Morgunblaðið - 05.08.1978, Síða 1
48SÍÐUR OGLESBÓK
167. tbl. 65. árg.
LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978
Prentsmiója Morgunblaðsins.
Hershöf ðingja f al-
in stjórnarmynd-
un í Portúgal ?
Lissahon. 1. áRÚst. Router.
í DAG, föstudaR, átti Eanes,
forseti PortÚBals fundi með
Cunhal forystumanni kommún-
istafiokks landsins, svo og for-
svarsmönnum UDP — sem er
lengra til vinstri. Er búizt við því
að Eanes Ijúki þessum „könnun-
arviðræðum“ sínum á morgun
með því að kalla Mario Soares
fráfarandi forsætisráðherra á
sinn fund og búizt er við því að
forsetinn muni síðan um helgina
útnefna nýtt forsætisráðherra-
efni og fela stjórnarmyndun.
Síðustu daga hafa verið á kreiki í
Lissabon áleitnar raddir um að
Eanes muni fela stjórnarmyndun-
ina Mario Firmino Miguel, 46 ára
gömlum hershöfðingja, sem var
varnarmálaráðherra í fráfarandi
stjórn og er úr flokki sósíalista.
Soares hefur haft uppi varnaðar-
orð sem benda til þess einnig að
hann viti hug Eanesar, því að
Soares sagði að það kynni að vera
varasamt og gæti aukið spennu í
landinu ef maður úr röðum hersins
tæki að sér að mynda stjórn.
Freitos do Amaral, leiðtogi mið-
Fleiri Gyðing-
ar frá Sovét
Genf. I. á«. AP.
FJÖLDI sovézkra Gyðinga sem
flutzt hefur frá Sovétríkjunum
hefur aukizt mjög snögglega á
fyrra helmingi ársins 1978, sam-
kvæmt opinberum tölum sem
birtar hafa verið í Genf. Þar kom
fram að 11.500 sovézkir Gyðingar
hafa komið frá Sovétríkjunum til
Vínarborgar frá því í janúar og
fram til loka júnímánaðar og er
aukningin um 60%. Flestir þeirra
fóru til Bandaríkjanna og Israels.
Parísarmorðin:
demókrata lét í veðri vaka í kvöld
eins og sl. daga að flokkur hans
væri reiðubúinn að reyna að gera
aðra tilraun til að ganga til
stjórnarsamstarfs með Sósíali.sta-
flokknum, þó svo að það hafi
rofnað nú á dögunum eins og
alkunna er. Do Amaral sagði að
hann styddi eindregið þá viðleitni
Portúgalsforseta að sneiða hjá
kosningum að svo stöddu og
myndu miðdemókratar reyna eftir
föngum að koma til móts við
Sósíalistaflokkinn svo að ekki
þyrfti að kjósa í Portúgal fyrr en
1980 eins og áætlað var.
Flugslys
Allir komust lífs af
Buenos Aires 4. ág. Reuter.
AP
FARÞEGAFLUGVÉL frá
Chile, sem var á leið frá Ncw
York til Chile, hrapaði til
jarðar og brann, rétt við
flugvöllinn í Buenos Aires í
morgun, en til tíðinda telst að
allir, sem með vélinni voru, 64
talsins, munu hafa komizt lífs
af. Þrettán voru fluttir í
sjúkrahús í grennd við flug-
völlinn en samkvæmt opinber-
um heimildum var enginn í
lífshættu.
Vélin var af gerðinni Boeing
707 og var að gera tilraun til
nauðlendingar á Ezeizaflugvelli
þegar slysið varð. Þoka grúfði
yfir og skyggni var afleitt.
Strax eftir slysið þustu
björgunarsveit og slökkviliðs-
menn á slysstaðinn sem var
skammt frá Kjarnorkustöð
Ezeiza.
Framin samkvæmt
skipun Abu Nitals
París. 1. ágúst. Ucutcr.
ARABARNIR tveir sem myrtu
tvo starfsmenn Frelsissamtaka
Palestínuaraba úr launsátri í
gær, segjast hafa fengið skipun
um það frá leiðtoga öfgasinnaðra
Palestínuaraba í Bagdad, Abu
Nidal, að sögn frönsku
lögreglunnar.
Hinir myrtu voru fulltrúar PLO
í Frakklandi, leiðtogi samtakanna
þar, Ezzedine Kalak og aðstoðar-
maður hans Adnan Hammad. Er
þetta síðasti blóðugi kaflinn í
stríði PLO við öfgasinnaða
Palestínuaraba og hefur Valery
Giscard d'Estaing Frakklandsfor-
seti fyrirskipað Louis de Guirin-
gard fjármálaráðherra að gera
nána skýrslu um diplómata í París
og erindagjörðir þeirra til að koma
í veg fyrir átök af þessu tagi. Þá
vill Frakklandsforseti koma á
auknu eftirliti með ferðum og
komum erlendra diplómata til
landsins.
PLO-mennirnir voru myrti,r
aðeins þremur dögum eftir árás á
sendiráð Iraks í París, þar sem
starfsmaður sendiráðsins og
franskur öryggisvörður voru myrt-
ir í skotbardaga við Araba sem
hélt gíslum í sendiráðinu.
Fyrir fimm vikum fór PLO þess
á leit við stjórn Iraks að hún
afhenti þeim Abu Nidal og sam-
verkamenn hans, þar eð þeir hefðu
myrt fulltrúa PLO í London og
Kuwait fyrr á þessu ári.
Á leiðinni út í helgina og væntanlega með veizlu í farangrinum.
Ljósm. Emilía.
Miðausturlönd:
Vance kemur til
Jerúsalem í dag
Washington. 1. ág. Rcutcr. AP.
CYRUS Vance, Utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, lagði upp í
ferð til ísraels og Egyptalands í
kvöld og er talið að hann muni
leggja sig allan fram um að fá
deiluaðila til að hefja að nýju
samningaviðræður um frið í
þcssum heimshluta. Fréttum bar
ekki saman um það hvort hann
hefði nýjar tillögur Bandaríkja-
stjórnar upp á vasann, sem hann
myndi leggja fyrir Begin og
Sadat. en talið er að einhverjar
nýjar hugmyndir verði þó lagðar
fram.
Fréttaskýrendum ber saman um
að ástandið sé nú að verða slíkt að
ekki sé mikill tími til stefnu ef
einhverjar vonir eigi að vera til að
lífga við friðarviðræður Egypta og
ísraela. Þó er sagt að í Israel er
eindreginn vilji til þess að einhver
hreyfing verði í málinu segir í
fréttaskeytum og Yadin, áðstoðar-
forsætisráðherra Israels, sagði í
kvöld að hvorugur deiluaðila hefði
efni á því að láta við svo búið
standa.
í fréttum frá Líbanon sagði að
þar væru veður válynd sem oft
fyrr og mjög hörð átök hefðu verið
í Beirut í dag og virtist sem
ógerningur væri að komast að
neinu samkomulagi er tryggði
vopnahlé er varanlegt mætti
teljast. I Suður-Líbanon hvöttu
bæði ísraelar og líbanska stjórnin
tvö herfylki kristinna hægri
manna, sem lúta stjórn Saad
Haddads majors, sem oft hefur
komið við sögu og Mbl. hefur
nokkrum sinnum rætt við, til þess
að leyfa líbönskum hermönnum að
komast leiðar sinnar í
Suður-Líbanon. Saad Haddad maj-
or neitaði harðlega og kvaðst
mundu halda uppi hríð að líbönsku
hermönnunum ef honum þóknað-
ist enda væru þeir útsendarar
Sýrlendinga. Saad Haddad hefur
verið kvaddur til viðræðna við
stjórnina í Beirut en neitar að
gera það, þar sem hann segir að
þar standi Sýrlendingar að baki og
muni nota tækifærið til að hand-
taka sig vegna þess hve tregur
hann hefur verið að hlýðnast
skipunum frá Beirut.
Kynþáttafordómar í
Svíþjóð áhyggjuefni
Stokkhólmi, 4. áýíúst. Reuter.
SÆNSKA stjórnin hefur ákveð-
ið að láta rannsaka staðhæfing-
ar um kynþáttamisrétti og
fordóma sem fullyrt er að komi
fram gagnvart erlendum
yerkamönnum í Svíþjóð. Kjell
Öberg forstjóri Innflytjenda-
ráðs Svíþjóðar var skipaður
formaður slíkrar rannsóknar-
nefndar í morgun. Sagði hanr. (
samtali við Svenska Dagbladet
að efnahagur Svíþjóðar væri
ótraustari en áður og matti
rekja margt í því til þeirra
fordóma sem ríktu í viðhorfi til
útlenzkra verkamanna.
Hann sagði nauðsynlegt að
aðhafast eitthvað raunhæft í
málinu snarlega áður en allt
færi í bál og brand milli Svía og
innflytjendanna. Hann sagðist
hafa sérstakar áhyggjur vegna
fordómafullrar afstöðu meðal
ungu kynslóðarinnar. Nýleg
skoöanakönnun í barnaskóla í
Gautaborg leiddi í ljós að
méirihluti barnanna sagði að
innflytjendurnir væru „ógeð“ en
aftur á móti Svíar sjálfir bæði
„kurteisir og sætir“. Nú eru um
425 þúsund verkamenn af er-
lendu þjóðerni við störf í
Svíþjóð, flestir frá Júgóslavíu,
Grikklandi, Þýzkalandi og Tyrk-
landi.
Manntjón
í flóðum
Washington. 1. á«. AP. Rcutcr.
CARTER forseti Bandarikjanna
lýsti í kvöid yfir neyðarástandi í
Texas vegna flóða í ríkinu þar
síðustu daga. Er nú vitað að 20
manns að minnsta kosti hafa
drukknað og ámóta margra er
saknað. Mikið eignatjón hefur
orðið.
Björgunaraðgerðir standa yfir
og hafa þyrlur verið notaðar mikið
til að bjarga fólki sem flúið hefur
upp á húsþök og upp í tré. í
flóðunum hefur m.a. gröf Johnsons
fyrrv. Bandaríkjaforseta farið
undir vatn, en hann er greftraður í
heimagrafreit við búgarð þann
sem hann átti í Austin í Texas.
Enn eru mjög miklar rigningar
víðast hvar í Texas og því ekki
útlit fyrir að flóðin sjatni alveg á
næstunni.