Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 5 Magnús Kjartansson: Maður í hjólastól getur ekki setið á Alþingi Islendinga „ÉG var nú aðallega að tala um starfsaðstöðuna og einnig and- ann í þjóðfélaginu,“ sagði Magnús Kjartansson er Mbl. innti hann eftir þeim ummæl- um sem hann lét falla á blaðamannafundi. sem Sjálfs- björg hélt í fyrradag, þess efnis, að „ef hliðstæða Roosevelts hefði fæðzt hér á íslandi hefði hann verið settur út í horn. Fatlaður maður getur ekki starfað á Alþingi Islendinga“. Sagði Magnús að í tilvísuninni til Alþingis hefði hann í huga mann, sem bund- inn væri af hjólastól. „Það var æði lengi sá andi ríkjandi, bæði hjá fötluðum sjálfum og öðrum, að fatlað fólk ætti helzt ekki að láta sjá sig á almannafæri," sagði Magnús. „Þessi viðhorf eru að vísu stöðugt að breytast en ég get sagt nýlega sögu til dæmis um þennan anda. Eg var staddur í Kaupmanna- höfn fyrir tveimur árum og langaði mig þá að fara í Tívolí eins og alla sem til Kaupmanna- hafnar koma. Ég hringdi í Tívolíið og spurði hvort þeir gætu hjálpað mér með hjólastól en svarið vaí nei. Stólinn fékk ég svo hjá samtökum fatlaðra en þegar ég fór að spyrjast fyrir um þetta í Tívolíinu var mér sagt að til skamms tíma hefði fötluðu fólki í hjólastól verið bannaður aðgangur vegna þess að Tívolí væri skemmtistaður og það mætti ekki eyðileggja ánægju hinna heilbrigðu með því að láta fatlað fólk bera fyrir augu þeirra. Varðandi Alþingi Islendinga er það að segja, að maður 1 hjólastól getur alls ekki starfað þar, þar sem ekkert tillit er tekið til hans varðandi skipulag í húsinu. Það er ekki nema eitt þinghús á Norðurlöndum þar sem til þess er hugsað að maður í hjólastól geti starfað þar og það er í Stokkhólmi. Hvað sjálfan mig varðar persónulega þá er fötlun mín ekki meiri en svo að ég gæti starfað á Alþingi. Ég kemst upp og niður tröppur. Ég var ein- róma beðinn um að fara í framboð við síðustu kosningar. En ég hafnaði því af persónuleg- um ástæðum. Ég hef nefnilega alltaf verið þeirrar skoðunar að Magnús Kjartansson. þingmaður eigi ekki eingöngu að sinna störfum innanhúss í Alþingi heldur þurfi hann einn- ig að vera í stöðugu sambandi við lífið utan þess. Ég sá fram á það að sem þingmaður yrði ég lítið meir en innanstokksmunur í Alþingi, þar sem ég gæti lítið sem ekkert sinnt því að halda sambandinu utan Alþingis. Ég hef alltaf verið gefinn fyrir alþingi götunnar eins og allir vita og það var vegna þess að ég sá fram á það að ég gæti ekki rækt mína þingmennsku sem ég vildi ekki halda áfram setu á Alþingi Islendinga." Aðgerðir fatlaðra: Undirbúningur í fullum gangi AÐGERÐIR Sjálfsbjargar. félags fatlaðra í Reykjavík, halda áfram og í gærkvöldi var haldinn fundur f Sjálfsbjargarhúsinu með verkalýðshrcyfingunni. Sjálfsbjörg fór fram á aðstoð verkalýðshreyfingarinnar vegna gerðar kröfuspjalda sem fatlaðir hyggjast bera í göngunni sem verður farin á þriðjudaginn. Magnús Kjartansson, fram- kvæmdastjóri þessara aðgerða, kvað verkalýðshreyfinguna sér- fróða í þessum efnum og því hefði verið leitað til hennar um aðstoð en ráðgert er að fatlaðir sjálfir vinni spjöldin og vcrða þau unnin í Rcykjalundi, Grensásdeild og Landspitalanum. Mikill áhugi virðist vera meðal fatlaðra á göngunni en forráða- menn hennar hafa haft samband við fólk í Reykjalundi og Grensásdeild og voru undirtektir það góðar að þeir vonast til að flest allir fatlaðir taki þátt í göngunni á þriðjudaginn kemur. Portisch enn efstur á Interpol- ismótinu Frá Friðriki ólafssyni á Interpolisskákmótinu. NÚ ER lokið 10 umferðum á Interpolismótinu og enn er Portisch í efsta sæti með 6V2 vinning, en næstur kemur Timman með 6 vinninga. í ní- undu umferð urðu úrslit þessi. Ljubojevic 1 — Portisch 0, Dzindzichashvili 1 — Ribli 0, Hiiebner 1 — Spassky 0. Sosonko '/2 — Larsen '/2, Browne '/2 — timman V2, Miles V2 — Hort V2. I tíundu umferðinni urðu úrslit þessi: Portisch V2 — Hort V4, Timman '/2 — Miles V2, Larsen V2 — Browne V2, Spassky 1 — Sosonko 0, Ribli V2 — Húebner V2, Ljubojevic % — Dzindzichasvili '/2. Eins og fyrri segir er Portisch efstur og Timman síðan með hálfum vinningi minna. í þriðja sæti er Dzindzichasvili með 5 V2 vinning, í fjórða til níunda sæti eru spassky, Húebner, Miles, Hort, Browne og Larsen með 5 vinninga, tíundi er Ljubojevic með 4V2, vinning, ellefti er Sosonko með 4 vinninga og tólfti Ribli með 3V2 vinning. Erindi í Norræna- húsinu r „Urelt að tækni- framfarir geri mennina ham- ingjusama” BÓKIN „Oprör fra midten“ kom út í Kaupmannahöfn í vor og vakti hún athygli þar í landi. Bókin seldist í yfir 50 þús. eintökum fyrstu vikurnar. Hún kom af stað umræðum, sem ekki sér fyrir endann á, um það hvernig leysa megi vandamál iðnaðarsamfélags á óhefðbundinn hátt. Höfundar bókarinnar, sem eru þrír (Niels I. Meyer prófessor, rithöfundurinn Villy Sörensen og stjórnmálamað- urinn K. Helveg Petersen), setja þar fram þá skoðun, að sú pólitíska kenning, að tæknifr.im- farir geri mennina hamingju ma, sé orðin úrelt — tíminn haf itt það í Ijós. Einn höfundanna, N ?ls I. Meyer, kemur til landsim :m miöjan mánuðinn og reifar þt ar skoðanir í erindi í Norræna hú iu mánudaginn 18. september kl. 20.30. Hljómplötuútsalaix er í fullum gangi aðsuðutwSS ^ ... Allar tegundir tonlistar i miklu urvali. Einnig fjölbreytt úrval af kassettum. Verðið er stórlækkað. Allt að 70% afsláttur Nú er tækifærið að gera góð kaup. FÁLKIN N Suðurlandsbraut 8 sími 84670. Laugavegi 24, sími 18670. A útsölunni eru meöal annars: ABBA STRANGLERS GENESIS SANTA ESMERALDA BIG BALLS AND GREAT WHITE IDIOT BELLIE EQOQUE MISS BROADWAY NEIL DIAMOND GREATFUL DEAD GRATE BOOGEI NIGHTS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.