Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978 13 Garðbúar hefja vetrarstarfið SKÁTAFÉLAGIÐ Garðbúar í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogs- hverfi er um þessar mundir að hefja starfsemi sína og hefur ákveðið að gefa íbúum hverfanna kost á að kynnast starfi félagsins n.k. laugardag og sunnudag. Fer fram kynning á starfinu í skátaheimilinu við Háagerði, kjallara, kl. 14—18 báða dagana, en auk kynningarfunda verður sýnt föndur og sungið og börnum gefinn kostur á að innrita sig í félagið. Gestum verður boðið uppá kakó og kex. Skátafélagið verður 10 ára í febrúarmánuði næstkomandi en nú eru liðin 20 ár frá því skátastarf hófst í hverfinu. sem fyrir er og svara spurningum barnanna. Mörg ár hafa farið í að rífast um hver eigi að sjá um þessa fræðslu, foreldrar, kennarar, hjúkrunarfræðingar, félagsráð- gjafar eða aðrir. Mér finnst mestur tíminn hjá þessum aðilum hafa farið í að reyna að koma sjálfum sér undan þessu, með því að telja hinum trú um að þeir séu betur til þess fallnir. Hvers vegna þarf þessi fræðsla endilega að hvíla á herðum eins hópsins frekar en annars? Hvers vegna tökum við ekki öll þátt í fræðslu um kynlíf, einungis með því að svara spurningum barnanna þegar þau varpa þeim fram. Þau velja sér sjálf þann kennara sem þau treysta best hverju sinni. Við gerum grín að því fullorðna fólkið þegar kaflanum um kynfæri og getnað var sleppt í gamla daga, af því að kennarinn treysti sér ekki til að tala um hann. Þó var þessi kafli örstuttur og engán veginn fullnægjandi fræðsla um kynlíf. Þessi kafli er því miður enn í dag svipaður að lengd. Enn eru til kennarar og það meira segja af yngri kynslóðinni, sem eiga erfitt með að tala um efni kaflans, ef honum er þá ekki alveg sleppt. , Sumir skólar og einstakir kennarar reyna eftir föngum að sinna kynlífsfræðslu og tekst það þokkalega miðað við aðstæður. Vafalaust er þetta einnig mismun- andi eftir heimilum. Þetta er alvarlegra mál en svo að það sé látið ráðast hvort, hvenær og hvar þessi fræðsla fer fram. Fordómarnir umhverfis kynlífið hverfa ekki á einni nóttu, en eru fórnirnar ekki orðnar nógu marg- ar? Reykjavík 4. okt. 1978. Guðrún II. Sederholm. yfirkennari. Óskar Jóhanns son, kaupmaður » Nauðsynlegustu störf in - lægstu launin Tvær nýgerðar verðkannanir virðast sýna annars vegar að innkaupsverð vara til íslands sé hærra en til hinna Norðurland- anna en hins vegar, að verð út úr búð sé lægra hér. Þótt ekki komi fram, hvort hér sé um sömu vörutegundir að ræða, kemur glögglega i ljós að hlutur smásöluverslunarinnar í vöruverðinu er hér áberandi minni en á hinum Norðurlönd- unum. Væri í þessu tilfelli um að ræða t.d. daglegar neysluvörur, yrði mismunurinn þó ennþá meiri en ætla mætti vegna þess að álagning innfluttu vörunnar á ekki aðeins að borga eigin dreifingarkostnað hennar held- \i+ mikinn hluta af kostnaði við sölu landbúnaðarvara og ann- arrar vöru sem vegur þungt í vísitölunni. Allir, sem til þekkja, vita að álagning á vísitöluvörurnar er í flestum tilfellum langt fyrir neðan meðal dreifingarkostnað. Hvað heldur þú, launþegi góður, tað margir mættu til starfa á þínum vinnustað t.d. á mánudögum og þriðjudögum ef þið fengjuð helmingi lægri laun fyrir þá daga en aðra daga vikunnar, vegna þess að einhver vísitölunefnd hefur reiknað út, að störf ykkar þessa tvo daga væru þjóðinni nauðsynlegri 'en störfin sem unnin eru aðra daga vikunnar? Hvort sem það er kaupmaður eða kaupfélag, sem tekið hefur að sér að veita þá þjónustu sem af almennri matvöruverzlun er krafist, verður að hafa á boð- stólum allar fáanlegar vörur, án tillits til þess hvort álagning þeirra hrekkur til að greiða dreifingarkostnaðinn eða ekki. Verst lendir þetta á þeim fyrirtækjum sem eingöngu versla með daglegar neyzluvör- ur. Störf í matvöru- og kjöt- verzlunum eru erfiðustu og erilsömustu verzlunarstörfin. Af fyrr greindum orsökum er starfsfólk í verzlunum eins fátt og mögulega er hægt að komast af með. Þess vegna er vinnuálagið mikið og þjónustan ekki alltaf eins góð og annars gæti orðið. Húsmóðir: Þú sem daglega nýtur þjónustu þessa fólks, finnst þér sanngjarnt að það sé lægst launaða fólkið í allri verzlunarstéttinni, eingöngu vegna þess að það vinnur við dreifingu á nauðsynjavörum, en ekki einhverjum óþarfa? Starfsfólk í matvöruverzlun- um: Þið vitið að opinberir starfsmenn fengu umtalsverða launahækkun við síðustu samn- ingagerð m.a. vegna þess að þeir töldu sig geta sýnt fram á, að verzlunarfólk væri almennt yfirborgað. Óskar Jóhannsson. Þið vitið einnig að slíkt þekkist varla í matvöruverzlun- um og við vitum öll hvers vegna. En þarf þetta að vera svona? Verzlun og viðskipti gegna „Auðvitað stöðva ég blóð- rásina. Sérðu ekki að maður- inn er með blóð- nasir?" hliðstæðu hlutverki í þjóðar- líkamanum og sjálf blóðrásin í mannslíkamanum. Að hindra eðlilega starfsemi hennar, er ekki allra meina bót, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Þótt íslenzkum kaupsýslu- mönnum virðist ekki treystandi til að stunda frjálsa verðsam- keppni, er óþarfi að drepa matvöruverzlunina. Sagt hefur verið, að verðlagsnefnd afgreiði öll mál eins: Fjórir segja já. Fjórir segja nei, en oddamaður- inn segir það sem ríkisstjórnin segir honum að segja. Ef nú einhver af nefndar- mönnum tæki sig til og leitaði að lögunum, sem hún á að starfa eftir, kæmi í ljós að þar stendur m.a.: „Miða skal álagningu við þarfir vel rékins fyrirtækis." Það er ósamræmið í álagning- unni, sem er að gera út af við hverfisverzlanirnar. „Lúxusvörurnar" sem eru ódýrastar í dreifingu, en með lang hæstu álagningu, seljast mjög lítið í þeim búðum, heldur seljast þar að mestu leyti lægstu álagningarvörurnar, sem dýr- astar eru í dreifingu. Þá má stórlækka álagnihgu á lúxusvörunum, en taka tillit til kostnaðar við dreifingu vísitölu- varanna, án þess að verðlag í heild þyrfti að hækka. Með því gætu verzlanirnar haldið áfram sinni mikilvægu þjónustu við almenning. Kaupmenn hafa óskað eftir rannsókn á hag smásölu- verzlunarinnar, því örugglega er eitthvað að. Vonandi verða „læknisað- gerðirnar" ekki búnar að hengja fórnarlambið áður en rannsókn- inni lýkur. Já nú bjódum víd 5 mismuncmdí gerðír af MAZDA 323 Frá því að Mazda 323 var kynntur árið 1977 hefur hann verið einn vinsælasti bíll- inn á markaðnum í sínum stærðarflokki, rðmaður fyrir sparneytni, góða aksturs- eiginleika og frábæra plássnýtingu. ..Nú bjóðum við 1979 árgerð af Mazda 323 í 5 mismunandi gerðum. Flestar gerðirnar eru nú með stærri og aflmeiri 1400cc vél, og 5 gira kassa, sem er svar Mazda við hækkandi bensfnverði. Ennfremur eru allar gerðir fáanlegar-með sjálfskiptingu. Mikið úrval Mazda 323 auðveldar hverj- um og einum að finna gerð við sitt hæfi. F.inn af þeim hentar þér örugglega. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar í simum 81264 og 81299. 323 5 dyra 1415cc5 gira 323 5 dyra station 14l5cc4gíra 323 3 dyra Economy BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 simar. 81264 og 81299 BllASYNINGidcgk. .6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.