Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978
17
Þegar
verksmiðjan
fer í gang...
Þjóðleikhúsið frumsýnir nýtt verk Jökuls Jakobs-
sonar um son skóarans og dóttur bakarans
„ÞETTA er örugglega viða-
mesta sýning sem ég hef sett á
svið," sagði Helgi Skúlason
leikstjóri í samtali við Morgun-
blaðið, en á morgun verður
frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýj-
asta leikrit Jökuls Jakobssonar,
Sonur skóarans og dóttir
bakarans, eða Söngurinn frá My
lai. „Það er leikið á óvenju-
marga strengi í þcssu verki,"
sagði Helgi ennfremur, „og það
varð að gæta þess að hver tónn
fengi að njóta sin eins mikið og
hægt var án þess að það raskaði
heildarmyndinni."
Jökull Jakobsson hafði verið
með verkið í smíðum í mörg ár og
var viðstaddur fyrstu æfingar
þess í vor áður en hann lézt. Það
er mun stærra í sniðum en fyrri
verk hans, og lýsir mannlífi í
heilu sjávarþorpi. Þar var eitt
sinn verksmiðja sem malaði
þorpsbúum gull úr forða hafsins,
en nú er verksmiðjan farin á
hausinn, allir fá skrifað hjá
kaupmanninum og menntamaður
staðarins gengur um á einum
skósóla og bíður enn eftir vís-
indastyrk frá Frans. Þá kemur
allt í einu heim í gamla plássið
sitt Jói, sonur skóarans, og með
honum ríkur maður úr útlandinu,
Kap. Sá síðarnefndi býðst til að
kaupa verksmiðjuna og koma öllu
atvinnulífi þorpsins í gang. Brátt
verður hjartsláttur þessa litla
staðar örari, bjartsýni ríkir og
það er aftur farið að dansa. En á
meðan heimsækir Jói dóttur
bakarans, og þau ræða það sem
hann fór út í heim að sækja. Og
smátt og smátt fara að heyrast
litlir hljómar úr annarri heims-
álfu, sem benda til þess að
hagsæld þorpsbúa sé ekki öll þar
sem hún er séð ...
Titilhlutverkin, son skóarans
og dóttur bakarans, leika Arnar
Jónsson og Kristín Bjarnadóttir.
Af öðrum stærstu hlutverkum
má nefna Fíu hótelstýru, sem
Kristbjörg Kjeld leikur, mennta-
manninn og konu hans, sem
Rúrik Haraldsson og Þóra Frið-
riksdóttir leika. Róbert Arnfinns-
son og Bryndís Pétursdóttir leika
oddvitann og konu hans, og
Erlingur Gíslason leikur Kap.
Tveir nýliðar úr Leiklistarskóla
íslands, Edda Björgvinsdóttir og
Emil Guðmundsson, leika einnig-
stór hlutverk. Fjöldi annarra
leikara koma fram í sýningunni,
svo og hljómsveitin Melchior.
I leikskrá við sýningu Þjóðleik-
hússins er birt grein, eftir Fríðu
A. Sigurðardóttur, sem er unnin
upp úr kandidatsritgerð hennar í
bókmenntum. Þar segir m.a.:
„Margt hefur verið ritað um
leikrit Jökuls Jakobssonar og
menn sjaldnast orðið sammála;
einum fundist það innantómt
rugl sem öðrum varð speki. Ef til
vill er ekki við öðru að búast
þegar um er að ræða höfund sem
hann, er vildi ná eyrum samtíðar
sinnar án aðferða áróðursmanns-
ins, sem er með allar lausnir
Oddvitinn (Róbert Arnfinnsson) ræðir við kaupmanninn (Flosa
Ólafsson)i „Ég skal nú trúa þér fyrir einu, geyið mitt, ef þú
lætur það ekki fara lengra> við hérna í þessu plássi hefðum ekki
mikið uppúr því þó heimurinn yrði frelsaður."
mannlífsins upp á vasann. Leikrit
Jökuls hafa engar slíkar lausnir,
engin auðveld svör eða endanleg.
Þvert á móti. Þau birta ákveðinn
samfélagsveruleika, ákveðinn
heim, sem áhorfandinn verður
sjálfur að taka afstöðu til. Þau
sýna í stað þess að boða“.
Sviðsmynd úr sýningunni. Leikmynd er eftir Magnús Tómasson.
Tveir ókunnir menn koma í þorpið og staðan breytist. F.v. Karl Roth
Karlsson, Haraldur Ilrafnsson, Róbert Arnfinnsson og Rúrik Ifaraldsson.
sem menntamaðurinn í þorpinu.
Dagskrá
urn Ibsen í
Norrœna
húsinu
Á ÞESSU ári eru liðin 150 ár
frá fæðingu Henriks Ibsens. Er
afmælisins minnst á margvís-
legan hátt hér á landi.
Norræna húsið hefur boðið
Toril Gording, leikkonu við
Þjóðleikhúsið í Ósló, að koma
hingað og flytja dagskrá um
Ibsen er nefnist „Bergmannen i
norsk digtning". Leikkonan flyt-
ur þar þætti úr Brandi, Pétri
Gaut, Brúðuheimilinu, Þjóðníð-
ingnum og fleiri leikritum er
lýsa því, hvernig Ibsen leit á
sjálfan sig og köllun sína sem
leikritahöfundar og þjóðfélags-
gagnrýnanda. Þessi dagskrá
verður flutt í Norræna húsinur
kvöld og hefst kl. 20.30.
Þjóðleikhúsið minnist afmæl-
is Ibsens með því að setja á svið
eitt verka hans, Máttarstólpa
þjóðfélagsins, en auk þess
verður sett upp sérstök Ib-
sen-sýning í Kristalssal. Út-
varpið lét fyrr í vetur flytja
dagskrá um Henrik Ibsen og
verk hans, en auk þess var flutt
leikrit hans Konungsefnin.
Sjónvarpið mun hins vegar hafa
í hyggju að endursýna síðar í
þessum mánuðUupptöku sína á
Heddu Gabler,
Loks hefur verið opnuð í
anddyri Landsbókasafnsins við
Hverfisgötu sýning á verkum
Henriks Ibsen í tilefni 150 ára
afmælisins. Er hún opin virka
daga kl. 9 til 19, nema á
laugardögum kl. 9 til 16.
Sýning á
myndum frá
þjoðleik-
húsi Breta
Á MORGUN verður opnuð í
Kristalsal Þjóðleikhússins ljós-
myndasýning frá breska þjóðleik-
húsinu. þar sem brugðið er upp
myndum af leikhúsbyggingunni
nýju og starfseminni þar.
Hin nýja leikhúsbygging, sem í
rauninni eru þrjú leikhús, var
tekin í fulla notkun fyrir hálfu
öðru ári. Hefur leikhúsið vakið
mikla athygli og þykir merkur
áfangi í sögu breskrar leiklistar.
Leikhússtjóri breska þjóðleikhúss-
ins er Peter Hall. Arkttekt bygg-
ingarinnar er Denys Lasdun.
Þessar ljósmyndir verða til sýnis í
Kristalsal eitthvað fram eftir
hausti.