Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 39 • Hálfdán Örlygsson átti góða spretti í leiknum í gærkvöldi. Hér berst hann um knöttinn við aust- ur-þýzkan leikmann. Heitt í kolun- um hjá Holbæk STEFÁN Örn Sigurðsson hefur nú leikið tvo leiki með Holbæk og staðið sig vel í þeim báðum. Leikir þessir eiga örugglega eftir að verða honum lengi minnisstæðir því leikmenn Holbæk hafa í báðum þessum leikjum fengið að sjá rauða spjaldið. í síðustu viku var markvörðurinn Benno Larsen rekinn af v.elli í 4i3 sigurleik á móti Vanlöse. Á sunnudaginn lék liðið á heimaveili á móti Lyngby og þá tók ekki betra við. tveir leikmanna Holbæk voru reknir útaf og þrír leikmanna liðsins fengu gula spjaldið. þeirra á meðai Stefán Örn Sigurðsson. Eigi að síður náði liðið 1>1 jafntefli og verður að telja það vel af sér vikið. Benno markvörður iiðsins átti snilldarleik og bjargaði öðru stiginu í höfn. Stefán Örn, sem í ár var meðal markahæstu leikmanna 2. deildar, leikur sem bakvörður hjá sínu danska félagi. í blaðaviðtali ný- lega segir Stefán að hann hafi yfirleitt leikið sem varnarmaður og honum líki bezt sem bakvörður. í sumar hafi félag hans á íslandi vantað sóknarmenn og því hafi hann verið settur í framlínuna. Knattspyrnan á íslandi er harðari en í Danmörku, en hins vegar er knattspyrnan hraðari hér í landi, sagði Stefán Örn. Herfölge, lið Atla Þórs Héðins- sonar, hefur nú sex stiga forystu í þriðju deildinni og ekkert virðist geta komið í veg fyrir sigur liðsins í deildinni. Liðið hefur aðeins tapað tveimur af 21 leik sínum í deildinni. Atli er meðal marka- hæstu leikmanna þriðju deildar- innar með 7 mörk. Áhorfendur að leikjum þriðju deildar eru yfirleitt á bilinu 200—500 og ekki fær maður skilið hvernig hægt er að reka atvinnuknattspyrnu með slíkri aðsókn. - áij. Holbæk er nú um miðja 2. deildina með 21 stig eftir 22 leiki, en efstu liðin eru AaB og Ikast með 30 og 29 stig. Neðsta liðið er Brönshöj með 13 stig. Níu leikir eru eftir í deildinni í ár. Vejle hefur nú fimm stiga forystu í 1. deildinni, með 33 stig eftir 22 leiki. AGF er með 28 stig, en þrjú eru jöfn með 27 stig, OB, B 1903 og Esbjerg. Nú er rætt um þjálfara Vejle, Poul Erik Beck, sem líklegan þjálfara áhuga- mannalandsliðs Dana. Danir ætla sér að komast í úrslit Ólympíuleik- anna í Moskvu með áhugamenn sína og ætti það að vera þeim mögulegt því vitað er að margar þjóðir V-Evrópu senda ekki lið til ÓL-undankeppninnar. I neðsta sæti 1. deildarinnar í Danmörku er Köge með 13 stig. Þetta eina áhugamannalið deildarinnar hefur þó sótt mjög í sig veðrið að undanförnu og Randers Freja er aðeins með 2 stigum meira. Þjálfari þess liðs er Pfeiffer, sem á sínum tíma þjálfaði KR hér á landi og síðar m.a. austurríska liðið Eisenstadt, sem Hermann Gunnarsson lék með. VALSMENN NÆR SIGRI VALUR og F.C. Magdeburg gerðu jalntefli 1 — 1 á Laugardalsvellinum í gærkvöldi í Evrópukeppni bikarhafa. Valsmenn voru íslenskri knattspyrnu til mikils sóma. þeir léku sinn besta ieik í sumar. og ekki hefði verið ósanngjarnt að þeir hefðu gengið með sigur af hólmi í viðureigninni við hina þrautþjálfuðu austur-þýsku atvinnumenn. Sýndu þeir aidrei neina minnimáttarkennd og léku á köflum mjög góða knattspyrnu. A 55. mínútu leiksins áttu Valsmenn miiguleika á að ná forystu er Ingi Björn komst einn innfyrir vörn Magdeburg. en markverðinum tókst að bjarga á síðustu stundu. Ekki er gott að segja hvernig ieikurinn hefði endað ef Inga Birni hefði tekist að skora. Lið Vals lék þennan leik mjög skynsamlega og yfirvegað. Léku þeir fyrri hálfleikinn frekar rólega og vörðust vel. Var varnarleikur þeirra góður, og öðru hverju brá fyrir góðum skyndisóknum. Allan ieikinn börðust Valsmenn af mikl- um dugnaði, og ef einhver missti mann innfyrir sig eða gerði mistök var ávallt annar til staðar. Liðs- samvinna eins og best verður á kosið. Hafa Valsmenn bætt enn einni rauðri rós í hnappagatið með þessari glæsilegu frammistöðu sinni í Evrópukeppninni. Daufur fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikur í leiknum í gærkvöldi var frekar rólegur af hálfu beggja liða. Fyrstu 15 mínútur hálfleiksins var sem leikmenn væru að þreifa fyrir sér um styrk andstæðinganna. Var boltinn látinn ganga rólega á milli manna og enginn fór sér óðslega. Það var fyrst á 5. mín. að Valsmenn áttu sókn sem skapaði tækifæri en markvörður Þjóðverja var ekki i vandræðum með lausan skalla frá Atla. Fyrsta tækifæri Þjóðverjanna kom á 12. mín er Jurgen Sparwasser átti gott skot rétt utan vítateigsins en Sigurður varði í horn. Sóttu liðin nú á víxl án verulega hættulegra marktæki- færa. Það var ekki fyrr en 22. mín. leiksins að Valsmenn áttu gott tækifæri er Guðmundur Þor- björnsson fékk boltann inni í vítateignum en hann slæddi hend- inni í boltann og tækifærið rann út í sandinn. Á 25. mínútu fyrri hálfleiksins sýndi Sigurður Haraldsson hvers hann er megnugur, er hann bjargaði meistaralega skoti af stuttu færi frá Detlef Raugust, tókst Sigurði að slá fast skot hans yfir þverslána á síðasta augna- bliki. Vörn Vals var vel á verði og valdaði vel framlínumenn Magde- burg og gaf þeim aldrei frið. Varð það til þess að þeim tókst ekki að skapa sér veruleg marktækifæri í hálfleiknum. Valsmenn náðu góðu upphlaupi á 39. mínútu sem endaði með því að Albert renndi boltan- um út til Hálfdáns sem skaut þrumuskoti en markvörður Magdeburg varði vel. Valsmenn nær sigri Síðari hálfleikur var mjög fjörugur og líflegur frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Á 55. mínútu leiksins fékk Ingi Björn góða sendingu og tókst að vippa knettinum með tánni yfir varnar- leikmann og komast einn inn fyrir vörnina. Brunaði Ingi að markinu og átti aðeins markvörðinn eftir. í stað þess að reyna skot framhjá markverðinum freistaði Ingi þess að renna knettinum undir hann, en hann var eldsnöggur út á móti, kastaði sér niður og bjargaði vel. Var sárgrætilegt að sjá þetta stórgóða marktækifæri renna út í sandinn því að ekki er gott að segja hvernig leikurinn hefði þróast ef Valur hefði náð forystu. Það mátti og heyra miklar von- brigðastunur frá áhorfendum sem risið höfðu úr sætum af spenningi er Inga mistókst. Aðeins þrem mínútum síðar lék lánið við leikmenn Magdeburg er þeim Wolfang Steinback og Joachim Streich tókst að prjóna sig í gegn um vörn Vals með laglegum samleik og rétt utan markteigs skorar Streich óverj- andi fyrir Sigurð markvörð. Ekki var nein uppgjöf í Valslið- inu þrátt fyrir markið. Þvert á móti lifnaði enn frekar yfir liðinu og á 64. mínútu munar aðeins hársbreidd að Valur jafnaði þegar einn af varnarmönnum Magde- burg tókst að bjarga á línu, eftir góðan skalla Atla Eðvaldssonar. Þarna lék lánið svo sannarlega við Magdeburg. Valsmenn fengu horn- spyrnu skömmu síðar og Dýri náði að skalla, en rétt yfir þverslá! Valsmenn sóttu áfram og upp- skáru eins og þeir sáðu. Á 69. mínútu er dæmd vítaspyrna á Magdeburg. Atli átti í höggi við varnarmann inn í vítateig og fær slæma bakhrindingu, og dómarinn dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Er óhætt að fullyrða að taugar allra áhorfenda voru þandar til hins ýtrasta er Ingi Björn fyrirliði Vals hljóp að knettinum. Skot Inga var fast og hnitmiðað og fögnuðu áhorfendur innilega þegar boltinn þandi út netmöskvana. Valsmenn höfðu jafnað leikinn. Það sem eftir var leiksins skiptust liðin á að sækja en hvorugu tókst að skora. Valsmenn áttu tvö góð marktækifæri. Það fyrra kom á 70. mínútu og munaði þá minnstu að Albert tækist að komast í gegn en hann missti boltann of langt frá sér á síðasta augnabliki. Og á 80. mínútu fer boltinn rétt framhjá stönginni eftir hörkugott skot Guðmundar Þorbjörnssonar sem brunað hafði upp völlinn og skotið frá vítateigslínu. Liðin Allir leikmenn Vals eiga hrós skilið fyrir þennan leik. Þó var góður varnarleikur aðall liðsins. Dýri, Sævar, og Grímur börðust allir eins og ijón og gáfu hvergi eftir. Þá áttu þeir Álbert Guö- mundsson, Hörður Hilmarsson og Ingi Björn allir stórleik, voru þeir sívinnandi allan leikinn og óhræddir við að fara í návígi við hina sterku þýsku leikmenn. En þegar á heildina er iitið er það fyrst og fremst hin góða liðssam- vinna sem skapaði þennan góða árangur. Lið FC Magdeburg er mjög vel leikandi, og knattmeðferð leik- manna er góð. Er undirritaður sannfærður um að hin mikla mótspyrna Vaismanna hafi komið Magdeburg mjög á óvart og hafi gert það að verkum að liðið náði ekki að sýna sínar bestu hliðar. þr. Sigurlás undir smásjánni í N- frlandi í kvöld □ □ Belfast 13. september Frá Colin McAlpin. fréttaritara MorKunblaðsins □ □ SIGURLÁS Þorleifsson verður mjög í sviðsljósinu annað kvöld. fimmtudag. er Vestmannaeyingar leika síðari leik sinn við Glentoran í UEFA-keppninni hér í Belfast. Sigurlás gerði n-írsku varnarmönnunum mjög erfitt fyrir í leik liðanna í Kópavogi á dögunum og var óheppinn að skora ekki. Fiskisagan flýgur hratt ef fréttist um góðan leikmann og hróður Sigurláss hcfur borizt til Skotlands og Englands og vitað er um nokkra njósnara frá brezkum liðum sem fylgjast munu með leiknum. Sigurlás hefur sagt að hann hafi mikinn áhuga á atvinnumennsku og leikurinn annað kvöld getur verið góður. stökkpallur fyrir hann í atvinnumennskuna. — Sigurlás hefur mikinn áhuga á að leika í Bretlandi og góður leikur gæti fært honum góðan samning, sagði Skinner þjálfari IBV í samtali við undirritaðan í dag. — Lið Glentor- an átti í miklum erfiðleikum í fyrri leik liðanna og við ætlum okkur að gera þeim enn erfiðara fyrir í seinni leiknum. Ég var ánægður með mína menn í leikn- um í Kópavogi, þ.e.a.s. með allt nema mörkin. Ég vona að þau komi á fimmtudagskvöldið og maður eins og Sigurlás, sem ætti þegar að hafa marga landsleiki að baki, er ávallt skeinuhættur hverri vörn, segir Skinner. Ovíst er hvort Vestmannaeying- ar géta stillt upp sínu sterkasta liði, en Tómas Pálsson hefur átt við meiðsli að stríða að undan- förnu og Karl Sveinsson hefur enn ekki náð sér fyllilega af meiðslum, sem hann hlaut í síðasta leiknum í 1. deildinni. Meginhópur Vest- mannaeyinganna kom hingað til Belfast í morgun, en fimm leik- mantia liðsins, sem ekki komust með morgunvélinni, voru væntan- legir í kvöld. í kvöld ætluðu leikmenn ÍBV að sjá leik Linfield og Lilleström frá Noregi í Evrópu- keppninni, en taka síðan létta æfingu í fyrramálið. Tveir leikmenn Glentoran voru í síðustu viku seldir til Derby County, þeir Kaskey og Moreland. Kaupverð þeirra nam 90 þúsund pundum. Þeir leika þó með á móti ÍBV, en það var sett sem skilyrði við undirritun samningsins. Leik- ur ÍBV og Glentoran hefst klukkan 18 að íslenzkum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.