Morgunblaðið - 09.09.1978, Page 1
204. tbl. 65. árg.
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978
Prentsmiöja Morgunblaðsins.
Teheran. 8. sept. AP — Reuter.
TALIÐ ER að um 100 manns hafi beðið bana í Teheran í íran í da>? þegar hermenn hófu vélbyssuskothríð
á þúsundir mótmælenda sem mótmæltu aðgerðum stjórnar keisaransosherlÖKum sem sett voru á í landinu
í morgun. Mörs hundruð manna voru handteknir. Fram eítir desi mátti heyra skothvelli í borjtinni eftir
að mótmælasansan hafði verið leyst upp og útsönKubann tekið gildi. Hermenn voru á verði víða í borginni
og víða mátti sjá merki þcirra átaka og óeirða scm verið hafa í borginni undanfarið. brennd farartæki
og hús.
Frumvörp
Jörgensens
samþykkt
Kaupmannahöfn, 8. sept. — Reuter
DANSKA þingið samþykkti í dag
frumvörp nýju ríkisstjórnarinn-
ar um hækkun virðisaukaskatts
og verðstöðvun. Frumvarpið um
hækkun virðisaukaskatts úr 18 í
20.25% var samþykkt með 86
atkvæðum gegn 84. en mikill
meirihluti þingmanna samþykkti
lögin sem gera ráð fyrir verð-
stöðvun fram til 26. febrúar n.k.,
en í þeim er jafnframt gert ráð
fyrir því að engar verðtengdar
launahækkanir verði á þessu
tímabili.
Kristilegi flokkurinn snerist á
síðustu stundu gegn áformum
stjórnarinnar um að hækka virðis-
aukaskattinn um 2,25 stig í stað
tveggja stiga eins og áður hafði
verið ráðgert og munaði því aðeins
tveimur atkvæðum.
Ian Smith forsætisráðherra Ródesíu kemur frá minningarathöfn í Salisbury um áhöfn og farþega
flugvélarinnar sem skæruliðar skutu niður í landinu fyrir nokkru. símamynd ap
Utvarpið í Teheran sagði í dag
að hermennirnir hefðu fengið
fyrirmæli um að skjóta á mótmæl-
endurna þegar þeir byrjuðu að
kasta hand- og eldsprengjum að
hermönnunum í nágrenni þing-
hússins. Mótmælagangan hafði
verið úrskurðuð ólögleg. Herlögin
sem sett voru, gilda i Teheran og
11 öðrum borgum og eiga að gilda
í sex mánuði.
Atburðirnir í dag eiga rót sína
að rekja til breytinga sem keisar-
inn og stjórn hans hafa gert á
framkvæmd trúarlegra laga, en
þeim hafa heittrúaðir múhameðs-
trúarmenn verið andvígir. Ný
ríkisstjórn tók völd í Iran fyrir
tæpum tveimur vikum en henni
hefur ekki tekizt að lægja öldurn-
ar en undanfarna átta mánuði
hafa um þúsund manns látið lífið
í óeirðum og mótmælaaðgerðum.
Sjá nánar um atburðina í
dag „Brenndu allt sem þeir
gátu brennt" á bls. 17. og
einnig grein um íran og
ástandið þar á bls. 19
Leitar Zambíustjórn
aðstoðar Kúbumanna?
Salisbury, Lusaka London,
8. sept. AP, Reuter.
KAUNDA Zambi'uforseti sagði í
dag að hann myndi leita aðstoðar
annarra ríkja utan Afríku ef
Bretum og Bandarikjamönnum
tækist ekki að koma í veg fyrir
innrás Suður-Afríku eða Ródesíu-
manna í Zambíu. Talið er að
forsetinn hafi átt við Sovétríkin og
Kúbu. Kaunda sagði einnig að
Bretar myndu einir bera alla
ábyrgð á því tjóni sem verða kynni
ef Ródesiuher gerði innrás í
Zambíu.
I Salisbury fór í dag fram
minningarathöfn um þá 48 farþega
og flugliða sem fórust með
Viscount-skrúfuþotunni sem skotin
var niður fyrir nokkru. John da
Costa biskup í Salisbury flutti ræðu
og réðst harkalega á leiðtoga Bret-
lands, Bandaríkjanna og Alþjóða-
kirkjuráðsins fyrir að hafa ekki
fordæmt árásina á flugvélina og
kvað hann þögn þeirra „ærandi".
Smith forsætisráðherra Ródhesíu
var meðal þeirra sem voru við
athöfnina. Hann mun flytja sjón-
varps- og útvarpsræðu á sunnudag
og gera grein fyrir áformum stjórn-
ar sinnar. Smith segir í viðtali við
bandaríska blaðið Christian Science
Monitor í dag að vel kunni svo að
fara að fresta þurfi valdatöku
blökkumanna í landinu sem fyrir-
huguð er um áramót.
Skæruliðar úr hreyfingu Roberts
Mugabes sem aðsetur hefur í
Mozambique gerðu í dag árás á
þorpið Umtali skammt innan landa-
mæra Ródesíu og beið einn aldraður
blökkumaður bana í árásinni.
Háttsettir starfsmenn bandaríska
utanríkisráðuneytisins komu í dag
til London til að reyna að koma í veg
fyrir frekari útbreiðslu stríðsins í
Rhodesíu í samráði við Breta. Munu
ráðgerðir margir fundir með brezk-
um ráðamönnum um málið næstu
daga.
Rannsaka
síritann
Ósló, 8. sept.
Frá Jan-Erik Lauré,
fréttaritara Mbl.
NORSKA stjórnin ákvað í dag
að verða ekki við kröfum Sovét-
stjórnarinnar um að skila Sovét-
mönnum síritanum, sem skráð
hefur flugsögu síðustu flugferð-
ar sovézku flugvélarinnar, sem
fórst á smáey við Svalbarða í lok
ágúst. Var í staðinn ákveðið að
farið yrði yfir upplýsingarnar úr
síritanum eða „svarta kassan-
um“ í Noregi og Sovétmönnum
boðið að senda fulltrúa til að
fylgjast með rannsókninni. Upp-
haflega ætluðu Norðmenn að
láta rannsaka ritann í rann-
sóknastofu í Bretlandi, en því
mótmæltu Sovétmenn harðlega
og kváðu ekki koma til mála að
blanda þriðja ríkinu inn í
rannsókn málsins. Frydenlund
utanríkisráðherra sagði á blaða-
mannafundi í dag að stjórnin
hefði tekið tillit til framtíðar-
sambúðar Noregs og Sovétríkj-
anna við ákvörðun sína.
Aukin bjartsýni um
Camp David fundinn
Begin, Carter og Sadat kanna heiðursvörðinn við Camp David sl.
fimmtudag. Símamynd Ap
Camp David, 8. sept. AP, Reuter.
NOKKURRAR bjartsýni virtist í
dag gæta um að miða kynni í
samkomulagsátt f viðræðum Begins
forsætisráðherra ísraels, Sadats
Egyptalandsforseta og Carters
Bandaríkjaforseta á sveitasetri
Bandarfkjaforseta í Camp David í
fjöllunum í Marylandriki. Mikið
kapp hefur verið lagt á að engar
fréttir berist út af viðræðufundun-
um, en Jody Powell blaðafulitrúi
Bandaríkjaforseta sagði í dag að
það fyrirkomulag hefði reynzt mjög
vel og að viðræðuaðilarnir væru
allir ánægðir með það. Var þetta
tekið til marks um að eitthvað hefði
miðað áfram í viðræðunum og því
til stuðnings er einnig nefnt hve
vingjarnlegir Sadat og Begin hafa
verið í garð hvor annars.
Leiðtogarnir þrír áttu með sér
sameiginlegan fund, en ræddu einnig
við ráðgjafa sína og aðstoðarmenn.
Síðari hluta dags kvaddi Carter þá
Sadat og Begin á sinn fund hvorn í
sínu lagi en af gangi þeirra viðræðna
var ekkert að frétta frekar en öðrum
fundum ráðamannanna. Þykir
fréttamönnum með ólíkindum
hvernig tekist hefur að halda efni
viðræðnanna leyndu og sögðu í dag
í gamni að eini „lekinn“ sem koitiið
hefði á fundinum hefði verið þegar
vatn lak inn í fréttamannamiðstöð-
ina skammt frá Camp David.
Gert er ráð fyrir að leiðtogarnir
þrír hittist sameiginlega aftur á
sunnudag, en ólíklegt þykir að
fundinum ljúki fyrr en í fyrsta lagi
á mánudag.
Um hundrað drepijir í
vélbyssuskothríð í Iran