Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK
228. tbl. 65. árg.
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
SÞ reyna að
stöðva átökin
New York, 6. október. Reuter AP.
HARÐIR bardaKar sýrlenzkra Kæsluhermanna og kristinna
hermanna hreiddust út í Beirút í dag og Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna ákvað að koma saman í kvöld til að stöðva blóðugustu
bardagana í Líbanon síðan í borgarastríðinu 1975.
Fulltrúar ráðsins sömdu í kvöld ályktun þar sem hvatt er til
tafarlauss vopnahlés og brottflutnings særðra á vegum Rauða
krossins í Líhanon. Leggja átti uppkastið fyrir ráðið til staðfestingar í
nótt.
Skömmu áður tilkynnti banda-
ríska utanríkisráðuneytið að Cart-
er hefði haft persónulegt samband
■ við Leonid Brezhnev, forseta
Sovétríkjanna, og aðra heimsleið-
toga og hvatt þá til að styðja
alþjóðlegar aðgerðir í því skyni að
binda enda á átökin.
Aður sagði talsmaður SÞ í Genf
að Sadruddin Aga Khan prins,
sérlegur fulltrúi SÞ í málefnum
Líbanons, færi til Miðausturlanda
á morgun.
Forseti Líbanons, Elias Sarkis,
kom í kvöld til Damaskus og hóf
þegar í stað viðræður við Hafez A1
Assad forseta um ástandið í
Líbanon, örfáum klukkustundum
eftir heimkomu Assads frá
Moskvu þar sem hann tryggði sér
loforð frá Rússum um aukna
hernaðaraðstoð.
Rússar og Sýrlendingar skuld-
bundu sig til að lægja öldurnar í
Líbanon á grundvelli „fullveldis og
sjálfstæðis".
í Líbanon breiddust bardagarnir
í austurhluta Beirút til hverfa
múhameðstrúarmanna í vestur-
hluta borgarinnar. Þar urðu
bandaríska sendiráðið og svæði
Palestínumanna fyrir sprengju-
árásum. Tólf menn í sendiráðinu,
þar af einn bandarískur land-
gönguliði særðust og sprengju-
brotum rigndi á sendiráðsbygging-
una.
Egyptar skoruðu á Israelsmenn
í kvöld að hætta stuðningi við
kristna hægrimenn í Líbanon og
búa í haginn fyrir sættir í landinu.
Forseti sa-nska þingsins, Henry Ailard (t.h.) ræðir við Öla Ullsten, leiðtoga Þjóðarflokksins og
væntanlegan forsætisráðherra.
Fálldin talinn með
minnihlutast i ór n
Stokkhólmi. 6. okt. AP. Reuter.
ENGINN árangur náðist í fyrstu
lotu viðræðna sænskra stjórn-
málamanna í dag um eftirmann
Thorbjörn Fálldins, forsætisráð-
Kruf ningar á
páf a kraf izt
Tóm, 6. október. AP.
SAMTÖK hægrisinnaðra kaþ-
ólskra manna, Civilta Cristiana,
hvöttu til þess í dag að lík
Jóhannesar Páls páfa I. yrði
krufið þrátt fyrir yfirlýsingar
frá Páfagarði þess efnis að
slíkar kröfur séu smekklausar
og lftilsvirðandi.
Samtökin sögðu á blaða-
mannafundi í Róm, að þau hefðu
skorað á yfirvöld í Páfagarði að
fyrirskipa rannsókn á orsökum
andláts páfa. Þegar hann lézt
var tilkynnt að dánarorsökin
hefði verið hjartaáfall.
Áhrifamikill spænskur stjórn-
málamaður, Blas Pinar, forseti
stjórnmálasamtaka Francosinna,
Fuerza Nueva (Nýtt afl), tók
undir áskorun Civilta Cristiana
um rannsókn á dauða páfa og
sagði að hún mundi friða marga
kaþólska menn þar sem sá
grunur hefði vaknað að páfi hefði
ekki látizt af eðlilegum orsökum.
Hann sagði að á Spáni hefði
aldrei verið vitað að páfi hefði
verið hjartaveill og þess vegna
hefði tilkynningin um að dánar-
orsökin hefði verið hjartaáfall
vakið mikla tortryggni.
í Páfagarði er sagt að krufning
hefði ekki verið gerð á líki páfa
þar sem læknar hefðu verið
sammála um að hún mundi ekki
leiða annað í )jós en það sem
þegar væri vitað.
herra ríkisstjórnar borgaraflokk-
anna. sem sagði af sér í gær-
kvöldi.
Forseta þingsins, Henry
Allard, hefur verið falið að ganga
úr skugga um afstöðu allra
stjórnmálaflokka og leiðtoga
þeirra. Hann sagði eftir viðræð-
urnar í dag. að þeim yrði haidið
áfram á mánudag.
Samkvæmt pólitfskum heimild-
um standa yfir mikil pólitísk
hrossakaup milli leiðtoga Þjóðar-
flokksins og Hægfara flokksins
og aimennt er talið að þessir tveir
flokkar myndi samsteypustjórn.
Flestir gizka á að Ola Ullsten, 47
ára gamall leiðtogi Þjóðarflokks-
ins og aðstoðarforsætisráðherra í
stjórn Fálldins, verði í forsæti
samsteypustjórnar frjálslyndra og
hægri manna.
Þjóðarflokkurinn og Hægfara
flokkurinn hafa til samans 180
þingsætl af 349 með stuðningi 86
ráðherra um setningu laga um
kjarnorkumál.
En Palme sagði í gærkvöldi að
hann væri þess albúinn að mynda
sjálfur minnihlutastjórn
sósíaldemókrata ef þess gerðist
þörf.
Næstu þingkosningar eiga ekki
að fara fram fyrr en að einu ári
liðnu, en klofningur borgaraflokk-
anna er talinn geta orðið til þess
að þeir verði fyrir miklu atkvæða-
tapi.
Fálldin tilkynnir lausnarbeiðni sína á blaðamannafundi.
Brezhnev tekur vel
í fund með Carter
Moskvu, 6. október. Reuter.
LEONID Brezhnev, forseti Sovét-
rtkjanna, er reiðubúinn að hitta
Carter forseta að máli ef nýr
samningur um takmörkun
gereyðingarvopna (Salt) er tilbú-
inn til undirritunar, sagði Andrei
Gromyko utanríkisráðherra í
sovézka sjónvarpinu í kvöld.
Gromyko sagði að Bandaríkja-
menn hefðu gert nokkrar
nauðsynlegar breytingar á af-
stöðu sinni og þær miðuðu í rétta
átt í viðræðum sem hann átti
nýlega við Carter forseta og
Cyrus Vance utanríkisráðherra.
En hann bætti því við að þessar
breytingar væru ekki nógu mikl-
ar til þess að hægt væri að segja
að málið væri þegar lcyst.
Ávarp utanríkisráðherrans var
fyrsta nákvæma frásögnin af
hálfu Rússa um síðustu
Salt-viðræðurnar sem verður
haldið áfram þegar Vance fer til
Moskvu síðar í þessum mánuði.
Ummæli hans jafngiltu ekki
algerri staðfestingu á bandarísk-
um fréttum þess efnis að gerð nýs
samnings sé sama sem lokið og að
Carter og Brezhnev muni hittast í
Washington í desemberbyrjun.
Gromyko kvað Carter hafa
fullvissað sig um að Bandaríkja-
stjórn væri . eindregið hlynnt
samningi og látið í ljós þá skoðun
að öldungadeildin mundi staðfesta
samninginn eftir undirritun hans.
Utanríkisráðherrann kvaðst
vona að Carter og stjórnin stæðu
við þessi orð og að „raunsærri og
stillilegri afstaða" sem Banda-
ríkjamenn hefðu tekið „næði
yfirhöndinni og færi með sigur af
hólmi."
þingmanna Miðflokks Fálldins í
öllum málum nema kjarnorkumál-
um sem ollu klofningnum er varð
til þess að fráfarandi stjórn varð
að segja af sér.
Fálldin og flokkur hans vildu
ekki fallast á áframhaldandi smíði
kjarnorkuvera nema strangari
öryggisreglur yrðu settar. En
Fálldin sagði þegar hann tilkynnti
lausnarbeiðni sína i gærkvöldi að
hann væri laus við alla beiskju í
garð samstarfsflokkanna og þar
með virtist hann hálda opinni
þeirri leið að flokkarnir hefðu með
sér samstarf á þingi.
Sænskir stjórnmálasérfræðing-
ar segja að samsteypustjórn
Þjóðarflokksins og Hægfara
flokksins geti áreiðanlega treyst
því að hún geti komrzt að sam-
komulagi við flokk
sósíaldemókrata undir forystu
Olofs Palme fyrrverandi forsætis-
Smith
vestur
Salisbury. 6. október,
AP — Reuter
IAN Smith forsætisráðherra
Rhódesíu, fór flugleiðis til
Bandarikjanna í dag í um-
deilda heimsókn í því augna-
miði að afla stjórn sinni
stuðnings almennings í
Bandaríkjunum.
í fylgd með Smith er samráð-
herra hans, séra Ndabaningi
Sithole. Þeir ætla að fá stuðn-
ing Bandaríkjamanna við þá
lausn sem samið hefur verið um
í Rhódesíu þótt skæruliðar
Föðurlandsfylkingarinnar berj-
ist gegn henni.
Þeir munu ræða við þing-
menn sem buðu þeim til Banda-
ríkjanna og Cyrus Vance utan-
ríkisráðherra. Smith neitaði
því þegar hann kom við í
Jóhannesarborg á leið sinni til
New York að honum hefði verið
boðið að taka þátt í viðræðum í
Hkingu við viðræðurnar í Camp
David við skæruliða blökku
manna.
En Smith sagði að í megin-
atriðum væri hann ekki á móti
viðræðum allra aðila Rhódesíu-
deilunnar.