Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978 Minning: Pálína Guðmundsdóttir Eystra-Geldingaholti Fædd 27. júní 1891. Dáin 29. scptember 1978. I dag verður til moldar borin frá Stóra-Núpskirkju Pálína Guö- mundsdóttir frá Eystra Geldinga- holti. Þar hefur lokið æviferð sinni í hárri elli sú kona, sem vakið hefur mér hvað mesta virðingu af þeim, sem ég hef umgengizt. Þó urðu samskipti okkar það náin, að vissulega reyndi þar vel á alla þætti. — Mér er það alltaf minnisstætt, þegar ég heyrði Pálínu í Geldingaholti getið, þannig að ég hafði áhuga um hana að vita, vegna þess að ég hafði verið vistaður til þeirra hjóna sem snúningastrákur að sumarlagi. Það var þá sagt hvað eftir annað af kunnugri manneskju, að Pálína væri „góð kona" og lögð á það áherzlu. Ég skildi það ekki þá, hvað í því fólst og órugglega á varðbergi gagnvart því sem mér fannst óþörf orðnotkun. Orð eru vissulega vandnotuð, en eftir að líf okkar Pálínu fléttuðust saman, hef• ég verið viss um það, hvað þessi orð áttu á túlka. Sjálfsagt rís enginn undir því að vera kallaður góður af þeim, sem við umgöng- umst hér í lífi. En fyrir mér er Pálína í Geldingaholti einmitt sú, sem ekki er hægt að lýsa á annan hátt. Góð kona, sem var þó svo gjórsamlega laus við alla skoðana- lausa mærð eða væmni, heldur heil og sönn kona, sem aldrei villti á sér heimildir og gekk fram af ósérhlífni í öllu. Ég er Guði þakklátur fyrir það, að hafa kynnst þannig manneskju og þegar ég stend við dánarbeð hennar, skortir mig orð til þess að tjá þær tilfinningar, sem ég helst vildi að kæmu því til skila, sem hún var. Frá því að ég kom fyrst til þeirra Ólafs og Pálínu, hefur þar alltaf verið mér sem annað heim- ili. Þá sögu hafa líka margir aðrir að segja á svipaðan hátt. Það er í sjálfu sér ekkert merkilegt, þótt einhver hafi góðat minningar frá gömlum dögum í sveit. En það sagði eitt sinn við mig virtur bóndi á Suðurlandi, þekktur fyrir glað- værð og reisni, maður, em þekkti vel til, — að það væri eftirtektar- vert umfram aðra bæi, hversu gömul hjú og kaupafólk sæktu að Eystra Geldingaholti. „Það hlýtur •að vera, að ykkur hafi liðið vel og finnið ykkur velkomin". Ég kann ekki að gera neinn samanburð en ég veit að þar hefur mörgum liðið vel og verið velkomnir. Þau hjón voru samhent um höfðingsskap og voru vissulega vinir vina sinna. Það var líka svo oft gaman að hitta Pálínu þá, þegar hún tók á móti stórum hópum af fólki, þannig að ekkert vantaði, án þess að nokkur tæki eftir því að hún flýtti sér líbkkurn skapan hlut. Og svo skaut hún að gömlum minn- ingum, eða smellnum athugasemd- um, alltaf kát og fyndin, með opin augu fyrir öllu því, sem var skemmtilegt. Einmitt slíkri kátínu og fjöri held ég að hún hafi vanizt í Hólakoti í Hrunamannahreppi, t Eiginmaður minn og faöir okkar, SIGURDUR ÞORBJÖRNSSON, Miðtúni 13, Sellossi, lést í Borgarspítalanum þann 6. október. Guöfinna Jónsdóttír og böm. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðír og amma, SÓLVEIG VILHJÁLMSDÓTTIR, fré Bakka Svarfaðardal, Klettavík 13, Borgarnesi, andaöist á Sjúkrahúsi Akraness, morguninn 6. október. Magnús Schewing, Sigrún Magnúsdóttir, Kiri Einarsson, Eyjólfur Magnússon, Þórveig Hjartardóttir, og barnabörn. t Fósturmóöir mín og amma GUORUN VIGFÚSDÓTTIR, Norðurbrún 1, veröur jarösett mánudaginn 9. október frá Fossvogskirkju kl. 3 e.h. Fyrir hönd aöstandenda. Guðrún Gestsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu viö andlát og útför, MARGRÉTAR EINARSDÓTTUR, fri Þingmúla, Vandamenn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, ÓLAFÍU SiGURÐARDÓTTUR, Vífilsgötu 17, Unnur Pétursdóttir, Sigríður Pétursdðttir. þar sem hún var fædd og uppalin. Þaö hjálpaði vissulega til að öllum liði vel í kring um hana. En það hafði ekki minna að segja, að Pálína hafði alveg sérstakan eiginleika til þess að gleyma sjálfri sér, hugsa svo mikið um aðra, að mér finnst stundum nóg um, þegar ég lít til baka. Ég man líka eftir henni sem sátta- semjara, þar sem hún tók rósklega af skarið, ég man líka eftir stilltum ábendingum, sem við sóttumst eftir að uppfylla. En ég man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma heyrt að Pálína hafi ýfzt í skapi. Hún kom að Geldingaholti árið 1919 og giftist Ólafi Jónssyni, sem þar var fæddur og uppalinn. Þegar minn góði vinur fylgir konu sinni til grafar langar mig að standa með honum í þakklæti til Guðs. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, dæturnar þrjár, Ingu, Guðrúnu og Hrefnu, sem allar eru giftar konur, og soninn Jón, sem býr með fjölskyldu sinni á föðurleifðinni. Pálína í Geldingaholti var ekki kona, sem fór mikið út fyrir heimili sitt. Stóra og umtalaöa vegsauka fékk hún því ekki. En fyrir þeim, sem raunverulega kynntust henni, fengu að kynnast mikilli greind og hæfileikum, sem voru allir nýttir til góðs eins, ber Pálína í Geldingaholti æðstan virðingarsess. Það var allt hægt að ræða við hana. Stundum ræddum við um þá staðreynd, sem við blasir nú, þegar dauðinn kallar. Þegar ég minnist hennar og þakka Guði fyrir mikla gjöf, þakka ég honum líka fyrir það, að við Pálína þekktum sameiginlegan vín, sem er sterkari en dauðinn, Jesúm Krist, sem reis upp frá dauðum. Þess vegna veit ég að hún hvílir í hans hendi og þar veit ég hana órugga. Valgeir Astráðsson. Við borgarbörn sem höfum orðið þess aðnjótandi að eignast um skeið annað heimili í sveit fáum aldrei fullþakkað þeim, sem þar hafa verið fyrir með ríkan skilning á ungum mannverum sem koma á ókunnugan stað í fyrsta skipti á ævinni. Pálína Guðmundsdóttir hús- freyja í Eystra Geldingaholti, fóstra mín um árabil og mikill vinur æ síðan, var slík kona. Án þess að hafa um það mörg orð var hún einatt sú sem skildi hvað bjó í barnshuganum hverju sinni. Hún var mér og bróður mínum og mörgum fleiri sumarbörnum sín- um kærari en almennt gerist um vandalausa, enda sóttum við að Geldingaholti til langdvala sumar eftir sumar. Þau áhrif æskuár- anna hafa aldrei fyrnst og lítið orðið úr íslensku sumri gegnum tíðina ef ekki hefur verið unnt að skjótast enn einu sinni austur að sýna sig og hitta heimafólk á JENNY ESTHER JENSEN — MINNING Þann 10. ágúst 8.1. andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað Jenný Esther Jensen aðeins 55 ára að aldri. Allir eiga eitt sinn að deyja, en þó fer svo þegar ættingjar og vinir hverfa héðan, að okkur setur hljóð. Esther, eins og hún var alltaf kölluð, var mörgum góðkunn og munu margir kveðja hana með söknuði, ekki einungis nákomnir ættingjar heldur vinir sem hún átti og er ég, sem þessar línur rita, ein í þeirra hópi. Esther var dóttir hjónanna Sigríðar Símonardóttur frá Hellis- firði og Nils Jensen frá Abornes í Noregi. Hún átti þrjú systkini, tvíbura- bróður Georg sem dó á unga aldri, Ernu sem búsett var í Bandaríkj- unum, dáin fyrir nokkrum árum, og Jónu sem búsett er í Reykjavík. Það var snemma sem fundum okkar Estherar bar saman er við vorum ungar stúlkur í Neskaup- stað. Síðar flytjast foreldrar hennar til Seyðisfjarðar, en ekki slitnaði sambandið á milli fjöl- skyldnanna, því þá tíðkaðist að farið var í kaupstaðarferðir til Seyðisfjarðar og var þá alltaf komið til foreldra hennar. Svo er það mórgum árum seinna að þau hjónin Sigriður og Nils flytjast til Fáskrúðsfjarðar og dætur þeirra með. Þar kynnist Esther eftirlifandi manni sínum Kristjáni Stefánssyni. Þau gifta sig 28. sept. 1946. Áttu þau saman fjógur börn sem báru gæfu til að stunda móður sína í veikindum hennar og létta henni biðina á margan hátt, þar til yfir lauk. Esther átti sérstæðan persónu- leika, ætíð vildi hún hlúa að því sem hún áleit einhvers virði í fari annarra. Börnum sínum var hún einstók móðir og eiginmanni sínum góð kona. Við kveðjum hana öll með söknuði, ástvinir, ættingj- ar og vinir og þökkum guði minninguna um hana, sem aldrei mun gleymast. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Olafsdóttir. Afmœtis- og minningargreinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað, að minningargreinar, sem birtast skulu í Mbl., og greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag, verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingardag. æskustöðvum til að skrafa, — einkum við Pálínu. Upphaf kynna pkkar Pálínu í Geldingaholti urðu fyrir heimsvið- burði og glöggt auga fyrir íslensk- um staðháttum og því fólki, sem hefur gefið sig að því að sigra landið og rækta það. Móðir mín gékk einu sinni sem oftar með vinum sínum um afrétti sunnan- lands. Lokaspretturinn lá úr Þjórsárdal til Reykjavíkur. Þegar hún hafði að baki svarta sandana í dalnum og fyrir augum grösugt umhverfið í Gnúpverjahreppi, með \ hvert myndarbúið af öðru í þjóðbraut, hugsaði hún með sér að ef hún þyrfti einhvern tíma að koma börnum sínum í sveit þá vildi hún vita af þeim á þessum slóðum. Skömmu síðar var skollin á heimsstyrjöld. í Reykjavík varð mikill viðbúnaður til að verjast loftárásum og borgarbúar voru umframt uggandi um börnin sín. Þá var það að móðir mín skrifaði formanni kvenfélagsins í Gnúp- verjahreppi, Margréti á Hæli, og spurðist fyrir um það hvort hún vissi af heimili sem vildi skjóta skjólshúsi yfir strák og stelpu rétt orðin stautfær. Margrét brá skjótt við og bar erindið upp við sér ungri nágrannakonu sína. Þann dag eignaðist Pálína í Geldingaholti stærri hóp af börnum en hana hafði nokkru sinni órað fyrir. í sjö sumur átti hún okkur tvö systkin- in úr Reykjavík besta partinn af íslensku ári. Áður en þau voru liðin voru fyrir löngu komin fleiri, vinir okkar fósturbarnanna og því næst vinir vinanna. Öll komum við til Pálínu og hennar heimafólks bráðókunnugir krakkar úr höfuð- staðnum og urðum hvert af öðru eins og ekkert hefði í skorist yngst í systkinaflokknum sem fyrir var. Það var ekki fyrr en löngu seinna, þegar maður var kominn til vits og ára og farinn að taka eftir því að það þarf talsvert fyrir börnum að hafa, að ég gerði mér ljóst hve mikið húsfreyjan í Geldingaholti hefur haft að gera í kringum okkur þennan skara. En það var nú ekki veriðað hafa orð á slíkum smámunum í þá daga, að einhver hefði mikið að gera. Pálína Guömundsdóttir var fædd í Hólakoti í Hrunamanna- hreppi 27. júní 1891. Þau voru fjögur systkinin sem ólust þar upp saman. Tvö þeirra eru nú eftir á lífi, Margrét húsfreyja í Dalbæ og Páll bóndi í Núpstúni. Elsta systirin Valgerður lést fyrir nokkrum árum. Mér er í barns- minni hvað þær voru alltaf kátar, þegar þær hittust systurnar, léku á alls oddi. Pálína sagði mér líka marga söguna af því hvað það hefði verið gaman í uppvexti þeirra. Ég á í huganum lifandi mynd af ungu glaðværu fólki á litlum sveitabæ í byrjun þessarar aldar, sem fann sér svo margt til skemmtunar þrátt fyrir einangrun og lítil efni. Árið 1919 giftist Pálína Ólafi Jónssyni bónda í Eystra Geldingaholti í nágranna- hrppnum, sem um það leyti tók við búi eftir föður sinn. Á mynd, sem til er heima í Geldingaholti frá þeim tíma, eru þau einkar frítt og fóngulegt par, Pálína og Ólafur, ung og nýgift. Börn þeirra urðu fjögur. Þau eru öll á lífi og búa yfir þeim myndarskap, sem þau hlutu að erfð: Jón bóndi í Geldingaholti, kvæntur Margréti Eiríksdóttur frá Steinsholti, Inga, gift Stefáni Björnssyni forstjóra Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík, Guðrún, gift Haraldi Pálmasyni en þau eru bæði starfsmenn hjá Eimskipafé- lagi íslands og Hrefna, gift Guðmundi Sigurdórssyni vörubif- reiðastjóra að Flúðum í Hruna- mannahreppj. — Á löngum ævi- degi auðnaðist Pálínu, einhverri barnbestu konu sem ég hef kynnst, að hafa meira eða minna í kringum sig heima í Geldingaholti 10 barnabörn og sjá þrjú barna- barnabörn. Pálína í Geldingaholti flíkaði ekki tilfinningum sínum í daglegu lífi, né gaf hug sinn nema okkur sem þekktum hana best. Aðals- merki hennar var hlýja í garð alls þess sem lífsandann dregur. Hún átti sér fastmótaðar lífsskoðanir, sem hún ekki bar á torg f remur en annað, hugaði vel að sínu fólki og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.