Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 Norski varnarmálaráðherr- ann, Rolf Hansen, segir útlitið „sifellt aivarlegra" og yfirmaður herstjórnarráðsins, Sverre l amre, hershöfðingi, segir land sitt fórnarlamb „úreltrar varð- skipsstjórnvizku". Pað eru einkum sovésku njósnaskipin, sem mæða á Norð- mönnum. í júlímánuði síðast- liðnum voru tíu sovésk skip og eitt austur-þýzkt, öll dulbúin sem kaupskip, staðin að ólögleg- um siglingum í fjögurra mílna landhelgi Norðmanna. Tilgang- ur siglinga þessara mun hafa verið að rannsaka viðvörunar- kerfi og hlustunarútbúnað Norður-Atlantshafsbandalagsins á hernaðarlega mikilvægum kafla varnarkeðjunnar í norðri. Frá Noregi getur Norður-Atl- antshafsbandalagið haft auga með langmikilvægustu herbæki- stöð Sovétríkjanna; höfnum norðurflotans á Kolaskaga, er snýr að landamærum Noregs. Innan fárra ára munu Sovéskt flutningaskip undan ströndum Noregs. Áhöfn skipsins baukaöi við að koma einhvers konar útbúnaöi fyrir í sjónum er myndin var tekin. að fullyrða að Bandaríkjamenn gætu hæglega tortímt öllum kafbátum Sovétmanna í einu vetfangi. En Norður-Atlantshafs- bandalagið hefur ofansjávar- flota Kolaskagans einnig í greip sinni. Flestar hafnanna, sem um er að ræða, er að finna við Kolafjörð, sem skerst um fimm- tíu kílómetra inn í landið. Að vísu er þar til að dreifa góðum skipalægjum frá náttúrunnar hendi. Engu síður væri síður en svo torsótt að loka þeim með tundurduflum og kafbátum. „Ef svo ber undir reyrum við opið saman og Rússarnir komast Stríðsvélar Rússa storka Norðmönnum Á KOLASKAGA hafa Sovétmenn yfir að ráða einni stærstu herbækistöð í heimi. Sú spurning vaknar hvort Atlantshafsbandalagið geti til lengdar haldið hlífiskildi yfir Norður-Atlantshafi. Moskvuyfirvöld hafa viðbúna á svæði þessu meira en sjötíu af hundraði allra kjarnorkukaf- báta Sovétríkjanna, útbúna langdrægum eldflaugum, auk meira en tvö hundruð nýtízku- legustu orrustuskipa. I hópi þeirra er meðal annars að finna flugmóðurskipið „Kiev“, hið eina sinnar tegundar, sem Sovét- menn eiga yfir að ráða. Enn fremur eru rösklega tvö hundr- uð njósnavélar og sprengjuflug- vélar til reiðu á Kolaskaga. Að áliti yfirmanns herafla Norður-Atlantshafsbandalagsins í Norður-Evrópu, Sir Peter Whitleys, er stríðsvélastakkur þessi nú þegar „sá stærsti í heimi til orrustu á legi og í lofti" og „árásarbækistöð af fullkomn- ustu gerð“. Frá höfnum Norður-íshafs- ins, þar sem ís liggur ekki að landi, hafa orrustuskip Sovét- manna gætur á öllum skipaferð- um vesturveldanna á Atlants- hafi — og þar með viðskiptum Evrópu og Bandaríkjanna. „Njósnakerfi þeirra er nú svo nákvæmt orðið" var haft eftir vestrænum fréttaskýranda „að engin sigling er óathuguð". Flaggskip norðurflotans er áðurnefnt flugmóðurskip „Kiev“, sem hefur á að skipa allt að 20 þyrlum til hernaðar gegn kafbátum og tólf öðrum flugvél- um af gerðinni Yak-36. Telja vestrænir sérfræðingar að So- vétmönnum sé umhugað að auðsýna yfirburði sína með skipi þessu. Annað flugmóður- skip, „Minsk", er nú. í reynslu- siglingu á Svartahafi en mun, að því er Nato-sérfræðingar telja, verða snúið á norðurslóð. Hjá Nosenko-skipasmíðastöðinni við Svartahaf hafa bandarískir gervihnettir þegar náð mynd af þriðja flugmóðurskipinu í smíð- um og nefnist það „Charkow". Einn yfirmanna vestur-þýzka flotans telur að Sovétmenn muni hafa um sex flugmóður- skip á höfunum fyrir 1985, þar af þrjú við Barentshaf. I borginni Sewerodwinsk, um 35 kílómetra norður af Arkang- elsk, er ennfremur nýtízkuleg- asta kafbátasmíðastöð Sovét- ríkjanna. Þar eru nú í smíðum stærstu kjarnorkukafbátar ver- aldar vopnaðir langdrægum eldflaugum. „Við smíöum aðeins einn bát á ári,“ sagði bandaríski aðmíráll- inn Isaac Kidd, „Rússar hleypa nýjum báti af stokkum á sjö vikna fresti". Hinir nýju kaf- bátatundurspillar af gerðinni „Delta-3“ geta skotið tuttugu og fjórum langdrægum eldflaugum hverri með þrjá sprengiodda að skotmörkum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Næsta kafbátakynslóð er einnig í deiglunni í skipasmíða- stöðvum norðursins. Mótleikur Sovétmanna gegn framleiðslu kjarnorkukafbáta af „Ohio“- gerð, er sjóseta á 1982 í Bandaríkjunum, er smíði risa- kjarnorkukafbáts, er gengur undir nafninu „Fellibylurinn" hjá Nato. Vígvæðist Sovétmenn af sama kappi enn um sinn á norðurslóð- um óttast hernaðarsérfræðingar Atlantshafsbandalagsins að þeir muni árið 1981 hafa meira en tuttugu kafbátá af nýjustu gerð auk fjögur hundruð skot- palla, sem miða á .fleiri skot- mörk í Bandaríkjunum og Vest- ur-Evrópu. Þrátt fyrir að flotauppbygg- ing Sovétmanna við nyrstu höf sé ný af nálinni, á viðleitni Moskvuyfirvalda til að vera meira en „landveldi einvörð- ungu“ sér gamlar rætur ásamt löngun til að eiga yfir sterkum stríðsskipaflota að ráða. Geysileg útgjöld Sovétmanna til hermála breyta ekki þeirri staðreynd að hernaðarmætti þeirra á hafinu er eftir sem áður þröngur stakkur skorinn. „Rúss- land“ sagði rússneski sagnfræð- ingurinn Wassilij Kljutschewski þegar á síðustu öld, „er að visu stórt, en þó líkt og skyrta án erma“. Enn hafa Sovétmenn ekki orðið sér út um ermar í þeim skilningi að þeir eiga ekki greiðan aðgang að hafi. Telja sérfræðingar Atlantshafs- bandalagsins að þrír af fjórum flotum Sovétmanna séu í raun- inni ekki liðtækir á úrslita- stund. I fyrsta iagi geta Tyrkir, ein þjóða Atlantshafsbandalagsins, stöðvað „Svartahafsflota" So- vétmanna við Bosporussund. „Kyrrahafsfloti" þeirra er í öðru lagi þeim augljósa annmarka háður að birgðastöðvar eru víðs fjarri og rýrir það verulega svigrúm til athafna. Loks væri Atlantshafsbandalaginu hægð- arleikur að hefta framrás „Eystrasaltsflotans" út á Atl- antshaf með orrustuskipum og tundurduflum á Danmerkur- sundum. Floti vesturveldanna er að visu töluvert minni en á móti kemur að hann er betur vopnum búinn og landfræðilega betur settur. Jafnvel hinar hafíslausu hafnir á Murmansk-svæðinu á Kolaskaga eru ekki með öllu eins og bezt verður á kosið. Nato-ríkið Noregur horfir við þessari stærstu flotabækistöð Sovétmanna eins og slagbrand- ur. Frá ratsjárstöðvum vestur- veldanna í Norður-Noregi er unnt að fylgjast gaumgæfilega með öllum ferðum Sovétmanna á sjó og í lofti. Þar við bætist að bandarískar njósnaflugvélar hafa náið auga með sovéskum skipaferðum við Island og Grænland með fullkomnasta útbúnaði. Um árabil hafa Sovét- menn nú reyt að smjúga óséðir gegnum þéttriðið njósnanetið og hafa þeir í þessu efni m.a. tekið upp á að láta kjarnorkukafbáta sína kafa undir norðurheim- skautið. Frá myrkum lægjum sínum við Kolafjörð komast sovézku kafbátarnir þannig að svæðum þar sem eftirlit er minna; milli norðurhluta Kan- ada og Grænlands og í ráðgerða skotstöðu á Norður-Atlantshafi. En aðildarþjóðir hins vest- ræna varnabandalags hyggja á ákveðnar varúðarráðstafanir á þessum svæðum einnig. Þannig gera Kanadamenn ráð fyrir að taka í þjónustu sína átján langflugsvélar til kafbátanjósna og vinna nú að hönnun tuttugu tundurspilla, sem sérstaklega eru settir til höfuðs sovéskum kafbátum. Enn sem komið er hefur engum hinna um það bil tvö hundruð kafbáta Sovétmanna á Atlantshafi tekizt að komast nærri marki sínu óséður eða nær en tvö hundruð sjómílur. Bandarískur flotasérfræðingur, McGuire að nafni, hikar ekki við ekki út úr sekknum," var haft eftir einum herforingja banda- lagsins í Brússel. Yfirvöld í Moskvu gera sér ljósa grein fyrir aðstöðu sinni og hafa því reynt að hafa áhrif á Noregsstjórn eftir pólitískum leiðum. Ekki er lengra síðan en í lok síðasta árs að forsætisráð- herra Sovétríkjanna, Kosygin, atyrti stjórnarleiðtoga á Norð- urlöndum fyrir að leggja lóð sín á vog með Nato hernaðarlega. Undirrót ásakananna mun hafa verið sú ákvörðun að leyfa fimmtán hundruð hermönnum vestur-þýzka Sambandslýðveld- isins að taka þátt í æfingum fótgönguliðs Atlantshafsbanda- lagsins í Norður-Noregi, en æfingar þessar fara fram á tveggja ára fresti. Grunur norskra ráðamanna er hins vegar sá að tilgangur Sovétmanna með gagnrýni af þessu tagi sé aðeins sá að leiða athyglina frá þeirra eigin víg- búnaði á norðurslóðum. Nægir að geta þess að Sovétmenn hafa um sjötíu þúsund manna herlið til reiðu á Kolaskaga og þarf ekki að fara í grafgötur með að slíkur liðssafnaður er ólíkt meiri ógnun við Noreg en það fimm þúsund manna herfylki, er Norðmenn hafa við norðurodd- ann, er við Sovétríkin. Það er því skiljanlegt að norskir stjórnmálamenn og hernaðarráðgjafar beri síður kvíðboga fyrir útistöðum sjálfs stórflota Sovétmanna og Nato á þessu svæði en yfirvofandi hættu á að Sovétmenn sölsi til sín einhverjar Atlantshafshafn- ir Norðmanna í krafti yfirburða sinna á landi. Til þessa hefur aukinn þrýst- ingur Moskvuyfirvalda á stjórn- ina í Ósló þó frekar orðið til þess að efla en slæva hug Norðmanna til varnarframkvæmda. Jafnvel þrjátíu ára gamalt boðorð um að hleypa engum útlendum her- sveitum inn á norskt landsvæði á friðartímum né leyfa að kjarnorkuvopnum sé komið þar fyrir er ekki lengur óskorað. í þessa átt benda orð formanns norsku varnarmálanefndarinn- ar, Ronald Bye: „Ef kringum- stæður breytast í aðalatriðum, verðum við einnig að taka herstöðva- og kjarnorkustefnu til endurskoðunar." (Þýtt og endunagt úr „Der Spiegel") Norðurhölði Barentshaf Norður-Atlantshafsfioti Sovétmanna. jé fsiórrtoi.iita.v.ii ,4»J[ Landgönguliðssveit ! FINNLAND Hluslunarharfi 4 Sovélnklanna Bjarnarey * A —»— Hlu*tunark*Kfi M»lo{ * ► * J 1 sT,... \jtu NOHWft.fN ÍílSÍhl'..: _ SO.0I, 47 tundurspillar 150 fylQdwtkip og kafbétagrwuternr 49 kafbátar með langdrægum eldtlaugum. 42 kafbáter m«6 n«ö«nsjévar*pfengium 81 langvirkur katbátur. 90 sprengjuflugvélar 100 njósnaflugvélar. -^-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.