Morgunblaðið - 05.08.1978, Side 10
10
/
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978
Sighvatur
Björgvins-
son, alþm.:
Vildi aldrei
vera með
í blaðafréttum af gangi
viðræðnanna kom þráfaldlega
fram, að þeir alþýðuflokksmenn,
sem nálægt þeim komu, voru í
rauninni aldrei neinu nær um
hvort Alþýðubandalagið hafði hug
á að axla stjórnarábyrgð eða ekki
þótt stöðugt væri við það rætt. Eg
tók sjálfur þátt í könnunarvið-
ræðum Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags í upphafi og fór litlu
nær um raunverulegan vilja
Alþýðubandalagsins við lok þeirra
en ég var er þær hófust. Gagn-
stætt því töldum við alþýðuflokks-
menn hins vegar, að við hefðum
mjög fljótlega orðið þess varir hjá
/iðræðunefnd Framsóknarflokks-
,ns, að a.m.k. þeir, sem hana
skipuðu, höfðu einlægan áhuga á
að myndun „vinstri stjórnar"
tækist. Framsóknarmenn voru
okkur sammála um matið á
afstöðu, eða öllu heldur á afstöðu-
leysi Alþýðubandalagsins, og
auðvitað hafði það sín áhrif á
„vinstri viðræðurnar", að tveir af
þremur, sem þar mæltust við voru
ávallt efins um, að þriðji aðili
viðræðnanna tæki þátt í þeim af
alvöru og heilindum. Þegar á
beir ráða ferðinni
Alþýðubandalagið á
flótta undan ábyrgðinni
Hlutverk Alþýðubandalagsins
eftir kosningar hefur verið það eitt
að koma í veg fyrir, að Island fái
nýja ríkisstjórn. Án samráðs við
Alþýðubandalagsmenn í verka-
lýðshreyfingunni höfnuðu hinir
pólitísku liðsoddar flokksins alfar-
ið öllum viðræðum um „nýsköpun-
arstjórn", þótt vitað væri, að sú
hugmynd ætti ríkulegan stuðning
meðal almennings, þ. á m. kjós-
enda Alþýðubandalagsins, og að
ýmsir framámennflokksins í
verkalýðshreyfingunni væru þess
eindregið fýsandi, að slík stjórnar-
myndun yrði reynd. í næstu
umferð rufu alþýðubandalags-
menn „vinstri viðræðurnar", sem
þeir höfðu þó sjálfir beðið um,
eftir að sýnt varð, að samkomulag
gæti tekist um mjög viðamiklar
félagslegar, stjórnarfarslegar og
fjármálalegar umbætur í anda
vinstri stefnu með samvinnu
flokkanna um stjórn landsins. Og
nú benda öll sólarmerki til þess, að
Alþýðubandalagið hyggist hafa
frumkvæði að því að þriðja stjórn-
armyndunartilraunin — þjóð-
stjórn — fari út um þúfur. Á
röskum einum mánuði hefur
Alþýðubandalagið þannig komið í
veg fyrir myndun þriggja ríkis-
stjórna á íslandi.
Alþýðubandalagið hefur alfarið
hafnað að eiga svo mikið sem
viðræður við Sjálfstæðisflokkinn á
þeim grundvelli, að Alþýðubanda-
lagið vilji ekki starfa með Sjálf-
stæðisflokknum vegna þess, að
Alþýðubandalagið starfi ekki með
Sjálfstæðisflokknum. Og með slit-
um vinstri viðræðnanna og þeirri
vandlega undirbúnu áróðurssókn,
sem alþýðubandalagsmenn hófu
stráx í kjölfarið gegn viðmælend-
um sínum þar, einkum Alþýðu-
flokknum, hefur bandalagið með
sama hætti hafnað allri samvinnu
við Alþýðuflokkinn og Fram-
sóknarflokkinn í ríkisstjórn. Þar
með eru upp taldir allir þeir
flokkar í landinu, sem fulltrúa
eiga á alþingi. Ef Alþýðubandalag-
ið ætti að ljá máls á að axla
stjórnarábyrgð yrði það sem sé að
vera í einhverju öðru landi!
Hérlendis er meginstjórnmála-
verkefni flokksins að koma sér
hjá því að fara í ríkisstjórn. Því
öflugri, sem flokkurinn verður,
þeim mun auðveldara veitist
honum væntanlega að sinna þessu
þýðingarmikla viðfangsefni sínu.
viðræðurnar leið komu svo æ betur
í ljós ýmis merki þess, að Alþýðu-
bandalagið væri þar ekki einlægur
þátttakandi. Þau merki voru m.a.
þessi:
1. Óheilindi
og undanbrögð
Þegar ræðst hafði verið við um
hríð án þess að nokkuð virtist
þokast í áttina m.a. vegna þeirrar
óvissu, sem menn þóttust verða
varir við um raunverulegan vilja
Alþýðubandalagsins, var horfið að
því ráði að ræða við ýmsa
forystumenn Alþýðubandalagsins
einslega. Með þeim hætti var reynt
að kanna með öðrum hætti en
unnt er að gera á formlegum
fundum viðræðunefnda, hvort
möguleikar væru á málefnalegri
samstöðu, einkum og sér í lagi á
sviði efnahagsmála.
Hvað sagt var í þessum einka-
viðræðum verður aldrei sannað
svo óyggjandi sé, enda engir þar til
vitnis nema viðmælendur sjálfir
og líklegt, að þar standi staðhæf-
ing gegn staðhæfingu. Engu að
síður staðhæfi ég, og geri það
hiklaust og afdráttarlaust, að í
þessum einkaviðræðum voru hinir
pólitísku foringjar Alþýðubanda-
lagsins talsvert með öðru marki
brenndir, en á sjálfum viðræðu-
fundunum.
Ég staðhæfi, að þar hafi þeir
rætt um gildistíma kjara-
samninganna í áföngum og nefnt
Fidel Castro
dagsetninguna 1. nóvember í því
sambandi.
Ég staðhæfi, að þar hafi þeir
rætt um, að þótt standa bæri við
fyrirheitin um samningana í
gildi, þyrfti það ekki endilega
saman að fara, „að launahlutföll
og launagrundvöilur kjara-
samninganna væri sá rétti“ (til-
vitnunarmerkin eru sett vísvit-
andi).
2. Verkalýðs-
forystan hunsuð
Um nokkurra ára bil hefur ríkt
pólitískur friður í verkalýðshreyf-
ingunni, sem m.a. hefur grundvall-
ast á samvinnu og samstöðu
Alþýðuflokksins og Alþýðubanda-
lagsins í samtökum launafólks,
einkum þó ASÍ.Við alþýðuflokks-
menn vitum, að verkalýðsforingjar
beggja flokkanna hafa áhuga á, að
þessi faglega samstaða og sam-
vinna geti náð einnig inn á
stjórnmálasviðið, því þannig
mætti auka pólitískan styrk
verkalýðshreyfingarinnar og
verkalýðsflokkanna. Sá var einnig
vilji flokksforystu Alþýðuflokks-
ins eins og aðalkosningaslagorð
flokksins — kjarasáttmáli ríkis-
valds og verkalýðshreyfingar —
ber vott um.
Við væntum því þess, að póli-
tískt samstarf verkalýðsflokkanna
um stjórn landsins myndi geta
orðið öðrum þræði á grundvelli
alþýðusamtakanna — þ.e.a.s. með
aðild og fyrir atbeina verkalýðs-
foringja úr flokkunum báðum. Sú
var ástæðan fyrir þeirri áherslu,
sem við lögðum á aðild forystu-
manna ASI og BSRB að viðræðum
flokkanna strax í upphafi. Við
vildum fá þessi samtök með í
stefnumótunina svo þau gætu
orðið nokkurs konar sáttavett-
vangur flokkanna varðandi þau
mál, sem ágreiningur yrði um.
Forystumenn launþegasamtak-
anna gætu þannig beitt áhrifum
sínum til þess að jafna ágreining
flokkanna áður en í odda skærist
milli þeirra.
Okkur kom mjög á óvart þegar
við urðum þess varir, að pólitískir
foringjar Alþýðubandalagsins
höfnuðu algeríega þessum hug-
myndum. Og okkur kom fleira á
óvart varðandi samskipti hinnar
pólitísku forystu Alþýðubanda-
lagsins og verkalýðsforingja
þeirra, sem flokkinn styðja.
Alþýðubandalagið leitaði ekki
umsagnar verkalýðsmálaráðs
síns áður en það hafnaði boði
Alþýðuflokksins um „nýsköpun-
arviðræður“ og á þeim eina fundi,
sem hin pólitíska forysta flokks-
ins hélt með verkalýðsforingjum
sfnum um það mál, Iagði hún sig
fram um að afstýra því, að
nokkrar umsagnir kæmu um
málið.
Alþýðubandalagið hafði ekkert
samráð við þekktasta verkalýðs-
i leiðtoga flokksins, að Eðvarð
Sigurðssyni undanskildum, áður
en það gekk frá og afhenti
efnahagstillögur þær, sem urðu
til þess að „vinstriviðræðurnar“
fóru út um þúfur. Flestir kunn-
ustu verkalýðsforingjar Alþýðu-
bandalagsins fengu fyrst að sjá
þessar tiilögur hjá mönnum úr
forystuliði Alþýðuflokksins heil-
um sólarhring eftir að viðræðu-
nefnd Alþýðubandalagsins lagði
þær fram.
Verkalýðslciðtogar Alþýðu-
bandalagsins, ýmsir þekktustu og
virtustu verkalýðsforingjar þjóð-
arinnar, hafa verið settir út úr
nærfellt öllum trúnaðarstöðum
flokksins og eru næstum áhrifa-
lausir í flokknum. Ekki nóg með
það, heldur hælast ýmsir atvinnu-
pólitíkusar Alþýðubandalagsins
um og fara bæði hæðnis- og
lítilsvirðingarorðum um þessa
menn, sem þeir segja, að sig varði
engu um hvorum megin hryggjar
liggja enda njóti þeir litils
trausts og enn minni áhrifa.
Hlaupastrákurinn ólafur Ragn-
ar Grímsson, sem nánast hefur
verið eins og eitrað peð á
taflborði stjórnmálanna, er í
meiri metum f Alþýðubandalag-
inu en samanlögð verkalýðsfor-
ysta flokksins.
Og ég staðhæfi, að í þessum
tveggja manna samræðum hafi
alþýðubandalagsmenn ekki talið
gengisbreytingu jafn víðs fjarri
og þeir nú vilja vera láta.
Um leið og formlegir fundir
hófust var hins vegar komið annað
hljóð í strokkinn hjá alþýðubanda-
lagsmönnum og sama máli gegndi
um leið og þriðji maður kom
aðvífandi.
Þetta er skýringin á því, hve
lengi dróst að fá niðurstöðu í
vinstri viðræðurnar. í einkaviðtöl-
um við okkur ljáðu alþýðubanda-
lagsmenn jafnan máls á ýmsum
úrræðum, sem óhjákvæmileg
hljóta að teljast, en um leið og
fleiri komu til drógu þeir í land.
Þetta var sá pólitíski hráskinna-
leikur, sem þeir ástunduðu í
vinstri viðræðunum — og þetta er
ásamt öðru skýringin á því, sem
blöðin furðuðu sig á, hversu
vonsviknir og sárir forystumenn
Alþýðuflokksins voru að viðræð-
unum loknum. Við höfðum ávallt
trúað því, að grundvöllur væri
fyrir heiðarlegu samstarfi verka-
lýðsflokkanna með hagsmuni
launafólks fyrir augum hvort
heldur í ríkisstjórn með Sjálfstæð-
isflokki eða Framsóknarflokki.
Viðræðurnar við Alþýðubandalag-
ið leiddu í ljós, að svo var ekki,
heldur var allur leikurinn til þess
gerður að koma pólitísku höggi á
okkur alþýðuflokksmenn, en
kommúnistar hafa ekki getað á
heilum sér tekið vegna kosninga-
sigurs okkar, og líta enn á það sem
sérstakt baráttumál sitt að út-
rýma Alþýðuflokknum með öllum
tiltækum ráðum.
Þegar okkur Alþýðuflokksmönn-
um varð ljóst, að hin pólitíska
forysta Alþýðubandalagsins lagði
sig fram um að sniðganga og
skáka til hliðar því afli í bandalag-
inu, verkalýðsarminum, sem við
við vissum að mikinn áhuga hafði
á pólitiskri samvinnu verkalýðs-
flokkanna um stjórn landsins, þá
vissum við, að Alþýðubandalaginu
var engin alvara.
ísland —
önnur Kúba?
Endanlega fullvisssu fengum við
svo, þegar viðræðunefnd Alþýðu-
bandalagsins lagði fram efnahags-
tillögur sínar. Efnisatriði þeirra
hafa rækilega verið rakin í blöðum
og fer ég því ekki nánar út í þá
sálma. Læt mér nægja að benda á,
að ekki var meiri vinna lögð í
tillögusmíðina af hálfu Alþýðu-
bandalagsins en það, að þær voru
byggðar á tölum frá því fyrir
miðjan s.l. vetur og tók það þó
hlutalausa sérfræðinga Seðla-
banka og Þjóðhagsstofnunar, sem
voru flokkunum til ráðuneytis,
ekki meira en röskan sólarhring að
breyta tölunum til núgildis og
leiða í ljós, að í tillögur Alþýðu-
bandalagsins vatnaði 10 milljarða
kr. aðeins til áramóta. Lúðvík
hefur látið hafa eftir sér, að slíkur
keppur sé ekki feitur í sláturtíð-
inni „ef viljinn er bara fyrir
hendi", en hann nemur engu að
síður 175 þús. kr. á hverja
meðalfjölskyldu í landinu, sem
taka hefði þurft með nýrri skatt-
heimtu til viðbótar við þá auknu
skattheimtu, sem Alþýðubanda-
lagið gerði ráð fyrir í tillögum
sínum. Og svo segja þeir, að í
tillögunum hafi verið fólgin kaup-
máttaraukning!!
En látum þennan talnalega
samanburð lönd og leið. Megin-
atriði málsins er annað. Sem sé
það, að rauði þráðurinn í tillögum
þeirra Alþýðubandalagsmanna
var, að tekið yrði upp kerfi
margfalds gengis og greiðslu
styrkja til atvinnuvega úr ríkis-
sjóði, sem kostaðir yrðu með
skattheimtu á þjóðina. Aðeins á
næsta ári myndu slíkar styrkja-
greiðslur, kostaðar af skatt-
heimtufé, nema a.m.k. tveimur
tugum milljarða — eða mun meira
fé, en nemur samanlögðum tekju-
skatti einstaklinga og félaga á
heilu ári. Innan skamms yrði allur
atvinnurekstur landsmanna kom-
inn á ríkisjötuna. Honum væri
haldið gangandi með styrkjum og
uppbótum af almannafé, sem
pólitísk ráð og kommissariöt
ráðstöfuðu. Menn geta gert sér í
hugarlund þá pólitísku og fjár-
málalegu spillingu, sem fylgdi í
kjölfarið þegar búið væri að
tuttugufalda kommissarastéttina,
sem gengi með skattpening al-
mennings í öðrum rassvasanum og
flokksfélagatalið í hinum og stokk-
aði svo hvort tveggja rækilega
saman í spilaborg „burðarása
atvinnulífsins".
Aðeins eitt ríki vestan járn-
tjalds hefur horfið að þessu