Morgunblaðið - 03.08.1978, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978
47
Pétur markakóngur?
Ingi meiddur og Matthías hættur
YFIRGNÆFANDI líkur
eru á því að Akurnesingur-
inn Pétur Pétursson verði
markakóngur íslandsmóts-
ins annað árið í röð.
Pétur er nú langhæstur á
markalistanum, hefur skorað 15
mörk í 14 leikjum. Segja má að
aðeins tveir menn eigi möguleika á
því að ná Pétri, þeir Ingi Björn
Albertsson og Matthías Hall-
grímsson, en báðir hafa skorað 11
mörk. Hins vegar er staðan sú að
Ingi Björn er meiddur og mun
væntanlega missa úr 2—3 næstu
leiki Vals og Matthías er að sögn
hættur að leika með Akranesliðinu
vegna óánægju með það að vera
skipt útaf í tveimur síðustu
leikjum liðsins.
Það virðist því ekkert geta
komið í veg fyrir að Pétur verði
markakóngur í ár og spurningin
virðist aðeins sú hvort Pétur nær
að bæta markamet Hermanns
Gunnarssonar í 1. deild, sem er 17
mörk á keppnistímabili.
- SS.
Kvennaknattspyrnan:
r
SVO KANN að tara að úrslit ráðist í
kvennaknattspyrnu íslandsmótsins
í kvöld, en Þá leika Valur og FH á
Valsvellinum klukkan 20. Nægir Val
jafntefli til pess að veröa islands-
meistari.
Þá fara fram tveir leikir í 2. deild í
kvöld. KR og Ármann leika á
Laugardalsvelli og Haukar og Reyn-
ir á Hvaleyrarholtsvelli. Hefjast
báðír leikirnir klukkan 20.
KSÍ
kærir
Lokaren
STJÓRN KSÍ hefur ritað
Alþjóða knattspyrnusamband-
inu (FIFA) og belgíska knatt-
spyrnusambandinu bréf, þar
sem belgíska félagið Lokaren
er kært fyrir að hafa fengið til
sín leikmenn frá Islandi á
miðju keppnistímabili.
Að sögn Ellerts B. Schram
formanns KSÍ er búist við því
að Lokaren verði beitt ein-
hverjum viðurlögum. þar sem
bannað er samkvæmt lögum
FIFA að hafa samband við
leikmenn þegar keppnistíma-
bil stendur sem hæst.
Tveir leikmenn hafa sem
kunnugt er skrifað undir
samning við Lokaren, Arnór
Guðjohnsen Víkingi og James
Bctte Val.
Dr. Youri á yfir-
reið um Austfirði
LANDSLIÐSÞJÁLFARINN í
knattspyrnu, dr. Youri Ilitchev,
hefur undanfarna daga dvalið á
Austfjörðum og átt þar viðræður
við knattspyrnuþjálfara og stjórn-
að æfingum. Youri hefur farið á
æfingar á Breiðdalsvík, Fáskrúðs-
firði og Neskaupstað og síðar í
vikunni fer hann til Eskifjarðar og
Hafnar í Hornafirði. Youri hefur
stjórnað æfingum yngri flokka og
veitt þjálfurum leiðbeiningar.
Youri Ilitchev fer þessa ferð að
frumkvæði Þróttar í Neskaupstað.
Fórholuí
höggi og
fékkbflinn!
ÞAÐ ÓVÆNTA gerðist á Opna
golfmótinu í Köln um helgina, að
sá keppandi sem hafnaði í 22.
sæti, hlaut mun hærri fjárupphæð
heldur en sigurvegarinn. Það var
Tony Jacklin, sem fór holu í
höggi á 15. braut og fékk fyrir
það nýjan Mercedes Benz að
verðmæti 50.000 mörk. Sevriano
Ballesteros frá Spáni, sigraði
hins vegar á mótinu á 268
höggum og runnu í vasa hans
24.000 mörk. Niel Coles frá
Englandi varð í öðru sæti á 270
höggum.
Sjá einnig
íþróttir á
blaðsíðu 34
stórkostlegt
Háskólabolir.
Stutterma skyrtur
! Jakkar, alls konar.
Gallabuxur.
Flauelisbuxur.
| Canvas buxur.
■ '■
céH&oá amo®
flF STRÐ
SKflL HflLDA
alvöru gallabuxi
Levi's
er merkió