Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978
17
fréttir úr borgarstjórn fréttir úr borgarstjórn
fréttir úr bórgarstjórn
fréttir úr borgarstjórn
ástæðu fyrirspurnar sinnar vera
hina miklu óvissu, sem borgar-
starfsmenn nú væru í um þróun
mála. Hann þakkaði Björgvin
svörin.
Standast orðin núna?
Birgir ísleifur Gunnarsson sagði
það valda sér vonbrigðum hversu
óskýr stefna borgarstjórnarmeiri-
hlutans væri í liðum 2 og 3. Hins
vegar lýsti Birgir Isleifur yfir
ánægju sinni með 1. lið og kvaðst
reikna með, að borgarstarfsmenn
væru líka ánægðir. Sumir fulltrú-
ar meirihlutans hefðu fyrir
kosningar haft í frammi fullyrð-
ingar um fulla greiðslu á öllum
launum, sem borgarstjórnarmeiri-
hlutinn hefði hins vegar ekki fylgt
eftir þegar á hólminn var komið.
Með öðrum orðum: þeir stóðu ekki
við stóru orðin. Nú hins vegar lýsti
meirihlutinn yfir, að hann ætlaði
að fylgja samþykktinni frá 15. júní
eftir og væri það athyglisvert.
Vegna tímabilsins frá 1.—10. sept.
vildi hann segja, að meira mál
væri fyrir borgarstarfsmenn að fá
greidd full laun eins og fyrirfram-
greiðslan var, vegna þess, að
hlutfallslega fleiri borgarstarfs-
menn fá greitt eftir á en fyrir-
fram. Birgir Isleifur sagðist hafa
talið æskilegt að fá skýr svör nú og
væri raunar einkennilegt að slíkt
væri ekki hægt þar sem aðeins um
framkvæmdaatriði væri að ræða.
Vegna takmarkana á launahækk-
un samkvæmt lögum ríkis-
stjórnarinnar um háa launaflokka
vildi hann taka fram, að hann teldi
fólk í sömu launaflokkum eiga fá
jafnhá laun. Birgir Isleifur sagði,
að vegna svars við 3. lið hygði
hann, að borgarstarfsmenn sættu
sig ekki við að ríkisstjórnin væri
að ræða við BSRB og eftir því yrði
tekin ákvörðun. Birgir ísleifur
lagði áherzlu á, að fullkomlega
eðlilegt væri nú sem fyrr að
viðhalda sjálfstæðum samnings-
rétti Starfsmannafélags Reykja-
víkurborgar sem verið hefði á
liðnum árum.
Albert og Páll:
Leggjum áherzlu á
lausn vanda aldraðra
Páll Gíslason (S) spurðist fyrir
um það á síðasta fundi borgarstjórn-
ar hvað liði afgreiðslu borgarráðs á
tillögum um vistunarráð aldraðra,
sem vísað var til þess af borgar-
stjórn á fundi hennar 18. maí sl. „í
greinargerð með tillögunni segir, að
tillögur um hið fyrirhugaða vist-
unarráð hafi hlotið ítarlega athugun
og undirbúning hja heilbrigðismála-
ráði og félagsmálaráði fyrir for-
göngu borgarlæknis og forstöðu-
manns Félagsmálastofnunar. Um
nauðsyn þessa ráðs, sem á að tryggja
sem bezta nýtingu á aðstöðu og
starfskröftum, er varla ágreiningur.
En með vaxandi fjölda aldraðra og
jafnframt auknum möguleikum er
brýn þörf á, að einhver samræmi
þörf og hvernig hægt er að fullnægja
henni. Þessi fyrirspurn kemur fram
til að ýta við málinu, sem ætti að
vera á ákvörðunarstigi." Adda Bára
Sigfúsdóttir (Abl) sagði, að af
þremur aðilum sem væru embættis-
menn borgarinnar og ættu að sitja í
vistunarráði væri aðeins einn ráðinn
nú, þ.e. ellimálafulltrúi, en hinir
I væru ekki á fjárhagsáætlun. Þá kom
! fram í máli Öddu Báru, að borgarráð
hefði ekki enn afgreitt þetta mál.
Páll Gíslason sagði, að því fyrr, sem
það væri gert, því betra. Albert
Guðmundsson (S) sagði, að Félags-
málastofnunin gæti auðveldlega
sinnt umræddu hlutverki. Leggja
þyrfti áherzlu á að gera allt til þess
að gamla fólkinu liði vel. Hinir
öldruðu væru hornsteinar þjóðfé-
lagsins. Vellíðan ísl. þjóðarinnar í
dag byggðist á framlagi þessa fólks á
liðnum tímum. Það væri út í hött að
taka byggingar aldraðra undir heil-
brigðisgeirann og ef svo ætti að
verða hefði hann ekki áhuga á
forystu í byggingarnefnd aldraðra.
Ungir sem gamlir ættu jafnan rétt á
sjúkrahúsvist, en af eðlilegum
ástæðum dveldu þeir eldri oft lengur
á sjúkrahúsum en aðrir. Fá þyrfti
hugmyndir frá læknum þegar það
ætti við, en þeir ættu ekki að vera að
skipta sér af byggingarframkvæmd-
unum sjálfum.
Ragnar Júlíusson:
Á að hefta hagkvæm-
ari rekstur BÚR?
BAKKASKEMMA varð mönnum umræðuefni á síðasta fundi borgarstjórn-
ar. Ragnar Júlíusson (S) kvadddi sér hljóðs vegna deilna sem staðið hafa
yfir um húsnæði það, sem Framleiðslueftirlitið hefur haft í Bakkaskemmu.
Sem kunnugt er er meginhluti hennar nú í höndum BÚR.
I umræddu húsnæði hefur Fram-
leiðslueftirlit sjávarafurða rekið
matstöð fyrir Reykjavík og vill halda
því áfram. Ragnar sagði, að matstöð
þessi væri rekin þannig, að þeir sem
þyrftu að láta meta fisk þyrftu að
senda bíla sína að matstöðinni, þar
sem sýni væru tekin. Fram kom í
máli ræðumanns, að þessu skipulagi
hefði verið komið á meðan landað
var um allar bryggjur úr bátum. Nú
væri byrjað að landa kössum úr
togurum og þá væru flutningatækin
lyftarar. Þegar landað væri beint í
kælda móttöku ylli það gífurlegum
aukakostnaði að flytja sýnin í
sérstaka matstöð í stað þess að hafa
matsmennina á ferðinni milli
löndunarstaða. Ragnar flutti svo
eftirfarandi tillögu á fundi útgerðar-
ráðs 27. sept: „Útgerðarráð sam-
þykkir að þegar í stað verði teknar
upp á ný viðræður við Framleiðslu-
eftirlit sjávarafurða um breytta
starfshætti, þ.e. að mat fari fram í
frystihúsunum í Reykjavík. Höfð
skulu samráð við aðra frystihúsa-
eigendur." Þessi tillaga var sam-
þykkt samhljóða.
„Jafnframt ítreki BÚR bréf sitt til
eftirlitsins 25. 4. 1978 um uppsögn úr
suðurenda Bakkaskemmu." Þessi
liður var felldur með 3 gegn 2.
„Jafnframt verði fisksölu tií þeirra
hætt þegar í stað.“ Þessum lið var
frestað með 4 samhljóða atkvæðum.
Gamla útgerðarráðið var ávallt
sammála um að BÚR fengi suður-
enda Bakkaskemmu. En hvers vegna
væri verið að ræða þessi mál? Jú öll
umferð truflaðist af utanaðkomandi
bílum á leið til matstöðvarinnar með
fisk. Með öðrum orðum, allar
áætlanir um Bakkaskemmu og hag-
kvæmari rekstur BÚR sköðuðust.
Afstaða meirihlutans væri því í
meira lagi undarleg.
Hins vegar vildi hann benda á, að
fulltrúi Alþýðubandalagsins í út-
gerðarráði hefði ekki getað fallist á
tillögu um, að Framleiðslueftirlitið
hefði aðsetur í suðurenda Bakka-
skemmu og því setið hjá. Umræddur
aðili væri málum kunnugastur því
hann stjórnaði fiskmóttöku BÚR í
Bakkaskemmu. Sigurjón Pétursson
(Abl) sagði, að framkvæmdastjórar
BÚR hefðu talið betra að hafa
Framleiðslueftirlitið í suðurendan-
um og fyrst málum hefði verið svo
komið hefði hann ekki getað staðið
þar á móti.
Pólitísk
bókakaup
SAMÞYKKT um val á bókum fyrir
Borgarbókasafn varð umræðuefni
á fundi borgarstjórnar 5. okt.
Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl.)
sagði, að meirihluti borgarstjórn-
ar vildi, að borgarbókavörður veldi
bækur til safnsins. Rangt væri að
pólitískt kjörnir aðilar veldu
bækur. Safnstjórn gæti hins vegar
gagnrýnt sem þyrfti en ætti ekki
að stjórna bókakaupum. Ragnar
Júlíusson (S) sagði ekki rangara
að borgarbókavörður bæri bóka-
kaup undir samþykkt safnstjórnar
en að pólitískir einstaklingar
veldu bækur. Lagði hann síðan
tillögu um hið fyrra frá sjálfstæð-
ismönnum, en sú tillaga var felld
og hugmynd meirihlutans sam-
þykkt.
félags Reykjavíkurborgar, en á
síðasta ári voru haldnir margir
fundir með starfsmönnum ýmissa
borgarstofnana og um það rætt að
finna því samstarfi fastara form.
Meirihluti borgarstjórnar hefur
nú tekið frumkvæði í, að borgar-
stjórn ákvæði einhliða að starfs-
menn taki sæti í stjórnum borgar-
stofnana með tillögurétti og mál-
frelsi. Gert er ráð fyrir að í stjórn
SVR sitji einn fulltrúi starfs-
manna, í stjórn Borgarbókasafns
einn, en í tillögum sem liggja fyrir
stjórn veitustofnana er gert ráð
fyrir tveimur fulltrúum starfs-
manná. Hér þarf meira samræmi.
Við teljum auk þess eðlilegra úr
því að þetta samstarfsform er
valið á annað borð, að fulltrúar
starfsfólks sitji í stjórnunum með
fullum réttindum, þ.á m. at-
kvæðisrétti."
Birgir ísleifur Gunnarsson flutti
síðan tillögu frá borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins um, að starfs-
menn SVR og Borgarbókasafns
kysu tvo fulltrúa hvor í viðkom-
andi stjórnir. Fulltrúarnir skuli
hafa sömu réttindi og skyldur og
aðrir stjórnarmenn, þ.m.t. at-
kvæðisrétt. Þeir skuli kosnir í
allsherjaratkvæðagreiðslu á við-
komandi stöðum.
Þeir haf a
kúvent
Björgvin Guðmundsson (A)
sagði, að vissulega mætti deila um
leiðir til lausnar málum starfs-
manna og stjórnenda. Hann sagð-
ist myndu beita sér fyrir að
starfsmenn fengju fulltrúa í út-
gerðarráð og hafnarstjórn. Björg-
vin sagði, að fluttar hefðu verið
tillögur um atvinnulýðræði áður í
borgarstjórn af fyrrverandi
minnihluta og hefðu sjálfstæðis-
menn ávallt fellt slíkt. Nú hins
vegar bregði svo við, að Birgir
ísleifur Gunnarsson vildi, að
starfsfólk fengi fullan rétt. Björg-
vin Guðmundsson kvaðst fagna
sinnaskiptum sjálfstæðismanna
og nú hefðu þeir kúvent frá fyrri
stefnu. Hann sagðist vona, að þar
færu heilindi en ekki sýndar-
mennska. Björgvin sagði það sína
skoðun, að byrja ætti á áheyrnar-'
fulltrúum en þróa þetta síðan í
aukin réttindi. Björgvin tók fram,
að hann fullyrti að hann gæti ekki
fallist á tillögu sjálfstæðismanna,
það þyrfti að skoða betur. Nauð-
synlegt væri að huga að því hvort
ekki skuli tekin heildarákvörðun
én tillaga sjálfstæðismanna væri
geysimikil breyting.
Þurfum að
prófa lausnir
Adda Bára Sigfúsdóttir sagði,
að ýmsar leiðir þyrfti að prófa til
lausnar. Hún vildi hér og nú
samþykkja þessa áheyrnarfulltrúa
sem áfanga. Adda Bára kvaðst
fagna sinnaskiptum sjálfstæðis-
manna. Þetta minnti sig á skylm-
ingalist. Verið væri að finna
tillögu til að koma meirihlutanum
í klípu. Hún sagðist ekki vera
reiðubúin að styðja tillögu sjálf-
stæðismanna nú, en kanna mætti
það mál nánar.
Takmörk á af-
hendingu valds
Kristján Benediktsson (F)
sagði ekki skipta höfuðmáli þó að
þetta allt næði ekki í gegn núna.
Eðlismunur væri á, hvort starfs-
fólk hefði fullan atkvæðisrétt
ellegar ætti áheyrnarfulltrúa í
stjórnunum. Kanna þyrfti hvort
starfsfólkið kærði sig um slíka
aðild. Of mikil aðild hefur sums
staðar deyft áhuga starfsfólks
.fyrir baráttumálum sínum.
Kristján Benediktsson sagði tak-
mörk fyrir því, hvaða rétt kjörnir
fulltrúar hefðu til að afhenda hið
raunverulega vald öðrum aðilum.
Hann sagði ekki koma til greina að
samþykkja tillögu sjálfstæðis-
manna nú en kanna mætti málið
betur. Fyrrverandi borgarstjóri
hefði verið gætinn þegar fyrir
dyrum stóðu samþykktir sem
miklar breytingar höfðu í för með •
sér og kvaðst Kristján vona að svo
væri líka núna.
Læt aðra um
að ræða málin
Sigurjón Pétursson (Abl)
Lvaðst ekki ætla að ræða þessi mál
hér því aðrir úr meirihlutanum
gerðu því full skil. Hóf Sigurjón
síðan umræðu um annað mál, sem
annars staðar er greint frá.
Fyrri skoðun
skiptir ekki máli
bór Vigfússon (Abl) fagnaði
afstöðu sjálfstæðismanna og sagði
engu máli skipta þó skoðun þeirra
hefði verið önnur áður. Hann sagði
engan vanda að greiða atkvæði um
tillögu þá, sem Birgir ísleifur
Gunnarsson flytti, því hún væri
mjög að sínu skapi. Hugmynd um
að skoða máliþ betur komi vel til
greina en ekki myndi hann standa
í vegi fyrir afgreiðslu tillögunnar,
þó ekki hér og nú.
Albertt „Ekki
afsölun valds“
Albert Guðmundsson (S)
sagðist vilja gera athugasemd við
mál Kristjáns Benediktssonar.
Hér væri alls ekki um afsölun
valds að ræða eins og hann hefði
haldið fram. Slikur málflutningur
væri einungis fyrirsláttur. Allar
ákvarðanir í nefndum og ráðum
borgarinnar kæmu til lokaaf-
greiðslu í borgarráði og borgar-
stjórn. Þar með væri augljóst að
valdið í höndum hinna pólitískt
kjörnu fulltrúa breyttist ekki. Þá
sagði Albert, að samþykkt þessar-
ar tillögu bryti ekki í bága við
stjórnskipun borgarinnar.
Útúrsnúningar
borgarstjórnar-
meirihlutans
Birgir ísleifur Gunnarsson
sagði, að sá misskilningur mætti
alls ekki vera, að hér hafi
Sjálfstæðisflokkurinn kúvent.
Slíkt væri á engum rökum reist.
Sjálfstæðisflokkurinn hefði alltaf
meðan hann fór með meirihluta-
vald í borgarstjórn gert hvað hægt
var til að ná góðu samstarfi við
starfsmenn borgarinnar. í því
sambandi vildi hann minna sér-
staklega á kjaraviðræðurnar í
október 1977. Þá hefði ríkt mjög
gott samstarf milli Starfsmanna-
félags borgarinnar og stjórnenda,
við að leysa deiluna. Slíkt' hið
sama hefði ekki verið hægt að
segja um ríkisstarfsmenn og
fulltrúa ríkisins.
Óákveðni
meirihlutans
Birgir Isleifur sagði, að ef bókun
sjálfstæðismanna væri skóðuð
kæmi í ljós fullt samhengi milli
fyrri afstöðu og núverandi afstöðu.
Hins vegar væri fróðlegt að
fylgjast með viðbrögðum borgar-
stjórnarmeirihlutans. Nú þyrfti
skyndilega að kanna allt og hugsa
málin, en annað hefði nú heyrst
áður úr þeim herbúðum. Úr því
borgarstjórnarmeirihlútinn hefði
valið þann farveg sem fram kæmi í
tillögu hans vildu sjálfstæðis-
menn stíga skrefið til fulls.
Sjálfstæðis-
menn vilja sýna
fullt traust
Birgir Isleifur Gunnarsson sagði
sjálfstæðismenn vilja sýna starfs-
mönnum borgarinnar fullt traust
með því að stíga skrefið til fulls.
Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag
og Framsóknarflokkur vildu hins
vegar, að traustið kæmi í áföngum
og undraðist hann slíka afstöðu.
Hann kvaðst undirstrika, að önnur
lausn hefði verið heppilégri, en úr
því sem komið væri bæri að sýna
starfsmönnum fullt traust og fá
þeim full réttindi. Meirihluti
borgarstjórnar treysti sér ekki til
að samþykkja tillögu sjálfstæðis-
manna á fundinum og sat hjá.
Tillagan fékk því aðeins sjö
atkvæði Sjálfstæðisflokksins. Hins
vegar samþykkti meirihlutinn
sínar tillögur.