Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 21 Korchnoi vann léttilega KORCHNOI veittist það ótrú- lega auðvelt að leiða biðskákina úr 21. einvígisskákinni til sigurs og aðstoðarmönnum Karpovs hefur ekki hugkvæmst nein úrræði til þess að bjarga skák- inni. Eftir peðauppskipti á kóngsvæng átti hvíti kóngurinn greiða leið inn á borðið þar sem hann studdi dyggilega við bakið á sínum mönnum, hrók og riddara við að vekja upp nýja drottningu en á það skorti aldrei meira en einn reit. Kortsnoj hefur með þessum sigri minnkað muninn niður í 4—2 og greinilega ekki búinn að gefa upp alla von um að geta jafnað muninn. Eitt er víst að þessi sigur gefur honum byr undir báða vængi, aukið sjálfs- traust og öryggi sem sjálfsagt hefur beðið hnekki við hin óvæntu töp hans undanfarið. Ný spenna hefur komið í einvígið sem ber að fagna og vonandi fá skákáhugamenn nú að sjá spennandi skákir á næstunni. Korchnoi túlkar skoðanir sínar á blaðamannafundi. t06Hvítt: Kortsnoj Svart: Karpov 43. f4! (Kortsnoj leikur í biðleik þeim leik sem flestir höfðu spáð fyrir um enda eðlilegur fyrir marga hluta sakir: hann þvingar svartan til að drepa peðið í framhjáhlaupi því biskupinn má sig ekki hræra vegna þess að hann verður að valda bæði peðið á g7 og uppkomureit væntan- legrar drottningar á b8. Og um leið og svartur drepur er hvíti kóngurinn laus úr prísundinni og ræðst ótrauður áfram til liðs við frelsingjann á b7). 43 ... exí3 frh. 44. Kxf3 - Kf7 (Hvítur hótaði að leika 45. Rd3) 45. Hc8 — Ke7 (Hvítur hótaði nú 46. Rd7) 46. h3 (Hvítur undirbýr nú uppskipti á kóngspeðunum til þess að auðvelda hvíta kóngnum leið inn á borðið) 46 ... h5 (aðstoðarmenn beggja keppenda voru sammála um að þessi leikur væri rangur, þar sem Karpov veikti peðastöðu sína að óþörfu) 47. Hg8 - KÍ7, 48. Hd8 - g5, 49. g4 — hxg4,50. hxg4 — Ke7, 51. Hg8 - fxg4, 52. Kxg4 - Kf7 (Svartur hefur lítið getað gert annað en elt hrókinn fram og aftur en á meðan hefur hvítur rutt öllum hindrunum úr vegi fyrir kóngi sínum sem senn kemur á vettvang og gerir út um slaginn). 53. Hc8 - Bd6, 54. e5! (Skemmtilega leikið!) (Svarti biskupinn er sífellt bundinn við að valda reitinn b8 og sömuleið- is hrókurinn) 54 ... Hgl, 55. Kf5 - g4, 56. c5 - Ilfl, 57. Ke4 - Hel, 58. Kd5 - Hdl Skák Gunnar Gunnars- son skrifar um 21. einvígisskákina 59. Rd3!! - Hxd3, 60. Kc4! og svartur gafst upp. Karpov gekk í gildru Korchnois Ihu rif Golombek Nú’er staðan sú að Karpov er með fjóra vinninga og Korchnoi með tvo. Bilið er að minnka og við fáum að sjá í dag hvort Karpov jafnar sig, en úrslitin í dag hljóta að hafa fengið á hann. skrifar fi/rir Morgun blaóiö Þegar 21. einvígisskákin fór í bið virtist sigur blasa við áskorandanum. Talið var að Korchnoi fengi frarn vinning í nokkrum leikjum hefði hann leikið f4 sem biðleik. Það kom líka í ljós við nánari rannsóknir að f4 var bezti leikurinn. En í morgun töldu sumir að taflið væri enn mjög opið og ef til vill væri það bara jafntefli. Og aðstoðarmenn Karpovs virtust vissir um að skákin yrði jafntefli, því að þeir báru sig mjög vel. Eg taldi þó sem fyrr að Korchnoi mundi sigra, en mér var það þó ljóst að hann varð að tefla snilldarlega til þess að fá fram vinning. Og, áskorandinn brást ekki. I 46. leik lék hann peði fram og virtist leikurinn ekki láta mikið yfir sér. En Karpov gekk í gildru Korchnois og nú fölnuðu ásjón- ur aðstoðarmanna hans. Korchnoi vann peð af Karpov og með nokkrum fallegum og þrótt- miklum leikjum kom upp staða þar sem vinningurinn blasti við. Hrókfórn hans var stórkostleg en eftir hana gat Korchnoi auðveldlega vakið upp drottn- ingu. Karpov Tsá nú sinn kost vænstan og gafst upp. Rétt eftir uppgjöf Karpovs heyrðu menn hvar Korchnoi fjallaði um rannsókn aðstoðar- manna heimsmeistarans á bið- stöðunni. „Guð hjálpi þeim því að þeir kunna ekkert fyrir sér,“ sagði áskorandinn. Fréttabréf úr Borgarfirði 5/9 ’78 HEYSKAPARHORFUR voru ekki góðar í Borgarfirði framan af sumri. Júnímánuður var kaldur. Það kom afturkippur í gróður, sem var kominn vel á veg. Bændur byrjuðu því hálfum mánuði eða þremur vikum seinna að slá en venjulega. En þeir sem byrjuðu fyrir miðjan júlí settu vel ofan í þurrkinn og hirtu þá græn og góð hey, en stopulir þurrkar voru í ágúst. Heyfengur er misjafn og víða er verið að heyja þessa dagana á engjum og sumir eru að sarga upp há. En það er hver að verða síðastur með það, því fé kemur af fjalli 12. sept. — Þverárréttardagurinn er miðviku- daginn 13. sept. Berjaspretta er allgóð. Ungmennafélagið Brúin er starfandi félag í Hvítársiðu og Hálsasveit. Félagið er aðili að félagsheimilisbyggingu að Stór- Ási. Með dugnaði hefur því tekizt að halda sínum hlut í glæsilegu félagsheimili, sem félögin í þessum hreppum eiga sameiginlega. í sumar unnu félagar við útgáfu og sölu happdrættismiða. Dráttur fór fram 29. ágúst. Helztu vinning- ar voru 4 vetra hestur, veiðileyfr og dvöl í Húsafelli. Vinninga skal vitjað til Ingibjargar Daníelsdótt- ur, Fróðastöðum, Hvítársíðu. Númer útdreginna vinninga voru þessi: 1) 2341, 2) 335, 3) 1211, 4) 1629, 5) 1357, 6) 2302, 7) 383, 8) 2167, 9) 2731,10) 873,11) 1371,12) 1342,13) 526, 14) 585, 15) 1185, 16) 1264, 17) 2134,18) 2324 19) 1660, 20) 971. — Fréttaritari. Inúk í Þjóðleikhús- inu í Austiír-Berlín í lok mánaðarins NÆSTKOMANDI þriðjudags- og miðvikudagskvöld veröur Iiiúk sýnt í Þjóðleikhúsinu, en nú hefur verkið verið sýnt í 19 löndum yfir 230 sinnum alls. Rúmt ár er síðan þessi sýning var síðast á ferðinni, þá á listahátíðinni í Bergen. Verkið er ný sýnt á stóra sviðinu og er ástæðan sú að æfingar hafa staðið yfir vegna fyrirhugaðrar þátttöku í leiklistarhátíð í Aust- ur-Berlín í lok þessa mánaðar og jafnframt eru þá fyrirhugaðar nokkrar sýningar í skólum hér- lendis. Inúk fjallar um Eskimóa á Grænlandi og áhrif nútímans og vestrænnar siðmenningar á venjur og lifnaðarhætti íbúanna. Verkið er samið í hópvinnu undir stjórn Brynju Benediktsdóttur með að- stoð Haralds Ólafssonar mann- fræðings. í leikhópnum eru auk Brynju: Kristbjörg Kjeld, Helga Jónsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Ketill Larsen. Tæknimaður og sýningarstjóri er Þorlákur Þórðar- son. Sýningar á Inúk verða í Þjóðleikhúsinu n.k. þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Þjódleikhúskór- inn til Færeyja Þjóðleikhúskórinn heldur í dag, fimmtudag, í söngför til Færeyja, en hún er m.a. í tilefni 25 ára afmælis kórsins sl. vor. Er efnis- skrá ferðarinnar svipuð þeirri sem flutt var á afmælistónleikum í vor að viðbættum íslenzkum þjóðlög- um. Rúmlega 30 kórfélagar taka þátt í förinni og syngja nokkrir þeirra einsöng, en einnig eru með í ferðinni einsöngvararnir Guð- mundur Jónsson og Ingveldur Hjaltested. Söngstjóri er Ragnar Björnsson og Carl Billich annast undirleik. Fernir tónleikar eru ráðgerðir, tvennir í Þórshöfn og einir í Vogum og Fuglafirði. Þetta er önnur söngför kórsins til útlanda. Þjóðleikhúskórinn heldur í söngför til Færeyja f dag og kemur aftur til landsins á sunnudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.