Morgunblaðið - 03.08.1978, Page 48
FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978
Viðræður hefjast í dag
um myndun þjóðstjómar
FORMAÐUR Sjálfstæðisflokksins, Geir Ilaiigríntsson, mun
ásamt varaformanni flokksins, Gunnari Thoroddsen, væntanlega
í dag hefja viðræður við forsvarsmcnn hinna flokkanna þriggja
sem fulltrúa eiga á Alþingi, um hugsanlegan möguleika á
myndun þjóðstjórnar, þ.e. samstjórnar aiira þessara fjögurra
fiokka. Tilgangur þessarar stjórnar yrði fyrst og fremst að vinna
að lausn efnahagsvandans, sem nú vofir yfir, ráðast gegn
verðbólgunni og vinna að breytingum á kjördæmaskipan og
kosningalögum.
Ekki er talið eðlilegt að starfstimi stjórnar af þessu tagi yrði
nema hálft kjörtímabil, þar eð andstætt er þingræðisskipulagi
hér á landi að ekki sé fyrir hendi virk stjórnarandstaða, eins og
Geir Haligrimsson sagði á fundi með blaðamönnum í gærdag
eftir að hafa kynnt forseta ísiands þá ákvörðun sína að hafa
forustu um stjórnarmyndunarviðræður, eins og forsetinn hafði
farið á leit við hann. Ekki geta horfur á stjórnarmyndun af þessu
tagi þó talizt bjartar af ummæium Geirs Hallgrímssonar og
forsvarsmanna hinna stjórnmálaflokkanna að dæma.
Geir Hallgrímsson gekk á
fund forseta Islands, dr. Kristj-
áns Eldjárns, um hádegisbil í
gær og skýrði honum frá að
hann mundi verða við málaleit-
forsetans um að hefja
an
viðræður milli stjórnmálaflokk-
anna um myndun ríkisstjórnar
er styddist við meirihluta á
Alþingi. Á blaðamannafundi
með Geir skömmu síðar gerði
hann grein fyrir hugmyndum
sínum um að reyna myndun
þjóðstjórnar í fyrstu tilraun, og
enda þótt Geir viðurkenndi að
horfur á slíkri stjórnarmyndun
væru ekki bjartar, teldi hann
rétt að ganga úr skugga um
hvort þessi möguleiki væri fyrir
hendi. Að þessum möguleika
'rátöldum sagði Geir að í ljósi
undangenginna stjórnarmynd-
unartilrauna hlytu viðræður
milli Alþýðuflokks, Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks að
vera nærtækastar.
Sjá nánar „Geir Ilallgrímsson á
hlaðamannafundi" á miðsfðu og
„Forsvarsmenn hinna flokkanna
vantrúaðir á þjóðstjórn" á bls. 2
Þyrla Andra^ Heiðberg á
slysstað í Álftakrók í
gærkvöldi. Ljósmyndari
Morgunhlaðsins, Emilía
Björnsdóttir, tók myndina
skömmu eftir að Varnar-
liðsþyrla hafði sótt Andra,
en menn frá Flugmála-
stjórn urðu eftir á slysstað
til að rannsaka þyrluna.
Þyrlu hlekktist á í Álftakrók norðan Eiríksjökuls:
Flugmaður slasaður á
fjöllum í 2 sólarhringa
ANDRI Heiðberg þyrluflugmaður
varð að nauðlenda þyrlu sinni 8.1.
mánudagskvöld f Alftakrók við
Norðlingafljót 15 km norðan
Eirfksjökuls, en ekki fréttist um
slysið fyrr en um kl. 18 í gær þegar
Gufunesradfói var tilkynnt um
slysið. Andri slasaðist ekki alvar
lega, en þyrlan er mikið skemmd.
Varnarliðsþyrla fór skjótt af stað
eftir að fréttist um slysið og náði f
flugmanninn og flutti hann til
Reykjavfkur. Hafði hann þá verið í
tvo sólarhringa á slysstað. Andri
var í rannsókn þegar Mbl. fór í
prentun f gærkvöldi, en hann mun
hafa brákast f baki og rifbrotnað.
Var líðan hans tiltölulega góð, en
hann var búinn góðum hlífðarföt-
um.
Samkvæmt upplýsingum Jóns
Jóhannssonar læknis á Slysadeild
kvaðst Andri hafa verið að flytja
landmælingamenn milli staöa á
svæðinu og var hann að ná í
mælingamann sem var staddur á
einu fjallinu þarna við mælingar.
Átti Ándri eftir 4 kílómetra flug
þegar vélarbilun varð í þyrlunni og
gat Andri stjórnað henni til lend-
ingar nema síðustu metrana þegar
hann missti stjórn áývélinni.
Mælingamaðurinn sem Andri var
að sækja, sá þegar vélin nauðlenti
og mun hann hafa gengið á
slysstaðinn, en í lendingunni mun
talstöð vélarinnar hafa bilað og
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir gátu
þeir ekki látið vita af sér þar sem
þeir voru fjarri feröaleiðum.
Andri Heiðberg við komuna til Reykjavfkur í gær á leið í sjúkrahús í fylgd eiginkottu srnnar og barna.
Neyðarsendir þyrlunnar fór í
gang þegar vélin lenti, en þar sem
Andri flaug ekki eftir flugáætlun,
fylgdist flugumferðarstjórn ekki
með ferðum hans. Hins vegar
heyrði vél í innanlandsflugi Flugfé-
lagsins neyðarsendingu á þriðjudag
í flugi yfir hálendinu og einnig
tilkynnti erlend flugvél um neyðar-
sendingu. Flugstjórn sendi þá vél
flugmálastjórnar inn yfír hálendið,
en vélin er búin tækjum til að
hlusta á neyðarsenda. Fór hún af
stað kl. 4 á þriðjudag, en þá heyrðist
engin neyðarsending og þar sem
engrar flugvélar var saknað sam-
kvæmt flugáætlunum hjá flugmála-
stjórn var leit hætt. Ekki var ljóst í
gærkvöldi hvort bifreið sem fór
utan alfaraleiðar á hálendinu ók
fram á þá félaga eða að mælinga-
maðurinn hafi gengið fram á bílinn,
en ökumaður bifreiðarinnar til-
kynnti Gufunesradíói atburðinn.
Tekur Norðurás hf.
við byggingu verka-
mannabústaðanna?
— BRÉF frá Brciðholti hf. liggur nú fyrir stjórn verkamannabústaða til
athugunar, en í því bréfi segir m.a. að nokkrir starfsmenn og fulltrúar
eigenda veða vilji freista þess að nýtt fyrirtæki yfirtaki verksamning
milli Breiðholts hf. og stjórnar verkamannabústaða og ljúka því verki,
sagði Magnús L. Sveinsson varaformaður stjórnar verkamannabústaða í
samtali við Mbl.
— í bréfi þessu segir einnig,
sagði Magnús, að Breiðholt geri sér
vel ljóst að til tíðinda geti dregið
varðandi framtíð fyrirtækisins ef
ekkert verði að gert og telji þeir
heppilegt að Norðurás hf., nýstofn-
að fyrirtæki, yfirtaki þennan
verksamning.
— Við þurfum að fá svör við
ýmsum spurningum áður en þetta
verður ákveðið m.a. hver sé fjár-
hagsstaða hins nýja fyrirtækis,
tækjabúnaður og hvort það sé undir
það búið að taka að sér verkið. Líka
þarf að tryggja það að uppgjör við
starfsmenn Breiðholts verði tryggt,
laun, launatengd gjöld o.fl. Ég geri
ráð fyrir að þetta skýrist allt næstu
daga.
— Mín skoðun er sú, sagði
Magnús L. Sveinsson að lokum, að
vel komi til greina að verkamanna-
bústaðirnir taki framkvæmdirnar í
eigin hendur a.m.k. í bili og athuga
megi e.t.v. síðar hvort einhverjir
verkþættir yrðu boðnir út.