Morgunblaðið - 03.08.1978, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978
Þróttur
vann
Austra
ÞRÓTTUR vann Auatra 3:1 í 2. deild í
knattspyrnu á Neskaupsstað í
gærkvöldi. Sigur Þróttar var sann-
gjarn í pessum leik erkióvinanna og
meö sigri pokaði Þróttur aér af
mesta hættusvæðinu.
Ekki voru liönar nema 25 mímitur
af leiknum er staöan var 3:0 fyrir
Þrótt og þar með var í rauninni gert
út um leikinn. Magnús Magnússon
skoraöi strax í upphafi og áður en 25
mínútur voru liðnar höföu þeir
Björgólfur Halldórsson og Andrés
Kristjánsson bætt við tveimur mörk-
um. Sigurjón markvöröur Austra var
ekki í essinu sínu og vörn liösins var
aldrei slíku vant mjög óörugg.
Vinnslan á miðjunni var engin og því
var ekki aö búast viö mikilli upp-
skeru.
Þróttarar böröust hins vegar eins
og um líf og dauöa væri aö tefla og
notuöu sér vel mistök Austramanna.
Leikurinn jafnaöist nokkuö eftir
þessa orrahríö en síðustu 20 mínútur
leiksins sótti lið Austra mjög stíft en
of seint var af stað farið og fallegt
mark Sigurbjörns Marinóssonar 15
mínútum fyrir leikslok gerði ekki
annað en bjarga núllinu fyrir Austra-
menn.
Þróttarar áttu nú einn af sínum
góöu dögum og þjálfari þeirra Helgi
Ragnarsson lék sinn bezta leihtfyrir
Þrótt. Einnig var vörn liðsins traust. í
liöi Austra voru skástir Sigurbjörn,
Sigurður Gunnarsson og Benedikt
markvöröur, sem kom inná í leikhléi.
Dómari var Grétar Norðfjörð og
bókaði hann 3 leikmenn. Leikurinn
var haröur en Grétar slapp vel frá
sínu. Metaðsókn var að leiknum,
enda veöur einstaklega gott.
— áij/SS.
Stór
sigur
Fylkis
BOTNLIOIN í 2. deild Völsungur og
Fylkir mættust á Húsavík í gær-
kvöldi og er skemmst frá pví að
segja að Fylkir vann stórsigur 4:0 og
Þar með má segja að Húsvíkingarn-
ir séu svo gott sem fallnir niður í 3.
deild.
Leikurinn var frekar stórkallalegur,
mest hlaup og kýlingar og í lokin
leystist hann upp í slagsmál, enda
missti Einar Helgason þá öll tök á
leiknum. Sigur Fylkis var verðskuld-
aöur en hann var of stór.
Fyrsta markið kom á 25. mínútu og
skoraði Ómar Egilsson það úr þvögu
eftir hornspyrnu. Hin mörkin komu
með stuttu millibili í s.h. Á 22. mínútu
hálfleiksins skoraöi Hilmar Sighvats-
son mark eftir að hafa haft betur í
kapphlaupi við varnarmann Völs-
ungs. Sami leikmaöur skoraöi á 25.
mínútu meö skoti af nokkuö löngu
færi eftir varnarmistök. 30. mínútu
s.h. innsiglaði Siguröur Bjarnason
sigur Fylkis, einnig með marki af
löngu færi.
Ómar Egilsson og Baldur Rafnsson
voru beztir í liöi Fylkis en hjá Völsungi
voru Kristján B. Olgeirsson og
Hermann Jónasson einna skástir.
Fjórir leikmenn voru bókaöir og
heföu fleiri máft sjá gula spjaldiö.
— BA/SS
STAÐAN
STAÐAN í 2. dcild eftir leikina í Ka rkvöldit
I>r«ttur — Austri 3 -1
ViilsunKur — Fylkir 0 -4
KR ii 8 2 1 29,3 18
I»«r 13 6 1 3 13,11 16
ÍBÍ 13 5 5 3 19,13 15
Austri 13 5 3 5 11,13 13
Rcynir 11 5 3 6 15,18 13
Haukar 12 1 1 1 13.13 12
I>r«ttur 13 1 1 5 16,21 12
Fylkir 13 5 1 7 15,17 II
Ármann 12 1 2 6 11,15 lú
VölsunKur 12 2 2 8 10,27 6
Frestað íEyjum
LEIK ÍBV «k l>r«ttar í 1. deild. sem fara átti
fram í Kaerkviildi var frestad. þar sem
svartaþoka var í Vestmannaeyjum «k ekki
möKule^t fyrir flu^vélar aö lenda þar.
STAÐAN
"j, ■'#*
i k/ '-■/1
STAÐAN í 1. deild eftir leikina i Karkvöldi:
FII - Valur
'r' /'
gpA,.... ■■ • X’, ,
•væ.
wififeí&i _ ............... , . ............
* ■ ■ * - ****?"• ~ t *> ~ 9
• Hæfta við mark FH en í Þetta sinn smaug boltinn framhjá stönginni.
VfkinKur — KA
ÍBK — Breiöahlik
Valur
ÍA
\ íkin^ur
Fram
ÍBV
ÍUh
KA
I>r«ttur
Fll
Breiðahlik
Markhastir:
Bétur Bétursson ÍA
0,2
1,0 9 t
11 1 11 0 0 37,5 .5,1 28
11 1 12 1 1 10,10 25
11 7 1 fi 22,23 15
11 7 1 fi Ífi,Í8 15
12 ’i 2 5 lfi.lfi 13
13 1 3 5 lfi,18 11
11 3 1 7 12,31 10
13 2 5 fi 16,20 9
11 2 1 8 17,29 8
11 1 1 12 11.36 3
Val 15 11
n ÍA 11
(■uðmundur I>orhjörnss«n Val
%mÆ*
Valssigur, auðvitað
AUÐVITAÐ sigraði Valur FH í gærkvöldi. Það er að verða eins víst og að
dagur kemur eftir Þennan dag að Valur vinni leiki sína í 1. deild. Valsmenn
hafa nú unniö 14 fyrstu leikina, fágætt afrek og liðið hefur ekki fengið á sig
mark í síðustu 10 leikjum og Sigurður Haraldsson hefur ekki Þurft að hirða
boltann úr netinu í 926 mínútur. Það er ekki síöur fágætt afrek. Sigur Vals í
gærkvöldi var ekki stór, 2:0, en hann var öruggur. Valsmenn stefna aö
titlinum en FH-ingar eru komnir í bullandi fallhættu eftir ósigurinn í
gærkvöldi.
Fyrra mark Vals kom á 25. mínútu.
Jón Einarsson skallaöi þá boltann
laglega yfir vörn FH og Guðmundur
Þorbjörnsson geystist inn í vítateig-
inn og skoraöi meö góðu skoti
framhjá Friðrik markverði, sem hafði
hlaupiö vitlaust út.
Aöeins mínútu áður hafði hurð
skollið nærri hælum við mark Vals.
Ólafur Danivalsson átti þá skot á
markið sem Siguröur varði en hann
hélt ekki boltanum. Leifur Helgason
náði boltanum og skaut en beint í
Sigurð, sem lá á marklínunni og
hættunni var bægt frá. Nokkru síöar
skapaðist aftur hætta við mark Vals
eftir hornspyrnu. Janus skallaði að
markinu, Sigurður varði boltinn
skoppaði út í teiginn til Ólafs
Danivalssonar sem var í dauðafæri
en Siguröi tókst á undraveröan hátt
að bjarga þegar markiö blasti viö.
Valsmenn voru aögangsharöari í
upphafi seinni hálfleiks og Benedikt
Guðbjartsson bjargaði á línu skoti frá
Guðmundi Þorbjörnssyni og Magnús
Bergs átti þrumuskot í stöng. En
FH-ingarnir sóttu svo í sig veðrið og
náöu einstaka hættulegri sóknarlotu
en það vantaði einhvern brodd í
sóknina hjá þeim. Valsmenn sluppu
með skrekkinn á 16. mínútu seinni
hálfleiks þegar Atli Eövaldsson brá
Pálma Jónssyni innan vítateigs en
Sævar dómari Sigurösson dæmdi
ekkert, enda illa staðsettur.
WIM
FH-Valur 0:2
(1
Texti:
Sigtryggur Sigtryggsson
Mynd:
Ragnar Axelsson
Þremur mítútum fyrir leikslok kom
markið, sem afgreiddi FH-inga
endanlega. Hörður Hilmarsson fékk
að leika óhindrað upp að vítateig FH
með boltann og þegar þangaö kom
lét hann ríða af þrumuskot mikið,
sem hafnaði í markinu út við stöng,
gjörsamlega óverjandi. Var þetta
góður endir á góðum leik hjá Herði.
í heild var þessi leikur undir
meðallagi enda leikinn við erfiðar
aðstæður, í rigningu og dimmviðri.
Valur hafði alla tíð tök á leiknum en
FH-ingarnir náðu af og til hættuleg-
um sóknarlotum, sem með meiri
skarpleika frammi og örlítilli heppni
hefðu átt að gefa 1—2 mörk.
Dómari var Sævar Sigurðsson og
hefur honum oft tekist betur upp en í
þetta skipti. Hann þurfti um tíma að
gera hlé á leiknum á meðan
áhorfendur voru fjarlægöir frá
mörkunum en þess má geta hér að
vallargæzlan í Kaplakrika er sú
lélegasta, sem um getur í 1. deild og
FH til vanza.
kaplakrikavöllur 2. áiíúst. (slandsmótiú
l. dcild. Fll - \ alur 0,2 (0,1)
MOIÍK VALS, (■uómundtir Iuirhjiirnssun á
2ú. minútu UC Iliiróur Ililmarssun á 87.
mínútu.
■VMIWINÍii (iuómundur hjartanssun Val
uk \sKcir Áshjiirnssun Fll.
ÁIIOltFENDl lt, 85«.
STKiAII.KSTIIt.
FHi (iunnar lljarnasun. Janus (luólauxssun.
I.uui Olafssun uk Olafur Danivalssun allir 3.
\ALUIti Sixuróur Haraldssun. Hiiróur
Ililmarsson. Dvri Guómundssun. Smvar
Júnssun. ok Atli Kóvaldssun. allir 3.
Víkingur í 3.
ÞEIR voru ekki margir áhorfendurn-
ir, sem lögðu leiö sína inn I
Laugardal í gærkvöldi til aó sjá
viðureign Víkings og KA í fyrstu
deildinni í knattspyrnu og ekki
verður sagt að knattspyrnan sem
Þeir fengu aö sjá hafi verið burðug.
Kýlingar og miðjuhnoð voru allsráð-
andi í leíknum, en svo fór að lokum
að Víkingar höfðu betur og skoruðu
eina mark leiksins. Var Þar Jóhann
Torfason að verki og kom markið í
síðari hálfleik.
Fyrstu mínútur leiksins var leikur-
inn í jafnvægi, en áður en langt var
um liðiö haföi Víkingur náö undirtök-
unum og á 14. mínútu munaði ekki
miklu aö þeir skoruðu mark. Jóhann
Torfason fékk þá knöttinn á mark-
teig, eftir góða sendingu Helga
Helgasonar, en Þorbergur markvörð-
ur Atlason gerði sér lítið fyrir og varði
skot Jóhanns.
Á 27. mínútu átti Gunnar Örn
Kristjánsson laust en lúmskt skot að
marki, sem Þorbergur réð ekki við.
En heppnin var með norðanmönnum
og knötturinn small ofan á mark-
slánni og hrökk þaðan aftur fyrir
endamörk.
Svart útlit hjá Blikunum
ENN einu sinni tapaði Breiðablik í 1.
deild, aö pessu sinni í gærkvöldi á
Keflavíkurftugvelli gegn heima-
mönnum. Blikarnir urðu pó að
Þessu sinni fyrri til að skora og
leiddu leikinn í einar 9 mínútur eða
svo, en tvö mörk Keflvíkinga á
tveimur mínútum slökktu vonir
Þeirra um sigur og lánleysi Þeirra
undir lokin, að jafna, var algjört, pví
Þá hítti Hinrik Þverslána og rátt á
eftir varði Þorsteinn skot frá Þór,
pegar ekki varð betur séð en
auðveldara væri að skora en að láta
verja.
Fyrri hálfleikur var markalaus.en
hann bauö uppá þokkalegt spil úti á
vellinum, en þegar aö markinu dró
rann allt útí sandinn og ekkert skeöi.
Aö vísu áttu bæöi liðin skot aö marki,
en þau voru hættulítil og auðveld fyrir
markverðina.
Jafnræöi var meö liðunum og ef
eitthvaö var, voru það Blikarnir sem
voru heldur skárri.
Strax á 2. mín. síöari hálfleiks
braut Gísli Grétarsson klaufalega á
Hákoni Gunnarssyni, sem brunaði aö
markinu og ágætur dómari leiksins,
Hreiöar Jónsson, dæmdi umsvifa-
laust vítaspyrnu, sem Hinrik Þór-
hallsson skoraöi úr af öryggi.
Þaö liöu ekki nema 9 mín. þar til
Keflvíkingar jöfnuöu, eða á 56. mín.
Þór Hreiðarsson var að dúlla með
knöttinn á miöjum vellinum og ætlaöi
aö leika á Einar Á. Ólafsson, sem
gerði sér lítið fyrir og tók af honum
boltann, brunaði upp völlinn og skaut
föstu skoti í stöng og inn. Vel gert hjá
Einari. Tveim mín. síðar nikkaöi
Rúnar knettinum til Þórðar Karlsson-
ar, sem lék að markinu og skoraöi af
öryggi. Blikarnir reyndu allt hvað af
tók að jafna metin, en Keflvíkingar
létu engan bilbug á sér finna. Á 73
mín. uröu Blikunum á mikij varnar-
mistök, er Benedikt hugöist gefa
knöttinn til markvaröar. Sendingin
var laus og komst Rúnar Georgsson
á milli og var honum eftirleikurinn
auðveldur.
Á 80. mín. munaöi minnstu að
Rúnar bætti öðru marki viö, er hann
komst frír innfyrir vörn Blikanna, en
Sveinn markvörður kom út og varöi.
Undir lok leiksins hresstust
Blikarnir nokkuð, því á 83. mín. átti
Hinrik Þórhallsson skot í þverslá og
mínútu síðar var Þór Hreiðarsson í
dauöafæri, en Þorsteinn markvörður
bjargaöi. Þarna sýndist ekkert auð-
veldara en að skora.
Erfitt er aö gera upp á milli
leikmanna, en hjá Blikunum var
Hákon bestur í sókninni og Einar
Þórhallsson lék af öryggi í vörninni.
Hjá Keflvtkingum átti Gísli Torfason
og Þorsteinn markvörður bestan leik
í vörninni, auk þess sem Einar
Ólafsson átti góðan leik.
Dómari var Hreiöar Jónsson og
dæmdi hann ágætlega, en annar
línuvörðurinn, Halldór Gunnlaugs-
son, virtist eitthvað ruglast í sam-
bandi viö rangstöðurnar.
f STUTTU MÁLI.
I. dcildi Kcdavíkurvöllur 2. áxúst 1978
ÍBK - UBK3-1 (0-0)
MÖRKIN,
llinrik I>úrhalls.son UBK á 17. mín. vítasp.
Einar Á. rtlafsson ÍBh á 56. mín. hóróur
Karlsson ÍBh á 58. mín. Rúnar Georgssun
ÍBK á 73. mín.
GUL SPJÖLD,
Gísli Torfason iBK
Guójón Guðjönsson ÍBK
ÁIIORFENDUR, 378.
ILESTU EINKUNNIR,
Korstcinn Bjarnason. Gísli Torfason. Einar
rtlafsson ÍBK mcð 3 ok Einar Kórhallsson
ok Hákon Gunnarsson hjá UBK mcð 3.
Dómarinn Ilrciðar Jónsson 1.
Þrátt fyrir að Víkingar væru
sterkari aöilinn í leiknum átti K.A. af
og til skyndisóknir og rétt fyrir lok
fyrri hálfleiks fengu þeir bezta
tækifæri hálfleiksins. Ragnar Gísla-
son, bakvörður Víkinga, missti þá
knöttinn klaufalega frá sér og Gunnar
Blöndal náði honum. Hann lók á
Diðrik markvörð og gaf síðan fyrir
markið þar sem Óskar Ingimundar-
son var á auöum sjó. En Óskari brást
hrapallega bogalistin og lausu skoti
hans bjargaði Magnús Þorvaldsson
auðveldlega á línu.
í síðari hálfleik tóku Víkingar völdin
í sínar hendur og sóknarlotur þeirra
buldu á marki K.A. Þaö var þó ekki
fyrr en á 19. mínútu að markið kom
og skoraði Jóhann Torfason þaö af
stuttu færi, eftir aö boltinn haföi
borist til hans úr innkasti.
Litlu síðar voru Víkingar nærri
búnir að bæta öðru marki við en
Þorbergur varði þá vel gott skot
Gunnars Arnar.
Víkingsliöiö átti aö þessu sinni
sæmilegan dag, sérstaklega virkaöi
vörn liðsins sterk, en þar var Róbert
Agnarsson eins og kóngur í ríki sínu.
Ragnar Gíslason átti sömuleiöis
nokkuö góöan leik en hann er full
sókndjarfur og gætir sín ekki alltaf
sem skyldi í vörninni. í framlínunni
var Óskar Tómasson ógnandi og
einnig var Jóhann Torfason góður.
Þaö er segin saga aö eigi K.A.
góöan leik, er næsti leikur iiðsins
lélegur. Eftir að hafa unnið Fram í
sföasta leik sinum, heföi mátt eiga
von á því að þeir stæðu í Víkingum.
En því var ekki fyrir aö fara og fáir
leikmanna liðsins sýndu sitt rétta
andlit. Bezti leikmaður liðsins var
Óskar Ingimundarson, sem átti
ágætan leik í fyrri hálfleik, en hvarf
þegar líða tók á leikinn.
Góður dómari var Eysteinn
Guðmundsson.
LauKardal.svöllur 2. áxúst. lslandsmótió
1. dcild.
Víkinsur - K.A. 1.0 (0,0)
Mark VikinKs, Jóhann Tnrfason á fit.
minútu.
ÁMINNING, Knxin
ÁIIORFENDUR, 156
STIGAILESTIR, VikinKur, Róhcrt AKnars-
son. rtskar Tómasson. ok Jóhann Torlason.
allir 3.
KA, rtskar InKÍmundarson 3.