Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTOBER 1978 39 Eiöur Guöjohnsen í samtali viö Morgunblaðiö: „Fyrr var ekki skrifað undir félagaskipti en Víkingur var búinn að kúga út peninga" EKKI alls fyrir löngu fóru fram viðræður hér á landi milli knattspyrnufélagsins Víkings og belgíska félagsins Lokarens um félagaskipti Víkingsins Arnórs Guðjohnsen sem gerst hefur atvinnumaður í Belgíu. Þar sem Arnór hefði undirritað atvinnusamning sinn við Lokaren fyrir alllöngu lá ekki ljóst fyrir hvaða viðræður áttu sér stað milli félaganna. Stjórn knattspyrnufélagsins Víkings hefur ekki látið neitt frá sér fara um þessar viðræður. Til að grennslast fyrir um málið ræddi blaðamaður Mbl. við föður Arnórs, Eið Guðjohnsen, þar sem hann er umbjóðandi sonar síns í atvinnumannasamnningi þeim sem hann skrifaði undir. Var Eiður mjög ómyrkur í máli og viðhafði stór orð í sambandi við samningafundi Víkings og Lokarens. Fer viðtalið hér á eftirt Eiður. nú ert þú óánægður með hvernig Víkingur hefur staðið að framkvæmd mála gagnvart atvinnumannasamningi sonar þíns. Arnórs. Hvernig stendur á því? — Aðalstjórn Víkings tjáði mér í upphafi, að mér og Arnóri kæmi ekkert við hvernig staðið yrði að samningum hennar við Lokaren. Síðasta umferð í körfunni SÍÐASTA umferð Reykja- víkurmótsins í kó'rfuknattleik fer fram á morgun í Haga- skóla. Mótið ætlar að reynast óvenju spennandi. því að nú eru 1 lið með eitt tap. eftir að stúdentar kærðu Ármenninga fyrir að nota of ungan leik- mann í leik liðanna á sunnu- daginn. Úrslit munu því ekki liggja fyrir að leikjunum á morgun loknum. en hins vegar verður þá ljóst hvaða lið leika til úrslita. Fyrsti leikurinn á morgun hefst klukkan 13.30 og leika þá ÍS og Valur. Bæði liðin eru með eitt tap og stefna því bæði að sæti í úrslitaleik mótsins. Framarar hafa sýnt öllu betri leiki en stúdentar og verða þeir því að teljast sigurstranglegri, en Dirk Dundar gæti þó hæg- lega skotið Framara í kaf. Að leik ÍS og Vals loknum leika síðan KR og Valur. Verður það enn ein viðureignin sem ekki verður spáð um. Liðin gefa vafalaust ekkert eftir til þess að komast í úrslit svo að von er á mjög spennandi leik. Síðasti leikur dagsins verður síðan milli IR-inga og Ár- manns. Bæði liðin eru enn án stiga, en leika bæði ágætis körfuknattleik. Er þar von á spennandi viðureign þótt liðun- um hafi vegnað illa í mótinu. Það er því óhætt að segja að enginn verði syikinn, sem legg- ur leið sína í íþróttahús Haga- skólans á morgun, en fyrsti leikurinn hefst sem fyrr sagði kl. 13.30. Þeir útilokuðu mig frá því að fylgjast nokkuð með því sem þar fór á milli. Ég vissi frá upphafi að þeir voru að fara fram á peninga- greiðslu til Víkings, þó svo að þeir vildu ekki viðurkenna það þrátt fyrir spurningar mínar í þá átt. Ert þú umboðsmaður sonar þfns í' samningamálum gagnvart atvinnumannasamningi hans í Belgíu? — Já, það er ég og það tilkynnti ég aðalstjórn Víkings strax í upphafi. En þrátt fyrir það hafa þeir ekki haft neitt samband við mig, og finnst mér framkoma þeirra fyrir neðan allar hellur. Hvers vegna vildi Víkingur ekki samþykkja félagaskipti Arnórs strax? — Ég tel að þeim hafi fundist að þeir mættu illa við því að missa Arnór áður en keppnistímabilið hér heima yrði búið, og það skildi ég mæta vel. Ég taldi nægar forsendur fyrir því að Arnór fengi atvinnumannaleyfi. Það gjör- breytti öllu fyrir Arnór að skrifa undir samning við Lokaren áður en hann varð 17 ára, því þá er hann gildur strax eftir sömu reglum og Belgíumenn, en ekki sem útlendingur. Þettá sá ég í hendi mér og fór því með undirrit- aðan samning út til Lokarens daginn áður en Arnór verður 17 ára. Þannig að við skrifum undir samning áður en félagaskipti lágu ljós fyrir, því að ég taldi engin vandkvæði á að fá þau í gegn að fenginni reynslu hér á landi. Hvers vegna haf a verið öll þessi vandra'ði í samhandi við félaga- skipti Arnórs? — Vegna þess að Víkingar vildu fá háa peningagreiðslu til félags- ins fyrir að samþykkja félaga- skiptin. Mitt álit er, að þeir hafi engan rétt til að gera peninga- kröfur, en það sé annað mál hvaða samkomulági hægt er að ná við viðkomandi leikmann. Og það er hægt að bæta því við, að yfirleitt bera knattspyrnumenn þann hlý- hug til síns félags að hægt er að sjá svo um að viðkomandi félag fái einhverja upphæð. En það er alger forsenda fyrir því, að það sé vilji viðkomandi leikmanns og jafn- framt, að höfð séu samráð við hann. Annað kemur varla til greina. Því kom mér það mjög á óvart að ekki skyldu höfð nein samráð við mig eða Arnór um þessi atriði. Við höfum mjög svo hreinan skjöld gagnvart knatt- spyrnudeild Víkings, þeir vissu ávallt hverjar okkar gerðir voru. Sú leið, sem Víkingar völdu var að ýta Arnóri til hliðar og segja honum, að það kæmi honum ekkert við hvernig þeir semdu við Lokaren. Mín skoðun er sú, að strákar, sem fara í atvinnumennsku, eigi sjálfir að ákveða hverjir aðstoða þá við samninga við erlend félög, og óæskilegt að stjórnir félaganna hér heima séu samningsaðiljar fyrir þá. Ég byggi þetta á framkomu Víkings og þar sem mig grunar að félögin ætli að hafa þessa stefnu í framtíðinni. Nú kom hingað maður frá Lokaren. Kom hann hingað vegna milligöngu þinnar? — Nei, hann kom vegna kröfu Víkinga. Er þér kunnugt um fundi þá sem hann átti með stjórn Víkings. og hvaða mál voru þar til umræðu? — Já, mér var kunnugt um fundi þessa. En þau skilyrði voru sett af stjórn Víkings, að ég fengi ekki að vita niðurstöður fundanna. Mér er samt ljóst að rætt var um þá fjárkúgun sem þar var höfð í frammi. Fyrr var ekki skrifað undir félagaskiptin en Víkingur var búinn að kúga út peninga. Hversu mikla peninga? — Ég sem umbjóðandi Arnórs fékk ekki að sjá þá nauðungar- samninga sem þeir þröngvuðu upp . á sendimann Lokarens og fengu hann 'til að skrifa undir. Ég hef vissar grunsemdir um hvað varð ofan á, og er það allt svívirðilegt. En stjórn Víkings get ég sagt það, að þessu máli er ekki lokiö frá minni hendi. Mitt takmark er þaö að láta stjórn Víkings skila þessu nauðungarsamkomulagi í hendur sonar míns, Arnórs. Það mun síðar koma í ljós hvaða leið ég fer í því. Eiður. þú talar um grunsemdir þínar um samningana. (íetur þú gefið mér einhverjar hugmyndir um þessa „svívirðilegu samninga" eins og þú orðar það? — Ég vil ekki tjá mig um það á þessu stigi málsins, en það á allt eftir að koma í ljós. En eítt er það, sem ég vil að komi fram, það sem gerðist um það bil viku fyrir síðasta leik Víkings í íslandsmótinu, sem var gegn ÍBK í Keflavík. Nokkrir af yngri drengjunum í liði Víkings afhentu stjórn knattspyrnu- deildarinnar bréf þess efnis, að þeir léku ekki umræddan leik og gengju úr Víkingi ef félagið skrifaði ekki tafarlaust undir félagaskipti Arnórs. Svar Víkinga við þessu var að kalla drengina á sinn fund, og þar kom fram spurning frá einum drengjanna um það hvort rétt væri, að peningakríífur stæðu í vegi fyrir undirskrift um félaga- skipti. Því var neitað af forráða- mönnum Víkings, að svo væri. Sem sagt, drengjunum var sagt ósatt. Og þeir fengnir til að taka skilyrði sín til baka á fölskum forsendum. mynd: — Ktí Eiður Guðjohnsen Ég held að almenningi sé að verða ljóst hvað hér er að gerast, það er verið að svipta drengina persónufrelsi, og þá kemur það verst niður á þeim drengjum sem mörgum finnst að frekar ætti að hampa en troða á. Ég vil ráðleggja foreldrum að vera á varðbergi gagnvart slíkum vinnubrögðum og þeirri stefnu sem sum knattspyrnufélögin sigla nú. Fjárþörf félaganna rettlætir ekki þau vinnubrögð sem hér hafa verið viðhöfð. Við verðum að vera minnugir þess, að við höfum ekki upp á það sama að bjóða strákunum hér heima og stóru knattspyrnufélögin úti í heimi. Því ætti það að vera sómi hvers félags að greiða götu þeirra drengja sem vilja og hafa tækifæri til að gerast atvinnu- menn erlendis í knattspyrnu og hafa góð tilboð til þess. Þar á ég við, að ekki sé verið með aðra höndina ofan í peningaveski strák- anna," sagði Eiður að lokum í spjalli okkar. ÞR. Breytingar á Reykjavíkurmótinu ÞÆR breytingar hafa verið gerðar á leikjum Reykjavíkurmótsins í handknattleik, að leikur Ármanns og Leiknis hefur verið færður fram til klukkan 14.00, en síðan hinir leikirnir hver af- öðrum þar á eftir, fyrst leikur Fylkis og Þróttar, þá leikur ÍR og Víkings og loks leikur KR og Fram. Þessir leikir eru á dagskrá í dag. Á morgun fara síðan fram í'yrstu leikirnir í úrslitakeppninni og mætast þá fyrst klukkan 20.15. Valur og annaðhvort KR eða Fram, síðan leika Víkingur og Ármann.. I yngri flokkunum fara eftirtaldir leikir fram á laugardaginn. kl. 14.00 3. fl. karla A. riðill ÍR - Fram kl. 14.35 3. fl. karla A. riðill Leiknir — Ármann W. 15.10 3. fl. karla B. riðill Valur - Fvlkir kl. 15.45 3. fl. karla B. riðill Þróttur - KR kl. 16.20 2. fl. karla A. riðill ÍR - Þróttur kl. 17.05 2. fl. karla A. riðill Fram - Víkingur. Blökkumaður í handknattleikinn? FORRÁÐAMENN Þórs í Vestmannaeyjum athuga nú möguleikana á því að láta bandarfska körfuknattleiksmanninn James Brooker leika með handknattleiksdeild félagsins í vetur. Bandaríkjamaðurinn. sem er svartur á hörund og risi að vexti. rúmir tveir metrar á hæð. mun leika með IV í 1. deild Íshuulsmótsins í körfubolta í vetur. Þegar hann kom til Vestmannaeyja á dögunum til samninga um að gerast þjálfari og leikmaður í körfuknattleik létu Eyjamenn hann einnig spreyta sig á handknattleik. Kom í ljós að Brooker er einnig mjög góður handboltamaður og hafa Þórsarar mikinn hug á að láta hann leika með liðinu í vetur. svo framarlega sem þeir fá til þess leyfi. SS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.