Morgunblaðið - 05.08.1978, Side 34

Morgunblaðið - 05.08.1978, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Fraktflug: SAS-kaupir SAS hefur nú með milli- göngu sænska fjárfestinga- félagsins Incentive AB keypt Olsen & Wright AB en það er stærsta vörumiðl- unarfyrirtækið varðandi flugfrakt á Norðurlöndum í dag. SAS þarf að notast við milligöngu Incentive þar sem það er ennþá bundið af Byggðastcfna Flugleiða Einn af mikilvægustu þáttum hins daglega lífs okkar eru samgöngumálin. Gildi góðra samgangna kemur fram í ýmsum myndum bæði beint og óbeint og ómótmælanlegt er að þau hafa sérstakt gildi fyrir þá sem búa utan við helztu þéttbýlissvæðin. Til að afla nánari frétta af stöðu og skipan þessara mála í dag ræddi Við- skiptasíðan við Einar Helgason framkvæmda- stjóra innanlandsflugs Flugleiða og Þorstein Thorlacius deildarstjóra, og kom m.a. fram hjá þeim að Flugfélagið flýgur í sumar 116 ferðir frá Reykjavíká viku og er aukning farþegaflugsins í ár um 4% frá því í fyrra. Einar sagði að upphafið að þeirri skipan mála sem nú er, og snýr að Flugleiðum, væri að leita allt aftur til ársins 1965 en það ár var hafizt handa um endurnýjun flugflotans og var þá jafnframt ákveðið að kaupa góðar og vel búnar vélar sem flygju milli Reykjavíkur og aðalþéttbýlis- kjarnanna úti á landsbyggðinni. Síðan voru skipulagðar, í sam- vinnu við heimamenn, ferðir til vaeri um þessa skipan mála á Vestfjörðum og Austfjörðum og tók fram að allan tímann hefði verið gott samstarf milli þeirra og umferðadeildar Pósts og s.íma. Segja má að næsti þáttur í byggðastefnu Flugleiða hefjist 1975. Það ár var Flugfélag Norður- nærliggjandi byggðarlaga sem voru í tengslum við flugferðir félagsins. Með þessu skipulagi tókst hvort tveggja í senn þ.e. að stækka markaðssvæði Flugfélags- ins og einnig að bæta samgöngur innan hinna einstöku landshluta. Sérleyfifshafarnir fengu í upphafi ákveðna tekjutryggingu frá Flug- félaginu sem síðan hefur þróazt í beina styrki. Sagði Einar að mest lands stofnað og óskuðu heima- menn eftir samstarfi við Flugleið- ir um rekstur félagsins. Var því boði tekið og tók hið nýja félag m.a. að sér ýmsa starfsemi sem Flugleiðir höfðu áður haft á hendi, þ.e.a.s. flugið út frá Akureyri. Flugfloti Flugfélags Norðurlands hefur verið endurnýjaður og með betri nýtingu véla hefur verið hægt að bjóða betri samgöngur en Utan úr heimi Norðurlöndini í nýlegri skýrslu um 500 stærstu fyrirtækin á Norðurlöndunum kemur fram aö meöal 10 arösömustu fyrir- tækjanna eru átta dönsk. Arösamasta fyrirtækiö er finnska áfengiseinkasalan en meðal Þessara tíu eru fimm dönsk landbúnaðarfyrirtækí og er Það skýrt á Þann hátt að meiri stööugleiki sé í dönskum landbúnaöi en öðrum atvinnu- greinum. USA. Á fyrri hluta þessa ars dróst innflutningur á hráolíu til Bandaríkjanna saman um 12.8% og er þá miðað við sama tímabil 1977. Þetta er ekki sízt athyglisvert fyrir þær sakir að olíunotkunin jókst um 3.4% í OECD löndunum á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs. Sérfræðing- ar vara þó við of mikilli bjartsýni vegna þessa árangurs þar sem þeif spá meiri inn- flutningi á olíu fram til næstu áramóta. Fjárfesting í Bandaríkjunum virðist vera vænleg fyrir erlenda aðila um þessar mundir. Fyrstu sex mánuði þessa árs fjárfestu erlendir aðilar í 182 fyrirtækj- um í Bandaríkjunum á móti 281 allt árið í fyrra. Kanadai Kanadískir hag- fræðingar spá nú 4% aukningu þjóðarframleiðslunnar í ár og 4.1% aukningu næsta ár í stað 2.9% aukningar 1977. Á þessu ári er gert ráð fyrir rúmlega 4% aukningu þjóðarframleiðslunn- ar í Bandaríkjunum. Bretlandi Heildarbílaframleiðslan í Bret- landi nam í júní 723.000 bifreið- um á móti 711 þús. bílum í júní á síðasta ári. Þetta svarar til þess að um 120.000 bílar eru fram- leiddir í hverjum mánuði í Bretlandi. Spánni Spánverjar hafa nú þurft að taka í notkun 5000 peseta seðla og eru orsakirnar þær að verðbólgan hefur verið mikil hjá þeim eins og okkur og einnig hafði prentsmiðjan ekki lengur undan að prenta 1000 peseta seðlana. V-Þýskalandi Commerzbank hefur kunngjört það álit sitt að iðnaðarframleiðslan í Þýska- landi muni einungis aukast um 2% á þessu ári. Þær atvinnu- greinar sem spáð er mestri aukningu í eru bíla-, tölvu- og byggingariðnaður. Bandarikini Bandaríski seðla- bankinn hefur tilkynnt að iðn- aðarframleiðslan þar í landi hafi aukizt um 0.3% í júní og nemi þá heildaraukningin frá því í júní 1977 7%. Tölvuri Eftir að Carter hafði bannað sölu á tölvum til Rúss- lands til að mótmæla dómunum yfir andófsmönnunum á dögun- um gagnrýndi dagblaðið Rauða Stjarnan í Moskvu hann harð- lega. Nú, fyrir hvað? Hann hafði nýlega samþykkt að selja Kín- verjum töluvert magn af banda- rískum tölvum. reglum IATA. Olsen & Wright hefur ráðið yfir 35% af öllu fraktflugi í Svíþjóð og um 8% í Dan- mörku og sjálfsagt má búast við að þessar tölur hækki eitthvað eftir að SAS hefur tekið við rekstrinum. Það má minna á það hér að Cargolux hefur nýlega hafið mikla sókn á Norður- löndum enda fer fraktflug hraðvaxandi um allan heim og þá sérstaklega á Asíu- og N-Atlantshafsleiðunum. • • áður þekktust. Nú er t.d. flogið allt árið fimm sinnum í viku til Raufarhafnar, Þórshafnar og Vopnafjarðar og er allt flugið í tengslum við flug milli Reykjavík- ur og Akureyrar. Einnig má benda á að nú í sumar hóf Flugfélag Norðurlands að sinna verkefnum á Grænlandi og styður það mjög við bakið á starfssemi félagsins. Svipaða sögu má segja um þátt Flugleiða í þróun flugmála á Austfjörðum en þar buðu heima- menn þeim aðild að Flugfélagi Austurlands. Flugkostur þess félags hefur verið endurnýjaður ferðir eru nú tíðari en áður og árangurinn stórbættar samgöngur til og frá Austurlandi og einnig innan landsfjórðungsins. Þriðji þáttur byggðastefnunnar er þátttaka Flugleiða í hótel- rekstri á Húsavík. Húsvíkingar byggðu stórt og skemmtilegt hótel í tengslum við félagsheimili og 1976 var ákveðið að Flugleiðir styddu við bakið á heimamönnum og var litið á það framlag af hálfu félagsins sem viðurkenningu til heimamanna fyrir þeirra merka og góða framtak. Hótel Húsavík hefur verið og er rekið með miklum glæsibrag sögðu þeir Þorsteinn og Einar en þrátt fyrir síbatnandi nýtingu hafa afborgan- ir og vextir lána úr Ferðamála- sjóði verði of þungur baggi fyrir fyrirtækið en þessi lán eru bundin við þróun framfærsluvísitölunnar. Á þessu yrði að verða breyting ef takast ætti að halda uppi góðri aðstöðu fyrir ferðamenn úti á landsbyggðinni. Einar og Þorsteinn sögðu að það hefði komið ú ljós, að sú stefna sem mörkuð var 1965 hefði verið rétt. Samgöngur hafa verið stór- bættar bæði til þéttbýlissvæðanna og annarra staða en auk þess hefur atvinnuöryggið verið eflt á landsbyggðinni og er það sjálfsagt mikilvægasti árangurinn sögðu þeir að lokum. Ofug- þróun ÞAR SEM oft er verið að bera saman þróun ýmissa hagstærða í Danmörku og á íslandi er ekki úr vegi að geta lítillega um þróun almennra launahækkana í þessum löndum á undan- förnum árum. Almennar lg.unahækkanir í Danmörku voru 1974 20%, 1976 12% og 1977 10% en á íslandi nam hækkunin 38.5% 1974, 20% 1976 og 44% á síðasta ári. Þetta er atriði sem vert er að gefa gaum. Gengis- þróun HÉR fer á eftir yfirlit um þróun gengis síðan 1972. Miðað er við vísitölu meðalgengis, þ.e.a.s. meðaltal kaupgengis og sölu- gengis. Hækkun frá 1972 = 10« fyrra ári 1973 = 108.77 8.77% 1971 = 120.80 11.06% 1975 = 189.03 56.50% 1976 = 214.24 13.30% 1977 = 236.79 10.50% jan. 1978 = 266.49 feb. 1978 = 309.25 mar. 1978 = 318.74 apr. 1978 = 318.88 maí 1978 = 318.61 34.60% Vísitala meðalgengis hefur hækkað um 34.6% frá meðaitali ársins 1977 til maí 1978 Hver kaupir inn? EF MARKA má könnun, sem nýlega var gerð í Arhus í Danmörku, eru það konurnar sem annast að mestu hin daglegu innkaup heimilanna. Nið- urstaða könnunarinnar var sem sagt sú að í 42% tilfella voru konurnar ein- ar í innkaupaferðunum, í 24% tilfellanna var eigin- maðurinn með og í 14% tilfella var hann einn. Ætli þetta sé svipað og hér á landi?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.