir úr
hreiðrunum, þ.e.a.s. eru ekki
orðnir nógu stálpaðir til að geta
bjargað sér fullkomlega. Hvað
segja menn við bessu?
HOGNI HREKKYÍSI
„Það var skipt... við töpuðum, en Högni vann!“
Wrangler UFO-wndcat
Gallabuxur
Flauelsbuxur
Aldrei meira úrval
Svona líta slárnar út, þegar
viö opnum
en þegar við lokum,
Þá eru Þær svona
GEísm
24. ... Bf3! 25. gxf3 (Eftir 25. g3
— h4 er sókn svarts of sterk) exf.3
2fi. Rg3 - h4 27. I)b2 - hxg3+
28. fxg3 - Hxh3+! 29. Kgl (Eða
29. Kxh3 — Dh5 mát) Dxg3+ 30.
Kfl — Hhl mát.
MANNIOG KONNA
HAGTRYGGING HF
♦
KvERT
El&UIA
VIO AO
FARA 7
6ARÁ
ElTHVAO
UPP l'
SVEIT
ne.v-iev, ÉO
EK 5ko (
, ÖDRUNl
ft'L.OG- ÉG- FÓR
E.KKI SV O N A
^HRATTj^
FARIÐ GÆTILEGA í LAUSAMÖL OG KRÖPPUM BEYGJUM