Morgunblaðið - 10.10.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978
7
Kommúnismi
og
kristin trú
Þaö kemur ekki á
óvart, Þegar Þjóðviljinn
agnúast út í kristna trú
eóa boóendur hennar.
Þvílíkt ber alltaf viö ann-
að slagið og nú hina
síðustu daga alveg sór-
staklega. Tilefnið var
Það, aö efnt var til sam-
komu I Neskirkju, Þar
sem hlýtt var i predikar-
ann heimskunna, Billy
Graham, af myndsegul-
bandi. Fjölmargir lögðu
leiö sína Þangað. Þar á
meöal var blaðamaður
Þjóðviljans, eins og
ósmekklegar lýsíngar
hans af Þessari samkomu
sýna.
Enginn getur búizt við
Því, að honum falli öll
útlegging Biblíunnar.
Enda er trúarÞörfin mis-
munandi og fer eftir
persónugerð og lífs-
reynslu ekki sízt. Þannig
dýrkar einn guð sinn i
hljóði og einveru, annar á
samkomum eins og í
Neskirkju. Fyrir báöum
Þessum mönnum er
guðsdýrkunin helgidóm-
ur, af Því að peir eru
einlssgir í sinni trú.
Eitt af Því, sem börnum
hefur lengi verið kennt á
íslandi, er Það, að bera
virðingu fyrir trú annarra,
láta fólk í friði meö trú
sína. Og almennt gera
menn Það, eru svo borg-
aralega Þenkjandi, svo að
notazt sé við marxískt
tungutak.
En Þjóðviljamenn eru
hér sér á báti sem víðar
og kunna illa umburðar-
lyndi íslendinga fyrir trú-
arbrögöum. Einkanlega
virðist Þeim uppsigað við
kristna trú. Kannski
vegna Þess, að dýrkun
kommúnismans svipar
að ýmsu leyti fremur til
afguöadýrkunar en hins,
að unnt sé að líta á hana
sem stjórnmálaskoðun.
Dansinn í
kringum
mammon
Allir pekkja úr
Biblíunni gullkálfinn og
dansinn í kringum hann.
Eins og sönn dæmisaga
er hún sífellt að endur-
taka sig í óteljandi til-
brigðum. í mörgum
Þeirra er stefiö úr fræð-
um Marx. Á Því er söngl-
að sýknt og heilagt, að í
hinu marxítíska ríki, par
sem sóvézkir búskapar-
hættir eru ráöandi, purfi
enginn að vinna fremur
en hann langar til. Hins
vegar fái hann pað, sem
hann Þarfnast, upp í
hendurnar.
Forystugreinar Þjóð-
viljans hafa verið af
Þessu tagi upp á síðkast-
ið og meðal annars
blandazt inn í Þær fyrir-
litning á vinnunni og
hinum almenna borgara,
aö ógleymdum trúar-
brögðunum: „ ...en í
raun er öll hans aðferð
við Það miðuð, aö Meðal-
jóninn geti kastað sér í
laug hefðbundins vakn-
ingakristindóms án Þss
að hverfa frá kjötkötlun-
um eða breyta svo
nokkru nemi lífsstíl vel-
megandi smáborgara,"
segir Þar.
Andúðin á kristinni trú
leynir sér ekki, enda af
sama toga og austan við
járnmúrinn, Þangað sem
viðkomandi blaöamaður
sækir sínar fyrirmyndir,
sína sterku menn, „sem
kippa málunum í lag“.
Og vitaskuld er öfundin
undirtónninn. „Lífsstíll
velmegandi smáborgara“
er óskilgreindur, en ætl-
að að gefa lesendum Það
til kynna að aðrir hafi Það
betra en hann, Þ.e. í
„auðvaldsríkjunum", pví
að vitaskuld drýpur
smjör af hverju strái í
löndum sósíalismans.
Gera hosur
sínar grænar
„Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar og
Þjóðfrelsis" er sá langi
titill, sem blaðamenn
Þjóðviljans kafna undir á
hverjum degi. Ekki sízt,
Þegar Þeir eru aö gera
hosur sínar grænar fyrir
verkalýðnum í landinu.
Þannig minnast menn
Þess, Þegar skrifað var
um „samningana í gildi“
fyrr á Þessu ári. Þá var
rétturinn til að semja um
kaup sin og kjör heilagur;
ekki kom til mála, að
ríkisvaldið gæti gripið
par inn (.
Nú ver petta sama
„málgagn verkalýðs-
hreyfingarinnar“ löngum
dálkum undir varnarskrif
Þess efnis, að út af tyrir
sig geti Þaö verió til
hagsbóta fyrir verkalýðs-
hreyfinguna aö gengið sé
á kjarasamninga, svo
sem ríkisstjórnin hefur
gert.
Það er annað Jón og
séra Jón.
Þetta er afsakað með
Því, aö um sé að ræða
„aðgerðir af opinberri
hálfu til aukningar sam-
neyzlu eða til ýmiss kon-
ar félagslegra umbóta“
og Því síðan bætt við, að
„Þaö væri árás á verka-
lýðshreyfinguna í landinu
að leggja nú til atlögu
gegn félagslegum um-
svifum hins opinbera.
Þess skyldu menn minn-
ast í sambandi við tog-
streitu stjórnarflokkanna
um gerð f járlaga“.
Ekki dylst neinum,
hvað hér hangir á spýt-
unni. Annars vegar má
vænta pess, að frekari
afskipti stjórnvalda af
kjarasamningum séu í
deiglunní. Hins vegar á
að Þyngja skattaálögur
undir Því yfirskini, að Það
sé „til félagslegra um-
bóta“. Það er býsna
teygjanlegt hugtak og
sígild afsökun peirra
stjórnmálamanna, sem
hafa Það að sérstakri
hugsjón aö vera með
nefið ofan í hvers manns
koppi.
Skýrust kemur mann-
fyrirlitning Þjóðvilja-
manna Þó fram, Þegar
Þeir taka að tala um
„Meðaljón". Eða hver
skyldi Það vera nema
hinn venjulegi launamaö-
ur, Þessi Jón eða Þessi
Guðrún sem vinnur í
frystihúsinu eða kaupté-
laginu? Það er „lífsstíll"
Þessa fólks, sem hvít-
flibba-kommarnir gjöra
oftast gys að á síðum
Þjóðviljans, ef grannt er
skoöað, sbr. tilvitnun hér
'áður.
Hægara pælt
en kýlt
eftir
Magneu Matthíasdóttur
Hægara pælt en kýlt gerist annars vegar í
heimi ævintýranna, hins vegar í heimi
eiturlyfjanna. i ævintýraheiminum er háð
barátta upp á líf og dauöa, í heimi
eiturlyfjanna virðist ríkja ró sálariífsins, en
varla nema á yfirboröínu — því aö óttinn
er einnig áhrifamikill þar. Þessir tveir
heimar snertást aila söguna í gegn, renna
jafnvel aö einhverju leyti saman.
Hvar fáum viö — venjulegir lesendur —
fest hendur? Alls staöar, því að viö
komurrtst aö því aö hér er engu ööru lyst
en veruleikanum sjálfum.
Sagan er fyrsta skáldsaga kornungs
hofundar og þó ber hún öll merki þjálfunar
og reynslu bæöi aö því er snertir efnistök,
persónulýsingar og meöferð málsins. Er
ekkí vafi á því aö hér eftir verður beöið
meö óþreyju eftir hverrí nýrri bók frá
Magneu Matthíasdóttur.
Magnea sendi frá sér Ijóöabókina Kopar
áriö 1976 og hefur ritaö barnasögur fyrir
útvarpið.
Almenna bökafclagið
Austurstræti 16 — Sfmí 19707
Skemmuvogi 36, Kópavogi — Sími 73055.
GROHE = VATN + VELLfÐAN
GROHE
Grohe blöndunartækin eru þekkt fyrir tæknilega hönnun,
fallegt utlit og goöa endingu
Vinsældum Grohe blöndunartækjanna er ekki sist aö þakka
..hjartanu" . Já Grohe hefur hjarta, en svo köllum viö
spindilinn sem allt byggist á. Eini spindillinn sem er sjálf-
smyrjandi. auk þess sem vatniö leikur ekki um viökvæmustu
staöina eins og á öörum spindlum Þetta gefur Grohe
tækjunum þessa miklu endingu og lettleika sem allir sækjast
eftir. Urval blöndunartækja er mikiö og allir finna
eitthvaö viö sitt hæfi.
Þiö eruö örugg meö Grohe - öll tæki meö 1 árs abyrgö. og
mjög fullkominn varahlutaþjónusta.
RR BYGGINGAVÖKUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. S(MI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ)
8 dagar 21.10—28.10
Dvaliö i Hotel Mandevílle, Y-Hotel
og Alans Guest House. Þá viku
veröa mjög margir leikir í 1.
deildinni ensku. háöir í London og
nágrenni. Má Þar m.a.
nefna leiki milli
Arsenal og Southampton
QPR og Everton
West Ham og Stoke.
Annars veröur ferö til London alltaf
ævintýraferð, pví par er aö finna
fjölbreytt næturlíf, tónlist og sýning-
ar, margs konar ráðstefnur, ípróttir,
verslanir og margt fleira. Verö frá
kr. 88.700.
En sjón er sögu ríkari. Því ekki aó
koma meö til London.7
j Ferðamiðstöðin hf.
f Aðaistræti 9 — Símar 11255 - 12940