Morgunblaðið - 05.08.1978, Side 17

Morgunblaðið - 05.08.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 17 Ragnar Amalds: * Svar til Kjartans Jóhannssonar, varaformanns Alþýðuflokksins Hefur Alþýðuflokkurinn stolið stefnu Sjálfstæðisflokksins Kjartan Jóhannsson, varafor- maður Alþýðuflokksins, ritar grein í Morgunblaðið 2. ágúst s.l. um nýafstaðnar tilraunir til myndunar vinstri stjórnar og fullyrðir blákalt í fyrirsögn: „Millifærslukerfi Alþýðubanda; lagsins með tíu milljarða gati“. í greininni leitast Kjartan við í löngu máli að rangfæra og afflytja tillögur Alþýðubandalagsins í efnahags- og kjaramálum. Það er strax eftirtektarvert, að Kjartan gerir ekki minnstu tilraun til að rökstyðja, hvernig þetta tíu milljarða króna gat er reiknað út. í viðræðum flokkanna slógu tals- menn Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks fram fullyrðingum um, að tillögur Alþýðubandalagsins byggðust ekki á réttum tölulegum upplýsingum og vísuðu oft til „sérfræðinga sinna“. Þeir voru þá sérstaklega beðnir um að leggja fram skrifleg gögn máli sínu til stuðnings ásamt upplýsingum um, hverjir þessir „sérfræðingar" væru og á hverju upplýsingar þeirra væru byggðar. En þessu neituðu talsmenn Alþýðu- og Framsóknar- flokks. Það er óvéfengjanleg staðreynd, að í nýafstöðnum stjórnarmyndunarviðræðum voru engin gögn lögð fram því til stuðnings. að tölulegar upplýs- ingar okkar Alþýðubandalags- manna væru rangar. Sagan um tíu milljarða króna gatið er áróðursbragð manna, sem ekki treysta sér til að ræða nýjar leiðir í efnahagsmálum. Útreikningar Steíngríms Það má Steingrímur Hermanns- son eiga, að hann gerir þó tilraun til þess í grein í Tímanum sama dag að rökstyðja fullyrðinguna um tíu milljarða gatið. En útreikning- ur hans sannar ekkert annað en það, að hann vill ekki fara þá leið, sem við höfum bent á. Ef útreikn- ingskúnstir Kjartans eru eitthvað svipaðar þarf enginn að undrast niðurstöðuna. Steingrímur segir t.d., að sér- stök skattlagning á eyðsluvörur, férðagjaldeyri o.fl. gefi ekki ríkinu átján hundruð millj. tekjur, eins og tillögur okkar gera ráð fyrir, heldur eitt þúsund milljónir króna. Hvernig getur hann fullyrt það? Hann spyr ekki, hvað skatt- prósentan eigi að vera há eða hvaða lúxusvörur eigi að skatt- leggja. Nei, hér skal vera „gat“ upp á átta hundruð milljónir króna, sem fæst með því að breyta tillögum okkar og lækka skattinn, sem þessari upphæð nemur. Og þá er komið stórt gat! Nákvæmlega sama gildir um mörg önnur „göt“, sem Steingrím- ur þykist finna í tillögum Alþýðu- bandalagsins: Við leggjum m.a. til lækkun rekstrar- og framkvæmdaútgjalda ríkissjóðs um tvö þúsund milljónir króna á þessu ári, en Steingrímur lækkar töluna um eitt þúsund milljónir króna. Við leggjum til, að samfara almennri niðurfærslu verðlags sé verð á þjónustu lækkað sem svarar einu vísitölustigi. Steingrímur strikar þessa tölu út, væntanlega af því að hann er á móti þessari ákvörðun, og segir: 0%. Þar með er komið enn eitt „gat“, sem ekki á uppruna sinn í tillögum Alþýðu- bandalagsins, heldur verður að skoðast sem breytingartillaga frá öðrum. Engin úrslitaskilyrði Það er ekkert nýtt að deilt sé um tölur á íslandi. Þegar verðbólgan er 40% á ári, breytast allar tölur í efnahagskerfi okkar mjög veru- lega á skömmum tíma og getur því nokkurra mánaða tímamismunur gefið mismunandi útkomu á sama dæminu. Engin af tillögum okkar alþýðubandalagsmanna var sett fram sem úrslitaskilyrði fyrir stjórnarmyndun. Við vorum reiðu- búnir að endurskoða talnalegar upplýsingar, ef önnur gögn og réttari hefðu verið lögð fram. Við vorum tilbúnir að ræða um breytingar á tekjuöflun og gátum hugsað okkur niðurfærslu- og millifærsluaðgerðir með ýmsum hætti. Við kröfðumst þess eins, að nýjar leiðir væru farnar í efna- hagsmálum og neituðum algerlega gömlu gengislækkunar- og kjara- skerðingarleiðinni. Aðalatriðið málsins er ekki það, hvort næstu efnahagsaðgerðir kosta nokkrum milljörðum meira eða minna; um það mætti vafa- laust ná samkomulagi og eins um hitt að afla tekna á móti. Hitt skiptir öllu, hvort menn vilja reyna þessa leið eða ekkii hvort menn ætla sér að ná niður verðbólgunni og um leið reyna að varðveita þann kaupmátt launa, sem um samdist í seinustu kjara- samningum. Gengisfelling er einnig millifærsla Kjartan Jóhannsson segir, að við höfum verið með bráðabirgða- lausn í efnahagsmálum. Það er alveg rétt, að tillögur okkar um fyrstu aðgerðir voru tillögur um bráðabirgðalausn. En annar kafl- inn í tillögum okkar fjallar um ýmsar kerfisbreytingar, sem óhjá- kvæmilegar eru til að tryggja varanlega lausn. Og auvitað getum við verið sammála um, að gengisfellingartillaga Alþýðu- flokksins er einnig bráðabirgða- lausn, sem bersýnilega mun ekki endast nema í skamman tíma. Á þessum tveimum bráða- birgðalausnum er þó meginmunur: Gengisfellingin er upphaf að nýrri verðbólguöldu og hlýtur óhjákvæmilega að torvelda stjórn- völdum á næstu mánuðum að ná niður verðbólgunni. Tillögur Alþýðubandalagsins um milli- færslu- og niðurfærslu gætu hins vegar orðið fyrsta skrefið út úr vitahringnum, ef framkvæmdar yrðu. Gengisfelling er í sjálfu sér stórfelld millifærsla fjármuna til útflutnirigsatvinnuvega. Með gengisfellingu er fjöldinn skatt- lagður til hagsbóta fyrir atvinnu- reksturinn. Það er því furðulegt að sjá Kjartan Jóhannsson, hinn baska baráttumann fyrir nýrri og stórfelldri gengisfellingu, hneyksl- ast á því, að í tillögum Alþýðu- bandalagsins skuli felast talsverð skattlagning. Tillögur Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins fela að sjálfsögðu báðar í sér mikla millifærslu og skattlagningu. En munurinn er sá, að við viljum ekki að þessi skattlagning leggist jafnt á alla eins og gerist með gengis- fellingu, heldur höfum við einbeitt okkur að tekjuöflunarleiðum, sem fyrst og fremst lenda á hátekju- fólki og atvinnurekstri, öðrum en útflutningsatvinnuvegum. Tillögur okkar miða einmitt að því að afla nauðsynlegs fjár án þess að það komi fram í almennu verðlagi og ýti undir verðbólgu. Millifærsla í báðum tilvikum Annar munur á tillögu Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins er sá, að gengisfellingin kemur öllum jafnt til góða sem framleiða fyrir erlendan markað, hvort sem hagur þeirra er vondur eða góður, en millifærsluleið Alþýðubanda- lgsins miðar að því að veita þeim einum sérstakan stuðning, sem brýnast þurfa þess með. Þannig verður raunveruleg tilfærsla fjár- muna miklu minni en með gengi- fellingarleiðinni og þá um leið verðbólguáhrif tilfærslunnar. Með millifærsluleið Alþýðubandalags-. ins eru 7200 millj. kr. fluttar á milli á einu ári, en 15% gengisfell- ing færir til um 37.000 millj. kr. á einu ári. Öllum er jafnljóst, að tillögur Alþýðubandalagsins um milli- færslu- og niðurfærsluleið hafa ýmsa ágalla í framkvæmd. Varan- legt millifærslukerfi er engan veginn æskileg. Hitt er líka ljóst, að ef menn ætla að brjótast út úr vítahring verðbólgunnar, þá dugar ekki að binda sig við sömu gömlu úrræðin, sem engan árangur hafa borið. Það er hægt að brjótast út úr þessum vítahring, en til þess þarf samstillt átak margra aðila. A hverju strandaði Stjórnarandstöðuflokkarnir unnu sigur í seinustu þingkosning- um, vegna þess að þeir boðuðu nýja efnahagsstefnu og mótmælti endalausum gengisfellingum fyrri stjórnar með sífelldum kjara- skerðingum. Eftir kosningar sáu þeir Alþýðuflokksmenn ekkert annað en gömlu úrræðin og ráðast nú með heift á okkur Alþýðu- bandalagsmenn með ýmsum upp- nefnum og svívirðingum, vegna þess að við viljum standa við stefnumál okkar og erum ekki reiðubúnir að gleypa ofan í okkur það, sem við sögðum fyrir kosning- ar. Það er alrangt, sem Kjartan Jóhannsson segir í fyrrnefndri Morgunblaðsgrein, að viðræðurnar um vinstri stjórn hafi strandað á tillögum Alþýðubandalagsins. Þær voru aldrei settar fram sem úrslitakostir, en Benedikt Gröndal sleit þessum viðræðum, þegar við Alþýðubandalagsmenn vorum ekki tilbúnir að segja já og amen við því að aðsteðjandi vandi væri leystur með 7,5% almennri kjara- skerðingu. Ef hægri stefna á að ríkja í landinu, þá er eins gott að það séu hægri menn í ráðherrastólum sem hana framkvæma. Það er makalaus óskammfeilni hjá tals- mönnum Alþýðuflokksins þessa dagana að tala um „heigulshátt" okkar Alþýðubandalagsmanna, af því að við neitum að senda okkar menn í ráðherrastóla til að framkvæma svipaða efnahags- stefnu og fráfarandi stjórn stóð fyrir. Alþýðubandalagið hefur lagt fram tillögur sínar, nákvæmar og ítarlegar en nokkur annar stjórn- málaflokkur. Þetta eru engir úrslitakostir af okkar hálfu, en aðrir flokkar verða að segja til um, hvort þeir vilja leysa aðsteðjandi vanda í anda þeirri meginstefnu, sem tillögur þessar bera með sér eða hvort þeir vilja halda sig við gömlu gengislækkunar- og kjara- skerðingarleiðina. Þar duga engar talnablekkingar um ímynduð göt, sem andstæðingar okkar búa sjálfir til í því skyni að villa um fyrir almenningi. Það er unnt að ná niður verðbólgunni án þess að skerða enn einu sinni kjör lág- launafólksins. Það kostar fórnir af hálfu þeirra mörgu, sem betur mega sín. Það kostar nýjar leiðir, ný vinnubrögð og umfram allt gagngerðar breytingar í efnahags- kerfi þjóðarinnar. Greinarhöfundur Vísis komst að þeirri niðurstöðu fyrir nokk- rum dögum. að Alþýðuflokkurinn hefði ekki aðeins stolið atkvæðum frá Sjálfstæðisflokknum í stórum stfl. Hann hefði einnig stolið stefnu Sjálfstæðisflokksins. í þessum orðum er talsverður sannleikur, eins og nú er komið á daginn, og þarf því engan að undra, þótt illa gengi að koma saman vinstri stjórn undir for ystu formanns Alþýðuflokksins. Vinsældir Bandarík jaf orseta Entered White House 1977 FORD 1974 NIXON 1969 JOHNSON 1963 12 18 12 18 1 6 12 18 1 6 12 18 Á þessari mynd, sem birtist í The Sunday Times fyrir skömmu, sjást vinsældir nokkurra forseta Bandaríkjanna eftir 18 mánuði í starfi. Tölurnar eru byggðar á skoðanakönnunum Gallup-stofnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.