Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 3 Flokksráðsfundur og formannaráðstefna S j álfstæðisflokksins í lok október n.k. ÁKVEÐIÐ hefur verið að boða til flokksráðsfundar og formannaráð- stefnu hjá Sjálfstæðisflokknum helgina 28. til 29. október n.k. og verður fundurinn haldinn í Reykjavík. Að sögn Sigurðar Hafstein, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, eiga rétt til setu á fundinum - rúmlega 300 manns víðs vegar að af landinu en Kveikt á flug- brautarljós- um í Grímsey Grímsey, 13.september. í DAG var í fyrsta skipti kveikt á flugbrautarljósunum, sem sett hafa verið upp við flugbrautina hér í Grímsey. Var verið að prófa ljósin og verða þau að fullu tekin í notkun næstu daga. Með tilkomu þessara ljósa verður hægt að fljúga hingað til Gríms- eyjar allan sólarhringinn ef veður hamlar ekki að öðru leyti. Þá eru í pöntun aðflugshallaljós og með tilkomu þeirra verður búnaður flugvallarins orðinn mjög fullkominn. — Albert. flokksráðsfundir Sjálfstæðis- flokksins eru haldnir þau ár, sem ekki er haldinn landsfundur flokksins, og er hann að þessu sinni haldinn um mánuði fyrr en venja er til. Á fundinum verður meðal ann- ars fjallað um skipulag og starf- semi Sjálfstæðisflokksins. Þá ráð- gerir Sjálfstæðisflokkurinn að halda almenna stjórnmálafundi í októbermánuði víðs vegar um landið en ekki hefur verið ákveðið hvar og hvenær einstakir fundir verða haldnir. FM-stöð á Húsavíkur- fjalli Húsavík, 13. sept. TEKIN hefur verið í notkun ný FM-örbylgjustöð á Húsavíkurfjalli og á hún fyrst og fremst að þjóna Húsavík, nærliggjandi sveitum og jafnvel að ná til Grímseyjar. Þetta mun bæta mjög hlustunarskilyrði á þessu svæði. — Fréttaritari. Matthías Á. Mathiesen. Guðmundur H. Garðarsson. Jónas Bjarnason. Ólafur B. Thors. , ,Ef:nahagsúrr æði’ ’ vinstri stjómarinnar Til umræðu á Varðarfundi í kvöld LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður í Reykjavík gengst fyrir almenn- um stjórnmálafundi í kvöld, þar sem rædd verða „efnahagsúr- ræði“ vinstri stjórnarinnar. Fundurinn verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal. Málshefjendur á fundinurn verða þeir Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður, Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, og Jónas Bjarnason, formaður Bandalags háskólamanna. Fundarstjóri verður Ólafur B. Thors, borgarfulltrúi. Fundurinn, sem verður eins og fyrr segir í Súlnasal Hótels Sögu, hefst klukkan 20.30 í kvöld og er öllum opinn. Fyrsti hópur verkstjóra fór tiÉBandaríkjanna í júlí s.l. og hér er hópurinn staddur fyrir utan höfuðstöðvar Coldwater ásamt Þorsteini Gíslasyni forstjóra. SH menn í heim- sókn til Coldwater Á SUNNUDAG heldur í heim- sókn til Bandaríkjanna 130 — 140 manna hópur frá frystihúsum innan vébanda Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna. en hópurinn mun skoða og kynna sér starfsemi Cold- water, dótturfyrirtækis SH í Bandaríkjunum. Guðmundur H. Garðarsson blaðafulltrúi SH sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að eins og flestum væri kunnugt, væri aðalmarkaður íslenzkra sjávar- afurða í Bandaríkjunum og þangað færi mestur hluti frystra fiskflaka frá íslandi og hlutdeild Bandaríkjamarkaðar í íslenzkum sjávarafla færi vax- andi. Því væri þýðing þessa markaðar geysimikil fyrir þenn- an helzta atvinnuveg Islendinga. Coldwater Seafood Corp. hef- ur um árabil verið einn um- fangsmesti aðili í sölu á frystum sjávarafurðum í Bandaríkjun- um. Hefur fyrirtækið sífellt aukið starfsemi sína og er nú svo komið að það er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar þar í landi. Áætluð sala á þessu ári er um 200 millj. dollara, eða meira en 60 milljarðar ísl. kr. Guðmundur sagði, að með tilliti til hinnar miklu uppbygg- ingar og eins söluaukningar fyrirtækisins, hefði verið fjallað um það á aðalfundum fyrir- tækisins á undanförnum árum, að auka þyrfti kynni á þessari starfsemi hér heima, m.a. með því að bjóða fulltrúum fjölmiðla til fyrirtækisins, og efna til ferða fyrir forráðamenn og verkstjóra hraðfrystihúsanna. Þessum áformum var hrundið af stað á þessu ári. I júlímánuði s.l. fóru tæplega 30 verkstjórar og eftirlitsmenn frá SH í för vestur, skoðuðu þeir verk- smiðjurnar og framleiðslustarf- semina. Og eins og fyrr segir fara forráðamenn hraðfrysti- húsanna í heimsókn vestur n.k. sunnudag, og fara 1—2 frá hverju frystihúgi, en 71 frysti- hús er nú starfandi innan SH. Um mánaðamótin októ- ber—nóvember fer annar hópur verkstjóra vestur og ennfremur fréttamenn frá dagblöðum, ríkisútvarpi og sjónvarpi. Að sögn Guðmundar H. Garðarssonar er talið mjög mikilvægt að þeir sem bera ábyrgð á framleiðslustarfsem- inni hér heima, kynni sér sem bezt þær kröfur, sem þessi mikilvægi markaður gerir til gæða á sjávarafurðum. Júní seldi fyrir 50 millj. kr. TOGARINN Júní frá Hafnarfirði seldi 153 lestir af fiski í Hull í gærmorgun fyrir tæplega 50 millj. kr. og var meðalverð á kíló kr. 325. Forstöðumaður rekstrardeild- ar RARIK GUÐJÓN Guðmundsson var ný- lega skipaður íorstöðumaður rekstrardeildar Rafmagnsveitna ríkisins af Gunnari Thoroddsen þáverandi iðnaðarráðherra. Guðjón hefur verið skrifstofu- stjóri og forstöðumaður fjármála- deildar Rafmagnsveitnanna frá því á árinu 1967 en við skipulags- breytingu, sem gerð var hjá Rafmagnsveitunum á sl. ári, tók hann við starfi rekstrarstjóra. Guðjón hefur starfað hjá Raf- magnsveitunum allt frá stofnun þeirra 1. maí 1947 og starfaði áður hjá Rafmagnseftirliti ríkisins í nokkur ár. Guðjón Guðmundsson. Skipstjórinn á Faldi millj. kr. sekt hlaut 1 SKIPSTJÓRINN á vélbátnum Faldi VE 138, sem tekinn var að ólöglegum veiðum í Skagafirði í s.l. viku hlaut 1 millj. kr. í sekt þegar dómur var kveðinn upp í máli hans hjá sýslumannsemhætt- inu á Sauðárkróki í gærmorgun. AUKAÞING Sambands ungra sjálfstæðismanna verður haldið í Valhöll á Þingvöllum dagana 30. sptember og 1. október næstkom- andi. Þing S.U.S. eru alla jafna haldin annað hvert ár, og hefði næsta þing ekki átt að vera fyrr en að ári samkvæmt lögum S.U.S. Stjórn S.U.S. ákvað hins vegar að boða til aukaþings í haust til þess að ræða úrslit kosninganna í vor, og einnig verður rætt ítarlega um Sjálfstæðisflokkinn, starfsemi hans og skipulag, auk ýmissa annarra mála. Þingið verður sett klukkan 10 árdegis á laugardag, með því að formaður sambandsins, Jón Magnússon, flytur ávarp. Síðan verður kosið í starfsnefndir, og Ef skipstjóri greiðir ekki sekt sína innan 4 vikna, hlýtur hann 3 mánaða varðhald í staðinn. Þá var botnvarpa bátsins gerð upptæk til Landhelgissjóðs, og skipstjóra gert að greiða allan kostnað við dómsmeðferð málsins. nefndir munu starfa um daginn, auk þess sem almennar umræður verða síðdegis. Um kvöldið verður síðan kvöld- vaka í Valhöll, en þingstörf hefjast að nýju klukkan 10.30 á sunnu- dagsmorgun, hinn 1. október. Þá verða almennar umræður um starfsemi ungra sjálfstæðis- manná, og eftir matarhlé verða umræður um starfsemi Sjálfstæð- isflokksins, rætt og væntanlega ályktað um verðbólgu og kjör- dæmamál, auk þess sem borin verður undir atkvæði almenn stjórnmálayfirlýsing. Þinginu lýkur síðan um klukkan 18 á sunnudag, með því að formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson, flytur ávarp. Til viðbótar var skipstjórinn á Faldi dæmdur í 4000 kr. sekt vegna brots á reglum um lögskráningu skipverja. Fyrir dómi viðurkenndi skip- stjóri aldrei að hafa verið að veiðum með botnvörpuna innan 12 mílna fiskveiðilögsögunnar, en samkvæmt því sem Jóhann Salberg sýslumaður á Sauðárkróki sagði Mbl. í gær komu svo mörg gögn fram í málinu, meðal annars hátterni skipverja, sem benti til þess að báturinn hefði verið að veiðum innan 12 mílna markanna með botnvörpu. Loðnuflot- inn undan Scorebysundi LÍTIL veiði er nú hjá íslenzka loðnuflotanum og eru skipin nú dreifð á svæðinu frá Jan Mayen að Scorebysundi á Grænlandi, en þar mega skipin veiða allt upp að 12 mílum, þar sem 200 mílna fisk- veiðilögsaga við Grænland nær aðeins norður að 67. breiddar- gráðu. Frá því i fyrradag og þar til í gærkvöldi tilkynntu aðeins tvö skip um veiði, Bjarni Ólafsson með 800 lestir og Dagfari með 350 lestir. Aukaþing SUS verð- ur haldið á Þingvöll- um um mánaðamótin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.