Morgunblaðið - 09.09.1978, Side 17

Morgunblaðið - 09.09.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 17 Rússar í kjölfarinu Briissel — 8. september — AP IIERSKIP NATO sem eru að flotaæfingum sigldu f átt til Iljaltlands í dag og sovézk njósnaskip og flugvélar fylgdu þeim fast eftir að því er skýrt var frá í Briissel í dag. Framkvæmda- stjóri NATO, Josef Luns, var í hópi embættismanna sem biðu á Iljaltlandi til að fylgjast með landgönguæfingu á morgun. Van Waning sjóliðsforingi úr hollenzka flotanum sagði í aðal- bækistöðvum æfinganna í Nort- wood, Englandi, að Rússar sýndu mikinn áhuga á þeim. Danskar fréttir herma að so- vézka eldflaugabeitiskipið „Ad- miral Makarov“ og eldflauga- tundurspillir væru meðal þeirra skipa sem eltu NATO-herskipin og að vaxandi íjöldi rússneskra njósnaskipa hefði siglt um dönsku sundin á ánudag og þriðjudag til að fylgjast með æfingunum sem ganga undir nafninu „Northern Wedding“ og fara fram á Ermasundi og í Norðursjó. Crawford til Bandaríkjanna Moskvu, 8. sept. AP. Reuter BANDARÍSKI kaupsýslumaður- inn Francis J. Crawford hélt í dag frá Moskvu, en hann hlaut í gær fimm ára skilorðsbundinn dóm fyrir meint gjaldeyrissvik. Tass skýrði svo frá að hann heíði verið rekinn úr landi. Ekki fyrir okkur segja Rúmenar Vín, 8. september. AP RÍIMENAR sögðu í dag að Evrópukommúnismi væri góður fyrir Vesturlönd en ekki fyrir kommúnistarfki. í þessu felst að rúmenska stjórnin hyggst ekki leyfa eins mikla andstöðu gegn Sovétríkjunum og ýmsir kommúnistaleiðtogar á Vestur- löndum hafa haft í frammi. Þetta kemur fram í opinberu riti, „Rúmeníufréttum“. Rúmen- ar og evrópskir kommúnista- flokkar hafa lengi haldið því fram. að Sovétríkin séu ekki lengur miðstöð heims- kommúnismans og þessi afstaða var ítrckuð í rúmenska ritinu. Jafnframt fór fram í dag fyrsti embættismannafundur Rúmena og Bandaríkjamanna síðan rúmenski hershöfðinginn Ion Pacepa, starfsmaður leyniþjón- ustunnar og innanrikisráðuneyt- isins. flýði til Bandarikjanna fyrir sex vikum. Matthew Nimctz frá banda- ríska utanríkisráðuneytinu ræddi við rúmenska ráðherra í Búkarest og var sagður hafa látið f Ijós von um að mál Pacepa hershöfðingja spillti ekki sambúð landanna. P undu auða íbúð Stolls Diisseldorf — 8. september — AP LÖGREGLUMENN leituðu í dag í auðri íbúð í Diisseldorf þar sem talið er að búið hafi hryðjuverka- maðurinn Willy Petcr Stoll sem var skotinn til bana í kínversku veitingahúsi f borginni á mið- vikudag samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Stoll var eftirlýstur vegna morðanna á Siegfried Buback rfkissaksóknara. JUrgen Ponto, hankastjóra Dresdner Bank og iðnrekandans Hanns Martin Schleyers. Ananda Marga að- stoðar Korchnoi Baguio-borg, Filippsoyjum. 8. september. AP. VIKTOR Korchnoi taldi sig í dag hafa fundið óbrigðula leið til að verjast hugsunargeislum þeim, sem hann segir sovéska dulsálfræðinginn beita gegn sér. Korchnoi hyggst leita á náðir tveggja félaga í Ananda Marga-samtökunum og gerir hann sér vonir um að þeir muni róa sálarlff hans. Er Korchnoi sneri aftur til Baguio frá Manilla voru félag- arnir tveir, sem eru jógakennar- ar, í för með honum, til þess að hjálpa honum að yfirstíga „líkamleg og andleg" vandamál. Jógarnir, Steven Dwyer og Victoria Sheppard, sögðu blaða- mönnum að þeir væru komnir til Baguio „til að hjálpa Viktor og komast að raun um hvað angraði hann“. Aukalið kallað út í Nicaragua Managua, 8. september. Reuter. ÞJÓÐVARÐLIÐAR í Managua og fleiri bæjum í Nicaragua fengu liðsauka í dag eftir óróasama nótt sprengjutilræða sem þjóna þeim tilgangi að kollvarpa stjórn Anastasio Somoza forseta. Kröftugar sprengjur sprungu í nokkrum bæjum umhverfis Managua, sú öflugasta í Masaya, tveimur km suður af höfuðborginni, og Rauði krossinn óttaðist að slys hefðu orðið á fólki. Masaya er á svæði þar sem Indíánar af Moninbo-ættflokkn- um eru fjölmennir, en þeir stóðu að uppreisninni er Þjóð- varðliðið braut á bak aftur í febrúar með stuðningi flugvéla og herliðs. Varðflokkur sem leitar uppi hryðjuverkamenn varð fyrir handsprengjuárás í Las Mercedes, norðaustur af Managua, en opinberlega var ekki skýrt frá manntjóni. Heimildir í kirkjunni herma að stjórnarhermenn hafi gert leit í guðfræðiskóla í Masaya og í kirkju í útjaðri höfuðborgar- innar. Þrjár vikur eru liðnar síðan gert var verkfall til að steypa Somoza forseta af stóli, en forsetinn hefur heitið því að gefast ekki upp. En andstæðing- ar stjórnarinnar efast um að forsetinn komist upp með þetta. Moon lézt vegna of- neyzlu svefnlyfja London, 8. sept. Reuter. TILKYNNT var í dag. að trommulcikarinn Keith Moon hefði látizt vegna ofneyzlu svefn- lyfja. Skýrt var frá dánarorsök- inni að lokinni krufningu, en Moon lézt á fimmtudag. 31 árs að aldri. Talsmaður hljómsveitarinnar sagði að Moon hefði ekki verið vanur að nota svefnlyf eða önnur eiturlyf, utan hvað hann hefði átt það til að reykja hass. Svefnlyfin kvað talsmaðurinn Moon hafa tekið, þar sem hann ætti á stundum erfitt með svefn. Moon var einn af stofnendum hljómsveitarinnar Who, en hinir liðsmenn hennar hafa lýst því yfir að þeir muni halda áfram að leika Keith Moon saman, en líklega breyti þeir um nafn. Moon var kunnur fyrir ófriðlega framkomu og sjálfur sagðist hann hafa greitt 200.000 sterlingspund (118 milljónir króna) vegna skemmda, sem hann hefði valdið á hótelum víðs vegar um heim. Einnig átti trymbillinn það til að taka upp á furðulegustu uppátækjum, og má nefna að eitt sinn kastaði hann fimm hæða afmælistertu í framámenn hljóm- plötufyrirtækis nokkurs. Þegar kappinn hugðist flýja undan lög- reglu rann hann á marsípani og braut í sér framtönn. Sama kvöldið ók hann Lincoln-bifreið út í sundlaug og eyðilagði bifreiðina að mestu leyti. Kyrrlát ártíð Maos Peking, 8. sept. Reuter TVÖ ÁR verða liðin frá andláti Mao Tse-tungs á ntorgun og dagurinn mun líða hljóðlega þar sem Kínverjar eru um þessar mundir að endurskoða stefnu sfna. Þótt myndir af Mao séu á öllum opinberum byggingum og þótt oft sé til hans vitnað í opinbcrum ræðum eru ráðamenn Kínverja staðráðnir í því að hverfa frá blindri hlýðni við stefnu hans. Áherzlan er nú lögð á breyting- ar í núti'maátt. hagvöxt og tæknifullkomnun í iðnaðar- og landbúnaðarframleiðslu sem oft var látin sitja á hakanum á árunum fyrir dauða Maos. Engin athöfn mun fara fram á morgun gagnstætt því sem gerð- ist fyrir einu ári þegar grafhýsi i formannsins var opnað. Fabre rekinn úr flokki sínum París, 7. september. AP. ROBERT Fabre, fyrrverandi leiðtogi róttæku vinstri hreyfing- arinnar (LRM), var rekinn úr flokknum á fimmtudag. vegna þess að hann féllzt á þá málaleit- an Giscard d'Estaing Frakk- landsforseta, að kanna til hlítar atvinnuleysið í landinu. Róttæka vinstri hreyfingin er smáflokkur í stjórnarandstöðu Frakklands. Heimildir innan flokksins hermdu að stjórn flokksins hefði farið þess á leit við Fabre hinn 9. ágúst, að hann yrði ekki við beiðni forsetans, en Fabre sinnti ekki vilja flokksstjórnarinnar. Á fundi á fimmtudag komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að Fabre hafði „samkvæmt eigin ósk, sagt sig úr flokknum". „Bfenndu allt sem þeir gátu brennt Teheran, 8. september. AP „ÞEIR brenndu allt sem þeir gátu hrennt þegar þeir flýðu,“ sagði sjónarvottur að óeirðun- um í Teheran í dag þegar hermenn skutu á nokkur þúsund manns sem söfnuðust saman til að mótmæla stefnu stjórnarinnar og allt að 100 voru drepnir, nokkrum klukkustundum eftir að stjórn landsins setti herlög í höfuð- borginni og 11 öðrum borgum. Mótmælendurnir kveiktu í nokkrum byggingum, benzín- stöðvum og stórverzlunum og reyndu að rífa niður minnis- merki. Trúarleiðtoginn Ayatullh Noori reyndi að fá mannfjöld- ann til að gæta stillingar en hann æstist aðeins við það og Noori var hrópaður niður. Mótmælafólkið gekk fylktu liði með unglinga og konur með andlitsblæjur i broddi fylkiogar í átt að röð hermanna og kastaði múrsteinum og grjóti að þeim að sögn sjónarvotta. Hermennirnir skutu út í loftið en síðan á mannfjöldann, segja sjónarvottarnir. Sjónarvottarnir segja að margir blóðidrifnir mótmælend- ur hafi hnigið til jarðar og að þeim hafi verið ekið burtu í vörubílum. Mótmælafólkið kveikti í nokkrum byggingum og reyndi að rífa niður minnis- merki í austurhverfi borgarinn- ar þar sem þinghústorgið er. Ríkisútvarpið segir að „því miður hafi mótmælafólkið og óeirðaseggirnir neitað að dreifa sér og margir hafi verið drepnir og særzt þegar öryggissveitirnar skutu af byssum sínum." Hermenn vopnaðir véibyssum skutu á mannfjölda sem reyndi að kveikja í stórverzlun skammt frá flugstöð suðaustur af Téheran. Kveikt var í benzín- stöðvum, verzlunum og trjám á svæðum fyrir austan höfuð- borgina. Margir mótmælendur báru spjöld með vígorðum. Aðrir rifu niður íranska fánann og hróp- uðu „Lerigi lifi lýðræðislega íranska lýðveldið." Samkvæmt opinberum heimildum voru engir út- lendingar viðriðnir átökin í Teheran eða annars staðar. Rúmlega 120.000 útlendingar starfa í íran, þar af 50.000 Bandaríkjamenn. í Washingt.on var sagt að bandarískum borgurum í íran væri ráðlagt að forðast marg- menni og halda sig frá órólegum stöðum. En talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins sagðist ekki vita um að áform væru uppi um strangari ráðstaf- anir til að verja bandarískar eignir og bandaríska borgara. Eitt skotmark mótmælend- anna var aðalsímstöðin en þeim var dreift áður en þeir komust þangað. Tveir skriðdrekar eru við bygginguna til að verja fjarskiptakerfi landsins. Þegar óeirðirnar fjöruðu út í dag stigu reykjarsúlur til himins á ýmsum stöðum í Teheran.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.