Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978
Pétur beint í aðal-
Feyenoord
- sagði framkvæmdastjóri Feyenoord, sem hefur einnig áhuga á Karli Þórðarsyni
AÐ undanförnu hefur verið fjallað um þaö í fjölmiðli einum að þeim Pétri Péturssyni og Karli l>órðarsyni
hafi verið hannað að fara til FC Twente að landslciknum loknum í Ilalle í AusturÞýskalandi. Var sagt að
þeir hefðu fenjíið skipun um að koma heim frá formanni knattspyrnuráðs Akraness. Til að kanna þetta
mál ofan í kjölinn ok fá staðreyndir ræddi Mbl. við þá Pétur Pétursson ok Karl Þórðarson o>? fara viðtiilin
hér á eftir.
PETIJR I’étursson hefur tekið atvinnutilhoði Feyenoord ok hann mun
KanKa bcint inn í aðalliðið. saicði P. Stephan. framkvæmdastjóri
Feyenoord. í viðtali við Mbl. í Kær. Þeir Pétur, Stephan og Gunnar
SÍKurðsson formaður knattspyrnuráðs IA fóru til Rotterdam í
morKun. þar sem Pétur mun líta á allar aðstæður hjá félaginu. Ileim
koma þeir aftur á mánudaginn ok verður þá genKÍð frá því sem cftir er
í samninKaKerðinni ok KSI tekið inn í myndina.
Vinstri útherji
Ste[)han sagði, að Pétur gæti
hæði ieikið stöðu miðherja og
stöðu vinstri útherja og væri slík
aðlögunarhæfni dýrmæt fyrir
félagið, því að þá gæti hann f.vllt
háðar stöðurnar ef að svo bæri
undir að leikmenn meiddust. Fyrst
um sinn sagði Stephan, að Pétur
yrði látinn leika á vinstri kantin-
um, þar léki fyrir landsliðsmaður-
inn Jan Van Deinesen, en hann
væri hetri leikmaður aftar á
vellinum og yrðu þar því engin
vandræði. Miðherji Feyenoord er
unglingalandsliðsmaður að nafni
Houteman og Pétur mun taka
stööu hans, verði hann fyrir
meiðslum eða eitthvað annað
kemur til.
Fær að leika
landsleiki
Stephan lagði ríka áherslu á, að
i samningi Péturs yrði rammi þar
sem kæmi fram, að hann fengi að
leikaalla landsleiki sem Islending-
ar óskuðu eftir. Þetta skiptir
Islendinga auðvitað miklu máli og
er nýlunda meðal atvinnumann-
anna erlendis. Hefur landinn oft
orðið áð þola kenjar forráðamanna
þeirra erlendu félaga, sem Islend-
ingar eru leíkmenn með.
Hefur áhuga á Karli
Það kom fram í viðtalinu við
Ste[)han, að hann hafði rætt
dálítið við Karl Þórðarson, en
honum var ekki boðinn samningur
að svo komnu máli. Hins vegar
sagði Stephan, að hann hefði
fullan hug á að bjóða Karli út til
æfinga með félaginu. Stephan
sagði: — Það er mín skoðun, að
það fari Karli illa að leika sem
tengiliður eins og hann hefur verið
látinn gera með landsliðinu, til
þess er hann ekki nógu stór og
sterlfur. Ég tel það hæfa honum
betur að leika stöðu útherja og ef
úr verður að hann þekkist boð
Feyenoord um að koma til æfinga,
mun ég reyna hann í þeirri stöðu.
Ekki er útilokað að Feyenoord
hjóði honum svipaðan samning.
Það er ekki gott að segja, hvort eða
hvenær Karl kemur til okkar, kona
hans á von á barni í desember og
hann er að íhuga hvað gera skal.
Landsleikirnir gerðu honum ekki
npgu góð.skil, því að þar lék hann í
röngum stöðum, það er mitt álit.
Pétur Pétursson hefur þá bæst í
ört stækkandi hóp íslenskra at-
vinnumanna í knattspyrnu og af
orðum P. Stephan mátti ráða, að
Karli Þórðarsyni kynni að vera
boðið að fylgja í fótspor Péturs
áður en langt um liði. Það er ekki
félag af verri endanum sem Pétur
Pétursson, miðherji íslenska
landsliðsins, hefur gerst leik-
maður með, Feyenoord vann
Evrópubikar meistaraliða árið
1970, er liðið vann Celtic 2—1. Þá
hefur liðiö unnið UEFA-bikarinn
eftir úrslitaleiki gegn enska liðinu
Tottenham. F’eyenoord er í 5. sæti
hollensku deildarkeppninnar eins
og er, en þó skammt undan efsta
liðinu Ajax. Um síðustu helgi vann
Feyenoord meistaraliðið PSV
Eindhoven á heimavelli sínum
með einu marki gegn engu og má
af því draga nokkra ályktun um
styrkleika liðsins. — gg.
• Feyenoord frá Rotterdam. eitt fra'gasta lið Evrópu. og hið nýja lið
Péturs Péturssonar. miðherja islenzka landslipsins.
Ráðum gjörðum okkar
sjátfir segja Pétur og Karl
— Það er rétt að haft var
samband við mig í Halle að
landsleiknum loknum, og mér stóð
til boða að fara til FC Twente til
að skoða allar aðstæður, sagði
Pétur. Ég vissi hins vegar að okkar
var beðið heima á Fróni, af
framkvæmdastjóra Feyenoord og
tók þá ákvörðun alveg á eigin
ramleik að fara beint heim. Það
sem klifað hefur verið á að okkur
Bændaglíma á Hvaleyrí
SÍÐASTA keppni sumarsins á
Hvalevrarvellinum fer fram í dag
og er það Bændaglíma Golfklúbbs-
ins Keilis. Allir byrja jafnt kl.
13.30 og verður ræst með flugelda-
skoti.
hafi verið bannað að fara til
Twente er ekki rétt.
— Það að við Pétur höfum
' fengið skilaboð um að fara alls
ekki með Van Dalen til Hollands,
er algjört bull. Sannleikurinn er
sá, að maðurinn talaði við Pétur,
en leit ekki við mér. Hefði hann
áhuga á að ræða við mig einnig,
hafði hann alla möguleika á því.
Hringt var í okkur frá íslandi
þetta kvöld og var Pétri sagt að
þessi P. Stephan væri hér staddur.
Við töluðum þá saman og við
ákváðum að fara beint heim, það
var algerlega okkar ákvörðun.
F.vrir mér lá ekkert annað en að
koma beint heim, sagði Karl
Þórðarson í viðtali við Mbl. í gær,
er hann var spurður um þá
full.vrðingu, að honum og Pétri
hafi beinlínis verið fjarstýrt frá
Halle og þeim meinað að fara með
framkvæmdastjóra Twente í
kynningarferð til félagsins.
—r Eitthvað var um það rætt, að
ég mætti koma til Feyenoord í
næstu viku og skoða aðstæður, en
það mál er allt mjög óljóst á þessu
stigi og ég vil helst ekkert um það
segja. Annars er mér eiginlega
alveg sama þó að þetta virðist hafa
hrokkið upp fyrir eins og er. Ég
verð bara uppi á Skaga eitt ár enn^
ég veit þar a.m.k. hvar ég stend
sagði Karl ennfremur.
Um það hvort ekki væri um fleiri
félög að ræða, vildi Karl ekki tjá
sig, sagði þó eitthvað vera i
deiglunni, en ekki tókst blm. að
véiða upp úr honum hvað það var.
- ÞR/gg
• Pétur Pétursson t.h. verður nú leikmaður með Feyenoord. Fylgir
Karl Þórðarson t.v. honum til Hollands áður en lanKt um líður?
Forest gegn Everton!
DREGIÐ hefur verið í 4. umferð ensku deildarbikarkeppninnar ok
kennir þar ýmissa grasa. Athygli hefur vakið. hve mörg störu liðanna
hafa verið slegin út úr keppninni. nú síðast Manchester Utd. og Bolton
Kegn liðum úr 3. deild. Watford og Exeter. Þau urðu síðan að bíta í það
súra epli. að dragast saman í 4 umferðinni á heimavelli Exeter.
Aðalleikur umferðarinnar er vafalaust leikurinn á Goodison Park.
milli Everton ok NottinKham Forest. en síðarnefnda liðið er auk þess
að vera EnKlandsmeistari. handhafi deildarbikarsins. Þá er útséð. að
a.m.k. 3 lið utan 1. dcildar komast áfram í næstu umferð. Annars lítur
drátturinn þannig út.
Everton — Nottingham Forest
Norwich — Blackpool eða Man.
City
Exeter — Watford
Aston Villa eða Crystal Palace —
Luton
QPR — Sheffield Utd. eða Leeds
Charlton — Stoke
Brighton — Peterbrough eða
Swindon
Rotherham eða Raeding —
Southhampton
Leikirnir fara fram dagana 6—8
nóvember.
„Slask" í Laugardalinn
VESTMANNAEYINGAR semja nú við pólska liðið Slask Wroclaw með
milligöngu pólska handknattleiksþjálfarans Bodans Kowalscky, sem er
einmitt frá félaginu. Eftir fyrstu samningaviðræður um hvenær leika
skuli UEFA-bikarleikina og hvar, eru allar horfur á því að leikið verði
heima sunnudaginn 21. október. Tóku Pólverjarnir vel í þá hugmynd, en
engir leikir eru þá í pólsku deildinni. Hin hugmyndin er sú að báðir
leikirnir fari fram ytra og voru Pólverjarnir að sögn hrifnir af þeirri
hugmynd. Verði leikið heima, mun leikurinn fara fram á Laugardalsvell-
inum. — SS
Trimmkeppni vinabæjanna
VINABÆJAMÓT, svokölluð Trimmkeppni, fer fram í Keflavík 15. okt.
næstkomandi. Þá verður einnig keppt í fjórum vinabæjum Keflavíkur,
Kerava í Finnlandi, Trollháttan í Svíþjóð, Hjörring í Danmörku og
Kristiansand í Noregi. Það er almenningur bæjanna, sem keppir, og er
hverjum bæ frjálst að keppa í hverju sem hann óskar, síðan verða gefin
stig samkvæmt íbúafjölda hvers bæjar. Keflvíkingar geta valið um i
hverju þeir keppa, þeir geta synt 1000 metra, hjólað 5 km, skokkað eða
hlaupið 2.5 km eða leikið 9 holur á golfvellinum.
Uppskeruhátíð hjá ÍR
IJPPSKERUHÁTÍÐ knattspyrnudeildar ÍR verður í Breiðholtsskóla kl.
14.00 í dag. Fríar veitingar og verðlaunaafhending. Allir velkomnir.
Stjórnin.