Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978 Merkilegar listasögubækur F'yrir nokkrum árum, þóttist ég hafa komíst reglulega í feitt. Þannig var mál með vexti, að á mínar fjörur bárust bækur á enskri tungu, sem báru heitin The world of Goya og Thc world of Turner. í fyrstu var ég ekki mjög trúaður á gildi þessara bóka, þar sem mér fannst prentun þeirra á litmyndum ekki með því besta, sem ég þekkti til, og þar að auki þekkti ég svolítið til sumra listaverkanna, sem í þessum bók- um voru. En ég er þeirrar náttúru að vera sólginn í allt það, sem skrifað hefur verið um listir, og hef lagt það í vana minn seinustu fjörtíu árin að lesa allt, er ég hef komist yfir, hvort heldur um er að ræða bækur í minni eigu eða það, sem ég hef fengið að láni hjá kunningjum mínum eða á opinber- um söfnum. Mikið af þessu lesmáli hefur bæði verið tyrfið og leiðinlegt, á stundum óskiljanlegt orðaglamur, sem frægir menn hafa notað til að sýna yfirburði sína 'við almenna greind og hafið þannig sjálfa sig á efra plan, eftir eigin kokkabók. Annað hefur verið ómetanlegt bæði fyrir þann starfa, sem ég hef valið mér hér megin grafar, og einnig sem almenn þekking og mundi þá helst flokkast undir sögu. Réttara væri samt að þrengja þessa yfirlýsingu og segja listasögu. Samt vil ég taka það fram, að ég álít mig aðeins áhugamann um slíkt og langt frá því að vera sérfræðing í einu eða Myndllst eftirVALTY PÉTURSSON öðru á þessu sviði. Það er algerlega ofviða starfandi málara eða mynd- höggvara, líklegast öllum starf- andi listamönnum. Samt verður ekki hjá því komist fyrir myndlist- armann að þekkja nokkuð til sögu myndlistar á breiðum grundvelli, og sama gildir fyrir þá, sem áhuga hafa og ánægju af listum yfirleitt, en sá hópur fer stækkandi ár frá ári og á eftir að verða enn fjölmennari, eftir því sem tækni og fjölmiðlun þróast á komandi tímum. Fyrir mörgum árum var ég starfandi kennari við Handíða- og Myndlfttarskólann. Þá voru mikl- ar sviptingar á lofti og abstrakt- listin að brjóta sér braut hér á landi. Hvert tækifæri var notað til að gera þessa listgrein tortryggi- lega, og ég man eftir, að eitt sinn kom skrítla í einu af blöðunum um það, að ég hefði sagt við einn nemanda minn, að þetta væri nú nokkuð gott hjá honum, en það vantaði í verkið tímann. Þetta þótti skemmtileg saga og átti að sýna, hverjir fáráðlingar væru látnir kenna í opinberum skólum. Ég rifja þessa sögu hér upp vegna þess, að einmitt þær bækur, sem þetta skrif fjallar um, hafa nokkuð aðra afstöðu en þeir, er bjuggu þessa skrítlu til í þá tíð. Þær eru meira eða minna einmitt byggðar á því að útskýra þann tíma og þann héim, sem þeir listamenn lifðu og hrærðust í. List þeirra tengd umhverfinu og samtíðinni, skoðunum og þekkingu. Þetta sjónarmið er nokkuð einstætt í listabókum, og man ég ekki eftir að hafa komist í eins greinargóðar bækur og þessar, einmitt um þetta atriði. Þessar bækur eru uppruna- lega gefnar út af fyrirtækinu TimeLife Books, New York, og bókaröðin heitir Time Life Libr- ary of Art. og munu bækurnar vera orðnar um tuttugu talsins. Eftir að mér bárust þessar fyrstu bækur, er ég nefndi hér að framan og er ég hóf lestur þeirra, varð mér fljótt ljóst, að hér voru óvenjulega vandaðar bækur á ferð. Endir þessa máls varð sá, að ég hef náð mér í allar þær bækur, sem út hafa komið í þessum bókaflokki og af fáu lesmáli haft jafn mikið gagn og gaman. Texti hverrar bókar fyrir sig er unninn af mörgum sérfræðingum undir stjórn einstaklings, sem síðan er nefndur höfundur bókarinnar, en sannast mála eru þeir fleiri en einn og fleiri en tveir. I þessum bókum er að finna ótæmandi fróðleik um listamennina og sam- tíð þeirra. Ég er ekki í neinum REMBRA sMasfetDiwwúígs MilW ROBIiRTS m^ ; > ¦rtí.j. vafa um, að áhugamenn um listir og að sjálfsögðu listamenn einnig, geta fræðst mikið af þessum textum og notfært sér. Mér, persónulega, hefur þessi lesning orðið æði drjúg, og sá tími, sem farið hefur í lesturinn, hefur ekki farið til ónýtis. Ekki datt mér í hug, að þessar bækur ættu eftir að koma út á íslensku máli. Til þess liggja nokkrar ástæður, og skal ég minnast hér á aðeins þær augljós- ustu: Fámennið hérlendis, áhugi af skornum skammti, efnið með afbrigðum erfitt að þýða og að lokum, að ekkert viðunandi hugtak er til í íslensku máli yfir fjölda hugtaka, sem koma fyrir í þessum textum hvað eftir annað. Sem dæmi má nefna: Stíltegundir í myndlist. En viti menn, einn góðan veðurdag rekst ég á eina af þessum bókum í bókaverslun, og hefur þá Þorsteinn Thorarensen snarað lesmálinu, prentun gerð erlendis og gefið út af Fjöiva. Það, sem meira er, verð ekki hærra en listasp rang Eftír Arna Jóhnsen JÓHANNA Sigríður Boga- dóttir listmálari sýnir um þessar mundir verk sín á Akureyri. Er sýning hennar í Menntaskólanum á Akureyri og er hún opin frá 5—10 virka daga og 3—10 um helgar. Sýningu Jóhönnu lýkur sunnudags- kvöldið 8. okt. Jóhanna sýnir 25 yrafik- myndir og nokkrar textil- myndir. Þessar myndir hefur hún unnið í Stokk- hólmi þar sem hún starfar nú. Jóhanna hefur nýlega sýnt verk sín í Finnlandi þar sem Finnska grafik- félagið bað hana að koma með einkasýningu á lista- hátíð í Helsingfors. Sýning- in var í galleríi félagsin og Jóhanna Sigríöur gekk hún mjög vel og fékk góða dóma % finnskum blöðum. Listasafnið í Tammerfors fær sýninguna í nóvember, en um þessar mundir er sýning Jóhönnu á Haneholmen í Finnlandi. „Friðlýsing er grát- broslegt sjónarspil Deilur í stjórnarherbúðunum um öryggismál » Hugmyndin um alþjóðlega frið- lýsingu Norður-Atlantshafsins hefur komið til nokkurrar umræðu undanfarna daga. Þannig segir Tíminn í gær í forystugrein: „Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um friðlýsingu getur aldrei orðið annað eða meira en fróm ósk... Einhliða yfirlýsing íslands um friðlýsingu sjálfs sín yrði aðeins grátbroslegt sjónarspil með mjög alvarlegum undirtónum. Útlend- ingar myndu varla einu sinni yppta öxlum við tíðindum af því tagi." Þessar umræður spunnust af því, að Gils Guðmundsson alþing- ismaður reifaði hugmyndina um friðlýsingu N-Atlantshafsins hjá herstöðvarandstæðingum sbr. Tímann 30. sept. sl., en þar segir: Með friðlýsingu „yrði m.a. hættum af völdum flotaæfinga afstýrt. Sem dæmi nefndi hann (Gils), að kjarnorkuknúðir kafbátar með kjarnorkuvopn innanborðs gætu valdið ómældu tjóni með geisla- virkri eitrun á fiskimiðum okkar, ef þeir yrðu fyrir skakkaföllum og sykkju". Benedikt Gröndal utanríkisráð- herra svarar þessu í Tímanum á fimmtudag, þegar hann segir um einhliða friðlýsingu íslendinga innan 200 mílna auðlindalögsög- unnar: „Ég dreg algjörlega í efa að við gætum framfylgt því. Ég held að ef við stæðum að slíkri friðlýsingu, þá myndu kafbátar bara fagna því, ef þeir fá svæði til að athafna sig á, þar sem eftirlit væri algjörlega ófullnægjandi. Við höfum ekki minnstu von um að geta sjálfir fylgst með kafbáta- ferðum." Jónas Árnason alþingismaður tekur djúpt í árinni í Þjóðviljanum í gær, þegar hann segir um utanríkisráðherra: „Afstaða Bene- dikts Gröndals ræðst af þeim klafa sem hann og flokkur hans er bundinn á hjá NATÓ og herstöð- inni". Þá telur Jónas afstöðu utanríkisráðherra „í hæsta máta vítaverða" og muni „torvelda starf" þeirrar nefndar, sem á að fjalla um öryggismál landsins. En utanríkisráðherra hefur sagt, að sú nefnd muni mjög sennilega fjalla um þetta mál, „en ég held að hún muni komast að raun um það, að óvíða á jörðunni er erfiðara að koma fram friðlýsingu en á N-Atlantshafi, jafnvel þó að hug- myndin sé í sjálfu sér mjög æskileg," segir utanríkisráðherra og spyr síðan: „Hver vill ekki búa á friðlýstu svæði, ef það v/æri raunveruleg friðlýsing, sem hægt væri að treysta á?" iDIOÐVIUINN ifltl'í í**""*" *""" " 2ð Verslið í sérversiun með htasjónvðrp oghj/ómtæki Jónas Arnason um fyltvrðin^ar utanrikisr&ðherra varðandi friðlýsinfiu N-Atlantshafsins Afstaða Benedikts ræðst if NATO-klafanum I Ttmmn I g*r v«r h.fl rfifa- Bcnedikt Gritod«i -Iþingismann. «m mjög hrfur b.rlil fyrir illkri , aö friWv.iin»f N AtlanUbafiini friolýilngu. hvaö hann vildi t«fia um be.ia full- *-"ilnn ipBroi Joui Arnnion yrtinpi ráolwrrani. l^iSttS?';-? sss^zV* -^eíánr-—^ *J*-«cfií >'^^<« '£•.& !»ts«:;.-•;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.