Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 Steingrímur Hermannsson: Frumhlaup h já krötum MORGUNBLAÐIÐ ræddi viö Stein- grím Bermannsson landbúnaðar- ráðherra í gær og spurði hann hvort ráðherrar Framsóknar- flokksins ætluðu að afsala sér toilfrfðindum á bifreiðum eins og ráðherrar Alþýðuflokksins hafa gert. „Það var ákveðið í viðræðum um stjórnarmyndun þegar í upphafi" sagði Steingrímur, „að breyta regl- Drengurinn enn meðvit- undarlaus DRENGURINN, sem slasaðist mikið s.l. mánudagskvöld, þeg- ar bifreið ók á hann á Selfossi, liggur enn meðvitundarlaus á gjörgæzludeild Borgarspítal- ans. Drengurinn, sem er 12 ára gamall, gekkst undir mikla höfuðaðgerð á spítalanum og eftir þá aðgerð eru batahorfur taldar bjartari en áður. Armand Miehe í Norræna húsinu SÆNSKI trúðurinn og látbragðs- leikarinn Armand Miehe skemmt- ir í Norræna húsinu síðdegis í dag kl. 16, en eins og fram hefur komið í fréttum kom hann ásamt sænsk- um leikurum og hljóðfæraleikur- um til landsins í boði Norræna hússins og Leikfélags Reykjavíkur og hefur haldið tvær skemmtanir í Iðnó fvrir fullu húsi. Færeyskar kon- ur halda markað Sjómannskvinnuhringurinn, sem er félagsskapur færeyskra kvenna hér í Reykjavík og nágrenni, ætlar að efna til skyndihappdrættis og köku- basars í dag í Pæreyska sjómannaheimilinu viö Skúla- götu, sem hefst kl. 2 síðd. Allur ágóði verður látinn ganga í byggingarsjóð hins nýja Fær- eyska sjómannaheimilis, sem nú er byrjað að reisa í Rauðarárholtinu. mwkæsíwr— M Wftti c&totíR 1 W ^ um í þessum efnum og það var algjör samstaða um það. Mér er ekki kunnugt um neina ráðherra sem ætla sér að nota þau tollfríðindi í þessu sambandi sem eru í gildi, en eins og málið er í dag geta ráðherrar valið um það hvort þeir njóta tollfríðinda og eiga eigin bíl eða nota bíl frá ráðuneytinu. Mér finnst það því satt aö segja frumhlaup hjá krötum að vera að gefa út þessar yfirlýsingar." Mbl. spurði ráðherrann hvað hann hygðist sjálfur gera í þessum efnum og sagðist hann ekki hafa gert upp hug sinn, a.m.k. myndi hann keyra sinn bíl um tíma. Sigurður á Gilsbakka jarðsunginn SIGURÐUR Snorrason bóndi á Gilsbakka á Hvítársíðu verður jarðsunginn í dag á Gilsbakka en hann var tæpra 84 ára gamall. Sigurður fæddist a Laxárfossi í Stafholtstungum 23. okt. 1894, en hann ólst upp á Húsafelli. Hann hóf búskap á Gilsbakka 1923 og bjó þar til dánardægurs miklu myndarbúi. Síðustu árin bjó hann í félagi við Magnús son sinn. Sigurður á Gils- bakka vann ötullega að félagsmálum og lengi var hann dyggur starfs- maður í ungmennafélagshreyfing- unni. Hann átti um langt árabil sæti á Búnaðarþingi og á fundum Stéttar- sambands bænda, en hann var einarður samvinnumaður og lengi í forystu Kaupfélags Borgtirðinga. Sigurður gegndi margs konar trúnaðarstörfum um ævina og þótti ávallt bera reisn með sér. Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún heitin Andrésdóttir frá Gilsbakka og átti hann með henni þrjú börn, Magnús, Guðrúnu og Sigríði, en síðari kona hans, Anna Brynjúlfsdóttir frá Hlóðutúni, lifir mann sinn. BLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 Þannig var bifreið konunnar, sem slasaðist, útlítandi efflK^reksturinn. -----------------------1-------------------------------------------------------------¦ - -^^——^-^—^—-^—^— Þcssa mynd af bifreið Sigrúnar birti Mbl. með frétt 20. apríl s.l. Á miðvikudaginn var, barst svar við þessari málaleitan lög- fræðingsins. — Svarið var þess efnis, að Hagtrygging hf. neitaði allri frekari peningagreiðslu til Sigrúnar, unz fyrir lægi vottorð frá læknum um heilsufar hennar. Slíkt vottorð telja læknar henn- ar ekki unnt að gefa á þessu stigi og jafnvel ekki fyrr en að nokkr- um tíma liðnum — hugsanlega eftir eitt ár. Þegar Hagtrygging gaf afsvar sitt við málaleitan Sigrúnar, hafði stjórn tryggingafélagsins í hönd- um umsögn lækna um heilsufar hennar og batahorfur." í samtali við Mbl. í gærkvöldi sagði Vilhjálmur Árnason hrl., að Á sjúkrahúsi frá síðasta vetrardegi: Tryggingarfélag hafnar frek- ari fyrirframgreiðslu bóta UNG kona, Sigrún Vilbergsdóttir kennari við Barnaskólann í Garðabæ, stórslasaðist í umferð- arslysi á Hafnarfjarðarvegi þann 19. apríl s.l. og síðan hefur hún legið 4 sjúkrahúsi lömuð fyrir neðan mitti. Síðan slysið átti sér stað hefur Sigrún og fjölskylda hennar staðið í stríði við að fá tjónabætur samkvæmt upplýsing- um eiginmanns hennar, en slysið yarð með þeim hætti að stórum sandflutningahfl var ekið aftan á bfl Sigrúnar sem var kyrrstæður. Kastaði sandbfllinn bfl hennar framan á þriðja bflinn sem kom úr gagnstæðri átt. fllaut Sigrún mænuskemmdir með fyrrgreind- um aflciðingum. Eiginmaður Sigrúnar, Guðni Stcfánsson kennari tók við heim- ilishaldi öllu og umönnun tvcggja barna þeirra hjóna, tveggja og átta ára gömlum, en þegar Gagnfræðaskólinn í Garða- bæ hóf vetrarstarfið fyrir nokkru varð hann að hverfa að kennara- starfi sínu við skólann. í samtali við Morgunblaðið rekur Guðni samskipti þeirra hjóna við vá- tryggingarfélag það sem tryggði sandhflinn scm slysinu olli. í frétt í Mbl. 20. apríl 8,1. segir m.a. um þetta slys að konan sem er 32 ára gömul hafi klemmst í bílnum og hafi tekið nokkurn tíma að ná henni úr flakinu. Þá segir einnig samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfirði að bílstjóri vörubíls- ins hafi ekki tekið eftir kyrrstæða bílnum fyrr en of seint. „Nokkru eftir slysið," sagði Hefur fengið vinsamlega afgreiðslu segir lög- fræðingur félagsins Guðni Stefánsson, „greiddi vá- tryggingafélag sandflutningabíls- ins, sem slysinu olli, Hagtrygging hf., okkur bætur fyrir bílinn. Hann gjöreyðilagðist í árekstrin- um. Var hann greiddur eftir mati. Einnig voru þeim greiddar 500 þús. kr. Er þessi greiðsla fór fram, var það tekið fram af fulltrúa tryggingafélagsins, að þessi greiðsla væri til þeirra til að gera þeim kleift að kaupa sér nýjan bíl í stað þess sem eyðilagðist. Fyrir nokkru fór lögfræðingur okkar, Vilhjálmur Árnason hrl., þess á leit við vátryggingafélagið, að það reiddi peninga af hendi til þes að standa undir m.a. nauðsyn- legri heimilishjálp, eftir að ég hafði orðið að hverfa að kennara^ störfum minum, svo og til þess að geta byrjað á óhjákvæmilegum breytingum á innréttingum á heimili okkar, sem verður að vera að fullu lokið þegar konan mín kemur aftur heim af sjúkrahús- inu. — Þessar breytingar munu verða æði kostnaðarsamar. á þessu stigi málsins hefði hann ekki annað að segja en að hann hefði reynt að fá Hagtryggingu hf. til þess að greiða meira upp í væntanlegar tjónabætur, en sér hefði ekki tekizt það enn sem komið væri. — Lögmaður tryggingafélagsins sagði Mbl. i gærkvöldi er frásögn þessi var borin undir hann, að hann ætti erfitt með að tjá sig um málið til fullnustu, þar eð fram- kvæmdastjóri félagsins væri ekki í bænum um þessar mundir. „Ég tel," sagði hann, „að Sigrún hafi fengið mjög vinsamlega afgreiðslu hjá félaginu. Þegar eftir slysið var greidd veruleg fjárhæð upp í væntanlegar bætur, miklu fyrr en vanalegt er í slíkum tilfellum. Ég tel að afstaða félagsins varðandi. tilmæli fjölskyldunnar um viðbót- argreiðslu nú nýlega sé í samræmi við það sem almennt tíðkast hjá tryggingafélögunum. Að svo stöddu get ég ekki sagt hvaða framhald verði á málinu. Slys sem þetta verða aldrei bætt að fullu. Þar verður að haldast í hendur sjálfsbjargarviðleitni tjónþola og þær bótagreiðslur, sem lög gera ráð fyrir. Mér viröist óeðlilegt að birta frásögn sem þessa, með sérstakri tilvísun til eins tryggingafélags." Vegna þessara síðustu ummæia lögfræðings tryggingafélagsins, skal skýrt tekið fram, að nafn þess er birt í frásögn þessari sam- kvæmt eindreginni ósk heimildar- manns blaðsins, Guðna Stefáns- sonar. „Prédikanir Alþýðubandalagsmanna ekki í samræmi við stjórnarstemuna" segir Benedikt Gröndal utanríkisráðherra vegna ummæla Jónasar Árnasonar alþm. „ÞAÐ kemur mér ekkert á óvart þótt Jónas Árnason kalli skoðanir mi'nar í utanríkismál- um klafa, því Jónas virðist ekki þurfa að bera klafa heilbrigðr- ar skynsemi í utanríkis- málum," sagði Benedikt Gröndal utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi þegar blaðið bar undir hann ummæli Jónasar í Þjóðviljanum í gær þar sem Jónas segir: „Afstaða Bene- dikts Gröndals ræðst af þeim klafa, sem hann er bundinn á hjá NATÓ og herstbðinni." Tíminn ræddi við Benedikt í fyrradag og þar sagðist utan- ríkisráðherra telja möguleika á friðlýsingu Norður-Atlants- hafsins óraunhæfa. I ummæl- um Jónasar sagði hann að Benedikt gerði lítið úr starfi nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um friðlýsingu Ind- landshafs. „Ég kom frá New York fyrir nokkrum dögum," sagði utan- ríkisráðherra," og þar spurði ég m.a. um hugsanlega friðlýsingu Indlandshafs. Var mér sagt að nefndin væri margra ára gömul og óstarfhæf vegna þess að stórveldin vildu ekki vinna í henni. Þetta eru nýjustu upplýsingar í þeim efnum, en ef hægt er að koma á raunhæfri friðlýsingu á einhverju svæði Benedikt Jónas jarðarinnar, þá styðjum við þær tilraunir, Þess ber þó að geta að aðstæður á Indlands- hafi og Norður-Atlantshafi eru gjörólíkar. Jónas talar einnig um að ég sé að spilla stjórnarsamstarf- inu með yfirlýsingum mínum. Það er stefna ríkisstjórnar að vera áfram í NATÓ og því út í hött að hálda því fram að ég sé að spilla stjórnarsamstarfinu. Tíminn spurði mig ákveðinna spurninga vegna prédikanna þingmanna Alþýðubandalags- ins og prédikanir þeirra eru ekki í samræmi við núverandi stjórnarstefnu þannig að það er auðvelt að vísa þessum fullyrðingum til föðurhús- anna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.