Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 208. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Þjód vardliðar í Nicaragua eiga í vök að ver jast Managua. 13. september. Reuter. AP. VIÐ ramman reip var að draga fyrir þjóðvarðliða Somozas for- seta í Nicaragua í dag er skæru- liðar Kerðu harða hríð að þeim á minnsta kosti fjórum stöðum þar sem úir og grúir af andstæðing- um stjórnarinnar. íbúar borgarinnar Chinandega bera að skæruliðar hafi nú á sínu valdi meira en hálfa borgina í norðurhluta landsins og vinni stöðugt á gegn þjóðvarðliðum. Grimmilegir bardagar hafa orðið til þess að engin umferð er til borganna Masaya, Leon og Estali og sagt er að hundruð manna hafi látið lífið í bardögum. Matvæla- og eldsneytisskorts gætir þegar í nokkrum borgum eftir átök í fimm daga samfleytt og eru verzlanir áfram lokaðar. Heimildarmenn hjá Rauða krossinum segja að þjóðvarðliðar hafi í gærkvöld náð að hrékja skæruliða frá borginni Masaya en hafi ekki orðið ágengt í borgunum fyrrnefndu, Chinandega, Leon og Esteli. Yfirvöld í Costa Rica kváðust í dag enn bíða skýringa á þeim atburði er orrustuflugvél frá Nicaragua réðst inn yfir landa- mærin á þriðjudag og særði einn mann með skotum. Hafa þau hvatt til þess að samtök Ameríkuríkja, sem aðsetur hafa í Washington, skerist þegar í leikinn. Vörður um þinghúsið í Teheran — Stjórnarherinn hefur haft mikinn viðbúnað að undanförnu oger þess vart að vænta að um hægist eftir að þingmaður stjórnarandstöðu sakaði í dag herinn um fjöldamorð á pólitískum andstæðingum. Aldo Moro Forsprakki Moromorðs handtekinn? Milann, Ítalíu. 13. septembnr. Keuter. ÍTÖLSKU lögreglunni tókst í dag að hafa hendur í hári leiðtoga hryðjuverkahópsins „Rauðu herdeildanna" sem leit- að hefur verið vegna ráns og morðs fyrrverandi forsætisráð- herra landsins, Aldo Moro. Hryðjuvérkamaðurinn, Carrado Alunni, var að sögn lögreglu- yfirvalda handtekinn, er lög- regla kom honum að óvörum í íbúð einni við aðalbraut Mílanó. Árangur í sjónmáli við lok fríðarfundar Camp David, Maryland, 13. september. AP. Reuter. FRIÐARFUNDURINN í Camp David er nú á lokastigi og hefur árangur náðst í samningum Egypta og ísraelsmanna að því er áreiðanlegar heimildir hermdu í dag. Carter Bandaríkjaforseti mun hafa beitt sér mjög fyrir að deiluaðilar féilust á málamiðlun varðandi framtíð Palestínumanna og enda þótt engar fregnir berist um efnislegar niðurstöður fullyrða sömu heimildir að níu daga viðræð- ur séu nú að bcra ávöxt. Að sögn blaðafulltrúa Hvíta hússins, Jody Powells, er bersýni- legt að ýmislegt ber enn á milli, þrátt fyrir að tekizt hafi að minnka bilið. Powell skýrði frá því að þegar hefði verið hafizt handa við samn- ingu lokayfirlýsingar og hafa aðrir Lét íransstjórn drepa þúsundir? Teheran, 13. september. Reuter. ÞINGMAÐUR stjórnarandstiiðu í íran fullyrti i' dag að þúsundir manna hefðu verið drepnar í skotárásum hersvcita á andstæð- inga keisarans í mótmælagöngu á föstudag. er útgöngubann hafði verið sett á í landinu. Einn áhrifamesti trúarleiðtogi írana. sem nú er í útlegð í írak hefur hvatt til allsherjarverkfalla á morgun. „Sýnist Karpov tekinn að lýjast RaKuio. 13. soptcmbor. Routor. „ÞETTA þýðir að mér er enn ekki öllum lokið,“ sagði áskor- andinn í heimsmeistaracinvíg- inu í skák. Korchnoi, er hann hafði borið sigurorð af Karpov heimsmeistara í tuttugustu og fyrstu einvígisskákinni á mið- vikudag. „Mér sýnist Karpov tekinn að lýjast. Hann þarf að endurnýja úthaldskraftinn,“ sagði Korchnoi. Með sigri þessum hefur Korchnoi tekist að saxa á forskot heimsmeistarans, sem hafði fjóra vinninga á móti einum vinningi Korchnois áður en skákin var tefld. Örugg taflmennska áskorandans vakti athygli í skák þessari að sama skapi og uppburðarleysi Karpovs gekk fram af sovézku sendinefndinni. Korchnoi var vígreifur að skák lokinni og hélt til hýbýla sinna eftir að hafa tekið að- stoðarmenn sína í karphúsið einnig. Hugsanlegt er hins vegar að Karpov fái næstu skák frestað eftir frammistöðuna í tveimur síðustu skákum. KAMPAKÁTUR ÁSKORANDI - Korchnoi var hress í niáli eftir skákina en færðist undan að svara því hvort jógaiðkanir hefðu kontið honum á sporið aftur. I umræðu, sem fram fór á íransþingi í dag, bar þingmaður- inn, Ahmad Bani Ahmad, brigður á opinberar tölur yfirvalda um tölu dauðra eftir áðurnefnda skotárás, en þær bentu til að fórnarlömb hefðu verið færri en hundrað. Ahmad ávarpaði forsæt- isráðherrann, Sharif-Emami, og sagði: „Ef þú vilt fá raunhæfar tölur skaltu nefna ákveðinn dag fyrir ættingjana að koma fram í dagsljósið og skýra frá nöfnum þeirra, sem saknað er. En þetta munt þú ekki gera.“ Ásakanir þingmannsins þykja mjög koma heim og saman við útbreiddar grunsemdir í Teheran úm að nokkur hundruð, hugsan- lega allt að þrjú þúsund manns hafi látið lífið er hermenn lögðu til atlögu við andstæðinga í nokkrum hverfum höfuðborgarinnar á föstudag. Einn helzti andstæðingur írans- stjórnar, Ruhollah Khmeiny trú- arleiðtogi, sagði í dag að keisarinn væri að breyta landinu í kirkju- garð. Hvatti hann til almennra verkfalla í Iran á fimmtudag og sagði stuðningsmenn keisarans meðseka í glæpum. embættismenn spáð því að fundun- um ljúki á fimmtudagskvöld eða að morgni föstudags. Utanríkisráðherra Saudi-Arabíu, E1 Faisal prins, sagði í dag að Arabaþjóðir væru síður en svo mótfallnar alþjóðlegri íhlutun í því skyni að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Fór hann viður- kenningarorðum um frumkvæði Egypta, en bætti við að nú kæmi til kasta ísraelsmanna að auðsýna sáttfýsi. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Kurt Waldheim, sagði í dag að næsta skref í Mið-Austur- landadeilunni yrði að vera fundur allra deiluaðila ef sjá ætti friði borgið til langframa. Orðrómur er á kreiki um að Bandaríkjamönnum hafi tekizt að brjóta ísinn í viðræðunum í krafti uppástungna um að hvorugur deilu- aðili geri kröfu til algerra yfirráða yfir vesturbakka Jórdanár. Að sögn Boston-blaðsins „Boston Herald" virðast Israelsmenn samþykkir því að draga herlið sitt til baka frá þéttbýlissvæðum en vilja halda vígjum enn á bakkanum unz Pale- stínumenn öðlast sjálfsstjórn að fimm ára fresti, eins og þeir hafa sjálfir lagt til. Jarðarför til reynslu Lucca. ltalíu. 13. scptcmhor. AP. NÍRÆÐ stríðshetja á Ítalíu, sem þátt tók í heimsstyrjöldunum báðum, hefur auglýst, að útför sín fari fram á sunnudag 'í „undirbúningsskyni“. Öldungur- inn, Orazio Nannini, vill með þessum hætti sjá til þess að allt fari samkvæmt áætlun svo öndin geti síðar kvatt með spekt og kyrrlæti. Nannini hefur aðeins boðið gömlum stríðskempum að sækja athöfnina ásamt jafnaðar- mönnuni og kommúnistum, sem börðust gegn fasistum. Prestar eru óvelkomnir og blóm bönnuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.