Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 29 Útgjöld munu fara veru- fram úr HÉR fer á eftir greinargerð sú, sem fulltrúar meirihlutaflokkanna í borgarráði Reykjavíkur létu frá sér fara á fundi með fréttamönnum í fyrradag og fjallar hún um úttekt þá, sem gerð hefur verið á fjárhagsstöðu borgarinnar. framleitt og 32svar sinnum meiri úrgangsefnafeikn myndu hrjá umhverfið, en það eitt myndi valda óútreiknanlegum skemmdum og spjöllum, e.t.v. óbætanlegum. Raunar yrði meira en nóg komið af svo góðu löngu fyrir ár 32földunarinnar. Gizka má á, að ár 8földunarinn- ar, árið 2022, yrði orðið illbæri- legra en geðfellt er að hugsa til. Krafan er: Nú strax! A því getur naumast leikið umtalsverður efi, að skortur á tilhlýðilegri lotningu fyrir víð- erni og fyrirferð tímans í náttúruríkinu, eða m.ö.o. að tjóðurband líðandi stundar hafi freistað til ríkjandi skammsýni, þessarar nær óskiljanlegu létt- úðar, auk þeirra ástæðna, sem áður eru greindar. Löglega kjörnir leiðtogar allra landa • loka báðum augum og hugga sjálfa sig og kjósendur sína, á vægast sagt móðgandi hátt, með því að staðhæfa fullum hálsi, hinir greindari þó dálítið vand- ræðalega, en eigi að síður ótrauðir, að framtíðin brosi við björt og fögur. Varðveizlufólk hefir ekki legið á liði sinu síðan augljóst varð, hvert vinstrivegir liggja. Það hefir að sönnu verið fámenn sveit, en þeim mun valinkunn- ari, og enn ekki komizt til þeirra áhrifa, sem byltingu þyrfti að valda. Þetta fólk hefir æ ofan í æ vakið athygli á þeirri stað- reynd, að Vesturlandabúum sé ekki stætt á þeirri fávísi, að allt hljóti að fara að óskum, fram- vegis sem hingað til, sökum þess eins, að undanfarinn aldarfjórð- ung hafi eyðslumáttur þeirra aukizt í sífellu — og verið nýttur út í æsar — án þess að stórslys hafi af hlotizt. Það hefir fært óhrekjanleg rök að líkum, sem stappa nærri fullri vissu, að til þeirra hafi verið sáð. Fyrir því hefir það spurt og spurt: Hvernig geta börn og barna- börn okkar dregið fram lífið á jörð, sem við höfum spillt og rúið lífsmöguleikum niður á klöpp? Hvernig geta þau háð lífsbaráttu sína undir þjóð- félagsháttum, maðksmognum vinstriáhrifum, í þjóðfélagi, sem þess vegna getur hugsanlega ekki borið annað en lífsfjand- samleg viðhorf í brjósti sér? í þjóðfélagi, sem fyrir löngu hefir gengið sér til húðar? Með þessum spurningum hefir það reynt að hrinda viðfangs- efninu inn á siðrænan vettvang í þeirri von, að enn væri einhver vottur samvizku vakandi. Svör hafa engin fengizt — bara gömul, upphituð kosninga- loforð. Ein örlagaríkasta ástæða þessa yfirþyrmandi kæruleysis liggur í vafstri og iðjusemi fjölhyggjufólks, sem jafnvel ekki blygðast sín fyrir að kalla lífsskoðaleysi sitt stefnu. Af slíku óreiðuhugarfari leiða síðan ranghverf tímaviðhorf: nú geng- ur allt tiltölulega vel, bráð hætta virðist ekki vera á næsta leiti. Þess vegna er engin furða þó að Erich Fromm spyrji í forundrun: „Hvernig getur á því staðið, að hinnar sterkustu allra eðlis- hvata, sjálfsbjargarhvatarinn- ar, virðist ekki gæta lengur?" Mér hefir dottið í hug, og er reyndar ekki í vafa um, að framfærsluríkið eigi meginsök, ef ekki alla sök á limlestingu sjálfsbjargarhvatarinnar. Enn- fremur hallast ég eindregöið að þeirri skoðun, að hún verði varla vakin til lífs á ný, öðruvísi en að hugsuninni verði beint út í framtíðina og heim aftur. Þá myndi e.t.v. geta skapazt skilyrði til þess, að við mönnuð- um okkur upp í að grípa til þeirra róttæku aðgerða nú strax og hiklaust, sem annars yrði ekki hjá komizt innan 20—30 ára — — en gætu þá hæglega verið orðnar um seinan. Á fundi borgarráðs hinn 4. júlí s.l. var samþykkt „að ráða Olaf Nilsson, löggiltan endurskoðanda, til að stjórna úttekt á fjárhags- stöðu Reykjavíkurborgar og fyrir- tækja hennar". Ólafur Nilsson hefur nú skilað greinargerð um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar, er lögð var fyrir borgarráð í dag. I greinargerðinni er þess getið, að úttektin hafi fyrst og fremst beinst að því að gera reikningsskil fyrir borgarsjóð fyrstu sex mánuði ársins 1978 með hliðstæðum hætti og ársreikningur borgarsjóðs hafi verið gerður á undanförnum árum. Til þess að draga ekki á langinn birtingu þeirra upplýsinga, sem þegar liggja fyrir um rekstur og fjárhagsstöðu borgarsjóðs, var horfið að því ráði að halda sjóðum og fyrirtækjum borgarsjóðs, sem hafa sjálfstæð reikningsuppgjör, utan við greinargerðina. Við gerð reikningsskilanna eru tekjur og gjöld borgarsjóðs bókfærð fyrstu sex mánuði ársins, hvort sem þau voru greidd eða ógreidd. Þannig kemur fram, að tekjur, sem álagðar eru einu sinni á ári, en eru árstekjur, s.s. útsvör og aðstöðu- gjöld, eru bókfærðar til tekna á rekstrarreikning að hálfu. Mis- munur þannig reiknaðrar tekju- færslu og innborgaðra tekna fyrstu sex mánuði ársins er síðan færður til eignar á efnahagsreikn- ing. Samkvæmt reikningsskilum nema því greiddar og ógreiddar tekjur borgarsjóðs fyrstu sex mánuði ársins 8.007 millj. kr., en af þessu innheimtust raunveru- lega, samkvæmt borgarbókhaldi, 6.252 millj. kr. Auk þess voru til innheimtu eftirstöðvar fyrri ára, 3.519 millj. kr., og innheimtust af þeim 1.075 millj. kr. skv. bókhaldi. Útgjöld borgarsjóðs á fyrri helming ársins eru gjaldfærð á rekstrarreikning reikningsskil- anna, hvort sem þau hafa verið greidd eða ógreidd í júnílok. Ogreiddir almennir viðskipta- reikningar, sem borist höfðu í júní, eru gjaldfærðir og ennfremur reikningar, sem öll laun starfs- manna fyrir júnímánuð gjaldfærð. Rekstrargjöld námu því sam- kvæmt reikningsskilunum 5.824 millj. kr. og til eignabreytinga var varið 1.460 millj. kr. Samkvæmt efnahagsyfirliti reikningsskilanna námu veltu- fjármunir alls 6.992 millj. kr. í lok júnímánaðar s.l. Þar af nam handbðrt fé borgarsjóðs þó aðeins 112 millj. kr. Verulegur hluti veltufjármuna borgarinnar, eða 2.437 millj. kr., liggur fyrst og fremst í útistandandi kröfum á ríkissjóð vegna ýmissa sameigin- legra viðfangsefna ríkis og borgar, svo og í bókfærðum eftirstöðvum opinberra gjalda, en sú fjárhæð nemur 4.199 millj. kr. Þess er sérstaklega getið í greinargerðinni, að veltufjármunir borgarsjóðs séu ofmetnir og á það einkum við um útistandandi eftir- stöðvar opinberra gjalda. Þá ber þess að geta að ríkissjóður hefur hafnað ýmsum þeim útistandandi kröfum borgarsjóðs, sem eru eignfærðar. Skammtímaskuldir námu sam- kvæmt efnahagsyfirlitinu 2.341 millj. kr. í júnílok s.l. Undir skammtímaskuldir falla almennar viðskiptaskuldir, ógreidd útgjöld og aðrar skuldir til skamms tíma. Afborgun langtímaskulda er þó ekki talin með skammtímaskuld- um í efnahagsyfirlitinu, fremur en í efnahagsreikningi borgarsjóðs 1977. Hluti af skammtímaskuldum eru ógreiddir gjaldfallnir reikn- ingar, laun og launatengd gjöld, er námu alls 1.517 millj. kr. sam- kvæmt yfirlitinu, en voru 640 millj. kr. í byrjun árs og höfðu því hækkað um 877 millj. kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. Meirihluti borgarráðs telur, að við mat á greiðslustöðu borgar- sjóðs verði að gera sér grein fyrir því, hver lausafjárstaða borgar- innar var í júnílok s.l., þ.e. getu borgarsjóðs til að inna af hendi á réttum tíma þær greiðslur, sem á hann falla. í greinargerð Ólafs Nilssonar kemur fram, að handbært reiðufé, eða kvikir veltufjármunir, nam í lok júnímánaðar alls 112 millj. kr., en skammtímaskuldir námu alls 2.341 millj. kr. Handbært fé nam því í júnílok s.l. aðeins 4.8% af skammtímaskuldum. Við mat á lausafjárstöðu borgarsjóðs þann 30. júní s.l. skal þess ennfremur getið, að þann 1. júlí s.l. þurfti borgarsjóður að inna af hendi fyrirfram greidd laun vegna júlímánaðar að upphæð 293 millj. kr. Ljóst er því, að lausafjárstaða borgarinnar um mánaðamótin júní/júlí s.l. var vægast sagt mjög slæm. Af þeim sökum varð að grípa strax til ráðstafana, s.s. frestun framkvæmda og öflun lánsfjár. Þetta var nauðsynlegt til þess að treysta greiðslústöðu borgarsjóðs, svo hægt væri að standa við áður gerðar skuldbind- ingar fyrrverandi meirihluta. Það jók þó enn á vandann, að útsvör eru ekki innheimt af launum í júlímánuði. Greiðsluáætlun liggur nú fyrir eftir nýafstaðna endurskoðun fjár- hagsáætlunar. Samkvæmt hinni nýju greiðsluáætlun er reiknað með að yfirdráttur á hlaupareikn- ingi í Landsbanka Islands og önnur fjármagnsútvegun þurfi að nema frá 917 millj. kr. til 1.402 millj. kr. í lok hvers mánaðar fram til áramóta. Þannig er staðan þrátt fyrir nýlega tekið 500 millj. kr. lán. Tekið skal fram, að greiðslustaðan er yfirleitt best í mánaðarlok, en versnar síðan mjög strax eftir mánaðamót vegna launagreiðslna í byrjun hvers mánaðar. Miðað við hinar miklu sveiflur, sem verða á greiðslustöðunni er ljóst, að fjárvöntun borgarsjóðs mun nema alls um 2.000 millj. kr. innan hvers mánaðar fram til áramóta og er þá ekki tekið tillit til verðbreytinga á þegar geröa verksamninga og önnur útgjöld borgarsjóðs og fyrirtækja, né óhjákvæmilegs rekstrarhalla S.V.R. og B.Ú.R. Fjárvöntunin að upphæð um 2.000 millj. kr. miðast því við að útgjöldum sé haldið innan ramma fjárhagsáætlunar, þó ljóst sé að hinar miklu verðbreytingar á árinu gera það að verkum, að mun minna magn fæst Greinargerð fulltrúa meiri- hlutaflokka borgarstjórnar fyrir sömu krónutölu útgjalda á síðari helming ársins en á hinum fyrri. Við mat á stöðunni verður ennfremur að taka tillit til samn- ingsbundinna verkefna, sem fyrr- verandi meirihluti stóð að. Þannig var ljóst við endurskoðun fjár- hagsáætlunar, að til þess að geta lokið við samningsbundin og áætl- uð verkefni vegna bbyggingafram- kvæmda hefði þurft að hækka fjárhagsáætlun um 250 millj. kr. og til að halda óbreyttum gatna- gerðarframkvæmdum um 512 millj. kr. Þá er ennfremur sérstök ástæða að benda á, að pantaðar og ógreiddar vörur á vegum Inn- kaupastofnunar Reykjavíkurborg- ar námu alls 623 millj. kr., en við mat á greiðslustöðunni er ekki tekið tillit til þessara fjárhags- skuldbindinga. Lokaorð í skýrslu Ólafs Nilsson- ar eru á þessa leið: „Ljóst er að greiðslustaða borgarsjóðs verður mjög erfið á árinu 1978 og gæti hún raskast frá því sem áætlað er m.a. vegna almennra verðbreyt- inga á árinu og lakari afkomu fyrirtækja borgarsjóðs en reiknað hefur verið með, sem leiða kann til óhjákvæmilegra greiðsluskuld- bindinga borgarsjóðs þeirra vegna“. Greinargerð Ólafs er staðfesting á því, að Reykjavíkur- borg á við hrikalega greiðsluerfið- leika að stríða um þessar mundir. Nauðsynlegt er að brúa þá fjár- vöntun að upphæð um 2.000 millj. kr., sem nú blasir við, eftir viðskilnað fyrrverandi borgar- stjórnarmeirihluta. Vegna fyrri fjárskuldbindinga er ljóst, að útgjöld munu fara verulega fram úr áætlun. Með ítrasta aðhaldi og sparnaði í rekstri borgarinnar og fyrirtækja hennar verður þó stefnt að því að bæta fjárhagsstöðu borgarsjóðs eftir því sem tök eru á. ■ <«57'«®?.... ruaÞa ,r'ffi.m... wWr . imirr .6 wr Vn þ«r .( -m ■Mins staildum Til .C ' i samai' or • ssar skuldir > l.andsbanka l larmaRnsul- y n mlU) kr Iram a* Oramðlurrr kemur u skuldar borifi' or edirslbb' nema (.IW' v«^sur\v« ysyiyrv - Qgr Síf •'”"» w'5r,„, «• hrt. >»l •'• kr 'i,n7sn,(r,rm.r «r -------—, U.-.W'g-SSIV aa-ilun n*s“ a sU fcm.ll) ^r m»n aft(?»°r'“',',unborM"^mTum — hisrar:Mr.r:..»r-ftT. , 1IMJIIIII iiarvonlunar - 'iMu*. n kroíum borgar- kuldir nímu lanRtlma r lil aR d S - ’ '** lifsl K.., '"■* 4 /unJ:r,,í h*»n ú'rf-rr-.K „ í^töio >■ iiiruir melriliUi»»n*k""M ' jga tök ' 'ahft llrti iW r 'v irr,-,v,r"",'lr- * •'•»■ *'•'« '"kufjár ' ,*u»»Rrvs,,n iorgarsjMur _ Reykjavíkur i vanda i ÍJttekt Ólafi IMilssonar endurskoðand kynnt opinberlega ígcer I Rl°'<' ‘ , 1 nemur \ I koste.C' ; sstaö: F'a;'“SSr',í ^vlkurborflar ,x.l„,l36an '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.