Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978 21 húfa Allar verklegar framkvæmdir tengjast að meira eða minna leyti þeim stofnunum, sem tilgreindar eru í tillögunni. Gangur verklegra framkvæmda er eitt mikilvægasta atriðið í daglegri fjármálastjórn borgarinnar. Við Sjálfstæðismcnn töldum það því til óþurftar að drepa á dreif stjórnun þessa mikilvæga málaflokks. Að okkar mati er framkvæmdaráðið óþarfa milliliður. Það flækir ákvarana- töku, torveldar fjármálastjórn og eykur kostnað við stjórn borgar- innar. Það er einungis silkihúfa ofan á annars gott og afkastamik- ið stjórnkerfi. Það stjórnkerfi, sem við Sjálf- stæðismenn höfum byggt upp hér í Reykjavík, hefur miðast við það, að ákvarðanataka gæti gengið sem greiðast fyrir sig og að dagleg fjármálastjórn tengdist sem mest stjórn verklegra framkvæmda. Þetta sáu m.a. útlendingarnir.sem ég gat um í upphafi þessarar greinar. Við þurfum að vísu ekki neina tilsögn frá útlöndum í þessum efnum, en í þessu tilviki var gests augað þó glöggt, eins og oft áður. Þær hugmyndir, sem hinn nýi meirihluti hefur um breytingu á stjórnkerfinu, miðast allar að því að draga úr afkastagetu stjórn- kerfisins, bæta inn milliliðum og auka kostnað við stjórnsýsluna. Hið nýja framkvæmdaráð er stórt skref í þá átt. Það er óþarfa silkihúfa á stjórnkerfið. ikningar rnesjum vegar kvað hann erfiðleikana, þ.e. stóru tölurnar, vera í sambandi við fiskvinnsluhúsin. I Garðinum höfðum við sam- band við Guðberg Ingólfsson hjá ísstöðinni og inntum álits hans á þessum lokunarhótunum. „Það er lítið um þær að segja," svaraði Guðbergur, „það eru geysi- legir erfiðleikar að greiða þessar rafmagnsskuldir og hjá okkur í ísstöðinni erum við aðeins byrjað- ir að höggva í þetta og munum halda því áfram til þess að ekki verði lokað. Þá hefur bankinnn okkar hlaupið undir bagga eins og þegar slík erfiðleikaaðstaða kemur upp og á móti blæs. Aðeins slurkar af og til þetta árið Undanfarin ár höfum við getað haldið hreinum reikningum, en nú eru þetta aðeins slurkar af og til og heldur óhreint þetta árið. Við erum því ekkert hissa á þessum hótunum því við höfum ekki getað staðið okkur nógu vel í að greiða skuldirnar. Hins vegar hefur verið mjög góð samvinna við þessa menn og þeir eru áreiðanlega ekki að gera það að gamni sínu að hóta okkur lokun. Þess ber þó að geta að t.d. við höfum aldrei átt svona mikið af freðfiski eins og nú á þessum tíma árs. Það hefur reyndar litlu verið skipað út síðan fyrir útskipunar- bannið, en þá var að sögn kunn- ugra tekið allt of mikið fyrirfram og það hefur ruglað deilingunni síðan. Þá spilar það einnig inn í að við höfum ekkert saltað í sumar vegna erfiðleika á þeim vettvangi, en alls eigum við nú í frosti 12—14 þús. kassa." eftir ÞORI S. GUÐBERGSSON „Máliö" fjallar um okkur og heim okkar... Stundum gleymist það í um- ræðum um samskipti foreldra og/eða fullorðinna og barna, að umhverfið getur einnig átt sinn þátt í að móta málfar þeirra og þroska, hvetja þau til spurninga og áframhaldandi rannsóknar. Ef vettvangur þeirra er þröngur og veitir þeim litla möguleika á verulegum samskiptum við leik- félaga, eru minni líkur til þess að þau læri fljótt að tala eða auki orðaforða sinn. Ef fjöl- býlishúsin eru fjölmenn, leik- vangar litlir, engir möguleikar til samskipta nema rétt í þröngum lyftum, gefur auga leið, að slíkt umhverfi hvetur ekki börnin til forvitni, rann- sóknar, umhugsunar og spurn- inga, sem leiða af sér samtöl og viðræður ásamt útskýringum og meíri samskipti. Börnin þurfa nauðsynlega að komast í samband við foreldra sína og þeir við börnin sín, börnin við systkin sín og leikfél- aga o.s.frv. Þegar barnið fer í leikskóla eða forskóla í fyrsta sinn, reynir á, hvenig því gengur að komast í samband við félaga sína, hvenig það þroskast félagslega og hvernig samskipti þess ganga við annað fólk. Og til alls þessa notar barnið málið m.a. Það talar sig áfram, það gerir sig skiljanlegt með orðum (oft líka með látbragði, svipbrigðum, hreyfingum og öðru), það setur fram óskir og bænir, það lætur í ljósi gleði og sorg, reiði og hamingju o.s.frv. Strax þegar barnið er nýfætt bregst það mismunandi við þeim hljóðum, sem það heyrir kring- um sig. Nýfætt barn þarfnast einhvers, sem talar við það, svo að það ððlist öryggi og komist í samband við einhvern. Strax í upphafi er því gott, að einhver sitji öðru hverju við rúm þess, ræði við það í mildum tóni, rauli fyrir það og syngi til skiptis. Það líða heldur ekki margar vikur, þangað til börnin fara að svara tali okkar og tónum með ýmsum hætti, og láta íljósi, hvernig þeim sjálfum líður. Málið fjllar nefnilega ætíð um okkar sjálf og þann heim, sem við lifum í. Það fjallar um hvernig okkur líður og við spyrjum, hvernig því líður, hvort það sé svangt, hvort það sé blautt, það sé með tannverki eða magaverki o.s.frv. Börnin heyra orðin, sem við segjum eða heyra, að við erum að tala, og smám saman lærir það að skilja, hvað orðin þýða og hveða merkingu þau hafa. „Málið fjaUar um okkur og heim okkar Tæpitunga og hæfileikinn til Þess að skilja Flestir eru á sama máli" með það, að þess vegna sé engin þörf á því að tala neina tæpitungu við börn. Við heyrum foreldra oft segja eitthvað á þessa leið: „Gói dáku babba goma dax" eða „Lilli krútt goma til mömmu og dúlla í doppinn" o.s.frv. Stund- um heyrum við líka í hljóðvarpi eða sjónvarpi, að sögumenn og þulir nota sérstakt orðalag eða sérstakt tónfall, þegar þau beina orðum sínum til barna, og getur það stundum virst næsta kátlegt að hluta á slíkt. Þetta þýðir þó ekki, að við tölum aldrei öðru vísi við börn og notum aldrei slíkt mál til gamans. Við notum mismunandi orðalag við börn allt eftir því á hvaða aldri þau eru, en reynum alltaf að taka þau alvarlega og gleymum því ekki, að hæfileiki þeierra til þess að skilja er miklu meiri en hæfilcikinn til þess að tala. mynda orð og setningar. Ég get ekki látið hjá líða að nefna hér eitt atriði í sambandi við samræður við börn. Stund- um hef ég tekið eftir því þegar fullorðið fólk heilsast, og er með börn með sér — eru margir sem sjá varla börnin. Þeir eru mest uppteknir af sjálfum sér. Og jafnvel þó að þeir heilsi börnun- um og segi: „Mikið var gaman að sjá þig" eða „En hvað Tóta litla hefur stækkað mikið" eða eitt- hvað í þessa áttina, þá horfir það á fullorðna fólkið meðan það er að tala við börnin! Samveran er dýrmætur tími Mörgum börnum finnst þetta pirrandi og taka upp á ýmsu til þess að vekja athygli á sér. Við getum líka reynt að setja okkur í þeirra spor og ímynda okkur, hvernig það væri að koma í heimsóknir þar sem væri aldrei tekið eftir okkur og fólkið hefði miklu meiri áhuga á öllum öðrum en okkur. Börn eru lifandi verur. það þarf að taka þau alvarlega og gefa þeim gaum. Þau þurfa sinn tíma — og gleymum því ekki: Það er ekki eins og það sé verið að þvinga þessum samvistum við þau upp á okkur. Því betri og meiri tíma, sem við gefum okkur með börnum okkar, uppgötvum við fljótt, að það erum ekki bara við, sem erum að kenna þeim eitthvað um veröldina í kringum okkur, heldur erum við að upplifa hluti saman, uppgötva ný atriði í sameiningu. Og samveran verður okkur dýr- mætur tími, sem við vildum alls ekki missa af, samvera, sem eykur hamingju okkar og veitir lífinu enn meira gildi. Verum því ekki feimin við að leika við börnin okkar og taka þátt í hugmyndaflugi þeirra, sem oft er svo einfalt og skemmtilegt. Við skulum meira að segja sleppa svolítið fram af okkur taumnum og reyna að lifa okkur aftur inn í hugmyndaheim þeirra og taka þátt í leikjum þeirra af lífi og sál. Einlægni þeirra og frumlegheit er oft með eindæmum, gleði þeirra og sorg eru svo heil og hrein — Það liggur jafnvel við, að maður skammist sín stundum fyrir það að vera fullorðinn! (Vera sífellt á varðbergi um hvað við getum leyft okkur og hvað ekki!) Listin aö hlusta Það er eitt, sem mig langar til þess að minnast á að lokum. Stundum hefur það verið sagt, að fólk sé ekki einungis hætt að tala saman, það er líka hætt að hlusta almennilega hvert á annað, þegar það hittist. Loks- ins, þegar fólk mætist, talar það annaðhvort um daginn og veg- inn — eða hvorugur aðilinn má vera að því að hlusta á hinn. Hvort sem við umgöngumst börn eða fullorðna, er nauðsyn- legt, að við gefum okkur tíma til þess að hlusta hvert á annað. Börnin þurfa að fá tækifæri til þess að spyrja og tala, þau þurfa að fá tækifæri til þess að láta í ljósi tilfinningar sínar með ýmsu móti. Og þau þurfa að finna, að við séum virkir þátttakendur með þeim í öllu því, sem þau spyrja um, eftir því, sem við getum. Það er unnt að hlusta á ýmsa vegu. Stundum hlustum við með því að stein- þegja, eins og t.d. þegar við horfum á leikrit, sjónvarp eða hlustum á fyrirlestur o.s.frv. En þegar við hlustum á virkan hátt, erum við þátttakendur í öllu því, sem gerist. Ef við segjum t.d. við barnið okkar: Manstu, begar við heimsóttum dýrin á landbúnað- arsýningunni? — Og barnið svarar: ísinn! Þá höldum við áfram með sömu hugsun, sem barnið var byrjað á og rifjum upp: Já, geitin tók ísinn af stráknum, svo að hann datt á jörðina. — Þá segir barnið: gráta! — Og við svörum: Já, strákurinn var svo leiður, að hann fór að gráta. Svo tók pabbi hans hann í fangið og huggaði hann. — Með því að bæta örlitlu við hugsanir og tal barnanna, hjálp- um við þeim til þess að hugsa áfram, mynda nýjar setningar og auka við orðaforða þeirra. Og það er vert að geta þess, að börnum líkar yfirleitt ekki við langar ræður og orðskýringar. Þau þurfa að fá tíma til þess að hugsa, melta það, sem sagt er, bæta við og leika sér með orð og hugsanir. Þeim finnst þetta nefnilega spennandi og oft skemmtilegur leikur og þess vegna getum við einnig snemma byrjað að lesa fvrir þau meðan þau sitja í fangi okkar, rabbað við þau í ró og öryggi og veitt þeim þann tíma, sem þau þurfa. — Börn þroskast mismun- andi hratt og byrja áð tala á mismunandi aldri, engir ein- staklingar eru nákvæmlega eins. Sértu hins vegar í vafa um, hvort barn þitt heyri illa, eða byrji að tala óvenju seint, nefndu það þá við lækni eða í ungbarnaeftirlitinu, á heilsu- gæzlustöó o.s.frv. Láttu það ekki dragast of lengi. — Á heimilinu festir barnið oftast öruggastar rætur. Það er því mikilvægt, að foreldrarnir geti veitt þeim þá hlýju, þann kærleika, uppörvun og um- hyggju, sem þau þurfa á að halda á fvrstu æviarum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.