Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 40
(JLYSINíiASIMINN KR: 22480 |ílflT0lTObI«íltí> LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978 Hækkun afurðalána frystiiðnaðar um 1800 millj. kr. á ári; „Að markaðsverð hækkí eða gengið hljóti að síga” ÁTVR — Mynd þessi er tekin sjö mínútum fyrir klukkan fimm í útsöiu ÁTVR við Lindargötu í gærdag, föstudag. Þetta er jafnframt fyrsti föstu- dagur í mánuði. Eins og myndin ber með sér er ekki samfelld einföld röð viðskiptavina við af- greiðsluborðið. Óvenjuleg mynd, þegar við slíkar aðstæður eru jafnan 4 til 5 raðir viðskiptavina við borðið, og oft fullt út úr dyrum. Áfengi hefur á síðasta misseri hækkað í tvígang, samtals um 38%. — segir Eyjólfur Isfeld hjá SH SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna (>K Sjávarafurðadeild SÍS hafa ákveðið 3% hækkun á útborKunar vcrði til frystihúsa innan vcbanda sinna og Kildir það fyrir tímahilið 1. okt. — 1. janúar. Þá hefur Seðlabanki íslands ákvcðið að afurðalán til fiskvinnsiuhúsa hækki um 3%, en þctta þýðir um 1800 millj. kr. miðað við síðasta ár. Samkvæmt upplýsingum Eyjólfs Isfelds forstjóra SH er þessi hækkun á útborgunarverði gerð til þess að mæta auknum kostnaði við rekstur frystihúsanna vegna 5% fiskverðsha'kkunarinnar. Jón Sigurðsson forstöðumaður Þjóðhagsstofnunarinnar sagði í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi að staða frystihúsanna fyrir fiskverðs- hækkunina hafi verið frekar knöpp. „Eg hygg,“ sagði hann, „að þeir hafi verið með 1—2% tap áður en þessu var bætt við, en 5% fiskverðs- hækkun þýðir 2’/fe—3% af tekjum frystihúsanna." Tekjur frystihús- anna eru um 60 milljarðar á ári þannig að hér er um að ræða um 1500-1800 millj. kr. „Þessi hækkun á útborgun er gerð til þess að mæta hækkun á fisk- verðinu,“ sagði Eyjólfur, „en reikna má með að framleiðsluverðmæti fyrir þetta tímabil til áramóta verði um 14 milljarðar króna.“ 3% hækkun afurðalána þýðir því 420 millj. kr. Aðspurður um það hvernig unnt væri að greiða þessa hækkun eins og staða frystihúsanna væri sagði Eyjólfur: „Þá fer að versna í því, gengið er óbreytt og markaðsverðið er óbreytt og menn hljóta því að hugsa hver fyrir sig að annað hvort verði að markaðsverð hækki eða gengið hljóti að síga. Þetta er því ekki á pottþéttum grunni og þéss ber að geta að framleiðsla þessa tímabils fer væntanlega ekki á markað fyrr en eftir áramót." Aðspurður sagði Eyjólfur að ekki væri útlit fyrir að markaðsverð mynídi hækka eða lækka. Tómas Árnason fjármálaráðherra; SH hefur þær reglur að jafnaði að halda eftir um 5% af verði fyrir afurðir þar til hvert tímabil er gert upp og sagði Eyjólfur aðspurður að það fé myndaði enga sjóði því það væri gert ráð fyrir því í hverju lokauppgjöri á hverju tímabili, en þáu eru að jafnaði þrjú á ári. Þá var Eyjólfur spurður um þau vilyrði sem fylgdu í ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar vegna frystihús- anna og sagði hann að loforð lægju fyrir um lækkaða vexti og afnám söluskatts og tolla af vélum til fiskvinnslu. Sem dæmi um það hvað það þýddi fyrir frystihúsin að fá lækkaða vexti á afurðalánum nefndi Eyjólfur að lækkun vaxta úr 19% í 8% þýddi tæp 2% af tekjum frystihúsanna, en hins vegar kvað hann ekkert endanlegt hafa komið frá ríkisstjórninni í þessum efnum. Samþykkt að leggja fram frumvarp með fyrirvara — misskilningur segja ráðherrar Abl. og bóka mótmæb Vísir og Dag- blaðið kærð VERÐLAGSSTJÓRI kærði í gær útgáfufélög Dagblaðsins og Vísis, Dagblaðið hf. og Reykjaprent hf., fyrir verðlagsbrot og hefur hann falið verðlagsdómi málið til viðeig- andi meðferðar. Sverrir Einarsson sakadómari, formaður verðlagsdóms, sagði í samtali við Mbl. í gær, að hann hefði kallað framkvæmdastjóra útgáfu- fyrirtækjanna tveggja og stjórnar- menn fyrir dóminn á mánudaginn. Meðdómendur Sverris í verðlags- dómi eru Gunnar Eydal hdl. og Egiil Sigurgeirsson hrl. Sjá kæru verðlagsstjóra til verðlagsdóms & bls. 19. „ÞAÐ var samþykkt að leggja fram þetta fjárlagafrumvarp með þcim fyrirvara að menn ættu eftir að tala um stefnuna í vissum greinum og það er það sem ríkisstjórnarflokkarnir eru nú að gcra,“ sagði Tómas Árnason fjármálaráðherra er Mbl. ra'ddi við hann í gær vegna þeirra ummæla Ragnars Arnalds menntamála- og samgönguráðherra í blaðaviðtali í gær, að það sé misskilningur að tala um að fjárlagafrumvarp hafi verið samþykkt í ríkisstjórninni. Svavar Gestsson viðskiptaráðherra sagði í samtali við Mbl. í gær, að „engin atkva‘ðagreiðsla“ hefði íarið fram innan ríkisstjórnarinnar um fjárlagafrumvarp og „það er ckki hægt að tala um neina aðra samþykkt.” Sagði Svavar að ráðherrar Alþýðubandalagsins hcfðu á ríkisstjórnarfundi á fimmtudag látið bóka mótmæli sín við þeirri túlkun. að samþykkt hcfði verið gerð. „Við teljum nauðsynlegt að þegar fjárlagafrumvarp er lagt fram þá liggi fyrir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar að gera og þær Banastys í Dölum BANASLYS varð í Ilvammsdal í Saurbæ í Dalasýslu síðdegis á fimmtudag. 17 ára piltur, Tryggvi Jónsson, Eyjahrauni 33, Þorlákshöfn, varð undir vinnu- vél og beið bana. Tryggvi heitinn vann við lagningu Vestfjarðarlínunnar. Vann hann einn á stórum bor, sem boraði fyrir háspennustaur- um. Sat hann á bornum og var að færa hann til þegar borinn valt ofan í gil, rúmlega 20 metra niðijr bratta hlíð. Er talið að Tryggvi heitinn hafi orðið undir bornutn og látizt samstundis, en enginn sjónarvottur var að slysinu. verði þannig, að um þær sé samstaða ríkisstjórnarflokkanna," sagði Svav- ar Gestsson. „Við þurfum að vinna okkur niður á samkomulag um forsendur frumvarpsins. Það er enginn óyfirstíganlegur vandi, en til þess þurfum við tíma.“ I gær tók til starfa sex manna starfshópur ríkisstjórnarflokkanna til að fjalla um forsendur fjárlaga- frumvarpsins. í hópnum eru: Lúðvík Jósepsson og Geir Gunnarsson frá Alþýðubandalaginu, Sighvatur Björgvinsson og Magnús H. Magnús- son frá Alþýðuflokknum og Tómas Árnason og Halldór E. Sigurðsson frá Framsóknarflokknum. í blaðaviðtali í gær segir Ragnar Arnalds m.a.: „Að fjármálaráðherra leggi fram sitt eigiö frumvarp tel ég hins vegar ófært, enda hefur það aldrei þekkst." „Þetta er algjör misskilningur,“ sagði Tómas Árna- son fjármálaráðherra er Mbl. bar þessi orð undir hann. „Ragnar hefur, eins og aðrir ráðherrar, fengið tækifæri með sínu starfsliði til að vinna með fjármálaráðuneytinu að gerð fjárlagafrumvarpsins." Undirboð Kanadamanna Síldarútvegsnefnd hefur látið kanna undirboð Kanadamanna á saltsíldarmörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Samkvæmt samanburði sem síldarútvegs- nefnd og fulltrúar stjórnvalda á Nýfundnalandi hafa nýlega gert greiddu vinnslustöðvar vestra á sl. ári fyrir fersksíldina rösklega fjórðung þess verðs, sem söltun- arstöðvar hér á landi greiddu. Segir í upplýsingabréfi síldarút- vegsnefndar að meginástæður þess að Kanadamenn geta boðið saltsíld á svo lágu verði sem raun ber vitni sé hið lága verð sem kanadískar söltunarstöðvar greiða fyrir fersksíldina. Sjá bls. 19. Skýringar á undir boðum Kanadamanna. Hafa átt 450 millj. kr. verðmæti í Zaire í 2 ár í SAMTALI við Guðbjörn Ingólfsson forstjóra ís- stöðvarinnar í Garðinum í gær kom fram, að þurrfisk- framleiðendur, flestir í Garðinum, hafa ekki feng- ið ennþá greiddar um 450 milljónir króna fyrir þurr- fisk sem sendur var Zaire í september 1976. til „Það má segja að þurr- fiskframleiðendur búi við ennþá meiri erfiðleika um þessar mundir en frysti- iðnaðurinn og hér hjá okkur er mikið um þurrfiskfram- leiðslu. Það eru miklir erfiðleikar að selja og í tvö ár höfum við átt 400—450 milljón kr. verðmæti í Zaire í Afríku, en þann 2. sept. 1976 var farmurinn sendur. Um 60% af þessari upphæð er fyrir fisk frá örfáum mönnum hér í Garðinum, þannig að það er ekki lítill vandi að velta vaxtabyrði af slíku árum saman."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.