Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 andstæðingar kommúnista. Einn þeirra er Umberto Agnelli, bróðir stjórnarfor- manns Fiats. Eitt helzta takmark þessa hóps er að vega upp á móti vaxandi völdum Andreottis í flokknum. Andreotti var lengi keppinaut- ur Moros og Moro taldi hann bera lítið skynbragð á stjórn- mál. En þrátt fyrir þessa skoðun Moros tókst honum hvað eftir annað að torvelda tilraunir Moros til að veita kommúnistum aðild að ríkis- stjórn. I júlí tryggði Andreotti kosningu gamalreynds sósíal- ista, Andro Pertini, í stöðu forseta, sem er valdalítil virð- ingarstaða, og sú kosning gerði Andreotti sjálfum kleift að halda áfram að stjórna Italíu. í síðasta mánuði gerði hann bandalag við leiðtoga stærsta flokksbrots kristilegra demó- krata Flaminio Piccoli, með því að styðja hann í stöðu flokksritara. Andreotti er sagður mjög ánægður með úrslit páfakjörs- ins. Luciani kardináli staðfesti andúð sína á kommúnisma í skriflegum skoðanaskiptum við Berlinguer fyrr á þessu ári og hann er því bandamaður Andreottis, en ólíklegt er talið að hann muni fylgja sjálf- stæðri pólitískri stefnu. Með stuðningi Piccolis hefur Andreotti tryggt sér svo mikil völd í flokknum að það á sér enga hliðstæðu síðan De Gasperi lézt 1953. Hinn aldni forystumaður kristilegra demókrata, Amintore Fanfani, hefur einangrazt og aðalverka- lýðsleiðtogi flokksins, Carlo Donat-Cattin, er náinn banda- maður forsætisráðherrans. Tveir keppinautar Andreottis, Giovanni Leone og Mariano Rumor, eru grunaðir um spill- ingu. Andreotti virðist ósigr- andi. á uppleið Þrátt fyrir þetta gætir mikillar bjartsýni í flokki kristilegra demókrata um þessar mundir. Astæðan er sú að samkvæmt skoðanakönnun, sem hefur verið gerð á vegum flokksins, fengi hann 44% atkvæða í þingkosningum ef þær færu fram nú eða meira en nokkru sinni síðan 1948 þegar kristi- legir demókratar urðu ráðandi afl í ítölskum stjórnmálum undir forystu Alcide de Gasperi. Skoðanakönnunin bendir einnig til þess að sósíalistar fengju 15% at- kvæða, sem er meira en nokkurn órar fyrir, en fylgi kommúnista hrapi úr 35 af hundraði í 25. Giulio Andreotti forsætisráð- herra og Filippo Maria Pand- olfi fjármálaráðherra eru von- góðir um að takast muni að fá verkalýðshreyfinguna til að fallast á þriggja ára kaupbind- ingu og niðurskurð ríkisút- gjalda í samningaviðræðum, sem eiga að fara fram í næsta mánuði. Ef það tekst ekki gæti farið svo að efnt yrði til nýrra þingkosninga. En innanflokkserjur geisa í flokki kristilegra demókrata Andreotti á tali við Walter Mondale. varaforseta Bandaríkjanna. og sendiherra Bandarikjanna. Richard Gardner. í Palazzo Chigi. nú þegar hagur hans virðist vera að vænkast. Andreotti vill að sósíalistar eflist á kostnað kommúnista, en aðrir óttast að endurnýun sósíal- istaflokksins geti orðið til þess að þeir komist í þá aðstöðu að geta myndað stjórn án hlut- deildar kristilegra demókrata. Þennan valkost hafa kommún- istar í raun og veru aldrei getað boðið upp á. Andstæðingar sjónarmiðs Andreottis vilja fela minni- háttar ráðherraembætti kommúnistum, sem þeir telja að kristilegum demókrötum stafi engin alvarlega hætta frá nú orðið. Vinstrisinnaðir kristilegir demókratar, sem aðhyllast þessa skoðun, halda því fram að þetta muni auð- velda kommúnistaleiðtoganum Enrico Berlinguer að hafa taumhald á óbreyttum flokks- mönnum, sem vilja óðir og uppvægir hverfa frá tiltölu- lega hófsamri stefnu hans. Forystumenn samvinnunnar við kommúnista, hins svokallaða „sögulega samkomulags", fylkja sér um ritara kristilega demókrataflokksins, Beningno Zaccagnini, sem nýtur mikilla vinsælda, en er ekki talinn mikill bógur. í þessum hópi eru nánasti ráðunautur Zaccagninis, Guido Bodrato, og aðstoðarritari flokksins, Giovanni Galloni. Þeir eru allir fyrrverandi stuðnings- menn Aldo Moros, flokksfor- setans sem var myrtur. Þeir njóta lítils fylgis óbreyttra flokksmanna, en hafa á bak við sig nokkra unga iðnrek- endur og „tæknikrata", sem komust á þing í kosningunum 1976 og voru áður eindregnir Andreotti A þessu ári hefur verið stjórn- arkreppa á Italíu, forseti Kristilega demókrataflokksins hefur verið myrtur, forsetinn varð að segja af sér við lítinn orðstír, samdráttur hefur aldrei verið meiri í efnahags- málum landsins frá stríðslok- um, pólitískt ofbeldi hefur aukizt jafnt og þétt og páfinn andaðist. íslenzkir aðventistar sendu 12 millj. til þróunarhjálpar erlendis HÉR Á LANDI er staddur um þessar mundir Odd Palmer Jordal, sem er yfirmaður þróunarhjálpar Sjöunda dags aðventista til að kynna starfsemi þessa og leita eftir frekari stuðningi Islendinga við hana. Söfnuður aðventista á íslandi safnaði á síðasta ári um 12 milljónum króna til þessa hjálparstarfs og starfa nú 8 íslendingar við þróunarhjálp og kristniboð á vegum aðventista. Odd Palmer Jordal var um nokkurra ára skeið yfirmað- ur hjálpar- og kristniboðs- starfs aðventista í Eþíópíu, og í 13 ár starfsmaður aðventistakirkjunnar í Sví- þjóð, en starfar nú sem framkvæmdastjóri hjálpar- starfs aðventista í Vest- ur-Afríku. í samtali við fréttamenn kom fram að starf hans er einkum fólgið í því að kynna sér hvers konar hjálpar er þörf í hinum ýmsu löndum og leita eftir stuðn- ingi við söfnuði aðventista í Evrópu, bæði hvað snertir mannafla og fjármuni. — Ferð mín hingað til íslands er m.a. til þess að segja frá því sem verið er að gera í hjálparstarfinu út um heim og hvetja fólk hér til þess að leggja af mörkum til þess og leita jafnframt eftir starfsmönnum og líklegt er nú að 3 íslendingar til viðbótar fari til starfa í Vestur-Afríku á næstunni. Þá höfum við rætt við ráða- menn íslenzku þróunarhjálp- arinnar og falast eftir stuðn- ingi hennar þar sem við bjóðum fram okkar starfs- krafta og starfsstöðvar, ef P>á Efri Volta. en hún vildi leggja einhverja fjármuni til þróunarhjálpar gegnum starf okkar. Odd Palmer Jordal sagði að sænska, norska og finnska þróunarhjálpin hefði veitt allmiklum fjárupphæðum til hjálparstarfs aðventista og hefði það sýnt sig að þeir fjármunir hefðu nýtzt vel, fjármunir sem lagðir væru í Odd Palmer Jordal yfirmaður þróunarhjálpar aðventista í Vest- ur-Afríku. hjálparstarf sem unnið væri af hugsjón nýttust oftlega betur en þegar væri um að ræða hina hefðbundnu þró- unarhjálp. Þá sagði Odd Palmer Jor- dal að höfð væri samvinna við stjórnvöld í hverju landi og væri stefnan sú að gera fólki kleift að hjálpa sér sjálft. Nefndi hann sem dæmi að þegar gerðir væru brunnar væri byggingarefnið lagt til, en ekki ráðist í framkvæmdir nema þeir sem nota ættu brunninn legðu sitt af mörkum í vinnu og tækju að sér að vinna verkið. Með því móti væri tryggara að fólkið notfærði sér það sem gert væri því til hjálpar og þá fyndist því sem þetta væri þeirra verk, fremur en ef allt væri rétt upp í hendur fólksins. Þá værí reynt að kenna ýmislegt varðandi ræktum landsins, betri nýt- ingu þess t.d. með áveitum o.fl. og í sambandi við heil- brigðismál væri lögð mest áherzla á fyrirbyggjandi að- gerðir og heilsuvernd. Að lokum sagði Odd Palm- er Jordal að aðventistar legðu áherzlu á andlega og líkamlega velferð mannsins og þess venga væri þróunar- hjálp svo ríkur þáttur í þeirra kristniboðsstarfi. Með aukinni menntun fólksins væri stefnt að því að gera það hæfara til að lifa í sínu eigin landi, en reynt væri að forðast að senda fólk á skóla erlendis, því þá væri sú hætta fyrir hendi að það sneri ekki aftur, þegar það sæi að það gæti e.t.v. búið við betri kjör í öðrum löndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.