Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978
HALLDOR BLONDAL:
Landsins lög og
landsins herrar
Ég skil ekki Ólaf Jóhannesson.
Mér finnst hann upp á síðkastið
segja ýmsa þá hluti, sem honum er
ekki Ætlandi. En ég hef borið það
undir hina vísustu menn, hvað
fyrir honum vakti í sjónvarpinu á
mánudagskvöld, og okkur finnst
það vera þetta: Ef eitthvað er ekki
beinlínis bannað í stjórnarskránni
er ríkisstjórn og Alþingi leyfilegt
að gera það. Þess vegna eru hinar
nýju skattaálögur ekki spurning
um landsins lög heldur pólitísk
ákvörðun. „Ég man ekki í svipinn,
hvort það er beinlínis bannað í
stjórnarskránni að drepa mann,“
sagði maður við mig á götunni í
gær. „En ég minnist þess aftur á
móti, að Ólafur Jóhannesson var
einu sinni prófessor í stjórnar-
farsrétti og hugsa: Guði sé lof, að
hann er það ekki lengur!"
Aðferð
Matthíasar
Matthías A. Mathiesen taldi það
eitt af höfuðverkefnum sínum sem
fjármálaráðherra að koma á nýrri
skipan skattmála hér á landi.
Hann gerði sér far um að vanda
slíka löggjöf sem bezt og lagði
höfuðáherzlu á, að hún hefði ekki
afturvirkni í för með sér. Það var
grundvallaratriði í skattastefnu
hans. Og svo var að heyra á
talsmönnum allra flokka á Al-
þingi, að þetta væri heilbrigt
viðhorf og eðlilegt. Manni skildist
að það væri út í hött að leggja
áherzlu á þetta atriði. Um það
væru allir sammála.
A næstsíðasta Alþingi síðustu
ríkisstjórnar lagði Matthías Á.
Mathiesen fram frumvarp til
nýrra skattalaga. Hann lýsti því
þegar yfir, að það væri ekki
endilega ætlan hans, að frumvarp-
ið fengi afgreiðslu á því þingi.
Hins vegar taldi hann nauðsynlegt
að um hina nýju skattalöggjöf
sköpuðust sem mestar umræður í
þjóðfélaginu. Sérhvert atriði væri
tekið til nákvæmrar athugunar og
yfirvegunar með það annars vegar
í huga, að almennar launatekjur
væru skattfrjálsar. Hins vegar
yrði svo um hnúta búið, að ákvæði
skattaiaga hindruðu ekki eðlilega
þróun í atvinnurekstri. Þessi
skattalög voru svo samþykkt á
síðasta Alþingi, og voru allir
stjórnmálaflokkar meira og
minna sammála um ágæti þeirra.
Það var nú þá.
Um síðustu mánaðamót var
búið að leggja á skatta, kærufrest-
ur var útrunninn og menn og
fyrirtæki höfðu gert sínar ráð-
stafanir í peningamálum með
hliðsjón af því. En þá kom ný
rikisstjórn undir forsæti Ólafs
Jóhannessonar. Nú skiptir aftur-
virkni skatta ekki lengur máli.
Margs konar álögur eru lagðar á
einstaklinga og atvinnurekstur af
handahófi. Allt er gleymt, sem um
skattamál var sagt á sl. vori, og
meira að segja látið að því liggja,
að ríkisstjórninni komi það ekki
við, þótt hún brjóti landsins lög.
Aðferð Matthíasar var á sínum
tíma af ýmsum ekki talin pólitískt
klók. Nú horfa málin öðru vísi við
og æ fleiri átta sig á, að ekki fara
alltaf saman pólitísk klókindi og
skynsamleg vinnubrögð.
Önnum kafnir
verkalýösleiötogar
Vissulega hafa verið erfiðleikar
í efnahagsmálum. Fyrir því liggja
margvíslegar ástæður, en það sem
skiptir máli í þessu sambandi er
það, að nú virðist svo sem stjórnir
BSRB og ASÍ hafi komizt að raun
um, að verðbólgan sé meðal
annars um að kenna of háum
launum verkafólks og annarra
launþega, sem innan þeirra sam-
taka eru. Þess vegna leggja
verkalýðsleiðtogarnir til:
að í veigamiklum atriðum sé
gengið á gildandi kjarasamninga
eða þeir sniðgengnir;
að frekari grunnkaupshækkanir
verði ekki í eitt ár;
að vísitalan mæli ekki verð-
hækkanir síðustu mánaða, heldur
taki launþegar þær á sig bóta-
laust;
að byrjað sé á ný á þeim
skripaleik að falsa vísitöluna með
því að greiða niður einstaka þætti
hennar;
að beinir skattar séu hækkaðir,
af þvi að þeir eru ekki í vísitöl-
unni. Og skiptir þá ekki máli, þótt
það sé i beinni andstöðu við
yfirlýsta skattastefnu ASÍ.
6% tekjuskattsauki
og þriðja flokks fólk
I bráðabirgðalögunum er ákveð-
inn 6% tekjuskattsauki á góðar
meðaltekjur og þar yfir. Með því
er heildarskattlagningin orðin
70% með skyldusparnaði, sem
endurgreiðist eftir mörg ár. Það er
drjúgur hluti þess, sem fólk leggur
á sig að afla með aukavinnu á
síðkvöldum, um nætur og helgar.
Einstakir ráðherrar hafa talað
um, að þetta fólk séu ekki
aimennir launþegar. Þess vegna sé
allt í iagi að leika það svo grátt
sem þeim sýnist. Þeir um það.
Nú er það almennt viðurkennt,
að of háir beinir skattar stuðli að
skattsvikum og dragi úr sjálfs-
bjargarviðleitni og vinnusemi.
Ýmsir, einkanlega ungt fólk, vilja
fá að vinna mikið til þess að búa í
haginn fyrir framtíðina, eignast
þak yfir höfuðið, kaupa nauðsyn-
leg heimilistæki og prýða hús sín
fögrum munum. Eftir að hinn nýi
tekjuskattsauki hefur verið lög-
festur á þetta fólk ekki nema 3 kr.
eftir af hverjum 10 af þeim
tekjum, sem það hefur haft mest
fyrir að afla.
í þessu sambandi skiptir líka
máli að sumir eru ekki sjálfráðir
um það, hversu mikið þeir vinna.
Þeim er nauðugur einn kostur að
halda áfram sínum langa vinnu-
degi af samfélagslegum ástæðum.
Augljóst dæmi um þetta eru hinar
ýmsu heilbrigðisstéttir og lög-
gæzlumenn. Og ekki -má gleyma
sjómönnum og fólki, sem vinnur
við fiskvinnsluna í þessu sam-
bandi.
Bein afleiðing af 70% skattaokri
er sú að menn leita allra bragða til
að fela tekjur sínar. Og það mun
færast í vöxt, að menn neiti að
vinna verk, ef launin eða a.m.k.
verulegur hluti þeirra er gefinn
upp til skatts. Þessa gætti meðan
tekjuskattarnir voru 54% og menn
gátu gengið út frá því, að þeir
hækkuðu ekki meira. Hvað þá nú,'
þegar búast má við tekjuskatts-
auka á tekjuskattsauka ofan.
Eignarskattur og
ráödeild
Eignarskattur er ýmist tvö-
faldaður eða hækkaður um 50%.
Ráðherrar segjast gera það til
þess að ná sér niðri á verðbólgu-
bröskurum. Þó reyna þeir á engan
hátt að „sortera" þá úr. Það eru
skynugir menn, ráðherrarnir.
En hverjir greiða eignarskatt?
Stóreignamenn, vitaskuld, en þeir
eru í miklum minnihluta. Meðal
eignarskattsgreiðenda ber mikið á
rosknu fólki og öldruðu; það hefur
komið sér upp húseign skuldlausri
en er farið að hafa minna um sig.
Oft hefur viðkomandi eign hækk-
að í verði vegna þess, að hún er á
góðum stað, en slíkt gefur ekki
tekjur í aðra hönd, fyrr en eignin
er seld, eftir að þetta fólk er dáið.
Ég get ímyndað rr.ér, að bænda-
stéttin sem slík sé drjúgur eignar-
skattsgreiðandi. í tíð Ingólfs
Jónssonar sem landbúnaðarráð-
herra urðu miklar framfarir í
landbúnaði og fjárfesting meiri en
ella. Þessar eignir eru nú meira og
minna skuldlausar, en hafa verið
færðar upp til nýs og margfalds
fasteignamats. Búfjáreign er færð
upp á hverju ári til nýs mats.
Þessar eignir eins og í öðrum
atvinnurekstri skapa ekki verð-
bólgugróða nema þær séu seldar.
í útgerð og iðnaði hafa menn
orðið að taka gengistryggð lán í
verulegum mæli. Gengistap er
ekki heimilt að gjaldfæra jafnóð-
um heldur er það eignfært.
Algengt er, að svokölluð nettóeign
í slíkum fyrirtækjum sé nokkru
minni en eignfært gengistap. Nú
hefur verið ákveðið að tvöfalda
eignarskattinn af gengistapinu, af
því að ráðherrarnir eru að ná sér
niðri á verðbólgubröskurunum.
Það er skrýtinn fiskur skatan.
Fyrníngarskattur
eöa rauö dula?
Mér sagði skynugur maður, sem
horfði á ráðherrana á mánudags-
kvöld í sjónvarpinu, að hann hefði
fram að því haldið, að Ragnar
Arnalds væri greindur. En Ragnar
er höfundur þess, að 6% tekju-
skattsauki er nú lagður á almenn-
ar fyrningar í fyrirtækjum,
gengistap sem annað.
Ragnar Arnalds hefur lengi
verið að blása það út, að fyrningar
séu lögleg skattsvik, nánast
þjófnaður. Hann skilur ekki, að
þær eru útgjöld, aðferð til þess að
dreifa kostnaðinum af sliti á
framleiðslutækjum yfir ákveðið
•tímabil. Mér er nær að halda, að
ráðherrann ímyndi sér, að með því
að fyrna hafi maður reiðufé í
höndum. Svo einfalt sé það.
Það er hægt að taka barna-
skóladæmi til skýringar. Vél, sem
framleiðir tiltekna vöru verður
ónýt eða úrelt og þar með
óseljanleg að 5 árum liðnum. Með
fyrningum er verði vélarinnar
dreift á 5 ára tímabil í stað þess að
gjaldfæra hana um leið og hún er
keypt. Verðbólgan
er ekki gróöi
Einhverra hluta vegna sam-
einuðust allir stjórnmálaflokkar
um að gera hosur sínar grænar
fyrir bændum fyrir síðustu kosn-
ingar. I því sambandi skildu
jafnvel kommúnistar, að verðbólg-
an hefði gert bændum erfitt fyrir,
m.a. um endurnýjun framleiðslu-
tækja og nýja fjárfestingu. Hið
sama gildir um aðrar atvinnu-
greinar. Verðbólgan hefur gert
þeim erfitt fyrir og þótt unnt sé að
hækka virðingarverð með nýju
mati skapar það ekki verðbólgu-
gróða, nema reksturinn hætti. Það
getur hins vegar greitt fyrir
lánsfjárfyrirgreiðslu með 33%
vöxtum.
I óðaverðbólgu er nær ógerning-
ur að skipuleggja rekstur fyrir-
tækja fram í tímann. Tilviljana-
kennd gengisskráning veldur þar
miklu og óvissa á launamarkaði og
um vaxtakjör. Að ekki sé talað um
þau undarlegu lögmál, sem verð-
lagsskrifstofan fer eftir og undir
fuglinum Fönix er komið, hvort
mark sé tekið á staðreyndum eða
ekki. Samt sem áður hefur endur-
nýjun átt sér stað í atvinnu-
rekstrinum vegna fyrninganna.
Með því að skera á þær er klippt á
líftaugina, framleiðnin minnkar
og lífskjörin versna til lengri tíma
litið.
Margs konar rekstur
er skattfrjáls
Kristján Ásgeirsson forstjóri og
varaformaður verkalýðsfélagsins
á Húsavík segir, að ég sé ekki
félagshyggjumaður. Það er vegna
þess, að mér finnst, að hin ýmsu
form í atvinnurekstri eigi að sitja
við sama borð. Ef togari gerður út
af einstaklingi getur greitt 100
milljónir króna í opinber gjöld og
þar með til sameiginlegra þarfa, á
togari í bæjarrekstri ekki að vera
skattfrjáls. En þannig er það með
hinn nýja tekjuskattsauka. Hann
leggst ekki á þau fyrirtæki, sem
rekin eru af opinberum aðilum.
En nýi tekjuskattsaukinn
verður lagður á alla sjálfstæða
Halldór Blöndal.
•rekstraraðila í þessu landi að
heita má, nema þeir séu gjald-
þrota. Þetta mun sérstaklega
íeggjast þungt á útgerðina, bænd-
ur og hvers konar myndarlegan
iðnrekstur, sem munar um í
atvinnulífinu. í stuttu máli: þau
fyrirtæki sem lagt hafa áherzlu á
endurnýjun framleiðslutækja og
aukna framleiðni munu sérstak-
lega verða fyrir barðinu á hinni
nýju skattlagningu. í sumum
tilvikum mun tekjuskattsaukinn
nema milljónatugum. Ýmsir
smærri rekstraraðilar verða fyrir
þungum búsifjum. Mér koma í hug
eigendur vinnuvéla og vörubif-
reiðastjórar, en yfir skammdegið
skortir verkefni fyrir þessa aðila.
Þeir verða nú að búa sig undir að
standa skil á tekjuskattsauka, sem
nemur verulegum fjárhæðum og
fellur í gjalddaga fyrir og eftir
áramót.
Ráðherrarnir segja, að hin nýju
bráðabirgðalög séu sett til að
styrkja stöðu atvinnuveganna.
Hver, sem getur sett sig inn í
þeirra þankagang, er ekki þanka-
laus.
Stjórnarráðið og
stjórnarskráin
Vilmundur Gylfason hefur illar
bifur á Ólafi Jóhannessyni. Ég hef
ekki viljað trúa því, sem hann
hefur sagt. En ég hef gaman af því
að lesa greinar Vilmundar. Á
þriðjudaginn skrifaði hann í
Dagblaðið og var mikið niðri fyrir.
Hann var að berja á spillingunni í
landinu og varð tíðrætt um
fjármál í því sambandi. En hann
minntist ekki einu orði á afturvirk
skattalög. Þau koma honum ekki
við né heldur það, hvort þau
standist fyrir dómstólum eða ekki.
En það er einmitt í sambandi
við það mál, sem ég skil ekki Ólaf
Jóhannesson. Ég hélt, að hann
gerði sér far um að virða hinar
óskráðu meginreglur stjórnar-
skrárinnar og vildi starfa í anda
hennar, fremur én hitt, að hann
spyrði sjálfan sig, hvaða göt væri
hægt að finna í stjórnarskránni.
Segði síðan: „Þetta er hvergi
beinlínis bannað."
Endurskoðun stjórnarskrárinn-
ar verður þá fyrst brýn, þegar við
sitjum uppi með ríkisstjórn, sem
gerir sig seka um slíkan hugsun-
arhátt. Við vitum ekki lengur við
hverju má búast af stjórnvöldum
með þeim afleiðingum, að hér
hlýtur að ríkja óvissuástand og
glundroði í þjóðmálum hin næstu
misseri.