Morgunblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 100 kr. eintakið.
Neyzluvenjur og
nauðsynjavörur
Neyzluvenjur í þjóðfélaginu hafa breytzt. Ymislegt
telst nú til daglegra þarfa, sem áður þótti munaður.
Þetta veldur því, að hugtakið „nauðsynjavörur“ er ekki
eins skýrt afmarkað í hugum manna og þá og raunar
ógjörningur að festa hendur á því. Af þessu leiðir, að það
hlýtur ávallt að skapa nýtt og aukið misrétti, þegar
stjórnvöld með aðgerðum í skatta- og tollamálum fara að
segja fólkinu, hvað það skuli gera eða láta ógert.
Með efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar var
ákveðið, að söluskattur skyldi afnuminn af öllum
matvörum. Þetta var pólitísk en ekki efnahagsleg
ákvörðun, tekin vegna þess, að matvörur vega mjög þungt í
vísitölunni. Þessi leið var því ódýrari en aðrar til þess að
spila á vísitöluna. Slíkt er ekkert nýtt hér á landi, heldur
hefur það lengi viðgengizt og ekki verið talið til
fyrirmyndar.
í þessu sambandi er rétt að menn geri sér grein fyrir því,
að áður var búið að fella söluskatt niður af margvíslegum
matvælum svo sem öllum mjólkurvörum, brauði og
brauðvörum, eggjum, kartöflum og grænmeti, nýjum
ávöxtum, hvers konar kexi, kaffi, te og þvílíkum drykkjum.
Hins vegar hefur verið talið, að í framkvæmdinni fylgi því
miklir erfiðleikar að fella niður söluskatt af kjöti og
kjötvörum og bjóði raunar söluskattsvikum heim. Þess
vegna var sá kostur valinn að greiða lambakjötið niður
sem svaraði söluskattinum. En þetta er álitamál, og
gagnvart neytandanum kemur það í einn stað niður, hvor
leiðin er farin.
Þeir, sem hafa unnið hjá opinberum aðilum og ýmsum
stórfyrirtækjum, hafa margir búið við þau sérstöku
hlunnindi að fá mat sinn niðurgreiddan, og hefur ekki
verið greiddur söluskattur sérstaklega af slíkri þjónustu.
Nú þegar búið er að taka af skarið um það, að söluskattur
skuli ekki innheimtur af matvöru, leiðir það af efni máls,
að svo skuli vera í öllum tilvikum. Otal margir — oft
einhleypt fólk eða einstæðingar — eiga ekki annars kost en
borða aðra máltíðina eða báðar á opinberum veitingahús-
um. Þessu fólki er nú ætlað að greiða söluskatt af mat
sínum eins og áður, og liggur þó fyrir að slíkir
lifnaðarhættir eru mjög dýrir og ganga nærri mörgum.
Misrétti og ranglæti af þessu tagi verður að uppræta. Og
skiptir í því sambandi ekki máli, hver sé staða þessa fólks
gagnvart vísitölunni.
I Morgunblaðinu birtist sl. þriðjudag langur listi yfir
þær vörutegundir, sem nú skal greiða af 30% vörugjald.
Þar kennir margra grasa og að sjálfsögðu er þar ýmislegt
það, sem heyrir til daglegra þarfa, en vegur á hinn bóginn
ekki þungt í vísitölunni. I rauninni skiptir það ekki
höfuðmáli, hvaða vörur nákvæmlega er þar að finna, þótt
það sé merkileg heimild um það, hvaða smekk ríkisstjórnin
hefur á því, hvað sé óhófsmunaður og hvað ekki.
Aðalatriðið í þessu sambandi er hitt, að með þessum
aðgerðum eru stjórnvöld að segja fólki fyrir um það, hvað
það megi gera við peningana sína og hvað ekki.
Þegar Viðreisnarstjórnin var mynduð, viðgengust
margvíslegir hátollar á daglegum neyzluvörum. I skjóli
þess þróáðist umfangsmikið smygl og svartur markaður.
Gunnar Thoroddsen hafði pólitískt hugrekki sem
fjármálaráðherra til þess að leggja hátollana niður og lýsti
því jafnframt yfir fyrirfram, að þetta mundi hafa
tekjuaukningu í för með sér fyrir ríkissjóð. Sú varð líka
raunin á, og í kjölfar þessa þróuðust hér heilbrigðari
viðskiptahættir en áður, sem allir græddu á nema
svartamarkaðsbraskararnir. Nú á að hverfa aftur til þessa
tíma. Og ef þetta ástand verður viðvarandi, mun það á
sannast, að ríkissjóður mun missa tekjur en ekki auka þær
á þeirri hátollastefnu, sem nú hefur verið tekin upp.
Páfinn ákvaö aö afsala sér
burðarstóli er hann tók viö páfa-
dómi. Nýju ráðherrarnir á íslandi
aö hætta aö aka í tollfrjalsum
bílum í ráðuneyti sín.
Að öðru leyti halda nýju stjórn-
endurnir á báðum stööum aö
mestu áfram sömu leið og fyrir-
rennararnir. Páfinn er sem fyrr á
móti takmörkun barneigna og
fóstureyðingum. íslenzka stjórnin
sættir sig við Nato og nauðsynlegt
varnarliö. í efnahagsmálum er
gengiö auðvitað fellt aö góöum og
gegnum fyrri stjórna sið og séð er
til þess að umsamdar launahækk-
anir nái aðeins til tekna láglauna-
fólks — sem fyrr. Mörkin færast
bara svolítiö upp, sem eðlilegt er
með vaxandi dýrtíö, fara rétt yfir
230 þúsund nú. (Allt hækkar nema
ég og pabbi, sagði Daði heitinn
Hjörvarr og þótti á sínum tíma vel
orðað.) Þeir, sem lenda ofan við
tekjumörkin, veröa sem fyrr að
sætta sig viö „kaupskeröingu skv.
samningum". Veröur bara nú gert
aö greiöa svolítiö meira í skatt fyrir
liöið ár ofan á fyrri skatta og
skyldusparnaðinn Nú geymir ríkið
þó ekki þennan geymda eyri og
lætur verðbólguna narta í hann,
heldur eyöir honum snarlega sjálft.
Það er semsagt komið í Ijós, að
afloknum tvennum kosningum, að
„óþægilegar" efnahagsráðstafanir
eru nauösynlegar eftir allt saman,
ef þjóöin á aö iifa af.
Líka er nauðsynlegt aö spara, aö
sagt er, bæöi hjá ríkisstjórnum og
atmenningi. Nýja ríkisstjórnin
startaði með því aö fjölga ráðherr-
um úr átta í einn og átta. Og setti
íslandsmet. Líklega þarf fleiri
ráöherra til aö uppfylla eöa svíkja
fleiri kosningaloforö.
Með ráöherrabílunum er
kannski rétt byrjað á siöbótalist-
anum góöa. Og þingmenn eiga
líklega e.t.v. eftir aö afsala sér
launahækkuninni hneykslanlegu
frá í fyrra — og launagreiöslunum
fyrir hin störfin, sem þeir aö
sjálfsögöu geta ekki mætt í sakir
mikilla anna viö aö bjarga þjóöinni
á þingi. Gæti jafnvel farið svo aö
hver hlunnindafjöörin falli af ann-
arri. Annars er hætt viö að sumum
þyki nýju fötin keisarans dálítiö
gagnsæ.
En ekki var víst ætlunin að tína
hlunnindin af stjórnmálamönnun-
um einum. Áttu ekki allir aö veröa
á sama báti — þó sumir veröi aö
vísu aö standa í skuti og stýra
meöan hinir róa. Ræðararnir
skyldu a.m.k. allir fá sömu með-
ferö, eöa var þaö ekki?
Ef þingmennirnir ungu og rösku
vilja aö launþegum ríkisins, bæöi
stjórnmálamönnum og ráönum
starfsmönnum, sé gert jafn hátt —
og ekki hærra — undir höföi og
launþegunum á frjálsa vinnumark-
aöinum, sem greiða meö þeim af
launum sínum allan tilkostnaðinn
viö ríkisreksturinn, þá veröur
auövitaö aö greiöa báöum aöilum
jöfn laun fyrir jafnverðmætar
afhentar vinnustundir og ekkert
þar umfram. Þá veröur aö fella
niður öll hlunnindi.
Aö í ríkisjötuna veröi ekki aö
sækja nein laun í fríöu. Hver
maöur í landinu verði aö klæöa sig
sjálfur og fæða, sjá sér fyrir
húsnæöi, og feröast á eigin spýtur,
hvort sem hann er starfsmaöur
hins opinbera eöa ekki. Er þaö
ekki sjálfsagt? Þetta þýöir í raun
aö í staö þess aö kaupa mat sinn í
mötuneytum ríkis- og bæjarstofn-
ana á 400—500 kr. máltíöina, yröu
allir að greiöa fyrir hana a.m.k.
1000 kr. í veitingastofum, eins og
viö hin. Þannig hætti ríkið aö verja
stórum upphæöum af skattfé til
veitingareksturs fyrir útvalda, eða
opni mötuneyti sín fyrir þegnunum
öllum. Nýja ríkisstjórnin leysir það
nú meö því aö breikka bilið enn,
þar sem hún leggur söluskattinn á
matinn í veitingahúsunum en
sleppir mötuneytunum. Jafnrétti
mundi þýöa þaö að allir fengju
sínar ríkisúlpur og þjóöin yröi á að
líta sem einlit hjörö, eins og
Kínverjarnir í Maófötunum sínum,
eöa hver og einn keypti sín föt.
Þaö þýddi aö enginn yröi æviráö-
inn eöa þá að hver vinnandi maður
ætti sitt á þurru út ævina í þeirri
atvinnu sem hann ræðst til.
Sjálfsagt þarf þjóöin dálítinn
aölögunartíma aö svo nýstárlegum
hugsunarhætti. Enda kominn tími
til endurhæfinga, ef ég má taka
mér svo frægt orð og ótamt í
munn. Viö uppeldi dugar ekkert
annaö en fordæmi, aö sagt er.
Börnin gera þaö sem fyrir þeim er
haft. Og þjóöin bíöur eftir hug-
rökku þingmönnunum sínum, sem
böröu sér ótrauöir á brjóst og
virtust a.m.k. fyrir kosningar reiðu-
búnir til aö vaöa eld og vatn til aö
koma réttlæti í útdeilingu ríkisins á
peningunum okkar. Afneitun toll-
fríðinda á lúxusbíla dugar skammt,
því engir geta fariö aö því fordæmi
nema bankastjórar og fram-
kvæmdastofnunarmenn — sakir
tollfríðindaleysis, ef þeir eiga þá
nokkra bíla. Um áhrifavald for-
dæmisins þarf ekki lengur að
efast. Þaö er nýsannað í tölum við
reykingakönnun barna aö helm-
ingur barna og unglinga, sem
reykja, gerir þaö af því aö pabbi og
mamma reykja.
Annars má ná jafnrétti meö
ýmsu móti. Sagt er aö í gamla
daga hafi fólk dreymt um þaö,
þegar þaö sá mann í glæsilegum
stórum bíl á götunni, aö geta
einhverntíma eignast svona dýr-
grip. Nú dreymi vegfarandann, er
hann sér manninn í tryllitækinu,
um þann dag, þegar hann getur
rifið helvítiö út úr bílnum, svo hann
veröi aö ganga eins og hinir.
Viö erum víst komin meö breytt
lífsgæöamat, aö því er sumir telja.
í æsku læröi ég tii dæmis aö
svartamarkaösbrask væri voöa
Ijótt. Þaö hlýtur aö hafa breyst. í
staö þess aö banna svartamark-
aössölu á erlendum gjaldeyri
hyggjast nýju stjórnvöldin bara
sjálf selja aukinn gjaldeyri fyrir
skráö svartamarkaösverö, úr því
ferðamenn geta ekki lifaö í útlönd-
um af naumum skammti af gjald-
eyri á réttu gengi.
Rikisstjórnin okkar nýja hefur
nefnilega komið sér saman um
þaö á prenti í nokkru sem heitir
samstarfsyfirlýsing „að leitast viö
aö jafna lífskjörin, auka félagslegt
réttlæti og uppræta spillingu,
misrétti og forréttindi". í svo
góöum verkum styöjum við hana
aö sjálfsögöu og bíöum spennt.
Þjóöinni hefur skilist aö þetta sé
enginn vandi, hafi bara skort
hrausta hugrakka drengi til aö
þræða mjóa veginn í fararbroddi.
í augnablikinu þvælist þetta aö
vísu svolítið fyrir sumum að skilja.
Liggur vjö að maöur segi eins og
Eilífur í Árbæ: Hvar er ég staddur?
Er ég úti, er ég inni? Er ég undir
berum himni? En þaö á sjalfsagt
eftir aö skýrast úr því komnir eru
af fjöllunum þessir einn og átta.
Efnahagsráöstafanirnar eru
raunar ekki nema aö litlu leyti
komnar í dagsins Ijós, þegar
þessar gárur fara af staö. Og ekki
aö vita upp á hverju ríkisstjórnir
finna, þegar enn harönar á daln-
um.
Nýlega rakst ég fyrir tiiviljun á
eftirfarandi klausu í bréfi frá ungri
stúlku til bróöur hennar í útlönd-
um, skrifað 1/10 1947: „Ráöherr-
arnir okkar fengu allt í einu þá
flugu í hausinn aö fara aö
skammta alla skapaöa hluti og þaö
svo rækilega aö hver maður fær
t.d. ekki nema 2 stk. sápu fram aö
áramótum. Svo loksins fær maður
aö losna viö að þvo sér.“ Þaö var
þegar höft voru móöins og áttu að
vera allra efnahagsmeina bót.
Núverandi ríkisstjórn telur sápu og
hreinlætistæki enn til lúxusvarn-
ings, og leggur á hátt vörugjald í
samræmi við það.
Sama stúlka var svo árum
saman viö nám erlendis og skrif-
aðist á viö sitt fólk á íslandi. Af
þeim bréfum má sjá hvernig
haftabjargráö leika einstaklingana
og hverja fjölskyldu. Faðirinn stóð
sífellt á biðilsbuxum á skrifstofun-
um, aö kría út namsleyfi, gjaldeyr-
isleyfi í smáskömmtum fyrir nams-
manninn með framlögöum vott-
oröum að utan, og síðan fyrir
húsnæöislausa fjölskyldu sína lóö-
arleyfi og þar á eftir fjárfestingar-
leyfi til aö mega hefja bygginguna.
Sem betur fer muna nógu margir
enn þá tíma til að kveöa niður
strax í upphafi haftastefnu, er á
henni bólar. Eöa hafa a.m.k. gert
það um sinn. Hvaö um þaö. Viö
íslendingar erum greint og uppá-
finningasamt fólk, þegar harðnar á
dalnum. Og viö bíöum í ofvæni
eftir því sem út gengur af „fundun-
um“ frægu sem blöðin tíunda
daglega. Ríkisstjórnarfundir eru
víst aðeins brot af fundakraöak-
inu, sem Írínn Brendan Glacken
getur um í samansamri grein sinni
um íslendinga í riti Flugleiða, sem
ég drap eitt sinn tímann með í
flugvél milli landa.
Þar segir hann, að fullorönir
íslendingar eyöi mestu af tíma
sínum á nokkru sem heitir „fund-
ur“ og tekur ekkert mark á
skýringu okkar á oröinu. Þaö þýöi
greinilega sama og enska oröið
„fun“. Svo hljóti aö vera. Hvernig
væri annars hægt að skýra þá
staðreynd aö á íslandi eru 16897
félög, sem hvert haldi fund að
meðaltali níu sinnum í viku.
„Spyrjið mig ekki hvar ég hafi
fengið tölurnar, þær eru eins
nákvæmar og engu máli skiptir,"
segir hann.
Svona sér teiknarinn Lárus Blöndal hið merkilega
fyrirbrigði fundur og fylgdi myndin greininni, sem
vitnað er til.