Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 11 Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Gunnar Gunnarsson> SVARTFUGL. Ritgerð um Svartfugl eftir Svein Skorra Höskulds- son. Orðaskýringar og verkefni eftir Eystein Þorvaldsson. Almenna bókafélagið 1978. SVARTFUGL er meðal helstu skáldsagna Gunnars Gunnars- sonar, saga um myrk öfl manns- hugans. Um morðmálin kennd við bæinn Sjöundaá á Rauða- sandi fjallar Gunnar í senn af nærfærni og skarpskyggni. Rýni hans í mannleg örlög er misk- unnarlaus. Niðurstaðan gæti verið sú að torvelt sé að kveða á um hver sé í raun sekur. Bjarni og Steinunn eru að vísu sek fundin um morð, en aðdrag- andi morðanna og tíðarandi í upphafi nítjándu aldar dregur úr sekt þeirra í vitund lesand- ans. Bjarni og Steinunn verða fórnarlömb siðgætimats sem í eðli sínu er valt. Gunnar Gunn- arsson eftirlætur lesendum að draga ályktanir og dæma. Sagan er lögð í munn Eyjólfs Kolbeinssonar kapelláns. Það er hann sem með fortölum fær þau Bjarna og Steinunni til að játa. Þegar hann hefur máð því marki lýsir hann hugarástandi sínu á þessa leið: „Samt var eitthvað það, sem enn skar mig og nísti. Ég vissi ekki hvað. Var það hinn jarð- neski vanmáttur minn: hér, þar sem ég feginn hefði viljað Gunnar Gunnarsson. Sekt og samsekt hjálpa? Eða óljós meðvitund um samsekt? — sekt, sem mér myndi reynast örðugt ef ekki ómögulegt að komast að nokk- urri viðunandi niðurstöðu um. En án þess virtist ógerlegt að bæta fyrir hana.“ Svartfugl fjallar um jarðnesk- an vanmátt, um syndina sem enginn sleppur við og laun hennar. Þar er enginn undan- skilinn; síst Eyjólfur kapellán sjálfur sem með slóttugra hjálp eignast konu sem bróðir hans hefur lagt hug á. Fyrir það verður hann að gjalda með missi einkasonar síns. Sagan hefst árið 1817 daginn sem Hilaríus, sonur kapelláns- ins, drukknar. Þá hefur aftaka Bjarna farið fram og Steinunn er látin. Kapellánin rifjar síðan upp alla þá sögu sem tengd er Sjöundármálum og hann kallar skriftamál sín. Örlög Bjarna og Steinunnar verða þáttur af hans eigin harmatölum, enda mun athugull lesandi sjá hvernig hinar mörgu persónur Svart- fugls eru hluti sama uppgjörs höfundar, hver og einn á sína sögu sem aðeins er brot heildar- myndar skáldsögunnar. Miklar skáldsögur eru oft þungar aflestrar. Ekki skal þrætt fyrir það að Svartfugí er ekki létt saga í venjulegum skilningi. Það er því engin furða þótt skólaútgáfu hennar fylgi ritgerð eftir Svein Skorra Höskuldsson og orðaskýringar og verkefni eftir Eystein Þor- valdsson. Sveinn Skorri segir að grein hans sé skrifuð í þeim tilgangi „að benda á leið til lestrar skáldsögunnar Svart- fugls og skilnings á henni". Honum er ljóst að til eru aðrar leiðir til annars skilnings og hvetur lesendur til sjálfstæðra athugana, enda „endanleg bók- menntaskýring" ekki til að mati hans. Ég sé ekki betur en frá þessu sjónarmiði sé ritgerð hans góð og gild, eflaust getur hún orðið lesanda til stuðnings. Hún ber þess merki að vera unnin af alúð og er ánægjulegt til þess að vita að fræðimer.n skulu vera farnir að sinna skáldverkum Gunnars Gunnarssonar að ein- hverju marki. Einhverra hluta vegna hefur það ekki verið gert sem skyldi. Það var að mörgu leyti táknrænt að með því síðasta sem Kristinn E. Andrés- son tók sér fyrir hendur var að skrifa ritgerðina: Kjarninn í verkum Gunnars Gunnarssonar. Af skrifum Kristins mátti ráða að honum þótti hafa dregist um of að gera Gunnari verðug skil og vildi bæta fyrir það. Smyglið fór landshoma á milli LÖGREGLUMENN urðu varir við það á miðvikudag í sl. viku, að bíl var lagt á bryggjuna á Rifi, þar sem Stuðlafoss lá þá. og grunaði þá að ekki væri allt með felldu um erindi ökumanns bíls- ins við skipverja. Áður en heima- menn höfðu tök á að kanna málið sjálfir, var bíllinn á bak og burt, og gerði Ólafsvíkurlögreglan þá rannsóknarlögreglunni aðvart. Rannsóknarlögreglumönnum tókst fljótlega að hafa uppi á ökumanni bílsins eftir að hann var kominn til Reykjavíkur og kom þá í ljós, að hann hafði flutt úr skipinu 60 flöskur af vodka og 6 kassa af vindlingum, sem sex skipverjar á Stuðlafossi hafa nú viðurkennt að vera eigendur að. Sæmileg sala í Fleetwood ÁRSÆLL Sigurðsson HF seldi 89 lestir af ísuðum fiski í Fleetwood í fyrradag fyrir 24.4 millj. kr. og var meðalverð á kíló kr. 275. Þá seldi togari Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Snorri Sturluson RE, 195 lestir af fiski í Cuxhaven í gærmorgun fýrir 47.6 millj. kr. og var meðalverð á kíló kr. 244. Það sem eftir er vikunnar eiga þrjú skip eftir að selja í Englandi og eitt í Þýzkalandi. ÞURFIÐ ÞER H/BYLI ★ Krummahólar 2ja herb. íbúö á 4. hæð, bílskýli, fallegt útsýni. ★ Barmahlíö Ca. 85 ferm. íbúð í kjallara, sér inngangur, sér hiti. ★ Laugarás 3ja herb. íbúð á jarðhæð, sér inngangur. ★ Kleppsvegur 4ra herb. íbúð — eitt herb. í risi. ★ Breiöholt 5 herb. íbúö á 7. hæö, glæsilegt útsýni. ★ Kleppsholt 140 ferm. íbúð á tveim hæðum. ★ Raöhús í smíöum Innbyggður bílskúr í Breiðholti og Garöabæ. ★ Seltjarnarnes 3ja herb. íbúð á hæð í þríbýlis- húsi. í skiptum fyrir sér hæð eöa raöhús eöa einbýlishús á Nesinu. ★ Arnarnes Sjávarlóð viö Haukanes. Mosfellssveit Húseign með útihúsum 1. hektari lands fylgir. Tilvalið fyrir hestamenn. ★ Jörö Snæfellsnesi Nýlegt íbúöarhús 120 hektara girt land. Gott útræöi. ★ ísafjöröur Húseign meö tveimur íbúðum ásamt stórum bílskúr. Eignin selst í einu eða tvennu lagi. Hagstæð kjör. ★ lönaðarhús 1. hæð 300 ferm, góöar inn- keyrsludyr. 2. hæð 350 ferm. Húsið er uppsteypt með gleri. ★ Seljendur íbúöa Höfum fjársterka kaupendur á flestum stærðum íbúöa. Verð- leggjum íbúðir samdægurs, ykkur að kostnaöarlausu. HÍBÝLI & SKIP Garðastræti 38. Sími 26277 Gísli Ólafsson 20178 Björn Jónasson 41094 Málflutningsskrifstofa Jón Olafsson hrl. Skúll Pálsson hrl. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Hringbraut 2ja herb. íbúðir á 1. og 2. hæö við Hringbraut. Bílskúr fylgir annarri íbúðinni. Útborgun 6,5—7 millj. Krummahólar 2ja herb. íbúð á 2. hæð í háhýsi. Bílageymsla fylgir. Að mestu frágengin. Útborgun 7 millj. 3ja herb. samþykkt kjallaraíbúð í sam- býlishúsi viö Barmahlíö. Sér inngangur. Sér hiti. 3ja herb. um 90 fm jaröhæö í þríbýlishúsi við Langholtsveg. Sér inngang- ur. Útb. 8 millj. 3ja—4ra herb. vönduð íbúð á 3. hæð í háhýsi við Krummahóla. Útborgun 8 millj. 4ra herb. 108 fm á 3. hæð ásamt einu herbergi í kjallara við Hraun- bæ. Útborgun 11 millj. 4ra herb. 100 fm á 3. hð við Grundarstíg. Útborgun 8—8,5 millj. 3ja—4ra herb. á 4. hæð ásamt geymslurisi við Leifsgöt7. Suður svalir. Útborg- un 10 millj. Háaleitisbraut Höfum í einkasölu 4ra herb. vandaða jaröhæö í blokk um 110 fm. Útborgun 9—9,5 millj. Kópavogur 4ra herb. á 1. hæð í tvíbýlishúsi við Hlaðbrekku um 110 fm. Sér hiti og inngangur. Bílskúrsrétt- ur. Útborgun 9,5 millj. Hafnarfjöröur Höfum í einkasölu 5 herb. íbúð á 1. hæð við Álfaskeiö um 120 fm. Bílskúrsplata fylgir. Þvotta- hús á sömu hæð. Vill selja beint eða skipta á 2ja herb. íbúð á hæð í Hafnarfiröi. Útborgun 10—10,5 millj. m\mi i fiSTEIGNIB AUSTURSTRÆTI 10 A 5 HÆÐ Slmi 24850 og 21970. Heimasími 38157 i'o-.-- æ (Q m— • :;.'i Oscilloscope Til sölu er lítiö notaö „oscilloscope" (rafsjá). Tegund. Telequipment d83,s2a,v4,50Mhz. Vagn fylgir. Verö ca. 750 þús. upplýsingar í síma 27125. Miðborg—Hus - byggingarleyfi Til sölu er steinhús á góöum staö viö miöborgina. Húsiö er kjallari, hæö og ris. Byggingarréttur fyrir 3 hæöir ofaná húsiö. Verö: 20.0 millj. Fasteignaþjónustan Austurstrætí 17 (Si!U& Valdi) sími 26600 Ragnar Tómasson. MIOBORG fasteignasalan í Nýja-biohusinu Reykjavík Símar 25590,21682 2—3ja herbergja Njálsgötu íbúöin er í timburhúsi og skiptist í stofu, svefnherbergi, eldhús og snyrtiherb. Ris yfir íbúöinni. Sér inng. Ser hiti. Verö 8.5 millj. Útb. 5.5 millj. 2—3ja herbergja Hlíöarveg Kóp. Ca. 80 ferm. samliggjandi stofur sem má skipta, hol, hjónaherbergi og baö. Gæti losnaö fljótlega. Verö 10 millj. Útb. 7 millj. 3ja herbergja Dúfnahólar íbúöin er á 3ju hæð meö góðu útsýni. Bílskúrsplata fylgir. Verö 13.5 millj. Útb. 9 millj. 4ra herbergja Ásbraut Kópavogi íbúðin er á 4. hæö. Gott útsýni, 3 svefnherbergi eru í íbúðinni. Verö 14 millj. Útb. 9.5 millj. 4—5 herbergja Þverbrekku (toppíbúð) Sér þvottahús er í íbúöinni (mætti hafa sem svefnherb.). Samliggjandi stofur, 3 svefnherb. Tvennar svalir. íbúðin er öll vönduö. Gott útsýni. Verð 17-18 millj. Útb. 11-12 millj. Látiö skrá íbúðina strax í dag. Jón Rafnar sölustjóri, heimasimi 52844. Vantar íbúdir allar stæröir. Guðmundur Þórðarson hdl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.