Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978 19 Blaðahækkunin: Kæra verð- lagsstjóra til verðlagsdóms KÆRA sú, sem verðlags- stjóri sendi verðlagsdómi í gær vegna hækkunar á verði Dagblaðsins og Vís- ins, er svohljóðandii Kæra á hendur Dagblaðinu hf og Reykjaprenti hf fyrir ólögmæta hækkun á áskriftarverði og lausa- söluverði Dagblaðsins og Vísis. Með bréfi dagsettu 17. ágúst 1978 sóttu Alþýðublaðið, Dag- blaðið, Morgunblaðið, Tíminn, Vísir og Þjóðviljinn um það til mín að fá hækkun á mánaðaráskrift, lausasöluverði og grunnverði aug- lýsinga. Á fundi 9. september s.l. lagði ég fram þetta erindi dagblað- anna á fundi verðlagsnefndar. Var málið afgreitt þannig að eftirfar- andi tillaga var samþykkt af meirihluta nefndarinnar: Heimila skal blöðunum í Reykjavík að hækka áskriftargjöld í krónur 2200 og lausasöluverð í krónur 110 en auglýsingaverð hækki samkvæmt beiðni blaðanna. Þessi samþykkt var tilkynnt öllum blöðunum með bréfi dag- settu 22. september s.l. og hafa dagblöðin öll nema Dagblaðið og Vísir farið eftir samþykktinni en þau hækkuðu bæði lausasöluverðið þann 2. þessa mánaðar í krónur 120 og tilkynntu það um leið í blöðunum svo og að mánaðar- áskriftaverð hækkaði í krónur 2400. Vegna þessa skrifaði ég öllum dagblöðunum ítrekunarbréf dagsett 3. þessa mánaðar, sem sent var þeim í ábyrgðarbréfi damdægurs. Geta dagblöðin sem i hlut eiga, Dagblaðið og Vísir, ekki skotið sér bak við það að þau viti ekki um nefnda samþykkt enda hefur verið mikið skrifað um þessa ólögmætu hækkun bæði í þau sjálf og önnur dagblöð. Þar sem ofan- greind hækkun er brot á lögum um verðlagsmál númer 54. frá 14. júní 1960 verður ekki komist hjá því að kæra stjórn og framkvæmdastjóra útgefenda nefndra dagblaða, Dag- blaðsins og Vísis, sem éru Dag- blaðið hf og Reykjaprent hf., fyrir verðlagsbrot og fela yður málið til viðeigandi meðferðar. f.h. verðlagsstjóra Gísli G. ísleifsson. Sildarútvegsnefnd: Skýringar á und- irboðum Kanada- manna á saltsíld- armörkuðunum í nýjasta upplýsingabréfi Sfld- arútvegsnefndar er skýrt frá könntin vegna undirhoða Kanadamanna á saltsfldarmörk- uðum í Evrópu og Bandarikjun um> Þar segir: „í sambandi við undirboð Kanadamanna á saltsíldarmörk- uðunum í Evrópu og Bandaríkjun- um, hefir Síldarútvegsnefnd gert ýmsar kannanir á þvi hvernig Kanadamönnum sé mögulegt að selja saltsíldina á svo lágu verði sem raun ber vitni. Endanlegar niðurstöður liggja enn ekki fyrir varðandi nokkur atriði, en ljóst er þó, að megin- ástæðuna má rekja til hins óeðlilega lága verðs, sem kanad- ískar söltunarstöðvar greiða fyrir •fersksíldina. Samkvæmt samanburði, sem SÚN og fulltrúar stjórnvalda á Nýfundnalandi hafa nýlega gert, greiddu vinnslustöðvarnar vestra á s.l. ári aðeins rúml. fjórðung þess verðs fyrir fersksíldina, sem söltunarstöðvarnar hér greiddu. Við þann samanburð var tekið tillit til útflutningsgjalda á ís- landi, en ekki framleiðslustyrkja Kanadamanna, þannig að hinn raunverulegi mismunur er enn meiri. Einn liðurinn í könnun Síldarút- vegsnefndar var sá að bera saman verð á þorski og síld á árinu 1977 í Kanada og nokkrum Evrópulönd- um, þ.á m. íslandi. Niðurstöður af þeirri könnun leiddu m.a. eftirfar- andi í ljós: 1. Samkvæmt skýrslum Fiskifé- lags Islands um aflaverðmæti árið 1977, var meðalverð á fersksíld hérlendis kr. 68/89 pr. kg., en á þorski (miðað við óslægðan fisk) kr. 71/36 eða 3.59% hærra en á sfld. (Ath: Útflutningsgjöld, sem í raun- inni eru hluti fiskverðsins, eru i hvorugu tilfellinu meðtalin. Aftur á móti eru greiðslur til stofnfjársjóðs fiskiskipa með- taldar í báðum tilfellum). 2. í Danmörku var meðalverð á fersksíld sama ár D.kr. 2/76 pr. kg. (ísl. kr. 91/38) og á óslægð- um þorski D.kr. 3/64 (ísl. kr. 120/52) eða 31.89% hærra en á sfld. 3. I Hollandi var meðalverð á fersksíld árið 1977 H.fl. 0/92 pr. kg. (ísl. kr. 74/61) og á óslægð- um þorski H.fl. 1/86 (ísl. kr. 150/58) eða 102il8% hærra en á fersksfld. 4. Á austurströnd Kanada var á s.l. ári hæst. greitt fyrir fersk- síldina á Nýfundnalandi eða 5 kanadísk cent pr. lbs. (ísl. kr. 20/63 pr. kg.). Á sama ári var greitt þar fyrir óslægðan tog- araþorsk 12M> cent (ísl. kr. 51/59 pr. kg.) eða 150% hærra verð en fyrir fersksfldina. I öllum framangreindum tölum er meðalgengi ársins 1977 lagt til grundvallar.“ Toyota- prjónavélar — Sýnikennsla Sýnikennsla í meöferö Toyota- prjónavéla veröur í dag í Ármúla 23 kl. 13—18 T oyotavarahlutaumboðið Ármúla 23 rever” dansamir hefst mánudaginn 9.oktober 38126

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.