Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 Grein: ARNI JOHNSEN Myndir: RAX Tveir útlendingar komu óvænt inn í annan sal Kjarvalsstaða í gær þegar Örlygur Sigurðs- son listmálari, rithöf- undur og heimsljós var að hengja upp 200 myndir á mikilli blússýn- ingu sem hann ætlar að opna laugardaginn 9. sept. Listamaður- inn bauð þeim þegar að ganga um sali og af kurteisi skoðuðu þeir listaverkin, því að annar var Þjóðverji og hinn Svíi og þeir kveiktu ekki fyllilega á húmor Örlygs í verkum hans. En af áfergju fylgdust þeir mað sjálfum listamanninum, fasi hans og þrumustuði. Þeir eru búsettir í Cicago og hafa m.a. unnið við bandarísk stórblöð og útgáfu Encyciopedia Britannica alfræði- orðabókarinnar, en þeirra aðal- áhugamál eru eldgos, enda hafa þeir verið eins og jójó á milli virkra eldstöðva heimsins undanfarin ár og m.a. gert kvikmyndir um stórgos á Hawaii og í Vestmannaeyjum. Þeir hafa því lifað og hrærst í eldgosum og voru næmir að skynja hvílíkt eldgos Örlygur Sigurðsson er. Örlygur sagði þeim að ef þeir ætluðu að gera eitthvað í alvöru fyrir „Britanikku" þá væru þeir á réttum stað og stund, því að kvikan væri þar sem heimspressan stæði á vakt. Svo þrumaði hann yfir heim á íslenzku, ensku, frönsku, sænsku og þýzku, en það kom sér vel að gestirnir eru vanir ýmsum stór- hraunflóðum. Þó kváðust þeir ekki hafa lent í öðru eins og líkaði vel. „Þetta var bara ekki orðið hægt,“ sagði Örlygur, „ég hef ekki synt í Reykjavík síðan í Norræna húsinu árið 1975, en á Akureyri og í New York og Þýzkalandi hef ég sýnt í millitíðinni og fengið góða dóma, sérstaklega hjá snjöllum Þjóðverj- um sem vita allt um þetta. Sýningin? Þessi sýning er sölu- sýning á verkum síðustu tveggja ára og hún'fjallar um persónur og atburði og ágrip úr „Samlede værker" sem eru nú orðnar 5 að tölu og hefði nú mörgum þótt það nóg til að gera ekkert annað. Jú, blessaður, á þessari sýningu blanda ég öllu saman. Það er mikið Þegar gluggað er í myndskrána á sýningu Örlygs kemur glöggt fram að maðurinn er annálsritari líðandi stundar og þannig speglast sagan í myndum hans, aldrei neitt smá- smugulegt og aldrei neitt of hátíð- legt, enda hló Örlygur í lotum þegar Þjóðverjinn sagði honum stutta sögu úr starfi sínu. Hann hafði á sínum tíma stjórnað töku kvikmyndar um Adlai Stewenson þegar hann tók þátt í kosningum til forsetaembættis Bandaríkjanna og var þetta aðalauglýsingamynd Stewensons. Þjóðverjinn sagði: „Eitt sinn löngu seinna var ég á almenningssalerni í New York og var það ekki í frásögur færandi, en hann hvort undirbúningur þessarar stóru sýningar hefði ekki tekið mikið af tíma hans. „Þetta hefur verið svo töff að undanförnu," svaraði listamaður- inn, „að ég treysti mér ekki til þess að fara út í þetta nema að fara í fjögurra mánaða bindindi, enda var ég orðinn eins þurr á miðju sumri og skreiðarhjallur, svo þurr að því var farið hjá mér eins og Björgvin Guðmundssyni tónskáldi sem piss- aði orðið ryki í langvarandi bind- indi, nokkrar vikur. En það er afskaplega nauðsynlegt og gott að vera þurr svona lengi, því að maður fær svo miklar uppbætur í staðinn, ótrúlega miklar og mér hefur aldrei liðið betur. Gallinn er bara sá að ég verð of athafnasamur með öllu þessu bindindi, tíminn nýtist svo vel, en samt hef ég ekki séð virkilega glaðan dag,“ segir lista- maðurinn og rekur upp mikla hlátursroku og það glampar á döggvuð vínberin í augum hans. Við förum að tala um liti. „Ég er að forðast ellina með því að nota bjartari liti,“ segir lista- maðurinn, „það undarlega við það að verða eldri er að maður fer að ríma á móti ellinni, reyna að leika á hana og þó er þetta ekkert undarlegt. Er ekki allt líf blekking? Maður er svo sem bara rétt að volgna.“ af teikningum sem eru teiknaðar í hrifningu augnabliksins á misjafn- an pappír og til dæmis í gestabæk- ur. Þetta er köld sölusýning með brennheitt hjartalag, en þær eru náttúrulega ekki allar til sölu því að ég hef ekki sloppið svo vel. Á bjálkatrönunum í kringum Mikla- tún verð ég með risastórar myndir og þær eru upplagðar fyrir kaffisali eða samkomusali í framtíðinni, allt eftir samkomulagi." Og svo rásaði listamaðurinn eins og eilífðarvera um sali og flutti meðal annars ræðustúfa um Bergs- ætt, Víkingslækjarætt og Síðupresta. Við hittumst aftur og ég spurði Ein af myndum Örlygs, Molakaffi og mannfræði. Hófadynur hafiö stynur. „Venus hátt í vestri skín, við skulum hátta eiskan mín,“ ritar listamaðurinn á myndina sem hann gerði í Grænlandi, en pegar Örlygur fór Þangaö stórsá á jökli landsíns sem bráönaöi við hvert fótmál lista- mannsins og ekki urðu minni skörð í hjörtum grænlenzkra kvenna. Listamaðurinn kvaðst telja sig góðan að hafa sloppið með heilan haust frá kafbátahernaðinum undir pessu móðurskipi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.