Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 27 Eiga nemendur að ljúka skóla- námi ólæsir á myndmál? MORGUNBLAÐINU hafa borizt eftirfarandi ályktanir frá ráð- stefnu norræna mynd- og hand- menntakennara, sem haldin var í Danmörku í júlí sl.i Mynd- og handmennta- kennarar frá öllum Norður- löndum samankomnir á ráð- stefnu í Danmörku í júlí 1978 samþykkja að senda eftirfar- andi niðurstöður tii stjórn- valda, stjórnmálamanna og fjölmiðla á Norðurlöndum. Síðustu áratugi hefur mótast menningarmarkaður sem sérstak- lega er ætlaður börnum og unglingum. Að baki þessari þróun liggja fyrst og fremst gróðasjónarmið og hafa þau bæði ráðið útliti og innihaldi varnings þess sem á boðstólum er handa þessum aldurshópum. Vegna almenns áhugaleysis á menningarneyslu barna og unglinga verða þau þátttökulausir neytendur skemmtanaiðnaðar. Fé til annarra þátta menningar er af skornum skammti og eiga þeir því erfitt uppdráttar í samkeppni við verslunar2varning. Það hlýtur því að vera skylda þjóðfélagsins að skapa valkosti á móti markaðsefni því er flæðir yfir börn og unglinga. Með því að leggja til hjálpar- gögn svo sem fjármagn, tíma og starfslið er hægt að framleiða menningarefni fyrir þessa aldurs- hópa, efni sem á rætur í nánasta umhverfi barnsins og í menningu Norðurlanda og leggur skerf til mótunar barna, gerir unglinga að skapandi einstaklingum er geta bætt við fjölbreytta menningu lands síns, í stað óvirkra áhorf- enda skemmtanaiðnaðar. Mjög mikil ábyrgð á menningarþroska barna hvílir á skólunum. Þrátt fyrir það hafa námsgrein- ar sem eru mótandi fyrir þróun menningar svo sem mynd- og handmennt og tónmennt haft mjög rýran hlut í menntakerfinu. Mynd- og handmenntakennarar álíta að nú þegar verði að leggja stóraukna rækt við þessi menn- ingarsvið barna og unglinga, því meginhluti þess menningarefnis sem á boðstólum er í dag er myndefni. Vegna hins mikla hraða tækni- þróunar til framleiðslu og út- breiðslu myndefnis hefur mynd- málið sem tjáningarform fengið nýjar víddir. Þessu er því miður ekki gefinn gaumur í skólunum, þar er tími til myndkennslu mjög takmarkaður. Overjandi er hve tími til mynd- og handmenntakennslu er knapp- ur. Skólinn víkur sér undan þeirri skyldu að kenna nemendum að nota og þróa myndmálið. Geta ráðandi öfl þjóðfélagsins og skólayfirvöld látið viðgangast að nemendur ljúki skólanámi ÓLÆSIR á myndmál? Við álítum: að myndmálskennsla í skólum eigi að vera í hlutfalli við notkun mynda og útbreiðslu þeirra í þjóðfélaginu. að hver einstakur nemandi eigi kröfu til góðrar kennslu í mynd- og handmenntum og sem svari til þarfa hans. að skyldunámið verði því að ætla mynd- og handmenntum að minnsta kosti tvær kennslustundir í viku hverri á öllum aldursstigum og nemandafjöldi sé aldrei fleiri en 20 í senn. að stórauka verði rannsóknir á myndinni sem máli, mynduppeldi og notkun mynda í þjóðfélaginu. að hjálpargögn til valfrjálsrar mynd- og handmenntavinnu og náms utan skólans verði aukin og lögð að jöfnu við íþróttir og tónlist. Til umhugsunar: Eigum við gagnrýnislaust að láta börn okkar hlýða á og horfa á allt afþreyingarefni sem á boðstól- um er, vitandi að það getur haft varanleg skaðleg áhrif á þroska- feril þeirra. Neikvæð áhrif frá sjónvarpshnetti Eftirfarandi ályktun samþykkt af NK ‘78 sem er norræn ráðstefna er fjallaði um „Barnamenningu". Þátttakendur voru bæði mynd- og handmenntakennarar og kennarar í yngri deildum grunnskóla. Markmið ráðstefnunnar var að ræða myndkennslufræðilegar hug- myndir, rannsaka stöðu myndmáls barna í þjóðfélaginu og finna leiðir til að koma niðurstöðum til foreldra, kennara, starfsliðs og fjölmiðla og stjórnmálamanna. Meðal þeirra spurninga sem teknar voru til umræðu á ráðstefn- unni voru meðal annars áform um norrænan sjónvarpshnött. Sjónarmið fylgjenda sjónvarps- hnattar eru: I. Aukinn styrkur samnorrænnar menningar. II. Þeir sem hafa flust milli Norðurlanda geti fylgst með sjón- varpsdagskrá ættlands síns. III. Valkostir sjónvarpsáhorfenda verði fleiri. Ráðstefnan álítur að þessi rök fái ekki staðist. Hún álítur þess í stað, að áhrif frá norrænum sjónvarpshnetti myndu hafa mjög neikvæð áhrif — ekki síst á barnamenningar-sviði. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum varðandi útvarps- og sjónvarpsnotkun sýna að fjölmiðlar eru þýðingarmikill þáttur í lífi barna. I skýrslu starfshóps er rannsakaði efnið „Börnin og menningin" er kom nýlega út í Svíþjóð er notkuninni lýst á eftirfarandi hátt. Hljóðvarp og sjónvarp eru þeir fjölmiðlar sem börn nota mest. Börn 10—12 ára horfa á sjónvarp í nærri 2,5 stundir á dag meðan fullorðnir horfa einungis 1,5 stundir á dag. Börn horfa ekki einungis á „barnaefni". Þau horfa einnig á efni ætlað fullorðnum og sérstak- lega um helgar. Börn á aldrinum 9—14 ára eru fjölmennustu neytendur glæpa- og hasarmynda sem sýndar eru seint á kvöldin. % þess sjónvarpsefnis, sem keypt er handa börnum t.d. í Svíþjóð er innflutt fyrst og fremst frá enskumælandi löndum, sér- staklega frá Bandaríkjunum. Þeir alþjóðlegu auðhringar sem fram- leiða þetta efni hafa sjónarmið sem eru gagnstæð markmiðum grunnskólans. RAFRITVÉLIN MONICA Þetta er nýja rafdrifna ritvélin frá Olympia sem sökum nýrrar tækni er nú fáanleg ótrúlega fyrirferðalítil, ódýr og í þremur mismunandi litum. Hálft stafabil, 44 lyklar, 3 blek- bandsstillingar o.fl. sem aðeins er á stærri - - , gerðum ritvéla. « — ~ Fullkomin viógerða- “A'vJvuJ • » ' . og varahlutaþjónusta. 5 Otympia Intemational KJARAIM HF skrifstofuvélar & verkstæði - Tryggvagötu 8, sími 24140 Matthías Jónas Bjarnason. Landsmálafélagið Vörður efnir til almenns stjórnmálafundar um: „Efnahagsúrræði" vinstri stjórnarinnar Fundurinn verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal fimmtudaginn 14. september kl. 20:30. Málshefjendur: Matthías Á. Mathiesen, alþingismaöur. Guömundur H. Garðarsson, form. Verzlunar- mannafél. Reykjavíkur. Jónas Bjarnason, efnaverkfræöingur. Fundarstjóri: Ólafur B. Thors, borgarfulltrúi Fundurinn er öllum opinn. Sjálfstæðisfólk fjölmennið Mætum stundvíslega. Guðmundur Ólafur Súlnasalur — Fimmtud. 14. september — Kl. 20:30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.