Morgunblaðið - 05.08.1978, Síða 37

Morgunblaðið - 05.08.1978, Síða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 Akureyrarradíó í síma 96-11004. Ennfremur er hægt að koma aðstoðarbeiðni á framfæri í gegn- um hinar fjölmörgu talstöðvabif- reiðir sem eru á vegum úti um verslunarmannahelgina. Munu ökumenn þeirra hlusta á tíðninni 2790 KHz og 27185 MHz. Þeir munu tilkynna staðarákvörðun og ferðaáætlun á tímunum kl. 14.00, 15.30,17.00,18.30, 20.00 og 21.30. Þeir sem óska aðstoðar ættu að gefa upp númer bifreiðar og staðsetningu auk upplýsinga um það hvort viðkomandi er félagi í FÍB eða ekki, en félagar ganga fyrir um þjónustu. Vegaþjónusta FÍB bendir öku- mönnum á að hafa með sér viftureimar af réttri stærð, vara- hljólbarða og helstu varahluti í kveikju. Það skal tekið fram að félagsmenn FIB fá helmingsaf- slátt af verði þeirrar þjónustu sem þeir kunna að njóta af vegaþjón- ustubifreiðum félagsins. Þjónustutími FIB er frá kl. 14—21 á laugardag og kl. 14—23 á mánudag. Upplýsinga- miöstöð Eins og undanfarin ár munu umferðarráö og lögreglan starf- rækja upplýsingamiöstöö í lög- reglustöðinni viö Hverfisgötu í Reykjavík um verslunarmanna- helgina. Veröur þar leitast viö aö safna upplýsingum um umferö, ástand vega, veöur og annaö sem gæti orðið feröafólki aö gagni. Upplýsingamiðstööin verður starf- rækt sem hér segir: föstudaginn 13.00—22.00 4. ágúst kl. laugardaginn 09.00—22.00 5. ágúst kl. sunnudaginn 13.00—19.00 6. ágúst kl mánudaginn 7. ágúst kl 10.00—24.00 Þessa daga veröur sömuleiöis beint útvarp frá upplýsingamiö- stööinni og mun Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri umferöarráös sjá um útsendingar. Þar aö auki er fólki heimilt aö hringja til upplýsingamiðstöðvarinnar í síma 27666. Umferöarráö hvetur vegfarendur til sérstakrar árvekni, tillitssemi og varkárni um þessa mestu feröa- helgi ársins og beinir þeim tilmæl- um til ökumanna aö þeir hagi akstri sínum alltaf eftir aöstæöum og minnist þess aö aögát er besta tryggingin í umferöinni. Takmarkiö er slysalaus verslunarmannahelgi. Hvernig á aö bregöast viö Það er að sjálfsögðu von allra að verzlunarmannahelgin verði slysa- laus. En slysin gera ekki boð á undan sér og það getur hent hvern og einn vegfaranda að verða fyrstur á vettvang þar sem alvar- legt umferðarslys hefur orðið. Þá er gott að hafa við höndina leiðbeiningar um það hvernig bregðast eigi við þannig að þeir sem slasaðir eru fái sem bezta og skjótasta hjálp. Þær leiðbeiningar, sem hér fara á eftir eru í samantekt Hannesar Þ. Hafstein, framkvæmdastjóra SVFÍ: Orsakir umferðarslysa eru hinar margvíslegustu, afleiðingar þeirra einnig og oftast nær hinar alvar- legustu. Þess vegna er það fyrsta skilyrði, þegar komið er á slysstað að rasa ekki um ráð fram, fara að öllu með gát, vega og meta allar aðstæður og skipuleggja hjálpar- og björgunarstarfið eins fljótt og auðið er af einurð og ákveðni. Sérhver, sem kemur þar að, þar sem orðið hefur alvarlegt um- ferðarslys, má búast við hinni ömurlegustu aðkomu og að við honum blasi eyðilegging og skelf- ing. Umferðarslysin eru þess eðlis. Þetta eru staðreyndir, sem hver og einn verður að gera sér ljósar og vera ávallt viðbúinn hinu erfiðasta og vandasamasta hlutverki. Þegar komið er á slysstað, getum við gengið út frá því sem gefnum hlut, að staðurinn sé fljótandi í benzíni og af þeim sökum yfirvofandi íkveikju- og sprengihætta, ef óvarlega er farið með eld. Því eru reykingar og annað það, sem orsakað getur íkveikju eða bruna stranglega bannað. Ef hægt er, á að rjúfa straum bifreiðarinnar (bifreið- anna), sem lent hefur í slysinu. Annars er rafmagnsíkveikja yfir- vofandi. Þá skulum við og hafa hugfast, að sýran af rafgeymunum VANDIÐ VAL BJÖRGUNARVESTA , STÆRÐ ÞEIRRA OG GERÐ iörqunarvestið efur. þann kost, að það snýr sjálfkrafa manni þeim. er Það notar. flotlegu á bakið með munn og nef yfir vatnsfletinum. essi gerð hentar fólki á öllum aldri. VERIÐ VARKAR VARIST SLYSIN ingavestiS aðeins ætlað góðu sund- :i, er stundar siglingar. Létt lipurt í notkun. Framleitt í írðum fyrir fullorðna og nga, en ekki fyrir börn. SundbeltiS er aðeins ætlað þeim, sem eru að læra sund. getur auðveldlega runnið niður og flotið um slysstaðinn. Af því sem að framan er sagt, getur verið nauðsynlegt að flytja hina slösuðu af slysstaðnum, finna þeim þægi- legan hvílustað í næsta nágrenni og hlúa að þeim með klæðnaði, undir- og yfirbreiðslum. En um- fram allt skulum við hafa hugfast, að flutningur á öllu slösuðu fólki verður að fara fram af hinni mestu varúð, þar sem meiðslin geta hæglega verið þess eðlis, að ekki sé á færi leikmanna að dæma þar um. Nauðsynlegt er að koma fyrir aðvörunarmerkjum við slys- staðinn, svo að aðrir, sem þar koma að geri sér ljóst, hvað komið hafi fyrir og þörf sé á hjálp þeirra og aðstoð. Okkur ber skylda til að tilkynna slysið og verðum að gera það svo fljótt sem auðið er, til þess að koma hinum slösuðu sem allra fyrst í hendur læknis. Og muna verðum við að gefa eftirfarandi upplýsingar: Hvar slysið hefur átt sér stað. Hvers eðlis slysið er. Hve margir hafi slasazt, og hvort um alvarleg meiðsli sé að ræða. Einnig ætti sérhver, er tilkynnir slys, að láta ávallt nafns síns getið ásamt símanúmeri og hvaðan hann hringi. Þegar komið er á slysstað, veitum við hinum slösuðu alla þá aðstoð, hjálp og hjúkrun, er við frekast getum. Við yfirgefum aldrei slysstað, fyrr en hjálp hefur borizt og skiljum aldrei hina slösuðu cftir eina og yfir- gefna. Það getum við því aðeins að við séum einir á ferð og á fáfarinni leið. Aðeins þegar þannig stendur á, getum við yfirgefið slysstaðinn, til að fá hjálp, en muna verðum við að veita hinum slösuðu hjúkrun, áður en við förum, og snúa til baka til þeirra aftur, er við höfum tilkynnt slysið og óskað aðstoðar. Hvað getum við svo gert og í hverju er hin fyrsta hjálp og hjúkrun fólgin, sem við leik- mennirnir getum veitt? A - ANDARDRATTURi Hafi öndun stöðvazt verður að hefja lífgun STRAX með blástursað- ferðinni. Hér skipta sekúndur máli, því stöðvist öndunin í samfellt fjórar mínútur veldur það varanlegu heilsutjóni. Blástursaðferðin á ekki eingöngu við í drukknunartilfellum, HENNI Á AÐ BEITA í ÖLLUM TILFELLUM, ÞEGAR ÖNDUN- IN HEFUR STÖÐVAZT. Styðjið annarri hendi á enni sjúklingsins, en setjið hina í hnakkagrófina og sveigið síðan höfuðið eins langt aftur og unnt er með eðlilegu móti. Dragið andann djúpt og umljúk- ið munn sjúklingsins með ykkar vörum og blásið síðan ofan í munninn. Til þess að koma í veg fyrir, að loftið leiti út um nasir er þeim lokað með því að leggja vangann að þeim um leið og blásið er í munn hins sjúka. Fylgizt með, hvort brjóstholið bifast. Einnig er hægt að koma í veg fyrir, að loftið leiti út um nef sjúklingsins með því að taka með þumal- og vísifingri þeirrar hand- ar, sem á enninu hvílir, um nasir sjúklingsins og þrýsta þeim sam- an. Öndunargjöfinni má eins miðla gegnum nefið. Sem fyrr er annarri hendinni tekið undir höku sjúkl- ingsins og henni ýtt upp. Gæta verður þess vandlega, að munnur hins sjúka sé vel lokaður, svo loftið leiti ekki þar út. Þegar blásið er um nefið, þá verður að opna munn eða varir sjúklingsins til að hindra eðlilega útöndun. Þegar öndunarleiðin hefur verið opnuð, er blásið nokkuð hratt sex til sjö sinnum. Síðan með jöfnu millibili, en eðlileg öndunargjöf við fullorðið fólk er tólf sinnum á minútu en við börn og unglinga nokkuð örar, átján til tuttugu sinnum. Ef um lítið barn er að ræða, þá er blásið samtímis um munn þess og nasir. Fylgjast verður vel með brjóstholi sjúkl- ingsins. Það á að bifast við blásturinn (innöndun), en hníga við útöndun. B — Blæðingari Alvarlegar og miklar blæðingar er auðveldast að stöðva með þrýstingi á sárið. Leggja skal hreinan klút eða klæði á sárið og vefja síðan þéttingsfast yfir. Dugi þetta ekki er nauðsyn- legt að nota þrýstiumbúðir. Veljið harðan hreinlegan hlut og leggið á umbúðirnar, þar sem sárið er undir og vefjið svo þéttingsfast yfir að nýju. Nauðsynlegt er að búa hinum slasaða þægilegan hvílustað og róa hann, því allar meiriháttar blæðingar geta auð- veldlega orsakað lost. Reynið ávallt að lina þjáningar hinna slösuðu með því að fara mjúkum höndum um særða líkamshluti. C — Lost (Chock)i Lost er það sjúklega ástand kallað, sem orsak- ast af líkamlegu eða andlegu áfalli. Taugakerfið lamast að meira eða minna leyti og megnar ekki að vinna störf sín. Allir meiriháttar áverkar á líkamann geta valdið losti. Og ekki þarf áverka til. Sá, sem sleppur ómeiddur úr slysi, þar sem aðrir slasast hættulega, getur hæglega fengið lost. Lost getur varað lengri eða skemmri tíma, eftir því hvað hið sjúklega ástand er alvarlegt, og á því eru öll stig frá léttri aðkenningu til bráðs bana. Lækn- ishjálp er því aðkallandi. Fyrsta og bezta hjálpin, sem leikmaður getur veitt í þessu tilfelli, er að hagræða hinum sjúka í láréttri hliðarstellingu með höfuðið lágt og hlú að honum með öllum tiltækum ráðum. Talið hlýlega og róandi til hins sjúka og beinið athygli hans frá þeim atburði, er leiddi til hins sjúklega ástands. Um fram allt verður að snúa sjúklingnum þann- ig, að hann sjái ekki það, sem komið hefur fyrir. Varast ber að láta hina sjúku og slösuðu liggja á bakinu, þar sem öndunarleiðin getur þá auðveldlega lokast. Forð- ast verður að gefa nokkuð inn þeim, er orðið hafa fyrir alvarleg- um áverkum. Verum minnug þess, að hinir slösuðu geta alltaf hlotið innvortis meiðsli, sem leikmenn geta alls ekki dæmt um og er aðeins á færi lækna að úrskurða. Þess vegna er það fyrsta skilyrði, að fá lækni á slysstað eða koma hinum slasaða sem fyrst í læknis- hendur. Fariö varlega meö eld Væntanlega munu þúsundir Is- lendinga búa í tjöldum, hjólhýsum og tjaldvögnum um verslunar- mannahelgina. Bæði tjöld og hjólhýsi eru gerð úr eldfimnum efnum og skal því fólk minnt á það hér, að fara varlega með öll eldfæri. Eldunartæki knúin gasi eru sérstaklega varasöm og á ekki að nota þau nema í undantekning- artilfellum inni í tjöldum og þá innst í þeim, þannig að útgöngu- leið sé greið. Ef slík tæki eru notuð til að hita upp tjald, skal ávallt slökkt á þeim áður en farið er að sofa. Einnig er gott að hafa það í huga, að ef tækin eru höfð inni í tjaldi þarf undirstaðan að vera traust og góð og úr eldfimu efni. Aldrei má skipta um gashylki inni í tjöldum. Hjólhýsi eru yfirleitt hituð upp með gasi og gas notað til eldunnar. Þarf að hafa sérstaka aðgæslu á því. Á aldrei að hafa gaskúta inni í hjólhýsi og ékki skal hafa gashitun á meðan fólk sefur. Þjónusta í höfuöborginni Allar verslanir Reykjavíkur verða lokaðar í dag, sunnudag og mánudag. Söluturnar verða hins- vegar opnir að venju, og kvik- myndahús verða opin. Morgun- blöðin koma út á morgun, sunnu- dag, en síðan ekki fyrr en á miðvikudag en síðdegisblöðin koma út á þriðjudag. Um þjónustu lækna, apóteka og sjúkrahúsa má lesa í dagbók á bls. 6 í blaðinu í dag og þar er ennfremur sagt frá bilanavakt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.