Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978 27 Sverrir Runólfsson: Opið bréf til kjósenda Þetta bréf er skoðanakönnun f.h. Valfrelsis: Þar sem kjósendum hefur verið lofað í mörg herrans ár, að löggjöf um almenna þjóðaratkvæða- greiðslu yrði sett, hefur fram- kvaemdanefnd Valfrelsis ákveðið að leita álits almennra kjósenda í frumvarpi til laga, sem byggist á svissneskri fyrirmynd. Eg vil benda á að sérfræðingar Sam- einuðu þjóðanna í stjórnunarfræði álíta Svissland bezt stjórnaða land í heimi, en þar eru málefnakosn- ingar og þjóðaratkvæðagreiðslur mjög sterkur þáttur í stjórnun- inni. Ég hef leitað álits fjölda fólks á því, hvort það teldi að almennar atkvæðagreiðslur um ýmis mál ættu að vera almennari hér, og þá kemur það skrítna í ljós að einungis þeir sem hafa aðstöðu til að svindla á þjóðfélaginu eru mótfallnir slíku. Það er sannfær- ing mín að með slíkri stjórnunar- aðgerð gætum við gert ísland (eins og Sviss) ákaflega fjárhagslega sterkt, í staðinn fyrir hina óhugnanlegu skuldabagga sem við erum nú að slygast undir. Ég geri mér grein fyrir því að íslenzkir kjósendur eru afar værukærir gagnvart kerfinu. Þeir halda að Pétur eða Páll sjái um hlutina fyrir sig og gleyma að forystu- sauðirnir taka ávallt bezta staðinn við jötuna fyrir sig og sína. Nú bið ég ykkur kjósendur góðir að senda mér, eða í nafni Valfrelsis, stuðningsyfirlýsingu ykkar við frumvarpið sem hér fylgir á eftir. Þá mun ég sjá um að það komist í hendur alþingismanna. Flestir þeirra eru fylgjandi slíkri löggjöf og þess vegna þarf aðeins þrýsting frá hinum almennu kjósendum. Munið að þessi löggjöf er hvorki árás á menn né málefni. Hún gerir aðeins hið beina (áhrif frá kjós- endum) lýðræði að veruleika. Stuðningsyfirlýsingin þarf aðeins að segja: „Við undirrituð erum fylgjandi (eða í grundvallaratrið- um) því frumvarpi til laga um almenna þjóðaratkvæðagreiðslu sem Sverrir Runólfsson hefur birt í fjðlmiðlum f.h. Valfrelsis." Tuttugasta og fimmta grein stjórnarskrárinnar hljóðar þann- ig: „Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta". Frumvarpið og breytingin sem Valfrelsi álítur að æskilegt væri að gera að lögum er svohljóðandi: FRUMVARP TIL LAGA um breytingu á 25. grein stjórnar- skrár lýðveldisins íslands. 1. grein. Ríkisstjórninni er heimilt að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um frumvarp til laga, þess efnis að 25. grein stjórnar- skrárinnar skuli hljóða svo sem hér segir: „Forseti lýðveldisins getur lagt ellegar látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Nú hefur einn af hundraði kjósenda undirritað yfir- lýsingu, þar sem er óskað, að tiltekið mál verði lagt undir dóm þjóðarinnar með þjóðaratkvæða- greiðslu. Er þá forseta lýðveldisins skylt að láta fara fram þjóðar- atkvæðagreiðslu um málið á næsta almennum kjördegi. Ef óskað er aukakosninga um málið, þ.e. kosn- inga, sem fram færu á öðrum degi en almennum kjórdegi, þarf undir- skrift 10 af hundraði kjósenda, til þess að skylt sé að taka málið fyrir. Kjósendum skal leyft að velja, hvort þeir óski heldur að efnt verði til aukakosninga um málið eða greitt verði atkvæði um það á næsta almennum kjórdegi. Úrslit skulu vera bindandi ef meirihluti kjósenda er málinu fylgjandi, en ráðgefandi ef fjörutíu af hundraði eru því "hlynntir. Til að auðvelda kosningar er kjör- nefnd skylt að sjá svo um að kjósendur hafi í sínum höndum sýnishorn af kjörseðli með fram- bjóðendum og einnig málefnum sem kjósa á um, eigi seinna en fjórum vikum fyrir kjördag. Kjqs- endum skal heimilt að merkja sýnishornið og taka það með sér á kjörstað. Sýnishorninu skulu fylgja röksemdir um málefnin, bæði með og móti. Þrjú nöfn skulu fylgja hverri greinargerð. Einnig skal fylgja greinargerð frá hlut- lausum aðila, t.d'. Hagstofunni, þar sem skýrt er frá hvaða áhrif málið hefur á þjóðfélagið t.d. skattalega. Til þess að löggilda málefni sem hefur fengið meirihlutafylgi kjós- enda með þjóðaratkvæðagreiðslu, þarf eigi að rjúfa Alþingi nema ef ríkisstjórn og forseti hafi neitað samþykkt. Ákvæði þetta útrýmir öllum mótsögnum þessu að lútandi í stjórnaskrá lýðveldisins." 2. grein Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð Frumvarp þetta er flutt að beiðni félagsskaparins Valfrelsis og stuðningsfólks þess. I mörg herrans ár hefur þjóð vorri verið sagt með nefndarsamþykktum, umræðum og tilkynningum, að verið væri að undirbúa löggjöf um almenna þjóðaratkvæðagreiðslu innan stjórnkerfis lands vors. Meirihluti Valfrelsis álítur, að nógu mikið hafi þegar verið rætt og ritað um þetta mál og tími til kominn að fá úr því skorið hvort þjóðin vilji löggjöf setta um almenna þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki. í nýútkominni bók sem heitir „Um endurskoðun stjórnarskrár- innar" eftir Gunnar G. Schram er löggjöf um almenna þjóðarat- kvæðagreiðslu rædd og lagt til að það skuli þurfa undirskriftir fjörutíu af hundraði kjósenda til að skylt verði að kjósa um málefni. Ennfremur er sagt að kosningar séu dýrar. Að mínu áliti er þessi háa huridraðstala eingöngu í þágu Sverrir Runólísson. stórra klíkna, hópa og „mafía" sem hafa heila maskínu á bak við sig, til að koma slíkri undirskrifta- söfnun í kring. Það er einnig mitt álit að málefnakosningar hversu kostnaðarsamar sem þær væru, myndu þær eins og sýnt sig hefur, ávallt borga sig með aðhaldi og góðri stjórn. Það má ekki gleymast að ekkert er dýrara en óstjórn og afturhald, og slíkt bitnar mest á þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Lesandi góður: Með þessari lóggjöf er hægt að hrinda í framkvæmd nauðsynjamálum eins og persónubundnum kosningum, staðgreiðslukerfi skatta og öðrum nauðsynlegum breytingum sem núverandi kerfi berst gegn af fullum krafti, og við hinir almennu kjósendur erum aldrei spurðir álits á. Að lokum: Því meira frelsi því meiri velmegun, sem verður afleiðing Valfrelsis um menn og málefni. Ábyrgðarmaður Valfrelsis. Sverrir Runólfsson, Kvisthaga 14. Reykjavík, sími 16578. Framkvæmdanefnd Valfrelsis, Lárus Loftsson, Marías Sveinsson. Smári Stefánsson, Sverrir Runólfsson, Valgarð Runólfsson. Velkominn ad skerminum Ingólfur Margeirsson Svar Sigurðar Pálssonar Eg gleðst yfir þeim metnaði Ingólfs Margeirssonar að vilja heldur hafa það sem sannara reynist að því er varðar frásögn hans af samkomu Billy Grahams, sem sýnd var í Neskirkju 8.1. mánudagskvöld. I þessu efni fer metnaður okkar saman. Ég skal með mikilli ánægju horfa á umrædda upptöku með Ingólfi með því skilyrði að Þjóð- viljinn birti orðrétt og athuga- semdalaust þýðingu óhlutdrægs aðila á því sem Evie Tornquist sagði umrætt kvöld og í dálki við hliðina frásögn Ingólfs eins og hún birtist í Þjóðviljanum 8.1. miðviku- dag. Ég mun óska eftir því við Morgunblaðið að það geri slíkt hið sama. Þeir sem fylgst hafa með orðaskiptum okkar fá þá tækifæri til þess að bera þetta saman og mynda sér skoðun án frekari aðstoðar okkar. Áður er gagnlegt fyrir Ingólf að lesa upphafið á 3. kafla II. Mósebókar en það auð- veldar skilning á vissum atriðum á máli ungfrúarinnar. Um bjagaða sænsku Evie Torn- quist er óþarft að fjölyrða. Hún var ekki bjagaðri en svo að Ingólfur taldi sig skilja mál hennar. Hins vegar hefur það verið haft á orði meðal þeirra sem á hlýddu að „bjögunin" hafi fyrst og fremst verið fólgin í því að hún söðlaði um af sænsku yfir á norsku þegar hún var að ávarpa vini sína í Noregi sem horfðu á beina útsend- ingu frá samkomunni. Varðandi textann undir mynd af fjársöfnun í Neskirkju getur hver og einn spurt og svarað fyrir sjálfan sig hvort sama merking sé í myndatextanum: „Kirkjugestir létu fúslega af hendi fé til styrktar Billy Graham", og því sem Ingólfur skrifar í Mbl. í gær,... „þó að peningar þessir hafi verið notaðir til greiðslu kostnaðar við samkomuna í Nes- kirkju þá hefur hver sá kirkjugest- ur, sem lagt hefur peninga í gulu plastföturnar, lýst yfir fjárhags- legum stuðningi sínum við kross- farir Billy Graham." Um það er ekki deilt, að féð var lagt fram til styrktar þeim þætti krossferðarinnar sem fram fór í Neskirkju. Ég vænti þess að hitta Ingólf Margeirsson fyrir framan „skerm- inn" á hentugum stað og tíma að fenginni yfirlýsingu um að hann gangi að skilyrðum mínum um birtingu. Sigurður Pálsson. Stöðugar yfir- heyrslur í fíkniefnamálinu EKKERT nýtt var að frétta af nýja ffkniefnamálinu, sem fíkni- efnadeild ló'greglunnar í Reykja- vfk hefur nú til rannsóknar, þegar Mbl. hafði samband við Guðmund Gígja lögreglufulltrúa í gær. Stöðugar yfirheyrslur eru yfir mönnunum fjórum, sem sitja f gæzluvarðhaldi vegna málsins. Mennirnir, sem eru liðlega tvítugir, hafa áður komið við sögu hjá fíkniefnadeildinni. Gunderlach í Noregi Prá (réttaritara Mbl. í Ósló í gær. VARAFORSETI stjórnarnefndar Efnahagsbandalagsins, Daninn Finn Olov Gundelach, einnig kallaður „fiskimálaráðherra Evr- ópu", kemur til Noregs á morgun í þriggja daga heimsókn. Á mánudag mun Gundelach eiga formlegar viðræður við Norðmenn um fiskveiðimál. Á það er lögð áherzla að engin sérstök vandamál í fiskveiðisamvinnu Norðmanna og EBE hafi gert ferðina nauðsyn- lega. Eitt af því sem rætt verður á fundum Gundelachs og Norð- manna verður skipting áflakvóta í Norðursjó. : ' ' ¦. ¦ ' ' Bókaskrá Æskunnar 1978 er komin út. Mesta úrval ísienskra bóka á einum staö. Hagstæöasta verö á markaönum. Áskrifendur blaösíns láti afgreíösluna vita, ef beir hafa ekki fengiö bókaskrána senda. Nýir áskrifendur aö blaðinu fá skrána senda strax. Barnablaðið Æskan Bókabúð Æskunnar Sími 17336 Laugavegi 56 Sími 14235

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.