Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 VINNINGAR HAPPDRÆTTI 14 ™ maG 1978-1979 íbúðarvinningur kr. 5.000.000.— 35360 ALFA-ROMEO SPRINT bifreiö kr. 3.600.000 67146 BHrtiift eftir vaK Itr. 1.000.000 12837 40849 55745 72366 16457 52916 56265 Utanlandslerð eftir vali kr. 300.000 12629 litanlandsferft eftir vali kr. 200.000 15372 57798 Utanlandsferft kr. 100 þús. 1230 18605 31691 47931 71113 7751 19652 31763 49893 72921 9393 19858 36563 57480 13956 25202 41084 59963 15790 28666 46657 69759 Húsfaúnaftur eftir vaK kr. 50 |iúk 1799 17817 28685 43072 55676 7231 17860 29707 45491 61606 7463 19689 32488 46763 61964 8051 20171 35743 46787 62909 10792 20477 36633 47477 64423 10929 21754 38128 51366 71523 16702 24853 42506 54153 74455 Húsbúnaður eftir vali kr. 25 þús. i 10000 19781 29586 40673 50691 58137 65985 60 10231 19966 29699 40715 50784 58189 66147 79 10405 19967 30058 41040 50785 58234 66228 259 10702 20203 30068 41303 51132 58297 66992 370 11733 20649 30197 41329 51167 58305 67198 604 12030 20671 31291 41700 51265 58353 67281 6X1 12150 21014 31500 41919 51278 58364 67332 997 12190 21481 32003 42787 51339 58457 67451 1013 12330 21572 32242 42874 51400 58879 67588 1263 12479 21805 32517 42878 51461 59191 67591 1598 12527 22164 32759 42897 51772 59194 67747 1726 12563 22182 32959 42962 51947 59304 67748 1776 12723 22196 33199 42967 52406 59323 68136 2017 12777 22440 33597 43239 52464 59545 68487 2376 13106 22594 33600 43535 52485 59647 68742 2444 13291 22695 33720 43543 52491 59692 69263 2738 13337 22952 33869 43625 52556 59837 69530 2805 13637 23106 34112 43653 52573 59961 69645 2832 13639 23258 34319 43744 52904 59995 69814 2846 13841 23426 34398 44143 52981 59996 70209 3045 14118 23504 34778 44188 53059 60029 70366 3084 14841 23664 34859 44274 53071 60061 70692 3271 14861 24182 35133 45287 53324 60241 72083 3574 15076 24208 35341 45756 53341 60246 72125 3648 15149 24221 35396 45899 53394 60617 72572 4985 15307 24282 35451 46027 53453 60826 72725 4994 15332 24503 35627 46060 53490 60970 72734 5049 15352 24643 35682 46199 53901 61470 73105 5134 15377 24763 35997 46226 53929 61709 73108 5441 15598 24995 36013 46242 53956 61732 73201 5478 15776 25763 36080 46372 53965 61832 73293 5521 15890 25792 36096 46860 54132 61949 73363 5606 15928 26331 36471 47106 54144 61961 73385 5859 15979 26416 36709 47200 54200 62057 73440 6312 16197 26720 37998 47325 54223 62118 73447 6562 16236 26803 38018 47580 54257 62461 73449 6799 16254 27080 38134 47805 54928 62475 73527 6918 16423 27141 38486 47835 55366 62904 73590 6933 16518 27156 38588 47884 55707 63000 73593 7188 16626 27483 39032 48123 56423 63038 73689 7228 16643 27555 39285 48388 56442 63346 73769 7459 16668 27830 39332 48517 56594 63588 73960 7468 16714 27920 39346 48748 56625 63798 73964 7798 17266 27987 39447 48971 56896 64330 73977 7882 17789 28079 39554 49234 56980 64354 74042 7938 17948 28244 39825 49280 57027 64382 74053 8480 19090 28468 40001 49316 57153 64584 74113 8561 19156 29027 40261 49581 57626 64702 74367 8869 19312 29161 40320 49691 57655 64834 74397 9013 19393 29207 40368 50124 57809 64851 74478 9022 19429 29249 40434 50172 57884 64963 74637 9502 19574 29325 40438 50313 57908 65095 74748 9667 19588 29399 40465 50390 58020 65272 74952 9732 19678 29558 40665 50676 58117 65550 Dansa í Neustadt STARFSEMI bjóðdansafélags Reykjavíkur heíur á liðnum vetri verið með nokkuð svipuðum hætti og undanfarin ár. að því er segir í frétt frá félaginu. í barnaflokk- um var kennt í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Lauk námskeiöinu þar með sameiginlegri sýningu barna á Hótel Sögu hinn 9. apríl 8.1. Námskeið ■ gömlu dönsunum voru haldín og sóttu þau um 400 manns. Félagar úr Þ.R. tóku þátt í listahátíð með um klukkustundar langri sýningu í síbylju-dagskrá listahátíðar þ. 10 júní s.l. Þessari sýningu stjórnaði Sigríður Val- geirsdóttir. Auk þess hafa smærri hópar úr Þ.R. sýnt íslenzka dansa við ýmsileg tækifæri, m.a. á 17. júní í Reykjavík, á hestamanna- móti á Þingvöllum, á barnakóra- móti Norðurlanda í Háskólabíói, á nokkrum norrænum eða alþjóðleg- um ráðstefnum í Reykjavík og nágrenni. Hópur dansara, söngvara og hljóðfæraleikara úr Þ.R. tekur um þessar mundir þátt í alþjóðlegu þjóðdansa- og þjóðbúningamóti i Neustadt í Norður-Þýskalandi. Mótið stendur yfir dagana 28. júlí — 5. ágúst og mun hópurinn sýna íslenzka dansa á ýmsum stöðum í borginni alla þessa daga. Greinargerð stjórnar Bifrastar um varnarliðsflutninga: 25% lækkun Eimskips á þeim flutningum ekki þjóðarbúinu til tekna VILL Eimskip ekki halda sig við staðreyndir um lækkun á farm- gjöldum fyrir varnarliðið? Tekjutapið fyrir þjóðarbúið sem leiðir af lækkun Eimskip á farm- gjöldum fyrir varnarliðið nemur allt að 500 milljónum króna miðað við heilt ár og þetta gerist á sama tíma og farmgjöld til Islendinga á sömu leið eru óbreytt frá því sem verið hefur. Staðreyndin í máli því sem varðar undirboð á flutningi fyrir varnarliðið er þessi: Frá því að Bifröst hf. hóf flutninga til og frá Bandaríkjun- um hafa flutningsgjöld félagsins verið þau sömu og Eimskipafélags- iiis. Það sem Eimskipafélagið kallar undirboð af hálfu Bifrastar hf. mun vera vegna fyrstu ferðar m/s Bifrastar til Bandaríkjanna, en sú ferð var farin á vegum skipamiðlunar Gunnars Guðjóns- sonar sf., sem hafði skrásett á sínu nafni farmgjaldataxta í Washing- ton DC. á flutningi fyrir varnarlið- ið. Farmgjaldataxti sá sem skipa- miðlunin hafði skráðan var fram til 1. nóvember 1977 hinn sami og taxti Eimskipafélagsins. Hinn 1. nóvember 1977 hækkaði Eimskip sinn taxta um 10% án þess að hirða um samráð við skipamiðlun- ina um hækkun til samræmis og var taxti hennar því enn skráður 10% lægri hinn 18. nóvember 1977 þegar m/s. Bifröst lestaði hér heima vörum fyrir varnarliðið á vegum skipamiðlunarinnar, en 30 daga fyrirvara þarf til hækkunar farmgjalda, sem skráð eru í Washington. Taxtar Bifrastar hf. hafa frá upphafi verið þeir sömu og Eim- skipafélagsins, en þeir gengu í gildi 1. janúar 1978 og fyrr hóf félagið ekki siglingar til og frá Bandaríkjunum á eigin vegum. Verður því að krefjast þess að Eimskipafélag íslands leggi fram gögn er sýni annað. Varðandi aðra Ameríkuflutn- inga Bifrastar hf. og „boð um lækkun til innflytjenda, sem vildu flytja talsvert magn bifreiða hverju sinni" skal tekið fram, að hér fer Eimskip enn ranglega með staðreyndir. Farmgjöld þau sem í 60 daga gæzluvarð- hald vegna kynferðis- brota NOKKUÐ hefur borið á því að undanförnu að lögregluyfirvöld hafi þurft að hafa afskipti af mönnum, sem sýnt hafa af sér kynferðisbrot gagnvart börnum eða leitað á börn. Var einn maður úrskurðaður í allt að 60 daga gæsluvarðhald um miðjan síðasta mánuð. Er hér um að ræða mann, sem áður hefur gerst sekur um að leita á börn og var hann að þessu sinni settur inn eftir að hafa leitað á barn í þorpi fyrir austan fjall og þá hefur ekki enn verið endanlega afgreitt sambærilegt afbrot, sem þessi sami maður framdi í Hafnarfirði. Um síð- ustu helgi var annar maður handtekinn í Reykjavík fyrir að sýna á ,sér kynfærin á almannafæri. Að lokinni rannsókn málsins var manninum sleppt. Bifröst hf. bauð á flutningi bifreiða eru í dag þau sömu og félagið bauð frá 1. janúar 1978 er það hóf siglingar til Bandaríkj- anna og eru það 46.50 Bandaríkja- dollarar fyrir hvert rúmtonn. Það er sama gjald og Eimskip tók fyrir flutning bifreiða á árinu 1977 og eins og réttilega kemur fram í grein Eimskipafélags íslands; „Það ár flutti Bifröst hf. enga bíla.“ Verður því Eimskip að sætta sig við þá staðreynd að farmgjöld fyrir bílaflutninga — 46.50 Banda- ríkjadollarar á hvert rúmtonn er það gjald sem félagið setti upp áður en Bifröst hóf reglubundnar siglingar hinn 1. janúar sl. I greinargerð Eimskip í Mbl. hinn 4. ágúst er talað um að farmgjöld vegna bifreiðaflutninga hafi verið lækkuð 31. júlí 1975. Rétt er það. En sú lækkun kom í kjölfar könnunar sem bifreiðainnflytjend- ur létu gera á kaupum og rekstri bílaflutningaskips snemma árs 1975 og leiddi í ljós að lækka mátti flutningsgjöld allverulega. Skipafélagið Bifröst hf. er stofn- að hinn 12. janúar 1977, en þrátt fyrir það verður að telja að 25% lækkun flutningsgjalds auk 40% lækkunar á uppskipunarkostnaði á árinu 1975 hafi verið bein afleiðing könnunar bifreiðainnflytjenda á kaupum og rekstri bílaflutninga skipsins á þessu sama ári. Bein samkeppni Bifrastar hf. sýnir einnig þegar litið er á hækkun flutningsgjalda bifreiða á árunum 1973—1978 að annars vegar nam hækkunin á gjöldunum frá Bandaríkjunum 400% en hins vegar á gjöldunum frá Englandi 580%, en á þeirri siglingaleið og frá meginlandi Evrópu er um enga samkeppni að ræða af hálfu Bifrastar. En óhaggað stendur það, að Eimskip lækkaði farmgjöld til varnarliðsins um 25% án þess að lækka flutningsgjöld til íslenzkra aðila samsvarandi. Bifröst hf. hefur hins vegar ákveðið að lækka flutningsgjöld til íslendinga um 25% og hvort það er ábatasamt fyrir íslenzka þjóðar- búið skal ósagt látið, en 25% lækkun farmgjalda til varnarliðs- ins verður aldrei talið þjóðarbúinu til tekna. Björgvin Friðriksson klœðskeri—Minning Fæddur 3. júní 1920 Dáinn 9. júlí 1978. Ástkær faðir okkar og afi lést í Borgarspítalanum 9. júlí síðastlið- inn eftir rúma tveggja sólarhringa legu. Sárt var það og mikill missir þó við hefðum alltaf mátt búast við að svona færi. I mörg, ár var hann búinn að vera sjúklingur, og þó mest síðasta ár, því þá gat hann lítið sem ekkert gert. En hann kvartaði aldrei, og hefur eflaust fundið meira til en við gerðum okkur grein fyrir, það sjáum við núna þegar hann kveður svo fljótt. Hann var sjálfur þessu viðbúinn því margt sá hann fyrir og vissi sem við köllum yfirnáttúrulegt, því honum leið vel á síðustu stundu, hann kveið ekki fyrir að kveðja þann heim sem við þekkj- um. Hann vissi að handan landa- mæranna miklu myndi hann hitta sína nánustu ættingja og vini. Oft gaf hann okkur kraft í veikindum og erfiðleikum sem að steðjuðu, og ég trúi að hann eigi eftir að gera það áfram. Við erum fjögur systkinin, Arnar Ö. Björgvinsson, Jón E. Björgvinsson Guðbjörg Björgvins- dóttir og Ágúst Björgvinsson. Barnabörnin eru sjö sem sjá eftir góðum afa. Ég lærði það hjá föður mínum að kvíða ekki dauðanum, sem við eigum öll eftir að mæta, en hugsum e.t.v ekki svo mikið útí. Móðir okkar Arnfríður Jónsdóttir, sem lifir hann nú, var honum allt í veikindum hans, mikil vinna lagð- ist á herðar hennar, samt gat hann alltaf treyst á návist hennar. Drengjunum minum tveimur var hann mjög góður afi, alltaf var hann tilbúinn að leyfa þeim að vera hjá sér og líta eftir þeim, þolimmóður og lét lasleikann ekki á sig fá þegar barnabörnin, sem ekki skynja lasleikann, voru hjá afa og ömmu. Heimili foreldra minna var drengjunum mínum sem annað heimili því stutt var á milli og alltaf var afi heima. Margt lærðu þeir hjá afa sínum, sem seinna á eftir að koma þeim vel. Svona var hann við öll börn, enda leituðu þau mikið til hans niður í kjallara, þar sem hann var með litla vinnustofu og þar dundaði hann við ýmiss konar smíðar því allt virtist leika í höndum hans. Hann spilaði á harmonikku á sínum yngri árum og reyndar af og til þau ár sem hann lifði. Eftir að hann treysti sér ekki til að stunda iðn sína var hann tímunum saman niðri í kjallara í vinnustofu sinni og smíðaði og skar út fallega hluti, steypti andlistsmyndir og styttur úr leir. Þarna fengu synir mínir að reyna við sínar fyrstu smíðar. Sigurþór yngri sonur minn sem er fimm ára gerir sér ekki alveg grein fyrir þessu enn, en hann veit samt að afi er kominn til guðs. Sá eldri, Ágúst, spurði svo oft um þessa hluti; af hverju deyjum við? Hvert förum við? Og ég veit, að afi hans var búinn að skýra þetta vel fyrir honum. Örlög sín vissi hann eflaust fyrir ásamt mörgu öðru sem hann tók með sér. Ég vona bara að við eigum öll eftir að fara svona sátt og ókvíðin eins og Pabbi. Við vonum að hann hvíli vel og í nálægð okkar allra. Dóttir og dóttursynir Guðbjörg, Ágúst og Sigurþór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.