Morgunblaðið - 10.10.1978, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978
12 skákmenn mættu
il leiks i Munaðarnesi
— þegar 3 fyrstu umferðir deildakeppninnar fóru þar fram um helgina
SKÁKLISTIN réð ríkjum í Munaðarnesi um helgina. Þar
voru staddir 112 skákmenn víðs vegar að af Iandinu og sátu
þoir að tafli bæði á laugardag og sunnudag. Skáksamband
Islands gerði þarna tilraun til þess að koma deildarkeppni
sambandsins myndarlega af stað. Allar þátttökusveitirnar
voru mættar til leiks og voru þrjár fyrstu umferðir
keppninnar tefldar. Þótti þessi tilraun takast vel og er
stefnt að því að hafa sama hátt á í framtíðinni.
Morgunblaðsmenn brugðu
sér upp í Munaðarnes á
sunnudaginn og fylgdust dag-
part með því sem fram fór.
Þriðja umferöin var í fullum
gangi og var teflt af kappi.
Aðstaða er ágæt í^Munaðar-
nesi til svona mótshalds.
Keppendur búa í sumarhús-
um BSRB en tefla í matskála
bandalagsins. Það sem helst
„Keppnin hefur að mínu mati
farið mjög vel fram. Aðstaða
til dvalar er hér einstaklega
skemmtileg og það er ágætt
að tefla hér í salnum enda
þótt segja megi að hér sé full
þröngt.
Tilgangurinn með
þessu er tvíþættur. í fyrsta
lagi að gefa skákmönnum
víðs vegar að af landinu
tækifæri til þess að hittast á
nesi eða annars staðar á
landinu.
Það er enginn vafi á því, að
þetta fyrirkomulag gefur
mótinu skemmtilegri blæ en
ella hefði orðið.“
Alls voru 16 sveitir mættar
til leiks, 8 keppa í 1. deild og 8
í 2. deild. Hafa þær allar
lokið við fyrstu 3 umferðirn-
ar en seinni 4 umferðirnar
verða tefldar í vetur, sú
síðasta í apríl. Nokkuð bar á
því í Munaðarnesi að sveit-
irnar gætu ekki mætt með
sína sterkustu menn, þar sem
þeir áttu ekki heimangengt.
Eftir 3 fyrstu umferðirnar
hefur Taflfélag Reykjavíkur
tekið örugga forystu í 1. deild
en Seltjarnarnes og Suður-
land standa bezt að vígi í 2.
deild.
(Jrslit í 1. deild.
1. UMFERÐ:
Hafnarfj. — Hreyfill
Ekki voru þeir allir háir í loftinu sumir skákkapparnir.
Þessi tefldi á 1. borði B-sveitar TR.
4 '/2:3 ‘/2
Taflf. Rvíkur — Akureyri 5 :3
Keflavík — Kópavogur 4'/2:3‘/2
Mjölnir — Austfirðir 7 :1
2. UMFERÐ:
Kópavogur — Hreyfil! 4'/2:3V2
Taflf. Rvíkur — Keflavík 6 :2
Akureyri — Austfirðir 5 :3
Kópavogur — Hreyfill 4'/2:3'/2
Hafnarfj. — Mjölnir 5 :3
3. UMFERÐ:
Kópavogur — Hafnarfj. 4'/2:3!4
Taflf. Rvíkur — Hreyfill 7'k: 'k
Guðlaug Þorsteinsdóttir var eina konan, sem keppti í
mótinu eftir því sem blm. veit bezt. Hún tefldi fyrir Mjölni.
Svipmynd frá viðureign Mjölnis og Akureyringa.
Ljósm. Mbl. Emelía.
mátti finna að var að heldur
var þröngt um skákmennina í
matsalnum þegar allar sveit-
irnar sátu að tafli í einu.
í skáksalnum hittum við
Einar S. Einarsson forseta
Skáksambands íslands að
máli og inntum hann eftir því
hvernig skákhelgin í
Munaðarnesi hefði heppnast:
einum stað og gefa þannig
keppninni skemmtilegri blæ
en ella og í öðru lagi er þetta
hagkvæmt fyrir alla aðila.
Mér hefur skilist á mönnum
að þeir séu almennt ánægðir
með þetta fyrirkomulag og
vonandi getum við haft þenn-
an hátt á í framtíðinni hvort
sem við hittumst í Munaðar-
Vel lukkað
og skemmti-
legt mót
Þorkotill Sigurðsson. Ilorna-
firði.
Okkur í Austfjarðasveitinni
hefur gengið hálfilla enda
vantar tvo beztu mennina í
liðið okkar, þá Trausta Björns-
son skólastjóra á Eskifirði og
Þorstein Skúlason bæjarfógeta
á Neskaupstað. Þeir komust
ekki hingað vegna anna. Ég
held að þessi deildakeppni
leysist ekki nema hafa hana
svona á einum stað, hitt væri of
mikill kostnaður. Við Hornfirð-
ingarnir þurfum að ferðast
1300 km til þess að komast
þetta fram og aftur en við
sjáum ekki eftir því ferðalagi
því þetta hefur verið vel lukkað
og mjög skemmtilegt. Skáklíf á
Austurlandi er vaxandi og er
það mest að þakka Trausta
Björnssyni, sem er mjög dríf-
andi maður. Skákáhugi fer
mjög vaxandi þar sem ég bý á
Hornafirði og munar mestu um
að skákin er nú komin inn í
skólana. Helsta áhyggjuefnið
er það, að fáir menn fást til
þess að veita taflfélaginu for-
ystu og hef ég því orðið að vera
formaður, miklu lengur en ég
hafði ætlað mér. Þetta er
iíklega alls staðar eins, svona
var þetta a.m.k. í Ólafsvík
þegar ég var þar.
....
Deilda-
keppnin
mjog þorf
Albert Sigurðsson. Akur-
eyri.
Við Norðlendingar teflum
fram einni sveit og hefur okkur
gengið alveg ágætlega, betur en
við áttum von á. Við höfum þó
ekki okkar sterkustu sveit
hérna, m.a. vantar Halldór
Jónsson í sveitina. Það hefur
verið ákaflega ánægjulegt að
vera hér í Munaðarnesi og
framkvæmd keppninnar hefur
tekizt vel að mínu mati. Einnig
hefur þetta verið gagnlegt fyrir
mig sem formann Skáksam-
bands Norðlendinga að fá
tækifæri til þess að hitta hér að
máli forystumenn í öðrum
skáksamböndum. Það er heldur
að lifna yfir skákáhuga á
Norðurlandi en mestur er
áhuginn á Akureyri og í Eyja-
firði.
A Húsavík er búið að
endurvekja taflfélagið og er
skákin í sókn þar. Ég vil að
lokum segja það að deilda-
keppnin er að mínu mati
ákaflega þörf keppni, hún gefur
okkur tækifæri til þess að hitta
skákmenn víðs vegar um landið
og maður fær nýjar hugmyndir
við það að taka þátt í svona
keppni.
Vaxandi
skákáhugi á
Vestíjörðum
Valdimar Gíslason. Dýra-
firði.
Við Vestfirðingar sendum
eina sveit til leiks í 2. deild og
hefur okkur gengið bærilega,
erum með 11 vinninga eftir 3
fyrstu umferðirnar. Mótið hér í
Munaðarnesi hefur heppnast
vel og framkvæmdin verið góð.
Þessi deildakeppni hefur marga
góða kosti og þann helst að
þarna fáum við tækifæri til
þess að tefla við sterkari menn
en venjulegt er. Því miður
getum við ekki teflt fram okkar
sterkasta liði að þessu sinni,
það vantar tvo sterka menn,
m.a. Sigurð Ólafsson, sem er
Vestfjarðameistari. Það hefur
að mínu mati marga kosti að
tefla svona á einum stað fyrstu
umferðirnar en heppilegra
hefði verið að tefla í Reykjavík
því það er þó nokkurt viðbótar-
ferðalag fyrir okkur Vestfirð-
inga að fljúga tii Reykjavíkur
og þurfa síðan að fara í bíl upp
í Borgarfjörð. Skákáhugi er
töluvert mikill á Vestfjörðum,
mestur í Bolungarvík, en í
Núpsskóla, þar sem ég kenni
fer áhugi á skák vaxandi.