Morgunblaðið - 10.10.1978, Síða 10

Morgunblaðið - 10.10.1978, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 Við hliðið var ekki annað að gera en að stoppa, — og engar myndir aðfá afnaut- unum. Viö sóttvarnarstöðina í Hrísey eða holda- nautaræktina starfa tveir menn, Guðjón Björnsson otí Steinar' Kjartansson. Þegar blm. kom jjar að var honum kippt upp í baksætið á dráttarvél og strax’ ekið inn í þorpið, áður en tajkifæri n*fist fyrir hann að hrjóta löjí op rejíiur sem settar hafa verið um aðgang að slíkum stöðvum hér á landi. Það var Guðjón Björnsson sem var ekillinn, — en starf sitt við stöðina hefur hann stundum sjálfur nefnt nautgripahirðslu. „Af hverju Hrísey er ákjósan- lej; fyrir slíka rækt? Staðurinn var eit;inlega valinn vefjna þess að eyjan er nætíjanlet;a afskekkt en skepnuhald er hér bannað og einant;run er fólt;in í því. Fólk er hér jafnframt síður át;ent;t um aðt;ant; sem er strant;lef;a bann: aður." Ilver var byrjunin hér við holdanautaræktina? „Hint;að voru tuttugu kýr fluttar sunnan úr Mýrdal og helmint;ur þeirra var nokkuð blandaður að kyni. Síðan var Spjall- að við Guðjón Björns- son naut- gripa- hirði * í Hrísey HOLDANAUTARÆKTIN í HRÍSEY „Þessir gripir eru afskaplega fallegir” djúpfryst sæði af Galloway-kyni flutt inn frá Skotlandi og það sett í þessar kýr. Það þýðir að þeir kálfar sem undan þessum kúm koma eru nokkuð blandað- ir. Þessi stöð var stofnuð 1976. Þessi saga er síðan endurtekin, — en það er misjafnt hvenær stofninn verður talinn orðinn hreinræktaður. Ef enginn sjúk- dómur kemur fram, verður í tímans rás hægt að selja sæði úr hreinræktuðum holdanautum. Þegar eru komnir fjórtán kálfar.“ Ilvernig er dagleur rekstur búsins? „Það er þessi venjulega hirðing á gripunum, það þarf að þrífa þá og gefa þeim. Það er reynt að setja þá út eins og mögulegt er — einnig á veturna eftir því sem veður leyfir. Nú, það þarf að láta kálfana sjúga. Það þarf ekki að huga að því með kvígur, — en kynþroska naut þarf hins vegar að leiða undir þær og láta þau sjúga. Fólki finnst það yfirleitt sér- kennilegt þegar jafnvel átta mánaða kálfar sjúga mömmu sína. Hér þarf ekki að mjólka, vegna þess að eingöngu er þarna verið að hugsa um kjötfram- leiðsluna, — kálfarnir fá þess vegna að sjá um það allt saman. En það er æðimikið starf, — tafsamt, að þurfa að láta þá sjúga. Þeir ganga ekki að því sjálfir. Þegar þeir eru orðnir hálfs árs gamlir eða eftir að þeir eu orðnir kynþroska má fara að gæta sín á þeim, — ekki að hætta sé á ferðinni fyrir kvígurnar, en þeir gætu farið að setja í þær kálf. Við hirðingu þarf líka að kemba gripina og klippa þá og í starfinu felst ennfremur viðhald á mannvirkjum og eignum." Ilverjir eru húsakostir? „I húsi eru básar fyrir tuttugu og fjórar kýr, fjögur stór naut og lausagöngupláss fyrir tals- verðan fjölda af kálfum. Landið er um tuttugu hektarar að stærð. Þarna er hlaða sem tekur um þúsund hesta. — Það þarf náttúrlega að heyja handa gripunum. Þarna er lítið slátur- hús. — Já, það er lítillega byrjað að slátra af fullorðnu. Þá er þarna lítil rannsóknarstofa, og skrifstofa og geymsla henni tilheyrandi og á hæðinni neðan við eru geymslur fyrir vélar. Húsin voru reist á lyngmóum og það þarf að rækta þetta allt saman upp til beitar. Síðan eru tún heyjuð sem fyrir voru í Hrísey. Þá eru eðlilegir aðdrættir, — það má tína til eitt og annað sem við sjáum um.“ „Já, um hreinræktunina verða sérfróðir menn að dæma og mat á því hvort kjötið er gott eða vont framkvæmir dýralæknir." Hverju spáir þú sjálfur um árangur? „Það er ekki hægt að spá -neinu, — en það endar með því að þarna verður hreinræktað Gallowaykyn. Ég get sagt það að mér finnst þessir gripir sem koma út af þessu vera afskap- lega fallegir — út úr fyrstu umferð. Fyrstu kálfarnir voru að fæðast seinni hlutann af síðasta ári já, og þeir næstu eru alveg að detta á núna.“ „Nei, það var ekki alveg kálfur á hverja kú, — þær héldu sumar ekki sæði.“ „Já, það eru möguleikar á því að hér verði einskonar miðstöð, en mér heyrist það samt ekki á mönnum. Þetta er hlutur sem kemur í ljós — og erfitt er að fullyrða um.“ Hvað með tækjakost? „Hann er orðinn nægur, — ég tel að vinnuaðstaðan sé komin í gott lag.“ Guðjón hefur starfað við búið í tæpt ár og Steinar mikið til frá upphafi og að sögn Guðjóns anna þeir þessu öllu sjálfir. Einu tók ég eftir, að hann talaði um nautgripakjöt, en ekki nautakjöt. ÁJR 26200 Byggingarlóð Höfum til sölu góöa byggingarlóð fyrir fjölbýlishús viö Bræöraborgarstíg. Teikningar og allar nánari uppl. aöeins veittar á skrifstofunni, ekki í síma. Vesturbær Höfum til sölu mjög góöa og velútlítandi 4ra herb. íbúö á 2. hæð í steinhúsi við Bárugötu. íbúðin er meö góöum innréttingum. FASTEIG\ASm\ M0RGII\RL1BSHISI\H Óskar Kristjánsson MÍLFLIIT\I\GSSKRIFST0F1 fáiömundur Pótursson hrl., Axc*l Kinarsson hrl. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Haag: Á Alþjóðadómstóllinn lög- sögu í landgrunnsdeilunni? Haag. 7. október — Reuter Alþjóðadómstóllinn í Haag byrjar á næstunni vitna- leiðslur, sem eiga að skera úr um það hvort dómstóll- inn hefur lögsögu í deilu Tyrkja og Grikkja vegna landgrunnsréttinda í Eyja- hafi. Tyrkir telja að svo sé ekki og munu að öllum líkindum ekki senda full- trúa, en Grikkir vísuðu deilunni til dómstólsins fyrir tveimur árum er Tyrkir hófu skjálftarann- sóknir á hinu umdeilda svæði í sambandi við olíu- leit. Yfirleitt eru mál að- eins tekin fyrir hjá dóm- stólnum ef báðir aðilar fallast á slíka málsmeð- ferð, en Grikkir vísa meðal annars til samnings for- sætisráðherra ríkjanna frá 1975 um að landgrunns- deilunni skyldi vísað til Alþjóðadómstólsins. Grikkir vilja fá viðurkenningu dómstólsins á því að sérstakt landgrunn teljist til eyja þeirra, sem liggja við strendur Tyrklands Kalkútta. Indlandi. 6. «kt. — AP TILKY'NNT hcfur verið að 113 manns að minnsta kosti hafi látist úr kóleru og garnabólgu á flóðasvæðunum í Midnapore og Ilowrah í Vestur-Bengal. að því er Jyoti Basu ráðherra skýrði frá í dag. Bóluefni við kóleru er nú á þrotum í fylkinu. Þegar hefur verið flogið þangað með 40.000 skammta frá Bangkok í Thailandi og að þeir eigi þar einkarétt á nýtingu auðlinda á hafsbotni. Tyrkir halda því á'hinn bóginn fram að landgrunnsdeilan sé hluti af víðtækari ágreiningi ríkjanna og snerti ýmis önnur mál, sem leysa þurfi með samningum milli ríkjanna. fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóð- anna og Indlandsstjórn gerir nú sitt ýtrasta til að afla lyfja til Vestur-Bengal þar sem hörmulegt ástand ríkir í kjölfar tveggja flóða. Basu sagði ennfremur, aö 380 manns hefðu drukknað eða farist þegar hús hafa fallið saman af völdum rigninganna, sem hófust á svæðunum fyrir tíu dögum. Alls hafa þá yfir 1550 manns farist á Indlandi í flóðum frá því / að rigningarnar hófust í júní sl. Indland: ' 113 hafa látist úr kóleru og garnabólgu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.